Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju

Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.

Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Auglýsing

Ný hópsmit í Evr­ópu hafa vakið upp spurn­ingar um hvort of hratt sé verið að fara í aflétt­ingu tak­mark­ana á sam­komum og ferða­lögum fólks. Stjórn­mála­menn hvetja fólk til þess að gefa per­sónu­legum sótt­vörnum áfram mik­inn gaum svo hægt verði að afþíða atvinnu­líf og þar með efna­hag land­anna. Ástæðan er sú að þau hópsmit sem upp hafa komið má mörg rekja til óvar­kárni.

Lönd utan Evr­ópu hafa verið að glíma við það sama og það hefur komið á dag­inn að það er mikil jafn­væg­is­list að gera til­slak­anir á sam­komum fólks án þess að veiran fari aftur á kreik.

Á sama tíma og þjóðir heims eru margar hverjar að taka skref út úr hörðum aðgerðum sínum og að opna landa­mæri sín og jafn­vel hvetja ferða­menn til að koma varar Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) við því að COVID-19 gæti fylgt mann­kyn­inu í langan tíma.

Auglýsing

„Þessi veira fer kannski aldrei,“ sagði Mich­ael Ryan, læknir og starfs­maður WHO á blaða­manna­fundi í síð­ustu viku. Án bólu­efnis gæti það tekið mörg ár að byggja upp nægj­an­legt hjarð­ó­næmi meðal jarð­ar­búa. „Mér finnst mik­il­vægt að gera sér grein fyrir því að þessi veira gæti orðið land­læg í sam­fé­lögum okk­ar.“ Benti hann á að það hafi gerst með HIV-veiruna. Hún hafi aldrei dáið út en að með­ferðir við sjúk­dómnum hafi verið þró­aðar svo hægt sé að lifa með henni. Það tók hins vegar mörg ár.

Ryan sagði enn­fremur að þó að bólu­efni finn­ist muni það taka langan tíma að fram­leiða nóg af því og dreifa því svo um heims­byggð­ina. „Hvert ein­asta skref sem er tekið er hlaðið áskor­un­um,“ sagði hann.

Hópsmit og skref til baka

Bakslag hefur komið í bar­áttu margra ríkja heims við kór­ónu­veiruna und­an­farnar vik­ur. Oft­ast er þar um að ræða ein­angruð hópsmit en engu að síður hefur þurft að afkvía svæði, herða á aðgerðum og brýna fyrir fólki að fara gæti­lega.



Í Wuhan-­borg í Kína, þar sem veiran lét fyrst á sér kræla, er hafin alls­herjar skimun með allra íbúa, sem eru ell­efu millj­ón­ir, eftir að ný smit hófu að grein­ast fyrir nokkrum dög­um.



Í Líbanon var sömu­leiðis tíma­bundið aftur gripið til harðra aðgerða eftir að fjöldi smita jókst hratt og ljóst þótti að almenn­ingur væri ekki að fara eftir reglum um fjar­lægð­ar­mörk og fleira sem þeim bar að fylgja í kjöl­far til­slak­ana.



Í Seúl, höf­uð­borg Suð­ur­-Kóreu, hefur orðið að gera slíkt hið sama eftir að hópsmit kom til dæmis upp í vöru­húsi risa­stórrar vef­versl­unar í borg­inni og á skemmti­stöð­um.



Sömu sögu er að segja frá Ítalíu þar sem smitum fjölg­aði tíma­bundið hratt í kjöl­far til­slak­ana. Í Pakistan varð einnig að herða á aðgerðum á nýjan leik. Fólk streymdi til úti­mark­aða sem leiddi til nokkur hund­ruð nýrra smita.

Opnun landamæra með ýmsu sniði



Landa­mæri margra Evr­ópu­ríkja verða opnuð um miðjan júní. Í þeirra hópi er til dæmis Þýska­land en þar er stefnt að opnun fyrir ríki Evr­ópu­sam­bands­ins sem og EES-land­anna og þar á meðal Íslands. Önnur hafa náð sam­komu­lagi við sína næstu nágranna um opnun þeirra á milli.



Stjórn­völd flestra Evr­ópu­landa vara þó áfram við því að hættan á annarri bylgju far­ald­urs­ins sé til stað­ar. Með opnun landamær­anna auk­ist hún enn frek­ar. Til að draga úr þess­ari hættu er, eins og svo ótal sinnum hefur komið fram, nauð­syn­legt að fólk haldi fjar­lægð sín á milli og haldi áfram að við­hafa ítrasta hrein­læti, hand­þvott og spritt­un.

Líf er að færast í strendur Mallorca á ný. Mynd: EPA



Eftir inni­lokun síð­ustu mán­aða eru margir farnir að láta sig dreyma um að pakka ofan í tösku og yfir­gefa heim­ili sín í leit að til­breyt­ingu. Inn­an­lands­ferða­lög eru skilj­an­lega mörgum ofar­lega í huga og skyn­sam­legur kostur en mögu­leikar á utan­lands­ferðum munu aukast hratt næstu vikur og mán­uði.



Ferða­mennska hefur nán­ast þurrkast út vegna far­ald­urs COVID-19 sem hefur komið hart niður á efna­hag margra landa – sumra meiri en ann­arra. Þau lönd sem reiða sig mjög á ferða­þjón­ustu hafa því sum hver sett fram áætl­anir sem miða að því að lokka ferða­menn til sín þegar í sum­ar.



Fáir á ferli

Evr­ópa er áfanga­staður um helm­ings allra þeirra sem leggja land undir fót á hverju ári. Þar var gripið til mjög harðra aðgerða vegna COVID-19, harð­ari en víð­ast hvar ann­ars staðar í heim­in­um. Á þessum tíma árs fylla ferða­menn yfir­leitt stræti og torg borga á borð við Fen­eyja, Róm­ar, Par­ísar og Barcelona. En nú eru þar fáir á ferli.



Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hefur gefið út veg­vísi til aðild­ar­ríkj­anna um hvernig haga megi umgengn­is­reglum á strönd­um, hót­el­um, tjald­stæð­um, veit­inga­húsum og víðar til að tryggja sem best öryggi gesta og starfs­manna. Þá hafa ríki ESB sam­mælst um að sam­keyra rakn­ing­ar-öpp sín svo vara megi fólk við sýk­ing­ar­hættu á ákveðnum svæð­um. „Þetta verður ekki venju­legt sum­ar, ekki fyrir nokk­urt okk­ar,“ sagði Margrethe Vest­a­ger, vara­fram­kvæmda­stjóri fram­kvæmda­stjórnar ESB. „En þegar við vinnum öll saman og upp­fyllum öll okkar hlut­verk þá þurfum við ekki að þola það að vera föst heima í sumar eða að ferða­þjón­ustan í Evr­ópu tap­ist algjör­lega í sum­ar.“

Auglýsing



En mikil óvissa rík­ir. Löndin eru mis­jafn­lega stödd með til­liti til far­ald­urs­ins. Sumum hefur tek­ist að ná góðum tökum á útbreiðsl­unni – öðrum alls ekki. Sum eru farin að sjá mjög mikla fækkun til­fella dag frá degi – önnur ótt­ast mjög aðra bylgju.



Reglu­legt far­þega­flug er ennþá mjög tak­markað í Evr­ópu en það kann að breyt­ast upp úr miðjum næsta mán­uði þegar landa­mæri margra ríkja verða opnuð á nýjan leik. Stóra spurn­ingin í því sam­bandi er hvort spurn verður eftir flug­sæt­um. Hvort ein­hverjir hætti sér í ferða­lög milli landa í því óvissu­á­standi sem enn mun ríkja.

Þjónn á veitingastað á Kýpur sótthreinsar borð fyrir gesti. Mynd: EPA



Til að róa taugar áhuga­samra ferða­manna hafa stjórn­völd á Kýpur ákveðið að greiða fyrir upp­hald fólks ef það grein­ist með veiruna eftir að koma til eyj­unn­ar. Þá segj­ast þau einnig ætla að greiða lyfja­kostn­að. Veik­ist fólk af COVID-19 á meðan dvöl­inni stendur þarf það sem sagt aðeins að greiða fyrir ferða­lagið til og frá eyj­unni. Á Kýpur hafa 939 greinst með kór­ónu­veirusmit og sautján hafa lát­ist.



Grikkir eru að und­ir­búa ferða­sum­arið 2020. Hótel verða opnuð um miðjan júní og landa­mærin 1. júlí. Til að lokka þangað ferða­menn verða skattar á fólks­flutn­inga lækk­aðir um helm­ing í fimm mán­uði. Ferða­menn þurfa ekki að fara í sótt­kví við kom­una til lands­ins en verður skylt að fara í sýna­töku ef fram á það verður far­ið. Fram hefur komið að yfir­völd ætli að gera stikkprufur meðal ferða­manna.

Nið­ur­lag ástands­ins



Grísk yfir­völd gripu snemma í far­aldr­inum til harðra aðgerða og sam­komu­tak­markanna. Um 170 hafa lát­ist vegna COVID-19 í land­inu. „Ferða­manna­tíma­bilið hefst 15. júní þegar hótel geta opnað aft­ur,“ sagði for­sæt­is­ráð­herr­ann Kyri­akos Mitsotakis nýver­ið. „Látum þetta sumar verða nið­ur­lag ástands­ins [vegna COVID-19].“



Mitsotakis varar þó við því að ferða­lög um Grikk­land í sumar verði „að­eins öðru­vísi“ en fólk eigi að venj­ast. „Kannski verða bar­irnir ekki opnir og ekki eins troðið en þú getur samt fengið frá­bæra upp­lifun á Grikk­land­i.“



En Grikkir eru ekki spenntir fyrir að taka á móti hverjum sem er og þess vegna hafa þeir, eins og nokkrar aðrar þjóð­ir, flokkað lönd heims eftir áhættu. Bretar eru meðal þeirra sem verða að bíða með ferða­lög til Grikk­lands enda far­ald­ur­inn þar enn umfangs­mik­ill.

Gestir á safni í Dresden í Þýskalandi með grímur fyrir vitum. Mynd: EPA



Í Svart­fjalla­landi hreykja yfir­völd sér af því að vera fyrsta „veiru­fría“ Evr­ópu­landið en þar er nú ekk­ert virkt smit af veirunni. Í dag, 1. júní, verða landa­mærin opnuð fyrir íbúum þeirra landa þar sem færri en 25 virk smit er að finna á hverja 100.000 íbúa. Ísland er á þeim lista. Ferða­menn frá þessum löndum þurfa ekki að fara í tveggja vikna sótt­kví.



„Ég ætla að taka af mér grímuna,“ sagði for­sæt­is­ráð­herr­ann Dusko Markovic er hann fagn­aði því á dög­unum að ekk­ert virkt smit væri í land­inu. Síð­ast greind­ist þar smit 5. maí. Ferða­þjón­usta er stór atvinnu­grein í Svart­fjalla­landi en stærstur hluti ferða­mann­anna kemur frá Rúss­landi og Bret­landi og þau lönd stand­ast ekki við­miðin sem sett hafa verið um fjölda virkra smita. Staðir sem efn­aðir ferða­menn hafa flykkst til síð­ustu ár verða því lík­lega ekki eins umsetn­ir. Ferða­skrif­stofur og aðrir sem starfa í grein­inni eygja þó örlitla von um að ein­hverjir ferða­menn komi í sumar en um 19 pró­sent þjóð­ar­innar starfa við atvinnu­grein­ina.

Auglýsing



Erlendir ferða­menn hafa þegar verið boðnir vel­komnir til Portú­gals á ný og varð landið þannig eitt fyrsta Evr­ópu­landið til að gera það. „Ferða­menn eru boðnir vel­komnir til Portú­gals,“ sagði utan­rík­is­ráð­herr­ann Santos Silva í síð­ustu viku. Ferða­langar verða ekki allir skikk­aðir í sótt­kví við kom­una en ein­hver heilsu­fars­skoðun mun fara fram á flug­völl­um. Portú­galar sluppu betur frá COVID-19 en nágrannar þeirra á Ítalíu og Spáni og hafa því tekið stór skref í aflétt­ingu tak­mark­ana síð­ustu vik­ur. 

Ekki aflýsa

Margar versl­anir og veit­inga­staðir hafa þegar verið opn­aðir en þó með ákveðnum tak­mörk­un­um. Einnig hefur verið gripið til ýmissa var­úð­ar­ráð­staf­ana á hót­elum og á strönd­unum en á þeim geta sól­dýrk­endur farið að láta sjá sig á ný í lok vik­unn­ar. Þeir verða þó að halda 1,5 metra fjar­lægð sín á milli og allir sem koma til lands­ins þurfa að hlaða smitrakn­ing­arappi niður í sím­ann sinn.



Yfir­völd eru þó ekki að búast við því að margir erlendir ferða­menn komi til Portú­gal í ár og hafa því hafið mark­aðs­her­ferð undir slag­orð­inu „ekki aflýsa – frestaðu“ og vona að sum­arið 2021 verði fólk til­búið að leggj­ast í ferða­lög á ný í stórum stíl.

Sandpokar á strönd á Ítalíu sem eiga að minna fólk á að halda bili sín á milli. Mynd: EPA



Íbúar á ítölsku eyj­unni Sikiley reiða sig vel­flestir á ferða­mennsku. Yfir­völd á eyj­unni hyggj­ast nið­ur­greiða ferða­lög þangað til að reyna að ýta sum­ar­ver­tíð­inni úr vör af krafti. Áætl­unin gerir ráð fyrir að ferða­menn fái þrjár nætur á gisti­stöðum á verði tveggja eða sex nætur á verði fjög­urra. Þá á einnig að gefa ferða­á­vís­anir sem nýta má í ýmis­konar afþr­ey­ingu. Að auki hafa yfir­völd á Sikiley viðrað áform sín um að nið­ur­greiða flug­far­gjöld en það hefur þó ekki enn verið stað­fest. Þar sem nokkur óvissa ríkir enn um þróun far­ald­urs­ins á Ítalíu hefur ekki verið gefið út hvenær þetta til­boð taki gildi.



Rík­is­stjórn Ítalíu til­kynnti nýlega að frá og með 3. júní þurfi ferða­menn frá löndum ESB ekki að fara í sótt­kví. Þau segj­ast gera sér grein fyrir að þessu muni fylgja ein­hver áhætta. Til­slak­an­irnar eru gerðar til að reyna að koma ferða­þjón­ust­unni í gang að nýju. For­sæt­is­ráð­herr­ann Giuseppe Conte sagði í síð­ustu viku að þessi aflétt­ing gæti þýtt að „kúrfan“ myndi sveigj­ast upp á við á ný. „Við verðum að taka því. Ann­ars getum við aldrei komið [efna­hagn­um] af stað aft­ur.“



Eftir að aflétt­ing tak­mark­ana hófst í byrjun maí varð skyndi­leg aukn­ing í fjölgun smita í þeim hér­uðum sem höfðu orðið verst úti í far­aldr­inum í upp­hafi.

Á lestarstöð í París. Merki hafa verið sett á brautarpallana til að minna fólk á fjarlægðarmörk. Mynd: EPA



Í Frakk­landi hafa nokkur skref verið tekin í því að aflétta aðgerðum vegna far­ald­urs­ins. Síðan þá hafa komið upp nokkur hópsmit, m.a. á gisti­stöð­um. Veit­inga­staðir og barir hafa verið opn­aðir en við­skipta­vinum má aðeins bjóða borð utandyra. Franska rík­is­stjórnin hefur enn ekki gefið út hvenær erlendum ferða­mönnum verður hleypt inn í landið en nýjum smitum hefur farið hratt fækk­andi síð­ustu daga.



Hópsmit hafa komið upp á veit­inga­stað í Þýska­landi sem og í nokkrum kjöt­vinnslum í land­inu. Í einni þeirra reynd­ust 270 af 1.200 starfs­mönnum með COVID-19. Í Berlín hafa barir verið opn­aður að nýju og þó að smitum fari fækk­andi dag frá degi þá hefur R-töl­unni, sem gefur til kynna hversu marga hver og einn sýktur er tal­inn hafa smit­að, hefur hækkað upp í 1,37.

Auglýsing



Sömu sögu er að segja frá Spáni. Þegar verst lét voru yfir 7.500 ný til­felli að grein­ast dag­lega en nú eru þau um 400-500 á dag. En hópsmit hafa verið að skjóta upp koll­in­um. Stjórn­völd vilja fara var­lega en hafa sagt að ef þró­unin haldi áfram í þessa átt von­ist þau til að geta opnað landa­mæri sín fyrir erlendum ferða­mönnum um miðjan júní. Þau ætla hins vegar ekki að hleypa hverjum sem er yfir þau heldur flokka lönd eftir áhættu. Eru Norð­ur­löndin í hópi þeirra landa þar sem áhættan er talin lítil eins og staðan er í dag.

Raun­veru­leg hætta



Yfir­völd í löndum Asíu hafa verið var­kár­ari í yfir­lýs­ingum sín­um. Til Taílands verður lík­lega ekki hægt að ferð­ast á næst­unni. Þar á að bíða og sjá hvernig far­ald­ur­inn heldur áfram að þró­ast. Og þegar ferða­þjón­ustan fer aftur af stað verður það með ýmsum tak­mörk­un­um, bæði á hverjir geta ferð­ast til lands­ins og hvert þeir geta farið inn­an  þess.



Í Banda­ríkj­unum hafa mörg ríki tekið til við að aflétta tak­mörk­unum á ferðum og sam­komum fólks. „Það er raun­veru­leg hætta á því að þú setjir af stað far­aldur sem þú getur kannski ekki náð tökum á,“ sagði Ant­hony Fauci, ráð­gjafi Banda­ríkja­stjórnar í smit­sjúk­dóma­vörn­um, í síð­ustu viku. Um 1,5 milljón smit af veirunni hafa verið stað­fest í land­inu og yfir 82 þús­und hafa lát­ist.





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiErlent