Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja

Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.

Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Auglýsing

Aðlögun ferða­þjón­ust­unnar að nýjum veru­leika eftir COVID-19 gæti reynst erf­ið, ekki síst vegna veru­legrar fjár­fest­ingar und­an­farin ár sem enn sér varla fyrir end­ann á og byggð­ist á vænt­ingum sem eru fjarri fram­tíð­ar­horfum grein­ar­innar næstu miss­eri. Áfallið bæt­ist við rekstr­ar­vanda ferða­þjón­ust­unnar fyrir útbreiðslu heims­far­ald­urs­ins.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein­ar­gerð efna­hags- og fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins um losun ferða­tak­mark­ana hingað til lands sem stefnt er að um miðjan mán­uð­inn. Þá mun komu­far­þegum bjóð­ast að fara í sýna­töku í stað tveggja vikna sótt­kví­ar. 

Auglýsing

Árið 2019 komu tvær millj­ónir ferða­manna hingað til lands eftir nokkra fækkun frá því að fjöldi þeirra náði hámarki árið 2018. Útflutn­ings­verð­mæti ferða­þjón­ust­unnar var nærri 470 millj­örðum króna í fyrra eða 35 pró­sent heild­ar­út­flutn­ings. Þjóð­hags­legur ávinn­ingur af hverjum ferða­manni var nærri 100.000 krónur að með­al­tali.

Í árs­byrjun og áður en far­ald­ur­inn reið yfir gerðu flestir grein­ing­ar­að­ilar ráð fyrir að fjöldi ferða­manna myndi nærri standa í stað milli ára. Bók­un­ar­staða hót­ela fyrir sum­arið var betri en á sama tíma í fyrra en á móti vó að bók­un­ar­staða fyrir haustið var síðri.

Erf­iðar rekstr­ar­að­stæður fyrir COVID

Í grein­ar­gerð ráðu­neyt­is­ins segir að þrátt fyrir mik­inn fjölda ferða­manna hafi rekstr­ar­að­stæður í grein­inni verið erf­iðar og nokkur hag­ræð­ing átt sér stað. Sem dæmi fækk­aði þeim sem störf­uðu við ferða­þjón­ustu á tíma­bil­inu mars til októ­ber á síð­asta ári um 2.000 frá sama tíma ári áður. Fækkun starfa var mest hjá flug­fé­lögum eða um og yfir 20 pró­sent en störfum fækk­aði einnig í rekstri gisti­staða, í veit­inga­þjón­ustu, hjá ferða­skrif­stofum og í öðrum atvinnu­greinum tengdum ferða­þjón­ustu.

Þá hafði nýt­ing hót­el­her­bergja versnað fyrir útbreiðslu far­ald­urs­ins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórð­ungs fjölgun hót­el­her­bergja árin 2020-2022. Hætt var því við að nýt­ing hót­ela hefði enn versnað tals­vert næstu ár þótt ekki hefði komið til far­ald­urs­ins, segir í grein­ar­gerð­inni.

Und­an­farin ár má áætla að eitt starf í ferða­þjón­ustu hafi orðið til fyrir hverja 70-80 ferða­menn sem heim­sækja land­ið. „Ef við­halda á fjölda starfa í ferða­þjón­ustu þrátt fyrir að ferða­mönnum fjölgi hægt eftir að ferða­tak­mörk­unum er aflétt er ljóst að stærð­ar­hag­kvæmni í grein­inni mun minn­ka, störfin verða ekki eins verð­mæt og þau sem voru fyrir og laun þurfa að vera lægri að öðru óbreytt­u,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Spá 60-70 pró­sent sam­drætti

Ferða­sam­tök Sam­ein­uðu þjóð­anna spá 60-80 pró­sent sam­drætti í ferða­þjón­ustu á heims­vísu á þessu ári sam­an­borið við árið 2019. Spáin versnar því lengur sem ferða­tak­mark­anir vara. Mörg þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í heims­far­aldri COVID-19 gegna lyk­il­hlut­verki á ferða­þjón­ustu­mark­aði, ýmist sem áfanga­staðir eða upp­spretta ferða­manna. Þeirra á meðal eru Banda­rík­in, Bret­land og Kína sem öll eru meðal mik­il­væg­ustu mark­aða íslenskrar ferða­þjón­ustu, bæði vegna fjölda ferða­manna og dreif­ingar þeirra innan árs­ins.

Auglýsing

Efna­hags­leg áhrif COVID-19 far­ald­urs­ins í þessum ríkjum munu ótví­rætt hafa áhrif á eft­ir­spurn eftir alþjóð­legum ferða­lög­um. Sam­kvæmt hag­vaxt­ar­spá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins (AGS) frá því í apríl er útlit fyrir að sam­dráttur efna­hags­um­svifa í ár verði meiri en í kjöl­far fjár­mála­hruns­ins á öllum helstu mark­aðs­svæðum ferða­þjón­ust­unn­ar.

„Ef ferða­þjón­ustan tekur ekki við sér, hvorki á þessu ári né því næsta, er ljóst að gríð­ar­leg til­færsla þarf að verða á fram­leiðslu­þáttum til að hag­vöxtur geti tekið við sér að nýju,“ segir í grein­ar­gerð ráðu­neyt­is­ins. „Hætt er við langvar­andi atvinnu­leysi stórs hluta þeirra ríf­lega 23.000 ein­stak­linga sem störf­uðu í ferða­þjón­ustu fyrir far­ald­ur­inn kom­ist hótel og önnur fram­leiðslu­tæki ferða­þjón­ust­unnar ekki í arð­bæra nýt­ing­u.“

Um tvær milljónir ferðamanna komu hingað til lands í fyrra.  Mynd: Birgir Þór Harðarson

Ef landið yrði áfram lokað ferða­mönnum yrði ferða­þjón­ustan „að­eins svipur hjá sjón“ segir í grein­ar­gerð­inni. Upp­sögnum í grein­inni myndi lík­lega fjölga enn frekar og líkur á að fólk verði ráðið að nýju minnkað veru­lega. Um 12 þús­und starfs­menn í ferða­þjón­ustu voru í skertu starfs­hlut­falli í lok apríl sem gæti verið nærri helm­ingur þeirra sem störf­uðu í grein­inni fyrir far­ald­ur­inn. Hefur þeim fækkað um 4.500 fram undir lok maí, m.a. vegna fjölda­upp­sagna stórra ferða­þjón­ustu­að­ila.

Um 8 þús­und útlend­ingar störf­uðu í ferða­þjón­ustu

Mik­ill fjöldi erlendra rík­is­borg­ara hefur flutt til lands­ins sam­hliða vexti ferða­þjón­ust­unn­ar. Á land­inu búa nú ríf­lega 50 þús­und erlendir rík­is­borg­ar­ar. Um 8 þús­und þeirra störf­uðu í ferða­þjón­ustu­tengdri starf­semi á síð­asta ári.

Í grein­ar­gerð­inni kemur fram að ætla megi að stórum hluta þeirra hafi þegar verið sagt upp störfum og enn fleiri, m.a. úr öðrum atvinnu­grein­um, muni vafa­laust bæt­ast við á næst­unni. Staða erlendra rík­is­borg­ara á vinnu­mark­aði er að með­al­tali við­kvæm­ari en staða íslenskra rík­is­borg­ara. Án veru­legs bata í ferða­þjón­ustu má reikna með miklu atvinnu­leysi þessa hóps á næstu mán­uðum og jafn­vel árum.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent