Gætu ferðabandalög smám saman komið Evrópu í eðlilegra horf?

Fyrsta ferðabandalagið, eða ferðabúbblan, innan Evrópu er orðin að veruleika fyrir botni Eystrasaltsins. Mögulegt er að slík bandalög ríkja sem náð hafa þolanlegum tökum á heimfaraldri kórónuveiru verði fleiri í Evrópu á næstu vikum og mánuðum.

Eistneskur landamæravörður í Ikla, á landamærunum við Lettland, gat ekki annað en brosað þegar hann fjarlægði í gær stöðvunarmerki á landamærastöðinni. Ferðabandalag er orðið til og þau gætu orðið fleiri.
Eistneskur landamæravörður í Ikla, á landamærunum við Lettland, gat ekki annað en brosað þegar hann fjarlægði í gær stöðvunarmerki á landamærastöðinni. Ferðabandalag er orðið til og þau gætu orðið fleiri.
Auglýsing

Fyrsta ferðabandalagið, eða ferðabúbblan, á milli grannríkja í Evrópu sem hafa náð svipuðum tökum á útbreiðslu kórónuveirunnar varð að veruleika á föstudag. Þá opnuðu Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Litáen og Lettland landamæri sín.

Nú geta íbúar þessara þriggja litlu ríkja, sem hafa rík viðskipta- og menningartengsl, ferðast frjálsir um innan svæðisins án þess að nokkrar sóttvarnaráðstafanir á borð við veiruskimanir eða sóttkvír bíði þeirra handan landamæranna. Aðrir sem heimsækja búbbluna þurfa enn að sæta 14 daga sóttkví.

Ráðamenn Eystrasaltsríkjanna þriggja horfa til þess að þessi litla „búbbla“ stækki enn frekar á næstunni og hafa boðið bæði Finnum og Pólverjum, sem eiga landamæri að ferðabúbblunni úr norðri og suðri, að slást í hópinn. Eistar hafar þegar liðkað ögn fyrir nauðsynlegum ferðalögum Finna til landsins og hið sama hafa Litáar gert gagnvart Pólverjum.

Auglýsing

Fleiri ferðabandalög ríkja sem hafa náð góðum tökum á veirunni hafa verið til umræðu, en Nýja-Sjáland og Ástralía útfæra nú hvernig leyfa megi frjáls ferðalög á milli ríkjanna tveggja og til stendur að gera það um leið og öruggt þykir.

Þau eru, rétt eins og Eystrasaltsríkin, með mikil viðskipta- og menningartengsl. Ástralir eru fjölmennasti hópur ferðamanna sem sækir Nýja-Sjáland heim á hverju ári og einungis Kínverjar eru fjölmennari en Nýsjálendingar í hópi þeirra sem koma og verja frídögunum sínum í Ástralíu.

Rætt hefur verið um að þessi Eyjaálfu-búbbla muni einnig ná til lítilla eyríkja álfunnar, sem hafa verið lítt snortin af veirunni.

Vonast eftir gagnkvæmni frá Færeyingum og Grænlendingum

Ísland hefur þegar liðkað ögn fyrir ferðalögum á Atlanthafi. Frá og með gærdeginum varð þeim sem vilja koma frá Færeyjum og Grænlandi heimilt að stíga hér á land án þess að þurfa að fara í sóttkví við komuna, þar sem löndin eru ekki lengur skilgreind sem há-áhættusvæði.

Reyndar er þetta einhliða ráðstöfun gengur þetta einungis í aðra áttina og fólk sem kemur frá Íslandi til Grænlands eða Færeyja þarf enn að sæta sóttkví við komuna þangað. 

Fram kom í Morgunblaðinu í gær að utanríkisráðuneytið vonaðist eftir gagnkvæmni um þessa ráðstöfun, en ekkert hefði þó verið staðfest í þeim efnum.

Hvernig verða ferðalög innan Evrópu?

Stóra „ferðabandalagið“ sem Ísland er aðili að, Schengen-samstarf Evrópuríkja, þar sem fólk getur alla jafna ferðast á milli ríkja án þess að taka eftir því að það sé að fara yfir landamæri, er enn fullt af farartálmum vegna ákvarðana nær allra ríkja um að loka landamærum sínum eða gera kröfu um að fólk fari í sóttkví til þess að hemja faraldurinn.

Smám saman er þó að slakna á og mikill þrýstingur er að myndast um að landamæralokanir og sóttvarnaráðsstafanir gagnvart ferðamönnum innan Evrópu heyri sögunni til, enda eiga ríki Evrópu mikið undir ferðamennsku.

Ítölsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau ætluðu að opna landamæri sín strax 3. júní fyrir öllum íbúum innan Schengen-samstarfsins, og enginn þarf að fara í sóttkví!

En við blasir flókin staða, enda hafa ríki bæði innan Schengen-samstarfsins og utan fótað sig mjög misjafnlega gagnvart veirunni. Það er ekki því ekki víst að öll ríki vilji bjóða Ítölum í heimsókn, eða leyfa eigin íbúum að snúa óhindruðum þaðan til baka, þrátt fyrir að Ítalir hafi tekið ákvörðun um að bjóða alla velkomna.

ESB nú opið fyrir ferðabandalögum

Um vikuna miðja gaf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins út umfangsmiklar leiðbeiningar til aðildarríkja um hvernig megi reisa ferðaþjónustuna aftur við. Í leiðbeiningunum segir meðal annars að forsenda þess að hægt sé að koma ferðalögum af stað sé sú að útbreiðsla COVID-19 hafi farið minnkandi og verið stöðug um nokkurt skeið og sé metin, með faraldsfræðilegum rökum, líkleg til þess að haldast stöðug áfram þrátt fyrir að ferðamönnum fjölgi.

Einnig segir framkvæmdastjórnin að tryggja þurfi að ríki sem aflétta takmörkunum hafi nægilegar bjargir í heilbrigðiskerfinu til þess að takast á við veikindi á meðal ferðamanna, auk bolmagns til þess að bæði skima fyrir veirunni og rekja smit, komi þau upp.

Framkvæmdastjórnin gefur líka í skyn að þau lönd sem náð hafa góðum tökum á útbreiðslunni geti byrjað á að opna fyrir þeim sem hafa einnig náð góðum tökum á útbreiðslu veirunnar, rétt eins og Eystrasaltsríkin hafa þegar gert.

Áður hafði framkvæmdastjórnin lýst sig mótfallna því að ríki gerðu slíka tví- eða marghliða samninga sín á milli um opnanir, en virðist nú sætta sig við það. Þó er lögð þung áhersla á að slík ferðabandalög verði algjörlega „án mismununar“.

„Þegar aðildarríki ákveður að leyfa ferðalög inn fyrir landamæri sín [...] ættu þau að gera það án mismununar – leyfa ferðalög frá öllum svæðum, héruðum og löndum innan Evrópusambandsins þar sem staðan á faraldrinum er svipuð,“ segir í fréttatilkynningu framkvæmdastjórnarinnar.

Í umfjöllun Guardian í vikunni var farið yfir þessar leiðbeiningar framkvæmdastjórnarinnar um þær „ferðabúbblur“ sem nú eru til umræðu.

Austurríki ætlar að leyfa ferðamönnum frá Þýskalandi og Tékklandi að ferðast til sín fljótlega og þá hafa stjórnvöld í Grikklandi, sem á gríðarlega mikið undir ferðamannageiranum, hafið tvílhliða viðræður við stjórnvöld á Kýpur, Þýskalandi, Austurríki og einnig Ísrael um frjálsa för fólks á milli ríkjanna.

Óvíst hve lengi pólitísk samstaða um lokun Schengen varir

Hvernig sem útfærslan verður á þessu öllu saman í Evrópu á næstu vikum er ljóst að íslensk stjórnvöld fylgjast grannt með, enda munu ákvarðanirnar sem teknar eru á meginlandi Evrópu eflaust hafa mikil áhrif á ferðavilja Evrópumanna á næstu mánuðum og þær ákvarðanir sem íslensk stjórnvöld þurfa að taka varðandi opnun landamæra.

Á það var til dæmis bent, í skýrslu stýrihóps um afnám ferðatakmarkana (bls. 10), að ákveðnar áskoranir tengdar Schengen-samstarfinu væru varðandi þá leið að opna Ísland fyrir ferðamönnum með því skilyrði að þeir undirgangist skimun fyrir veirunni, eins og nú er stefnt að.

Pólitísk samstaða hefur verið um að hafa ytri landamæri Schengen lokuð og sagði starfshópurinn að líklegt væri að „göt myndist í þessari samstöðu fyrr en síðar í sumar.“

Þrátt fyrir það taldi starfhópurinn að það væri mikilvægt að tryggja að Ísland yrði ekki fyrsta Schengen-ríkið sem opnaði fyrir ytri umferð, því þá væri hætta á að samstaða myndi myndast á meðal hinna Schengen-ríkjanna um að loka á flug frá Íslandi, sem væri að sjálfsögðu bagalegt.

„Rétt er að undirstrika að erfitt er að spá fyrir um það hver viðbrögð verða við mögulegu útspili Íslands í þessu máli á næstu vikum. Það ræðst mjög af þróun faraldursins í Evrópu og hversu lengi ESB-ríkin, sérstaklega þau stærri, vilja una við lokun Schengen-svæðisins fyrir ytri umferð,“ segir í skýrslu starfshópsins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent