Gætu ferðabandalög smám saman komið Evrópu í eðlilegra horf?

Fyrsta ferðabandalagið, eða ferðabúbblan, innan Evrópu er orðin að veruleika fyrir botni Eystrasaltsins. Mögulegt er að slík bandalög ríkja sem náð hafa þolanlegum tökum á heimfaraldri kórónuveiru verði fleiri í Evrópu á næstu vikum og mánuðum.

Eistneskur landamæravörður í Ikla, á landamærunum við Lettland, gat ekki annað en brosað þegar hann fjarlægði í gær stöðvunarmerki á landamærastöðinni. Ferðabandalag er orðið til og þau gætu orðið fleiri.
Eistneskur landamæravörður í Ikla, á landamærunum við Lettland, gat ekki annað en brosað þegar hann fjarlægði í gær stöðvunarmerki á landamærastöðinni. Ferðabandalag er orðið til og þau gætu orðið fleiri.
Auglýsing

Fyrsta ferða­banda­lag­ið, eða ferða­búbblan, á milli grann­ríkja í Evr­ópu sem hafa náð svip­uðum tökum á útbreiðslu kór­ónu­veirunnar varð að veru­leika á föstu­dag. Þá opn­uðu Eystra­salts­ríkin þrjú, Eist­land, Litáen og Lett­land landa­mæri sín.

Nú geta íbú­ar þess­ara þriggja litlu ríkja, sem hafa rík við­skipta- og menn­ing­ar­tengsl, ferðast frjálsir um innan svæð­is­ins án þess að nokkrar sótt­varna­ráð­staf­anir á borð við veiru­skiman­ir eða sótt­kvír bíði þeirra handan landamær­anna. Aðrir sem heim­sækja búbbluna þurfa enn að sæta 14 daga sótt­kví.

Ráða­menn Eystra­salts­ríkj­anna þriggja horfa til þess að þessi litla „búbbla“ stækki enn frekar á næst­unni og hafa boðið bæði Finnum og Pól­verj­um, sem eiga landa­mæri að ­ferða­búbblunni úr norðri og suðri, að slást í hóp­inn. Eistar hafar þegar liðk­að ögn fyrir nauð­syn­legum ferða­lögum Finna til lands­ins og hið sama hafa Litá­ar ­gert gagn­vart Pól­verj­um.

Auglýsing

Fleiri ferða­banda­lög ­ríkja sem hafa náð góðum tökum á veirunni hafa verið til umræðu, en Nýja-­Sjá­land og Ástr­alía útfæra nú hvernig leyfa megi frjáls ferða­lög á milli ríkj­anna t­veggja og til stendur að gera það um leið og öruggt þyk­ir.

Þau eru, rétt eins og Eystra­salts­rík­in, með mikil við­skipta- og menn­ing­ar­tengsl. Ástr­alir eru fjöl­menn­asti hópur ferða­manna sem sækir Nýja-­Sjá­land heim á hverju ári og ein­ungis Kín­verjar eru fjöl­menn­ari en Nýsjá­lend­ingar í hópi þeirra sem koma og verja frí­dög­unum sínum í Ástr­al­íu.

Rætt hefur verið um að þessi Eyja­álfu-­búbbla muni einnig ná til lít­illa eyríkja álf­unn­ar, sem hafa verið lítt snortin af veirunni.

Von­ast eftir gagn­kvæmni frá Fær­ey­ingum og Græn­lend­ingum

Ísland hef­ur þegar liðkað ögn fyrir ferða­lögum á Atl­ant­hafi. Frá og með gær­deg­inum varð þeim sem vilja koma frá Fær­eyjum og Græn­landi heim­ilt að stíga hér á land án þess að þurfa að fara í sótt­kví við kom­una, þar sem löndin eru ekki lengur skil­greind ­sem há-á­hættu­svæði.

Reyndar er þetta ein­hliða ráð­stöfun gengur þetta ein­ungis í aðra átt­ina og fólk sem kemur frá­ Ís­landi til Græn­lands eða Fær­eyja þarf enn að sæta sótt­kví við kom­una þang­að. 

Fram kom í Morg­un­blað­inu í gær að utan­rík­is­ráðu­neytið von­að­ist eftir gagn­kvæmn­i um þessa ráð­stöf­un, en ekk­ert hefði þó verið stað­fest í þeim efn­um.

Hvernig verða ­ferða­lög innan Evr­ópu?

Stóra „ferða­banda­lag­ið“ ­sem Ísland er aðili að, Schen­gen-­sam­starf Evr­ópu­ríkja, þar sem fólk getur alla ­jafna ferð­ast á milli ríkja án þess að taka eftir því að það sé að fara yfir­ landa­mæri, er enn fullt af far­ar­tálmum vegna ákvarð­ana nær allra ríkja um að loka landa­mærum sínum eða gera kröfu um að fólk fari í sótt­kví til þess að hemja far­ald­ur­inn.

Smám saman er þó að slakna á og mik­ill þrýst­ingur er að mynd­ast um að landamæra­lok­anir og ­sótt­varna­ráðs­staf­anir gagn­vart ferða­mönnum innan Evr­ópu heyri sög­unni til, enda eiga ríki Evr­ópu mikið undir ferða­mennsku.

Ítölsk yfir­völd til­kynntu í dag að þau ætl­uðu að opna landa­mæri sín strax 3. júní fyrir öllum íbúum innan Schen­gen-­sam­starfs­ins, og eng­inn þarf að fara í sótt­kví!

En við blasir flókin staða, enda hafa rík­i bæði innan Schen­gen-­sam­starfs­ins og utan fótað sig mjög mis­jafn­lega gagn­vart veirunni. Það er ekki því ekki víst að öll ríki vilji bjóða Ítölum í heim­sókn, eða leyfa eigin íbúum að snúa óhindr­uðum þaðan til baka, þrátt fyrir að Ítalir hafi tekið ákvörðun um að bjóða alla vel­komna.

ESB nú opið fyrir ferða­banda­lögum

Um vik­una miðja gaf fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins út umfangs­miklar leið­bein­ingar til aðild­ar­ríkja um hvernig megi reisa ferða­þjón­ust­una aftur við. Í leið­bein­ing­unum segir með­al­ ann­ars að for­senda þess að hægt sé að koma ferða­lögum af stað sé sú að út­breiðsla COVID-19 hafi farið minnk­andi og verið stöðug um nokk­urt skeið og sé met­in, með far­alds­fræði­legum rök­um, lík­leg til þess að hald­ast stöðug áfram ­þrátt fyrir að ferða­mönnum fjölgi.

Einnig seg­ir fram­kvæmda­stjórnin að tryggja þurfi að ríki sem aflétta tak­mörk­unum hafi nægi­legar bjargir í heil­brigð­is­kerf­inu til þess að takast á við veik­indi á með­al­ ­ferða­manna, auk bol­magns til þess að bæði skima fyrir veirunni og rekja smit, kom­i þau upp.

Fram­kvæmda­stjórn­in ­gefur líka í skyn að þau lönd sem náð hafa góðum tökum á útbreiðsl­unni geti byrj­að á að opna fyrir þeim sem hafa einnig náð góðum tökum á útbreiðslu veirunn­ar, rétt eins og Eystra­salts­ríkin hafa þegar gert.

Áður hafð­i fram­kvæmda­stjórn­in lýst sig mót­fallna því að ríki gerðu slík­a tví- eða marg­hliða samn­inga sín á milli um opn­an­ir, en virð­ist nú sætta sig við það. Þó er lögð þung áhersla á að slík ferða­banda­lög verði algjör­lega „án mis­mun­un­ar“.

„Þeg­ar að­ild­ar­ríki ákveður að leyfa ferða­lög inn fyrir landa­mæri sín [...] ættu þau að ­gera það án mis­mun­unar – leyfa ferða­lög frá öllum svæð­um, hér­uðum og lönd­um innan Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem staðan á far­aldr­inum er svip­uð,“ segir í frétta­til­kynn­ingu fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar.

Í umfjöllun Guar­dian í vik­unni var farið yfir þessar leið­bein­ingar fram­kvæmda­stjórn­ar­innar um þær „ferða­búbblur“ ­sem nú eru til umræðu.

Aust­ur­ríki ætlar að leyfa ferða­mönnum frá Þýska­landi og Tékk­land­i að ferð­ast til sín fljót­lega og þá hafa stjórn­völd í Grikk­landi, sem á gríð­ar­lega ­mikið undir ferða­manna­geir­an­um, hafið tvíl­hliða við­ræður við stjórn­völd á Kýp­ur, Þýska­landi, Aust­ur­ríki og einnig Ísr­ael um frjálsa för fólks á milli ríkj­anna.

Óvíst hve lengi póli­tísk sam­staða um lokun Schengen varir

Hvernig sem útfærslan verður á þessu öllu saman í Evr­ópu á næstu vikum er ljóst að íslensk stjórn­völd ­fylgj­ast grannt með, enda munu ákvarð­an­irnar sem teknar eru á meg­in­landi Evr­ópu ef­laust hafa mikil áhrif á ferða­vilja Evr­ópu­manna á næstu mán­uðum og þær ákvarð­anir sem íslensk stjórn­völd þurfa að taka varð­andi opnun landamæra.

Á það var til­ ­dæmis bent, í skýrslu stýri­hóps um afnám ferða­tak­mark­ana (bls. 10), að ákveðn­ar á­skor­anir tengdar Schen­gen-­sam­starf­inu væru varð­andi þá leið að opna Ísland fyr­ir­ ­ferða­mönnum með því skil­yrði að þeir und­ir­gang­ist skimun fyrir veirunni, eins og nú er stefnt að.

Póli­tísk sam­staða hefur verið um að hafa ytri landa­mæri Schengen lokuð og sagði starfs­hóp­ur­inn að lík­legt væri að „göt mynd­ist í þess­ari sam­stöðu fyrr en síðar í sum­ar.“

Þrátt ­fyrir það taldi starf­hóp­ur­inn að það væri mik­il­vægt að tryggja að Ísland yrði ekki fyrsta Schen­gen-­ríkið sem opn­aði fyrir ytri umferð, því þá væri hætta á að sam­staða myndi mynd­ast á með­al­ hinna Schen­gen-­ríkj­anna um að loka á flug frá Íslandi, sem væri að sjálf­sögð­u baga­legt.

„Rétt er að und­ir­strika að erfitt er að spá fyrir um það hver við­brögð verða við mögu­leg­u út­spili Íslands í þessu máli á næstu vik­um. Það ræðst mjög af þró­un far­ald­urs­ins í Evr­ópu og hversu lengi ESB-­rík­in, sér­stak­lega þau stærri, vilja una við lokun Schen­gen-­svæð­is­ins fyrir ytri umferð,“ segir í skýrslu starfs­hóps­ins.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Kristbjörn Árnason
Sóttin hefur þegar bætt íslenska menningu
Leslistinn 25. nóvember 2020
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Kallar eftir meiri stuðningi stjórnvalda við einstaklinga og heimili
Formaður VR segir að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um nýtingu COVID-19 úrræða stjórnvalda hafi einungis um 7 milljarðar króna skilað sér beint til einstaklinga og heimila, en yfir 80 milljarðar til fyrirtækja.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Svona leit turnbyggingin út í teikningum sem fylgdu deiliskipulagstillögu bæjarins.
Turnbygging sem íbúar lýstu sem „fokkmerki“ lækkuð um 10 hæðir
Hópur íbúa í Glaðheimahverfi í Kópavogi krafðist þess að hæsta hús á Íslandi yrði ekki byggt í hverfinu, til þess að áfram yrði gott að búa í Kópavogi. Turn sem átti eitt sinn að verða 32 hæðir og síðan 25 hæðir verður á endanum sennilega bara 15 hæðir.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiErlent