Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja

Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.

Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Auglýsing

Aðlögun ferða­þjón­ust­unnar að nýjum veru­leika eftir COVID-19 gæti reynst erf­ið, ekki síst vegna veru­legrar fjár­fest­ingar und­an­farin ár sem enn sér varla fyrir end­ann á og byggð­ist á vænt­ingum sem eru fjarri fram­tíð­ar­horfum grein­ar­innar næstu miss­eri. Áfallið bæt­ist við rekstr­ar­vanda ferða­þjón­ust­unnar fyrir útbreiðslu heims­far­ald­urs­ins.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein­ar­gerð efna­hags- og fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins um losun ferða­tak­mark­ana hingað til lands sem stefnt er að um miðjan mán­uð­inn. Þá mun komu­far­þegum bjóð­ast að fara í sýna­töku í stað tveggja vikna sótt­kví­ar. 

Auglýsing

Árið 2019 komu tvær millj­ónir ferða­manna hingað til lands eftir nokkra fækkun frá því að fjöldi þeirra náði hámarki árið 2018. Útflutn­ings­verð­mæti ferða­þjón­ust­unnar var nærri 470 millj­örðum króna í fyrra eða 35 pró­sent heild­ar­út­flutn­ings. Þjóð­hags­legur ávinn­ingur af hverjum ferða­manni var nærri 100.000 krónur að með­al­tali.

Í árs­byrjun og áður en far­ald­ur­inn reið yfir gerðu flestir grein­ing­ar­að­ilar ráð fyrir að fjöldi ferða­manna myndi nærri standa í stað milli ára. Bók­un­ar­staða hót­ela fyrir sum­arið var betri en á sama tíma í fyrra en á móti vó að bók­un­ar­staða fyrir haustið var síðri.

Erf­iðar rekstr­ar­að­stæður fyrir COVID

Í grein­ar­gerð ráðu­neyt­is­ins segir að þrátt fyrir mik­inn fjölda ferða­manna hafi rekstr­ar­að­stæður í grein­inni verið erf­iðar og nokkur hag­ræð­ing átt sér stað. Sem dæmi fækk­aði þeim sem störf­uðu við ferða­þjón­ustu á tíma­bil­inu mars til októ­ber á síð­asta ári um 2.000 frá sama tíma ári áður. Fækkun starfa var mest hjá flug­fé­lögum eða um og yfir 20 pró­sent en störfum fækk­aði einnig í rekstri gisti­staða, í veit­inga­þjón­ustu, hjá ferða­skrif­stofum og í öðrum atvinnu­greinum tengdum ferða­þjón­ustu.

Þá hafði nýt­ing hót­el­her­bergja versnað fyrir útbreiðslu far­ald­urs­ins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórð­ungs fjölgun hót­el­her­bergja árin 2020-2022. Hætt var því við að nýt­ing hót­ela hefði enn versnað tals­vert næstu ár þótt ekki hefði komið til far­ald­urs­ins, segir í grein­ar­gerð­inni.

Und­an­farin ár má áætla að eitt starf í ferða­þjón­ustu hafi orðið til fyrir hverja 70-80 ferða­menn sem heim­sækja land­ið. „Ef við­halda á fjölda starfa í ferða­þjón­ustu þrátt fyrir að ferða­mönnum fjölgi hægt eftir að ferða­tak­mörk­unum er aflétt er ljóst að stærð­ar­hag­kvæmni í grein­inni mun minn­ka, störfin verða ekki eins verð­mæt og þau sem voru fyrir og laun þurfa að vera lægri að öðru óbreytt­u,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Spá 60-70 pró­sent sam­drætti

Ferða­sam­tök Sam­ein­uðu þjóð­anna spá 60-80 pró­sent sam­drætti í ferða­þjón­ustu á heims­vísu á þessu ári sam­an­borið við árið 2019. Spáin versnar því lengur sem ferða­tak­mark­anir vara. Mörg þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í heims­far­aldri COVID-19 gegna lyk­il­hlut­verki á ferða­þjón­ustu­mark­aði, ýmist sem áfanga­staðir eða upp­spretta ferða­manna. Þeirra á meðal eru Banda­rík­in, Bret­land og Kína sem öll eru meðal mik­il­væg­ustu mark­aða íslenskrar ferða­þjón­ustu, bæði vegna fjölda ferða­manna og dreif­ingar þeirra innan árs­ins.

Auglýsing

Efna­hags­leg áhrif COVID-19 far­ald­urs­ins í þessum ríkjum munu ótví­rætt hafa áhrif á eft­ir­spurn eftir alþjóð­legum ferða­lög­um. Sam­kvæmt hag­vaxt­ar­spá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins (AGS) frá því í apríl er útlit fyrir að sam­dráttur efna­hags­um­svifa í ár verði meiri en í kjöl­far fjár­mála­hruns­ins á öllum helstu mark­aðs­svæðum ferða­þjón­ust­unn­ar.

„Ef ferða­þjón­ustan tekur ekki við sér, hvorki á þessu ári né því næsta, er ljóst að gríð­ar­leg til­færsla þarf að verða á fram­leiðslu­þáttum til að hag­vöxtur geti tekið við sér að nýju,“ segir í grein­ar­gerð ráðu­neyt­is­ins. „Hætt er við langvar­andi atvinnu­leysi stórs hluta þeirra ríf­lega 23.000 ein­stak­linga sem störf­uðu í ferða­þjón­ustu fyrir far­ald­ur­inn kom­ist hótel og önnur fram­leiðslu­tæki ferða­þjón­ust­unnar ekki í arð­bæra nýt­ing­u.“

Um tvær milljónir ferðamanna komu hingað til lands í fyrra.  Mynd: Birgir Þór Harðarson

Ef landið yrði áfram lokað ferða­mönnum yrði ferða­þjón­ustan „að­eins svipur hjá sjón“ segir í grein­ar­gerð­inni. Upp­sögnum í grein­inni myndi lík­lega fjölga enn frekar og líkur á að fólk verði ráðið að nýju minnkað veru­lega. Um 12 þús­und starfs­menn í ferða­þjón­ustu voru í skertu starfs­hlut­falli í lok apríl sem gæti verið nærri helm­ingur þeirra sem störf­uðu í grein­inni fyrir far­ald­ur­inn. Hefur þeim fækkað um 4.500 fram undir lok maí, m.a. vegna fjölda­upp­sagna stórra ferða­þjón­ustu­að­ila.

Um 8 þús­und útlend­ingar störf­uðu í ferða­þjón­ustu

Mik­ill fjöldi erlendra rík­is­borg­ara hefur flutt til lands­ins sam­hliða vexti ferða­þjón­ust­unn­ar. Á land­inu búa nú ríf­lega 50 þús­und erlendir rík­is­borg­ar­ar. Um 8 þús­und þeirra störf­uðu í ferða­þjón­ustu­tengdri starf­semi á síð­asta ári.

Í grein­ar­gerð­inni kemur fram að ætla megi að stórum hluta þeirra hafi þegar verið sagt upp störfum og enn fleiri, m.a. úr öðrum atvinnu­grein­um, muni vafa­laust bæt­ast við á næst­unni. Staða erlendra rík­is­borg­ara á vinnu­mark­aði er að með­al­tali við­kvæm­ari en staða íslenskra rík­is­borg­ara. Án veru­legs bata í ferða­þjón­ustu má reikna með miklu atvinnu­leysi þessa hóps á næstu mán­uðum og jafn­vel árum.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent