Ábyrgðarleysi að kjósa að hausti eins og fjármálaráðherrann hefur hug á

Þingmaður Pírata telur að hreinlegast væri fyrir þingflokkana að fá endurnýjað umboð og halda kosningar að vori 2021. Það gæfi öllum heiðarlegt tækifæri til þess að koma aðgerðum af stað strax árið 2022 í stað 2023.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, vekur máls á orðum Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag en ráð­herr­ann sagð­ist í við­tali við Kjarn­ann enn vera þeirrar skoð­unar að rík­is­stjórnin geri rétt í því að starfa út kjör­tíma­bilið allt. Það þýðir að kosið verði að hausti en ekki að vori eins og venjan er.

„Vissu­lega geta aðstæður breyst en þetta yrðu aðstæður þar sem ný rík­is­stjórn, lík­lega með nýjar áhersl­ur, hefði ekki svig­rúm til þess að und­ir­búa nýja stefnu. Það myndi þýða að stefna þess­arar stjórnar væri að end­ast til 2023,“ skrifar Björn Leví.

Að hans mati er það ábyrgð­ar­leysi í kjöl­far svona ástands að setja fjár­laga­gerð í árs­loka­af­greiðslu eins og hafi verið gert eftir síð­ast­liðnar tvennar kosn­ing­ar.

Auglýsing

Sýni sjálf­hverfu þeirra og vald­hyggju

Björn Leví segir að áróð­ur­inn verði sá að auð­vitað verði nú að kjósa sömu stjórn aft­ur, „til þess að þau fái bara að klára fjár­laga­frum­varp sem þau leggja fram rétt fyrir kosn­ing­ar. „Stöð­ug­leik­inn“ sko.“ Hann bendir á að vert sé að hafa í huga að Íslend­ingar hafi verið í efna­hags­sam­drætti fyrir COVID-19. Þeir séu að vinna sam­kvæmt end­ur­skoð­aðri fjár­mála­stefnu út af sam­drætti vegna WOW og afla­brests. Ekk­ert virt­ist hins vegar vera „að ganga að vinna neitt til baka úr því þar sem atvinnu­leysi hafi farið stöðugt vax­andi“ fram að COVID-19.

Hann telur að hrein­leg­ast væri að fá end­ur­nýjað umboð vorið 2021. Það gæfi öllum heið­ar­legt tæki­færi til þess að koma aðgerðum af stað strax árið 2022 í stað 2023. „Ef stjórn­ar­flokk­arnir ætla að halda sig við haust­ið, hins veg­ar, þá sýnir það ein­fald­lega sjálf­hverfu þeirra og vald­hyggju. Ekki virð­ingu fyrir lýð­ræði eða skiln­ingi á því að það er hægt að gera hlut­ina öðru­vísi. Tregða þeirra til þess að leggja áherslu á nýsköpun og að tryggja sveigj­an­leika grunn­stoð­anna okkar er bein­línis skað­leg.“

Þá finn­ist honum auð­velda ákvörð­unin vera að treysta á lýð­ræð­ið. „Erf­iða ákvörð­unin verður að hafa þennan flokk við völd því lausnin er sára­ein­föld. Hún tekur ein­fald­lega tíma.

Við tekur upp­bygg­ing­ar­ferli, ekki skyndi­lausn­ir. Þær keyra okkur alltaf í kaf. Við þurfum sjálf­bært sam­fé­lag sem er ekki svona við­kvæmt fyrir sveiflum í ein­staka atvinnu­grein­um,“ segir hann að lok­um.

"Hann seg­ist enn vera þeirrar skoð­unar að það rík­is­stjórnin geri rétt í því að starfa út kjör­tíma­bilið allt"...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Fri­day, May 15, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Forseti Kína, Xi Jinping.
Hvers vegna gengur svona vel í Kína?
Nýjustu efnahagstölur sýna fram á mikinn hagvöxt í Kína og búist er við að hann muni aukast á næstunni. Hvernig má það vera að svona vel gangi í upprunalandi kórónuveirunnar á meðan flest önnur ríki heimsins eru í djúpri kreppu vegna hennar?
Kjarninn 19. október 2020
Karna Sigurðardóttir
BRAS – ÞORA! VERA! GERA!
Kjarninn 19. október 2020
Rósa Bjarnadóttir
#HvarerOAstefnan?
Kjarninn 19. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent