Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil

PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Erfitt er að spá fyrir um hver áhættan er á aukn­ingu á sam­fé­lags­legu smiti af völdum COVID-19 hér á landi ef fjöldi ferða­manna eykst að ein­hverju marki, skrifar Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir í minn­is­blaði sínu til heil­brigð­is­ráð­herra vegna ráð­staf­ana um komu ferða­manna hingað til lands eftir 15. júní. Í minn­is­blað­inu er lagt til að þennan dag hefj­ist sýna­taka á landa­mærum Íslands og hefur heil­brigð­is­ráð­herra fall­ist á þá til­lögu.

„Smit á Íslandi hjá ferða­mönnum eru mjög sjald­séð og ekki hefur tek­ist að rekja inn­an­lands­smit til ferða­manna,“ skrifar Þórólf­ur. „Áhættan virð­ist þannig ekki vera mikil en hún fer að sjálf­sögðu eftir þróun far­ald­urs­ins erlend­is, hvaðan ferða­menn eru að koma og hvaða ráð­staf­anir eru við­hafðar hér­lendis til að lág­marka smit­hætt­u.“

Þórólfur telur lík­legt að sýktir ein­stak­lingar muni grein­ast áfram hér á landi á næstu vikum og mán­uðum en telur full­víst að slíkar sýk­ingar yrðu ekki útbreiddar vegna öfl­ugra inn­viða og reynslu við­bragðs­að­ila sem feng­ist hefur á und­an­gengnum mán­uð­um. „Ís­lenskt heil­brigð­is­kerfi ætti því að vera í stakk búið að fást við frek­ari sýk­ingar svo fremi að þær verði ekki útbreidd­ar.“

Auglýsing

Í minn­is­blað­inu fer Þórólfur yfir stöðu COVID-19 far­ald­urs­ins á Íslandi. Nú er að grein­ast eitt eða jafn­vel ekk­ert til­felli á hverjum degi og lítil merki eru um útbreitt sam­fé­lags­legt smit. „Þennan góða árangur má þakka sam­stöðu Íslend­inga við að fylgja opin­berum til­mælum um sótt­varna­ráð­staf­an­ir, víð­tækri skimun gegn sjúk­dómn­um, öfl­ugri smitrakn­ingu, beit­ingu sótt­kvíar á ein­stak­linga sem grun­aðir hafa verið um sýk­ingu og sam­komu­tak­mörk­un­um. Vegna þessa árang­urs hefur verið hægt að aflétta ýmsum tak­mörk­unum inn­an­lands á síð­ustu vikum og er stefnt að því aflétta flestum þeirra á næstu vik­um.“

Enn tölu­verð útbreiðsla erlendis

Að und­an­förnu hefur verið rætt um nauð­syn þess að aflétta ferða­tak­mörk­unum ferða­manna til lands­ins með það fyrir augum að efla atvinnu­líf á nýjan leik og koma þannig í veg fyrir frekara efna­hags­hrun og atvinnu­leysi. Þórólfur bendir í minn­is­blaði sínu á að COVID-19 far­ald­ur­inn sé enn í tölu­verðri útbreiðslu í flestum nálægum löndum og jafn­vel í vexti í mörgum þeirra. Upp­lýs­ingar um útbreiðslu veirunnar í ein­staka löndum eru hins vegar af skornum skammti.

Nokkrir mögu­leikar eru hel­stir í stöð­unni: Opna landa­mæri án tak­markana, halda þeim nán­ast alveg lok­uð­um, gera tví­hliða­samn­inga við aðrar þjóðir um aflétt­ingu eða opna landa­mæri með skil­yrðum og reyna að tryggja öryggi með því að skima fyrir veirunni.

„Ef Ísland yrði opnað án tak­mark­ana tel ég næsta víst að veiran myndi ber­ast hingað til lands annað hvort með ferðum Íslend­inga erlendis eða erlendum ferða­mönn­um,“ skrifar Þórólf­ur. „Þetta myndi valda veru­legri hættu á útbreiðslu veirunnar inn­an­lands með miklu álagi á íslenskt heil­brigð­is­kerf­i.“

Hann bendir svo á að þó landa­mæri Íslands yrðu lokuð nán­ast að fullu þá myndi það í besta falli seinka því að veiran bær­ist hingað til lands um nokkra mán­uði. „Er­lendar rann­sóknir hafa sýnt að landa­mæri þurfa að vera meira en 99% lokuð til að seinka komu veirunnar um ein­hverja mán­uði. Einnig er óvíst hversu lengi lok­unin þyrfti að vara en að lík­indum yrði það að vera þar til veiran yrði útdauð í heim­in­um, komið yrði á markað virkt bólu­efni eða full­nægj­andi með­ferð. Slíkt gæti tekið nokkur ár.“

Hljómar vel en ...

Þórólfur segir að þó að hug­mynd um tví­hliða samn­inga milli landa um frjálsar ferðir hljómi vel á yfir­borð­inu sé hún ýmsum vand­kvæðum háð. „Í fyrsta lagi er erfitt að treysta upp­lýs­ingum um raun­veru­lega útbreiðslu veirunnar í öðrum löndum vegna mis­mun­andi grein­ing­ar­að­ferða og fjölda rann­sókna og í öðru lagi er erfitt að ákveða hversu mik­il/­lítil útbreiðsla smits þarf að vera til að full­yrða um áhættu á útbreiðslu hingað til lands.“

Af þessum sökum þykir sótt­varna­lækni þessi kostur almennt ekki væn­legur að svo stöddu en að hann megi íhuga þegar fram líða stund­ir.

Í dag geta erlendir ein­stak­ling­ar/hópar komið hingað til lands til vinnu vegna nauð­syn­legrar starf­semi með því að sækja um aðlag­aða sótt­kví (sótt­kví B). Þessi sótt­kví stendur ein­stak­lingum hins vegar ekki almennt til boða enn sem komið og verða almennir ferða­menn því að fara í hefð­bundna 14 daga sótt­kví. Lík­lega mun ásókn í þessi úrræði fara vax­andi á næstu vikum og mán­uðum að mati sótt­varna­lækn­is.

Þórólfur segir mikilvægt að hefja skimun sem fyrst til að fá reynslu af henni á meðan straumur ferðamanna er ekki mikill. Mynd: Shutterstock

„Ég tel að sótt­kví ein­stak­linga sem koma erlendis frá verði áfram ein mik­il­væg­asta aðferðin til hindra komu veirunnar til lands­ins,“ skrifar Þórólf­ur. Beiðnum um und­an­þágur muni vafa­laust fjölga mikið á næst­unni og því sé brýnt að fjölga í starfs­liði sótt­varna­læknis til að sinna þessum mála­flokki. 

Þórólfur bendir á að heilsu­fars­skoðun ferða­manna eins og hita­mæl­ing og almenn lík­ams­skoðun hafi víða verið notuð á landamæra­stöðvum með litlum árangri en miklum til­kostn­aði. Og sjálfur er hann ekki hrif­inn af þeirri leið.

Hvað varðar fram­vísun vott­orða um fyrri veik­indi af völdum COVID-19 seg­ist Þórólfur líta svo á að ein­stak­lingur sem hafi fengið stað­festa sýk­ing­u/smit af völdum COVID-19 með PCR-­prófi fyrir meira en 14 dögum sé ónæmur fyrir end­ur­sýk­ingu og beri ekki með sér smit. Því er það hans mat að bjóða eigi ferða­mönnum upp á þann mögu­leika að sýna vott­orð um yfir­staðin veik­indi. „Engar ferða­hömlur þarf því að setja á slíka ein­stak­linga.“

Mæl­ing er ekki óyggj­andi próf

Hins vegar seg­ist hann á þessum tíma­punkti ekki telja ráð­legt að treysta nið­ur­stöðum mótefna­mæl­inga erlendis frá og því ekki hægt að bjóða upp á vott­orð um mótefna­mæl­ingu til að verða und­an­þeg­inn frá tak­mörk­unum við kom­una hingað til lands. „Þetta kann hins vegar að breyt­ast á næstu vikum og mán­uð­u­m.“

Þórólfur leggur hins vegar til að stefnt verði að því að hefja skimun með PCR-­prófum á landa­mærum á Íslandi 15. júní. „Stefnt verði að því að vinnan standi yfir í a.m.k. 6 mán­uði með mögu­leika á end­ur­skoðun á tíma­bil­inu og að skimunin verði skil­greind sem sótt­varn­ar­ráð­stöf­un.“

En hann tekur fram: „PCR-­mæl­ing hjá ein­kenna­lausum ein­stak­lingum er ekki óyggj­andi próf til að greina SAR­S-CoV-2 veiruna. Næmi prófs­ins er hins vegar til muna betra hjá ein­stak­lingum sem komnir eru með ein­kenni um COVID-19 og má áætla að á þeim tíma­punkti sé það um 80-90%. Hins vegar er næmi prófs­ins nán­ast 0% strax eftir að smit hefur átt sér stað og má áætla að það nái 80-90% um 4-5 dögum eftir smit. Þannig getur ein­kenna­laus ein­stak­lingur á fyrstu 0-4 dögum eftir smit greinst með nei­kvætt próf jafn­vel þó hann sé smit­að­ur. Lík­urnar eru hins vegar marg­falt meiri á að ein­stak­lingur með nei­kvætt próf sé raun­veru­lega ekki smit­að­ur.“

Hættan lág­mörkuð

PCR-­mæl­ing hjá ferða­mönnum sem koma til lands­ins muni því lág­marka áhætt­una á því að smit­aður ferða­maður kom­ist inn í landið en ekki koma alger­lega í veg fyrir slíkt. Almennt séð mun þurfa að setja sýkta ferða­menn í ein­angrun og útsetta í sótt­kví eins og gert hefur verið við Íslend­inga.

Þessi aðferð, sem heil­brigð­is­ráð­herra hefur nú ákveðið að fara, er nokkuð dýr í fram­kvæmd. Hún þarfn­ast að sögn Þór­ólfs mik­illar skipu­lagn­ing­ar, kaupa á tækja­bún­aði og auk­ins mann­afla. Afkasta­geta veiru­fræði­deildar Land­spít­al­ans á næstu fjórum mán­uðum væri hægt að auka úr 500 sýnum í um 4.000 á sól­ar­hring. Þá bendir Þórólfur á að Íslensk erfða­grein­ing sé reiðu­búin til að aðstoða við grein­ingu sýna að upp­fylltum ákveðnum skil­yrð­u­m. 

„Þar sem að sýkla- og veiru­fræði­deild LSH getur ein­ungis greint tak­mark­aðan fjölda sýna við núver­andi aðstæður þá er mik­il­vægt að leitað verði til Íslenskrar erfða­grein­ingar um aðstoð við grein­ingu sýna og upp­lýs­inga tækni­mála strax frá upp­hafi. Lagt er til að sýkla- og veiru­fræði­deild LSH verði efld með bættri aðstöðu og tækja­bún­aði ásamt auknum mann­afla með það fyrir augum að hún geti tekið við verk­efn­inu á næstu vikum og mán­uð­u­m.“

Þórólfur skrifar í minn­is­blað­inu að hann telji mik­il­vægt að hefja skimun á landa­mærum nú því mik­il­vægt sé að fá reynslu af skimun­inni á meðan alþjóð­legur ferða­manna­straumur er ekki mik­ill.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent