Gætu ferðabandalög smám saman komið Evrópu í eðlilegra horf?

Fyrsta ferðabandalagið, eða ferðabúbblan, innan Evrópu er orðin að veruleika fyrir botni Eystrasaltsins. Mögulegt er að slík bandalög ríkja sem náð hafa þolanlegum tökum á heimfaraldri kórónuveiru verði fleiri í Evrópu á næstu vikum og mánuðum.

Eistneskur landamæravörður í Ikla, á landamærunum við Lettland, gat ekki annað en brosað þegar hann fjarlægði í gær stöðvunarmerki á landamærastöðinni. Ferðabandalag er orðið til og þau gætu orðið fleiri.
Eistneskur landamæravörður í Ikla, á landamærunum við Lettland, gat ekki annað en brosað þegar hann fjarlægði í gær stöðvunarmerki á landamærastöðinni. Ferðabandalag er orðið til og þau gætu orðið fleiri.
Auglýsing

Fyrsta ferða­banda­lag­ið, eða ferða­búbblan, á milli grann­ríkja í Evr­ópu sem hafa náð svip­uðum tökum á útbreiðslu kór­ónu­veirunnar varð að veru­leika á föstu­dag. Þá opn­uðu Eystra­salts­ríkin þrjú, Eist­land, Litáen og Lett­land landa­mæri sín.

Nú geta íbú­ar þess­ara þriggja litlu ríkja, sem hafa rík við­skipta- og menn­ing­ar­tengsl, ferðast frjálsir um innan svæð­is­ins án þess að nokkrar sótt­varna­ráð­staf­anir á borð við veiru­skiman­ir eða sótt­kvír bíði þeirra handan landamær­anna. Aðrir sem heim­sækja búbbluna þurfa enn að sæta 14 daga sótt­kví.

Ráða­menn Eystra­salts­ríkj­anna þriggja horfa til þess að þessi litla „búbbla“ stækki enn frekar á næst­unni og hafa boðið bæði Finnum og Pól­verj­um, sem eiga landa­mæri að ­ferða­búbblunni úr norðri og suðri, að slást í hóp­inn. Eistar hafar þegar liðk­að ögn fyrir nauð­syn­legum ferða­lögum Finna til lands­ins og hið sama hafa Litá­ar ­gert gagn­vart Pól­verj­um.

Auglýsing

Fleiri ferða­banda­lög ­ríkja sem hafa náð góðum tökum á veirunni hafa verið til umræðu, en Nýja-­Sjá­land og Ástr­alía útfæra nú hvernig leyfa megi frjáls ferða­lög á milli ríkj­anna t­veggja og til stendur að gera það um leið og öruggt þyk­ir.

Þau eru, rétt eins og Eystra­salts­rík­in, með mikil við­skipta- og menn­ing­ar­tengsl. Ástr­alir eru fjöl­menn­asti hópur ferða­manna sem sækir Nýja-­Sjá­land heim á hverju ári og ein­ungis Kín­verjar eru fjöl­menn­ari en Nýsjá­lend­ingar í hópi þeirra sem koma og verja frí­dög­unum sínum í Ástr­al­íu.

Rætt hefur verið um að þessi Eyja­álfu-­búbbla muni einnig ná til lít­illa eyríkja álf­unn­ar, sem hafa verið lítt snortin af veirunni.

Von­ast eftir gagn­kvæmni frá Fær­ey­ingum og Græn­lend­ingum

Ísland hef­ur þegar liðkað ögn fyrir ferða­lögum á Atl­ant­hafi. Frá og með gær­deg­inum varð þeim sem vilja koma frá Fær­eyjum og Græn­landi heim­ilt að stíga hér á land án þess að þurfa að fara í sótt­kví við kom­una, þar sem löndin eru ekki lengur skil­greind ­sem há-á­hættu­svæði.

Reyndar er þetta ein­hliða ráð­stöfun gengur þetta ein­ungis í aðra átt­ina og fólk sem kemur frá­ Ís­landi til Græn­lands eða Fær­eyja þarf enn að sæta sótt­kví við kom­una þang­að. 

Fram kom í Morg­un­blað­inu í gær að utan­rík­is­ráðu­neytið von­að­ist eftir gagn­kvæmn­i um þessa ráð­stöf­un, en ekk­ert hefði þó verið stað­fest í þeim efn­um.

Hvernig verða ­ferða­lög innan Evr­ópu?

Stóra „ferða­banda­lag­ið“ ­sem Ísland er aðili að, Schen­gen-­sam­starf Evr­ópu­ríkja, þar sem fólk getur alla ­jafna ferð­ast á milli ríkja án þess að taka eftir því að það sé að fara yfir­ landa­mæri, er enn fullt af far­ar­tálmum vegna ákvarð­ana nær allra ríkja um að loka landa­mærum sínum eða gera kröfu um að fólk fari í sótt­kví til þess að hemja far­ald­ur­inn.

Smám saman er þó að slakna á og mik­ill þrýst­ingur er að mynd­ast um að landamæra­lok­anir og ­sótt­varna­ráðs­staf­anir gagn­vart ferða­mönnum innan Evr­ópu heyri sög­unni til, enda eiga ríki Evr­ópu mikið undir ferða­mennsku.

Ítölsk yfir­völd til­kynntu í dag að þau ætl­uðu að opna landa­mæri sín strax 3. júní fyrir öllum íbúum innan Schen­gen-­sam­starfs­ins, og eng­inn þarf að fara í sótt­kví!

En við blasir flókin staða, enda hafa rík­i bæði innan Schen­gen-­sam­starfs­ins og utan fótað sig mjög mis­jafn­lega gagn­vart veirunni. Það er ekki því ekki víst að öll ríki vilji bjóða Ítölum í heim­sókn, eða leyfa eigin íbúum að snúa óhindr­uðum þaðan til baka, þrátt fyrir að Ítalir hafi tekið ákvörðun um að bjóða alla vel­komna.

ESB nú opið fyrir ferða­banda­lögum

Um vik­una miðja gaf fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins út umfangs­miklar leið­bein­ingar til aðild­ar­ríkja um hvernig megi reisa ferða­þjón­ust­una aftur við. Í leið­bein­ing­unum segir með­al­ ann­ars að for­senda þess að hægt sé að koma ferða­lögum af stað sé sú að út­breiðsla COVID-19 hafi farið minnk­andi og verið stöðug um nokk­urt skeið og sé met­in, með far­alds­fræði­legum rök­um, lík­leg til þess að hald­ast stöðug áfram ­þrátt fyrir að ferða­mönnum fjölgi.

Einnig seg­ir fram­kvæmda­stjórnin að tryggja þurfi að ríki sem aflétta tak­mörk­unum hafi nægi­legar bjargir í heil­brigð­is­kerf­inu til þess að takast á við veik­indi á með­al­ ­ferða­manna, auk bol­magns til þess að bæði skima fyrir veirunni og rekja smit, kom­i þau upp.

Fram­kvæmda­stjórn­in ­gefur líka í skyn að þau lönd sem náð hafa góðum tökum á útbreiðsl­unni geti byrj­að á að opna fyrir þeim sem hafa einnig náð góðum tökum á útbreiðslu veirunn­ar, rétt eins og Eystra­salts­ríkin hafa þegar gert.

Áður hafð­i fram­kvæmda­stjórn­in lýst sig mót­fallna því að ríki gerðu slík­a tví- eða marg­hliða samn­inga sín á milli um opn­an­ir, en virð­ist nú sætta sig við það. Þó er lögð þung áhersla á að slík ferða­banda­lög verði algjör­lega „án mis­mun­un­ar“.

„Þeg­ar að­ild­ar­ríki ákveður að leyfa ferða­lög inn fyrir landa­mæri sín [...] ættu þau að ­gera það án mis­mun­unar – leyfa ferða­lög frá öllum svæð­um, hér­uðum og lönd­um innan Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem staðan á far­aldr­inum er svip­uð,“ segir í frétta­til­kynn­ingu fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar.

Í umfjöllun Guar­dian í vik­unni var farið yfir þessar leið­bein­ingar fram­kvæmda­stjórn­ar­innar um þær „ferða­búbblur“ ­sem nú eru til umræðu.

Aust­ur­ríki ætlar að leyfa ferða­mönnum frá Þýska­landi og Tékk­land­i að ferð­ast til sín fljót­lega og þá hafa stjórn­völd í Grikk­landi, sem á gríð­ar­lega ­mikið undir ferða­manna­geir­an­um, hafið tvíl­hliða við­ræður við stjórn­völd á Kýp­ur, Þýska­landi, Aust­ur­ríki og einnig Ísr­ael um frjálsa för fólks á milli ríkj­anna.

Óvíst hve lengi póli­tísk sam­staða um lokun Schengen varir

Hvernig sem útfærslan verður á þessu öllu saman í Evr­ópu á næstu vikum er ljóst að íslensk stjórn­völd ­fylgj­ast grannt með, enda munu ákvarð­an­irnar sem teknar eru á meg­in­landi Evr­ópu ef­laust hafa mikil áhrif á ferða­vilja Evr­ópu­manna á næstu mán­uðum og þær ákvarð­anir sem íslensk stjórn­völd þurfa að taka varð­andi opnun landamæra.

Á það var til­ ­dæmis bent, í skýrslu stýri­hóps um afnám ferða­tak­mark­ana (bls. 10), að ákveðn­ar á­skor­anir tengdar Schen­gen-­sam­starf­inu væru varð­andi þá leið að opna Ísland fyr­ir­ ­ferða­mönnum með því skil­yrði að þeir und­ir­gang­ist skimun fyrir veirunni, eins og nú er stefnt að.

Póli­tísk sam­staða hefur verið um að hafa ytri landa­mæri Schengen lokuð og sagði starfs­hóp­ur­inn að lík­legt væri að „göt mynd­ist í þess­ari sam­stöðu fyrr en síðar í sum­ar.“

Þrátt ­fyrir það taldi starf­hóp­ur­inn að það væri mik­il­vægt að tryggja að Ísland yrði ekki fyrsta Schen­gen-­ríkið sem opn­aði fyrir ytri umferð, því þá væri hætta á að sam­staða myndi mynd­ast á með­al­ hinna Schen­gen-­ríkj­anna um að loka á flug frá Íslandi, sem væri að sjálf­sögð­u baga­legt.

„Rétt er að und­ir­strika að erfitt er að spá fyrir um það hver við­brögð verða við mögu­leg­u út­spili Íslands í þessu máli á næstu vik­um. Það ræðst mjög af þró­un far­ald­urs­ins í Evr­ópu og hversu lengi ESB-­rík­in, sér­stak­lega þau stærri, vilja una við lokun Schen­gen-­svæð­is­ins fyrir ytri umferð,“ segir í skýrslu starfs­hóps­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent