Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja

Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.

Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Auglýsing

Aðlögun ferða­þjón­ust­unnar að nýjum veru­leika eftir COVID-19 gæti reynst erf­ið, ekki síst vegna veru­legrar fjár­fest­ingar und­an­farin ár sem enn sér varla fyrir end­ann á og byggð­ist á vænt­ingum sem eru fjarri fram­tíð­ar­horfum grein­ar­innar næstu miss­eri. Áfallið bæt­ist við rekstr­ar­vanda ferða­þjón­ust­unnar fyrir útbreiðslu heims­far­ald­urs­ins.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein­ar­gerð efna­hags- og fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins um losun ferða­tak­mark­ana hingað til lands sem stefnt er að um miðjan mán­uð­inn. Þá mun komu­far­þegum bjóð­ast að fara í sýna­töku í stað tveggja vikna sótt­kví­ar. 

Auglýsing

Árið 2019 komu tvær millj­ónir ferða­manna hingað til lands eftir nokkra fækkun frá því að fjöldi þeirra náði hámarki árið 2018. Útflutn­ings­verð­mæti ferða­þjón­ust­unnar var nærri 470 millj­örðum króna í fyrra eða 35 pró­sent heild­ar­út­flutn­ings. Þjóð­hags­legur ávinn­ingur af hverjum ferða­manni var nærri 100.000 krónur að með­al­tali.

Í árs­byrjun og áður en far­ald­ur­inn reið yfir gerðu flestir grein­ing­ar­að­ilar ráð fyrir að fjöldi ferða­manna myndi nærri standa í stað milli ára. Bók­un­ar­staða hót­ela fyrir sum­arið var betri en á sama tíma í fyrra en á móti vó að bók­un­ar­staða fyrir haustið var síðri.

Erf­iðar rekstr­ar­að­stæður fyrir COVID

Í grein­ar­gerð ráðu­neyt­is­ins segir að þrátt fyrir mik­inn fjölda ferða­manna hafi rekstr­ar­að­stæður í grein­inni verið erf­iðar og nokkur hag­ræð­ing átt sér stað. Sem dæmi fækk­aði þeim sem störf­uðu við ferða­þjón­ustu á tíma­bil­inu mars til októ­ber á síð­asta ári um 2.000 frá sama tíma ári áður. Fækkun starfa var mest hjá flug­fé­lögum eða um og yfir 20 pró­sent en störfum fækk­aði einnig í rekstri gisti­staða, í veit­inga­þjón­ustu, hjá ferða­skrif­stofum og í öðrum atvinnu­greinum tengdum ferða­þjón­ustu.

Þá hafði nýt­ing hót­el­her­bergja versnað fyrir útbreiðslu far­ald­urs­ins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórð­ungs fjölgun hót­el­her­bergja árin 2020-2022. Hætt var því við að nýt­ing hót­ela hefði enn versnað tals­vert næstu ár þótt ekki hefði komið til far­ald­urs­ins, segir í grein­ar­gerð­inni.

Und­an­farin ár má áætla að eitt starf í ferða­þjón­ustu hafi orðið til fyrir hverja 70-80 ferða­menn sem heim­sækja land­ið. „Ef við­halda á fjölda starfa í ferða­þjón­ustu þrátt fyrir að ferða­mönnum fjölgi hægt eftir að ferða­tak­mörk­unum er aflétt er ljóst að stærð­ar­hag­kvæmni í grein­inni mun minn­ka, störfin verða ekki eins verð­mæt og þau sem voru fyrir og laun þurfa að vera lægri að öðru óbreytt­u,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Spá 60-70 pró­sent sam­drætti

Ferða­sam­tök Sam­ein­uðu þjóð­anna spá 60-80 pró­sent sam­drætti í ferða­þjón­ustu á heims­vísu á þessu ári sam­an­borið við árið 2019. Spáin versnar því lengur sem ferða­tak­mark­anir vara. Mörg þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í heims­far­aldri COVID-19 gegna lyk­il­hlut­verki á ferða­þjón­ustu­mark­aði, ýmist sem áfanga­staðir eða upp­spretta ferða­manna. Þeirra á meðal eru Banda­rík­in, Bret­land og Kína sem öll eru meðal mik­il­væg­ustu mark­aða íslenskrar ferða­þjón­ustu, bæði vegna fjölda ferða­manna og dreif­ingar þeirra innan árs­ins.

Auglýsing

Efna­hags­leg áhrif COVID-19 far­ald­urs­ins í þessum ríkjum munu ótví­rætt hafa áhrif á eft­ir­spurn eftir alþjóð­legum ferða­lög­um. Sam­kvæmt hag­vaxt­ar­spá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins (AGS) frá því í apríl er útlit fyrir að sam­dráttur efna­hags­um­svifa í ár verði meiri en í kjöl­far fjár­mála­hruns­ins á öllum helstu mark­aðs­svæðum ferða­þjón­ust­unn­ar.

„Ef ferða­þjón­ustan tekur ekki við sér, hvorki á þessu ári né því næsta, er ljóst að gríð­ar­leg til­færsla þarf að verða á fram­leiðslu­þáttum til að hag­vöxtur geti tekið við sér að nýju,“ segir í grein­ar­gerð ráðu­neyt­is­ins. „Hætt er við langvar­andi atvinnu­leysi stórs hluta þeirra ríf­lega 23.000 ein­stak­linga sem störf­uðu í ferða­þjón­ustu fyrir far­ald­ur­inn kom­ist hótel og önnur fram­leiðslu­tæki ferða­þjón­ust­unnar ekki í arð­bæra nýt­ing­u.“

Um tvær milljónir ferðamanna komu hingað til lands í fyrra.  Mynd: Birgir Þór Harðarson

Ef landið yrði áfram lokað ferða­mönnum yrði ferða­þjón­ustan „að­eins svipur hjá sjón“ segir í grein­ar­gerð­inni. Upp­sögnum í grein­inni myndi lík­lega fjölga enn frekar og líkur á að fólk verði ráðið að nýju minnkað veru­lega. Um 12 þús­und starfs­menn í ferða­þjón­ustu voru í skertu starfs­hlut­falli í lok apríl sem gæti verið nærri helm­ingur þeirra sem störf­uðu í grein­inni fyrir far­ald­ur­inn. Hefur þeim fækkað um 4.500 fram undir lok maí, m.a. vegna fjölda­upp­sagna stórra ferða­þjón­ustu­að­ila.

Um 8 þús­und útlend­ingar störf­uðu í ferða­þjón­ustu

Mik­ill fjöldi erlendra rík­is­borg­ara hefur flutt til lands­ins sam­hliða vexti ferða­þjón­ust­unn­ar. Á land­inu búa nú ríf­lega 50 þús­und erlendir rík­is­borg­ar­ar. Um 8 þús­und þeirra störf­uðu í ferða­þjón­ustu­tengdri starf­semi á síð­asta ári.

Í grein­ar­gerð­inni kemur fram að ætla megi að stórum hluta þeirra hafi þegar verið sagt upp störfum og enn fleiri, m.a. úr öðrum atvinnu­grein­um, muni vafa­laust bæt­ast við á næst­unni. Staða erlendra rík­is­borg­ara á vinnu­mark­aði er að með­al­tali við­kvæm­ari en staða íslenskra rík­is­borg­ara. Án veru­legs bata í ferða­þjón­ustu má reikna með miklu atvinnu­leysi þessa hóps á næstu mán­uðum og jafn­vel árum.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent