Tveir fjölmiðlar taka til sín nær allar tekjur á vefmiðlamarkaði

Samkeppniseftirlitið kallaði eftir upplýsingum um tekjur fjölmiðla á tveimur mörkuðum og birti niðurstöðuna í nýlegu áliti vegna samruna sem átti sér stað á markaðnum.

Neysla fjölmiðla hefur breyst mikið á nokkrum árum. Mun fleiri sækja sér fréttir og afþreyingu stafrænt en mun færri gera það til prentmiðla.
Neysla fjölmiðla hefur breyst mikið á nokkrum árum. Mun fleiri sækja sér fréttir og afþreyingu stafrænt en mun færri gera það til prentmiðla.
Auglýsing

Tvö fjöl­miðla­fyr­ir­tæki, Árvakur og Sýn sem reka vef­miðl­anna Mbl.is og Vísi.is, voru sam­an­lagt með 75 til 85 pró­sent mark­aðs­hlut­deild í sölu aug­lýs­inga í íslenskum vef­miðlum á síð­asta ári. Þetta kemur fram í tölum sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið birti í áliti sínu vegna kaupa Torgs ehf., útgef­anda Frétta­blaðs­ins og tengdra miðla, á Frjálsri fjöl­miðl­un, útgef­anda DV og tengdra miðla. 

Töl­unum var safnað saman með því að senda gagna­beiðni til þeirra fjöl­miðla sem sam­an­tektin nær á meðan að Sam­keppn­is­eft­ir­litið var með sam­runa fyr­ir­tækj­anna tveggja til vinnslu.Úr áliti Samkeppniseftirlitsins.

Í sam­an­tekt­inni kemur fram að með­al­tal dag­legrar dekk­unar hjá Mbl.is sé 60,7 pró­sent en 59,5 pró­sent hjá Vísi.­is.

Í álit­inu segir að þegar litið er til aug­lýs­inga­sölu í vef­miðlum sé Árvakur stærsti aðili á mark­aði með tæp­lega helm­ings­hlut­deild og Sýn sé með tæpa þriðj­ungs­hlut­deild. 

Það þýðir að allir aðrir vef­miðlar sem starfa á Íslandi skipta með sér 15 til 25 pró­sent mark­aðs­hlut­deild.

Auglýsing
Vænt mark­aðs­hlut­deild þeirra tveggja fjöl­miðla­fyr­ir­tækja sem voru að sam­einast, Torgs og Frjálsrar fjöl­miðl­un­ar, er sam­kvæmt Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu 15 til 20 pró­sent. Þrjú fjöl­miðla­hús taka því til sín nær allar aug­lýs­inga­tekjur sem renna til íslenskra vef­miðla. 

RÚV, stærsta fjöl­miðla­fyr­ir­tæki á Íslandi, má ekki sam­kvæmt lögum selja aug­lýs­inga á net­in­u. RÚV fær hins vegar 4,7 millj­­­arðar króna úr rík­­­is­­­sjóði í formi þjón­ust­u­­tekna af útvarps­­­gjaldi á ári auk þess sem fyr­ir­tækið hafði 2,2 millj­­­arða króna í tekjur úr sam­keppn­is­­­rekstri í fyrra. Þar er aðal­lega um að ræða sölu aug­lýs­inga í ljós­vaka og kostun á efni.

Tveir prent­miðlar með allt að 85 pró­sent tekna

Sam­keppn­is­eft­ir­litið tók líka saman tölur um hlut­deild prent­miðla út frá tekj­um. Nið­ur­staðan þar var að Árvak­ur, sem gefur út Morg­un­blað­ið, væri með 40 til 45 pró­sent allra tekna sem renni til dag­blaða á Íslandi vegna útgáfu þeirra og Torg, sem gefur út Frétta­blað­ið, væri með 35 til 40 pró­sent þeirra. Sam­an­lögð mark­aðs­hlut­deild þeirra miðað við tekjur af útgáfu dag­blaða er því 75 til 85 pró­sent.  

Í áliti Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins segir að meiri­hluti tekna Árvak­urs sé vegna áskrift­ar- og lausa­sölu Morg­un­blaðs­ins. Nær allar tekjur Torgs vegna Frétta­blaðs­ins eru hins vegar af aug­lýs­inga­sölu. Þar segir einnig að sam­þjöppun á prent­miðla­mark­aði vegna sam­runa Torgs og Frjálsrar fjöl­miðl­unar sé lítil „þar sem tekjur prent­mið­ils DV eru litl­ar.“Úr áliti Samkeppniseftirlitsins.

Lestur bæði Morg­un­blaðs­ins og Frétta­blaðs­ins, og raunar allra íslenskra prent­miðla, hefur kúvenst á örfáum árum. Fyrir ára­tug mæld­ist lestur Frétta­blaðs­ins 64 pró­sent og lestur Morg­un­blaðs­ins 34,8 pró­sent. Í síð­ustu mæl­ingu Gallup sögð­ust 37,2 pró­sent aðspurðra lesa Frétta­blaðið og 23,6 pró­sent Morg­un­blað­ið. Lestur Frétta­blaðs­ins hefur því dalað um 42 pró­sent á tíma og lestur Morg­un­blaðs­ins um 32 pró­sent. Þegar lestur ald­urs­hóps­ins 18 til 49 ára er skoð­aður kemur í ljós að lestur Frétta­blaðs­ins hefur farið úr 63,8 pró­sentum í 27 pró­sent á tíu árum, og því dalað um 58 pró­sent. Lestur Morg­un­blaðs­ins hefur á sama tíma­bili farð úr 25,1 pró­sent í 13,4 pró­sent, og því dreg­ist saman um 47 pró­sent. Útgáfu­dögum Frétta­blaðs­ins var nýverið fækkað úr sex í fimm þegar það hætti að koma út á mánu­dög­um. Morg­un­blaðið hefur und­an­farin ár verið reglu­lega í frídreif­ingu á fimmtu­dögum og er því í raun frí­blað einu sinni í viku.

Eitt annað blað er gefið út í stóru upp­lagi á Íslandi, Mann­líf. Það er frí­blað sem kemur út einu sinni í viku. Lestur þess mælist 16,1 pró­sent.

Lestur ann­arra prent­miðla með minni útbreiðslu hefur einnig dalað mik­ið. Fyrir um níu árum síð­an, skömmu eftir að mæl­ingar hófust að nýja á lestri DV, lásu 14,2 pró­sent lands­manna blað­ið. Í dag segj­ast 5,5 pró­sent lesa það, eða 62 pró­sent færri en í maí 2011. Vert er að taka fram að útgáfu­dögum DV hefur verið fækkað í milli­tíð­inni. Við­skipta­blaðið hefur líka dalað mikið í lestri frá því að lestur á því blaði náði hámarki í þeirri útgáfu sem blaðið hefur verið í eftir banka­hrun. Mestur mæld­ist lestur þess í maí 2015, eða 12,4 pró­sent. Nú mælist hann 5,5 pró­sent og hefur því dreg­ist saman um 56 pró­sent á fimm árum. Lestur bæði DV og Við­skipta­blaðs­ins hefur aldrei mælst minni en í apríl 2020 en bæði blöðin koma út einu sinni í viku og eru seld í áskrift.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent