Ábyrgðarleysi að kjósa að hausti eins og fjármálaráðherrann hefur hug á

Þingmaður Pírata telur að hreinlegast væri fyrir þingflokkana að fá endurnýjað umboð og halda kosningar að vori 2021. Það gæfi öllum heiðarlegt tækifæri til þess að koma aðgerðum af stað strax árið 2022 í stað 2023.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, vekur máls á orðum Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag en ráð­herr­ann sagð­ist í við­tali við Kjarn­ann enn vera þeirrar skoð­unar að rík­is­stjórnin geri rétt í því að starfa út kjör­tíma­bilið allt. Það þýðir að kosið verði að hausti en ekki að vori eins og venjan er.

„Vissu­lega geta aðstæður breyst en þetta yrðu aðstæður þar sem ný rík­is­stjórn, lík­lega með nýjar áhersl­ur, hefði ekki svig­rúm til þess að und­ir­búa nýja stefnu. Það myndi þýða að stefna þess­arar stjórnar væri að end­ast til 2023,“ skrifar Björn Leví.

Að hans mati er það ábyrgð­ar­leysi í kjöl­far svona ástands að setja fjár­laga­gerð í árs­loka­af­greiðslu eins og hafi verið gert eftir síð­ast­liðnar tvennar kosn­ing­ar.

Auglýsing

Sýni sjálf­hverfu þeirra og vald­hyggju

Björn Leví segir að áróð­ur­inn verði sá að auð­vitað verði nú að kjósa sömu stjórn aft­ur, „til þess að þau fái bara að klára fjár­laga­frum­varp sem þau leggja fram rétt fyrir kosn­ing­ar. „Stöð­ug­leik­inn“ sko.“ Hann bendir á að vert sé að hafa í huga að Íslend­ingar hafi verið í efna­hags­sam­drætti fyrir COVID-19. Þeir séu að vinna sam­kvæmt end­ur­skoð­aðri fjár­mála­stefnu út af sam­drætti vegna WOW og afla­brests. Ekk­ert virt­ist hins vegar vera „að ganga að vinna neitt til baka úr því þar sem atvinnu­leysi hafi farið stöðugt vax­andi“ fram að COVID-19.

Hann telur að hrein­leg­ast væri að fá end­ur­nýjað umboð vorið 2021. Það gæfi öllum heið­ar­legt tæki­færi til þess að koma aðgerðum af stað strax árið 2022 í stað 2023. „Ef stjórn­ar­flokk­arnir ætla að halda sig við haust­ið, hins veg­ar, þá sýnir það ein­fald­lega sjálf­hverfu þeirra og vald­hyggju. Ekki virð­ingu fyrir lýð­ræði eða skiln­ingi á því að það er hægt að gera hlut­ina öðru­vísi. Tregða þeirra til þess að leggja áherslu á nýsköpun og að tryggja sveigj­an­leika grunn­stoð­anna okkar er bein­línis skað­leg.“

Þá finn­ist honum auð­velda ákvörð­unin vera að treysta á lýð­ræð­ið. „Erf­iða ákvörð­unin verður að hafa þennan flokk við völd því lausnin er sára­ein­föld. Hún tekur ein­fald­lega tíma.

Við tekur upp­bygg­ing­ar­ferli, ekki skyndi­lausn­ir. Þær keyra okkur alltaf í kaf. Við þurfum sjálf­bært sam­fé­lag sem er ekki svona við­kvæmt fyrir sveiflum í ein­staka atvinnu­grein­um,“ segir hann að lok­um.

"Hann seg­ist enn vera þeirrar skoð­unar að það rík­is­stjórnin geri rétt í því að starfa út kjör­tíma­bilið allt"...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Fri­day, May 15, 2020


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent