Tveir fjölmiðlar taka til sín nær allar tekjur á vefmiðlamarkaði

Samkeppniseftirlitið kallaði eftir upplýsingum um tekjur fjölmiðla á tveimur mörkuðum og birti niðurstöðuna í nýlegu áliti vegna samruna sem átti sér stað á markaðnum.

Neysla fjölmiðla hefur breyst mikið á nokkrum árum. Mun fleiri sækja sér fréttir og afþreyingu stafrænt en mun færri gera það til prentmiðla.
Neysla fjölmiðla hefur breyst mikið á nokkrum árum. Mun fleiri sækja sér fréttir og afþreyingu stafrænt en mun færri gera það til prentmiðla.
Auglýsing

Tvö fjöl­miðla­fyr­ir­tæki, Árvakur og Sýn sem reka vef­miðl­anna Mbl.is og Vísi.is, voru sam­an­lagt með 75 til 85 pró­sent mark­aðs­hlut­deild í sölu aug­lýs­inga í íslenskum vef­miðlum á síð­asta ári. Þetta kemur fram í tölum sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið birti í áliti sínu vegna kaupa Torgs ehf., útgef­anda Frétta­blaðs­ins og tengdra miðla, á Frjálsri fjöl­miðl­un, útgef­anda DV og tengdra miðla. 

Töl­unum var safnað saman með því að senda gagna­beiðni til þeirra fjöl­miðla sem sam­an­tektin nær á meðan að Sam­keppn­is­eft­ir­litið var með sam­runa fyr­ir­tækj­anna tveggja til vinnslu.Úr áliti Samkeppniseftirlitsins.

Í sam­an­tekt­inni kemur fram að með­al­tal dag­legrar dekk­unar hjá Mbl.is sé 60,7 pró­sent en 59,5 pró­sent hjá Vísi.­is.

Í álit­inu segir að þegar litið er til aug­lýs­inga­sölu í vef­miðlum sé Árvakur stærsti aðili á mark­aði með tæp­lega helm­ings­hlut­deild og Sýn sé með tæpa þriðj­ungs­hlut­deild. 

Það þýðir að allir aðrir vef­miðlar sem starfa á Íslandi skipta með sér 15 til 25 pró­sent mark­aðs­hlut­deild.

Auglýsing
Vænt mark­aðs­hlut­deild þeirra tveggja fjöl­miðla­fyr­ir­tækja sem voru að sam­einast, Torgs og Frjálsrar fjöl­miðl­un­ar, er sam­kvæmt Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu 15 til 20 pró­sent. Þrjú fjöl­miðla­hús taka því til sín nær allar aug­lýs­inga­tekjur sem renna til íslenskra vef­miðla. 

RÚV, stærsta fjöl­miðla­fyr­ir­tæki á Íslandi, má ekki sam­kvæmt lögum selja aug­lýs­inga á net­in­u. RÚV fær hins vegar 4,7 millj­­­arðar króna úr rík­­­is­­­sjóði í formi þjón­ust­u­­tekna af útvarps­­­gjaldi á ári auk þess sem fyr­ir­tækið hafði 2,2 millj­­­arða króna í tekjur úr sam­keppn­is­­­rekstri í fyrra. Þar er aðal­lega um að ræða sölu aug­lýs­inga í ljós­vaka og kostun á efni.

Tveir prent­miðlar með allt að 85 pró­sent tekna

Sam­keppn­is­eft­ir­litið tók líka saman tölur um hlut­deild prent­miðla út frá tekj­um. Nið­ur­staðan þar var að Árvak­ur, sem gefur út Morg­un­blað­ið, væri með 40 til 45 pró­sent allra tekna sem renni til dag­blaða á Íslandi vegna útgáfu þeirra og Torg, sem gefur út Frétta­blað­ið, væri með 35 til 40 pró­sent þeirra. Sam­an­lögð mark­aðs­hlut­deild þeirra miðað við tekjur af útgáfu dag­blaða er því 75 til 85 pró­sent.  

Í áliti Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins segir að meiri­hluti tekna Árvak­urs sé vegna áskrift­ar- og lausa­sölu Morg­un­blaðs­ins. Nær allar tekjur Torgs vegna Frétta­blaðs­ins eru hins vegar af aug­lýs­inga­sölu. Þar segir einnig að sam­þjöppun á prent­miðla­mark­aði vegna sam­runa Torgs og Frjálsrar fjöl­miðl­unar sé lítil „þar sem tekjur prent­mið­ils DV eru litl­ar.“Úr áliti Samkeppniseftirlitsins.

Lestur bæði Morg­un­blaðs­ins og Frétta­blaðs­ins, og raunar allra íslenskra prent­miðla, hefur kúvenst á örfáum árum. Fyrir ára­tug mæld­ist lestur Frétta­blaðs­ins 64 pró­sent og lestur Morg­un­blaðs­ins 34,8 pró­sent. Í síð­ustu mæl­ingu Gallup sögð­ust 37,2 pró­sent aðspurðra lesa Frétta­blaðið og 23,6 pró­sent Morg­un­blað­ið. Lestur Frétta­blaðs­ins hefur því dalað um 42 pró­sent á tíma og lestur Morg­un­blaðs­ins um 32 pró­sent. Þegar lestur ald­urs­hóps­ins 18 til 49 ára er skoð­aður kemur í ljós að lestur Frétta­blaðs­ins hefur farið úr 63,8 pró­sentum í 27 pró­sent á tíu árum, og því dalað um 58 pró­sent. Lestur Morg­un­blaðs­ins hefur á sama tíma­bili farð úr 25,1 pró­sent í 13,4 pró­sent, og því dreg­ist saman um 47 pró­sent. Útgáfu­dögum Frétta­blaðs­ins var nýverið fækkað úr sex í fimm þegar það hætti að koma út á mánu­dög­um. Morg­un­blaðið hefur und­an­farin ár verið reglu­lega í frídreif­ingu á fimmtu­dögum og er því í raun frí­blað einu sinni í viku.

Eitt annað blað er gefið út í stóru upp­lagi á Íslandi, Mann­líf. Það er frí­blað sem kemur út einu sinni í viku. Lestur þess mælist 16,1 pró­sent.

Lestur ann­arra prent­miðla með minni útbreiðslu hefur einnig dalað mik­ið. Fyrir um níu árum síð­an, skömmu eftir að mæl­ingar hófust að nýja á lestri DV, lásu 14,2 pró­sent lands­manna blað­ið. Í dag segj­ast 5,5 pró­sent lesa það, eða 62 pró­sent færri en í maí 2011. Vert er að taka fram að útgáfu­dögum DV hefur verið fækkað í milli­tíð­inni. Við­skipta­blaðið hefur líka dalað mikið í lestri frá því að lestur á því blaði náði hámarki í þeirri útgáfu sem blaðið hefur verið í eftir banka­hrun. Mestur mæld­ist lestur þess í maí 2015, eða 12,4 pró­sent. Nú mælist hann 5,5 pró­sent og hefur því dreg­ist saman um 56 pró­sent á fimm árum. Lestur bæði DV og Við­skipta­blaðs­ins hefur aldrei mælst minni en í apríl 2020 en bæði blöðin koma út einu sinni í viku og eru seld í áskrift.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna
Ríkisstjórn Biden byrjuð að taka á sig mynd
Valdaskipti á milli ríkisstjórna í Bandaríkjunum hafa loks formlega hafist eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari forsetakosninganna af hinu opinbera í gær. Nú hafa tilnefningar borist í ríkisstjórn Biden og leynast þar nokkur kunnugleg andlit.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Fjallið Namsan  í Seúl í Suður-Kóreu milli daga þar sem mengun í borginni er mikil og lítil.
COVID-19 leysir ekki loftslagsvanda en sýnir hvað hægt er að gera
Þó að samkomu- og ferðatakmarkanir hafi orðið til þess að losun koltvíoxíðs hefur dregist saman á heimsvísu í ár hefur það lítil sem engin áhrif á uppsöfnun lofttegundarinnar í lofthjúpi jarðar. En það má margt læra af faraldrinum.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Segir ekki hægt að treysta hagnaðardrifnum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir velferð þjóðar
Þingmaður Miðflokksins og sjávarútvegsráðherra tókust á á Alþingi í dag og ræddu sölu á óunnum afla til útlanda. Þingmaðurinn sagði það pólitíska ákvörðun að sem mestur afli væri unninn hér heima sem Sjálfstæðismenn væru hræddir við að taka.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jóhann Páll Jóhannsson
Ríkisstjórnin magnaði kreppuna – nú þarf að skipta um kúrs
Kjarninn 24. nóvember 2020
Tíu staðreyndir um stöðu mála í íslensku efnahagslífi í COVID-19 faraldri
COVID-19 er tvíþættur faraldur. Í fyrsta lagi er hann heilbrigðisvá. Í öðru lagi þá hefur hann valdið gríðarlegum efnahagslegum skaða. Hér er farið yfir helstu áhrif hans á íslenskt efnahagslíf.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Allar póstsendingar frá hinu opinbera verði stafrænar árið 2025
Gert er ráð fyrir að ríkið spari sér 300-700 millljónir á ári með því að senda öll gögn í stafræn pósthólf fremur en með bréfpósti. Frumvarpsdrög fjármálaráðherra um þetta hafa verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Á hverju ári framleiðir Smithfield yfir þrjár milljónir tonna af svínakjöti. Enginn annar í heiminum framleiðir svo mikið magn.
„Kæfandi þrengsli“ á verksmiðjubúum
Í fleiri ár slógu yfirvöld í Norður-Karólínu skjaldborg um mengandi landbúnað og aðhöfðust ekkert þrátt fyrir kvartanir nágranna. Það var ekki fyrr en þeir höfðu fengið upp í kok á lyktinni af rotnandi hræjum og skít og höfðuðu mál að farið var að hlusta.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jökull Sólberg
Fortíð, nútíð og framtíð loftslagsskuldbindinga
Kjarninn 24. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent