Ábyrgðarleysi að kjósa að hausti eins og fjármálaráðherrann hefur hug á

Þingmaður Pírata telur að hreinlegast væri fyrir þingflokkana að fá endurnýjað umboð og halda kosningar að vori 2021. Það gæfi öllum heiðarlegt tækifæri til þess að koma aðgerðum af stað strax árið 2022 í stað 2023.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, vekur máls á orðum Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag en ráð­herr­ann sagð­ist í við­tali við Kjarn­ann enn vera þeirrar skoð­unar að rík­is­stjórnin geri rétt í því að starfa út kjör­tíma­bilið allt. Það þýðir að kosið verði að hausti en ekki að vori eins og venjan er.

„Vissu­lega geta aðstæður breyst en þetta yrðu aðstæður þar sem ný rík­is­stjórn, lík­lega með nýjar áhersl­ur, hefði ekki svig­rúm til þess að und­ir­búa nýja stefnu. Það myndi þýða að stefna þess­arar stjórnar væri að end­ast til 2023,“ skrifar Björn Leví.

Að hans mati er það ábyrgð­ar­leysi í kjöl­far svona ástands að setja fjár­laga­gerð í árs­loka­af­greiðslu eins og hafi verið gert eftir síð­ast­liðnar tvennar kosn­ing­ar.

Auglýsing

Sýni sjálf­hverfu þeirra og vald­hyggju

Björn Leví segir að áróð­ur­inn verði sá að auð­vitað verði nú að kjósa sömu stjórn aft­ur, „til þess að þau fái bara að klára fjár­laga­frum­varp sem þau leggja fram rétt fyrir kosn­ing­ar. „Stöð­ug­leik­inn“ sko.“ Hann bendir á að vert sé að hafa í huga að Íslend­ingar hafi verið í efna­hags­sam­drætti fyrir COVID-19. Þeir séu að vinna sam­kvæmt end­ur­skoð­aðri fjár­mála­stefnu út af sam­drætti vegna WOW og afla­brests. Ekk­ert virt­ist hins vegar vera „að ganga að vinna neitt til baka úr því þar sem atvinnu­leysi hafi farið stöðugt vax­andi“ fram að COVID-19.

Hann telur að hrein­leg­ast væri að fá end­ur­nýjað umboð vorið 2021. Það gæfi öllum heið­ar­legt tæki­færi til þess að koma aðgerðum af stað strax árið 2022 í stað 2023. „Ef stjórn­ar­flokk­arnir ætla að halda sig við haust­ið, hins veg­ar, þá sýnir það ein­fald­lega sjálf­hverfu þeirra og vald­hyggju. Ekki virð­ingu fyrir lýð­ræði eða skiln­ingi á því að það er hægt að gera hlut­ina öðru­vísi. Tregða þeirra til þess að leggja áherslu á nýsköpun og að tryggja sveigj­an­leika grunn­stoð­anna okkar er bein­línis skað­leg.“

Þá finn­ist honum auð­velda ákvörð­unin vera að treysta á lýð­ræð­ið. „Erf­iða ákvörð­unin verður að hafa þennan flokk við völd því lausnin er sára­ein­föld. Hún tekur ein­fald­lega tíma.

Við tekur upp­bygg­ing­ar­ferli, ekki skyndi­lausn­ir. Þær keyra okkur alltaf í kaf. Við þurfum sjálf­bært sam­fé­lag sem er ekki svona við­kvæmt fyrir sveiflum í ein­staka atvinnu­grein­um,“ segir hann að lok­um.

"Hann seg­ist enn vera þeirrar skoð­unar að það rík­is­stjórnin geri rétt í því að starfa út kjör­tíma­bilið allt"...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Fri­day, May 15, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Starfslokasamningur fílanna
Danska ríkið greiddi nýlega jafnvirði 222 milljóna íslenskra króna vegna starfsloka fjögurra fíla sem ekki þurfa lengur að „vinna“. Dvalarheimili fílanna á Lálandi er 140 þúsund fermetrar að stærð.
Kjarninn 7. júní 2020
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent