Ábyrgðarleysi að kjósa að hausti eins og fjármálaráðherrann hefur hug á

Þingmaður Pírata telur að hreinlegast væri fyrir þingflokkana að fá endurnýjað umboð og halda kosningar að vori 2021. Það gæfi öllum heiðarlegt tækifæri til þess að koma aðgerðum af stað strax árið 2022 í stað 2023.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vekur máls á orðum Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra í stöðuuppfærslu á Facebook í dag en ráðherrann sagðist í viðtali við Kjarnann enn vera þeirrar skoðunar að ríkisstjórnin geri rétt í því að starfa út kjörtímabilið allt. Það þýðir að kosið verði að hausti en ekki að vori eins og venjan er.

„Vissulega geta aðstæður breyst en þetta yrðu aðstæður þar sem ný ríkisstjórn, líklega með nýjar áherslur, hefði ekki svigrúm til þess að undirbúa nýja stefnu. Það myndi þýða að stefna þessarar stjórnar væri að endast til 2023,“ skrifar Björn Leví.

Að hans mati er það ábyrgðarleysi í kjölfar svona ástands að setja fjárlagagerð í árslokaafgreiðslu eins og hafi verið gert eftir síðastliðnar tvennar kosningar.

Auglýsing

Sýni sjálfhverfu þeirra og valdhyggju

Björn Leví segir að áróðurinn verði sá að auðvitað verði nú að kjósa sömu stjórn aftur, „til þess að þau fái bara að klára fjárlagafrumvarp sem þau leggja fram rétt fyrir kosningar. „Stöðugleikinn“ sko.“ Hann bendir á að vert sé að hafa í huga að Íslendingar hafi verið í efnahagssamdrætti fyrir COVID-19. Þeir séu að vinna samkvæmt endurskoðaðri fjármálastefnu út af samdrætti vegna WOW og aflabrests. Ekkert virtist hins vegar vera „að ganga að vinna neitt til baka úr því þar sem atvinnuleysi hafi farið stöðugt vaxandi“ fram að COVID-19.

Hann telur að hreinlegast væri að fá endurnýjað umboð vorið 2021. Það gæfi öllum heiðarlegt tækifæri til þess að koma aðgerðum af stað strax árið 2022 í stað 2023. „Ef stjórnarflokkarnir ætla að halda sig við haustið, hins vegar, þá sýnir það einfaldlega sjálfhverfu þeirra og valdhyggju. Ekki virðingu fyrir lýðræði eða skilningi á því að það er hægt að gera hlutina öðruvísi. Tregða þeirra til þess að leggja áherslu á nýsköpun og að tryggja sveigjanleika grunnstoðanna okkar er beinlínis skaðleg.“

Þá finnist honum auðvelda ákvörðunin vera að treysta á lýðræðið. „Erfiða ákvörðunin verður að hafa þennan flokk við völd því lausnin er sáraeinföld. Hún tekur einfaldlega tíma.

Við tekur uppbyggingarferli, ekki skyndilausnir. Þær keyra okkur alltaf í kaf. Við þurfum sjálfbært samfélag sem er ekki svona viðkvæmt fyrir sveiflum í einstaka atvinnugreinum,“ segir hann að lokum.

"Hann segist enn vera þeirrar skoðunar að það ríkisstjórnin geri rétt í því að starfa út kjörtímabilið allt"...

Posted by Björn Leví Gunnarsson on Friday, May 15, 2020

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent