Stuðningur vegna greiðslu launakostnaðar á uppsagnarfresti áætlaður 27 milljarðar

Markmið stuðningsins er að draga úr líkum á fjöldagjaldþrotum fyrirtækja og tryggja réttindi launafólks.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Auglýsing

Rík­is­stjórnin og þing­flokkar stjórn­ar­flokk­anna sam­þykktu í dag frum­varp Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sem kveður á um stuðn­ing úr rík­is­sjóði vegna greiðslu hluta launa­kostn­aðar á upp­sagn­ar­fresti. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðs­ins.

Þar segir að gera megi ráð fyrir að bein útgjöld rík­is­sjóðs vegna úrræð­is­ins nemi um 27 millj­örð­um. „Þegar tekið hefur verið ann­ars vegar til­lit til þess kostn­aðar sem ætla má að hefði ella fallið til vegna frek­ari nýt­ingar á hluta­starfa­leið­inni og auk­inna útgjalda Ábyrgða­sjóðs launa og hins vegar út frá því sem áætlað er að end­ur­heimt­ist vegna skatta­legra ráð­staf­ana má telja að kostn­aður við þetta úrræði verði u.þ.b. 15 ma.kr. meiri en því næmi.“ 

Frum­varp­inu er ætla að koma til móts við fyr­ir­tæki sem orðið hafa fyrir veru­legri fjár­hags­legri rösk­unar á atvinnu­rekstri vegna COVID-19 far­sótt­ar­inn­ar. Mark­mið stuðn­ings­ins er að draga úr líkum á fjölda­gjald­þrotum fyr­ir­tækja og tryggja rétt­indi launa­fólks, að því er fram kemur í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

 • Stuðn­ing­ur­inn nemur að hámarki 85 pró­sent af launa­kostn­aði starfs­manns á upp­sagn­ar­fresti.
 • Að hámarki 633.000 krónur á mán­uði vegna launa
 • Að hámarki 85.455 krónur á mán­uði vegna líf­eyr­is­sjóðsið­gjalds­hluta atvinnu­rek­anda
 • Að hámarki 1.014.000 krónur vegna orlofs­launa sem launa­maður kann að eiga rétt á, fyrir fullt starf og hlut­falls­lega fyrir hluta­starf.
 • Stuðn­ing­ur­inn er veittur á samn­ings­bundnum upp­sagn­ar­fresti starfs­manns, þó aldrei lengur en í þrjá mán­uði.

Þurfa að upp­fylla ákveðin skil­yrði

Enn fremur kemur fram hjá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu að atvinnu­rek­andi þurfi að upp­fylla eft­ir­far­andi skil­yrði:

 • Upp­sögn launa­manns, sem ráð­inn hafði verið fyrir 1. maí 2020, þarf að vera vegna aðstæðna sem sköp­uð­ust vegna far­ald­urs kór­ónu­veiru.
 • Með­al­tal mán­að­ar­tekna atvinnu­rek­anda hafi dreg­ist saman um 75 pró­sent frá 1. mars 2020 til upp­sagn­ar­dags launa­manns miðað við fyrri tíma­bil.
 • Atvinnu­rek­andi skal ekki hafa ákveðið að greiða út arð, lækka hluta­fé, greiða óum­samda kaupauka eða keypt eigin bréf eða ráð­ist í sam­bæri­legar aðgerðir frá 15. mars 2020.
 • Atvinnu­rek­andi skal ekki vera í van­skilum með opin­ber gjöld, skatta eða skatt­sektir sem komin voru á eindaga fyrir lok árs 2019 og álagðir skattar og gjöld byggj­ast ekki á áætl­un­um. Hann skal hafa staðið skil á skatt­fram­tölum og fylgi­gögnum og öðrum skýrslum og skila­greinum þar með talið CFC skýrslum til Skatts­ins sl. þrjú ár áður en umsókn barst og staðið skil á árs­reikn­ingum og upp­lýst um raun­veru­lega eig­end­ur.
 • Bú atvinnu­rek­anda hafi hvorki verið tekið til gjald­þrota­skipta né slita.
 • Atvinnu­rek­andi skal hafa staðið skil á stað­greiðslu skatts af launum fyrir sama mán­uð.

„Í frum­varp­inu er gert ráð fyrir að vænk­ist hagur atvinnu­rek­anda innan ákveð­ins tíma njóti það launa­fólk sem sagt er upp störfum með stuðn­ingi hins opin­bera for­gangs til sam­bæri­legs starfs og það gegndi áður og njóti áunn­inna rétt­inda í starf­i,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Atvinnu­rek­andi skuld­bindi sig til að greiða ekki út arð

Sam­kvæmt frum­varp­inu skal tekju­færa stuðn­ings­fjár­hæð­ina í skatt­skilum atvinnu­rek­enda. Hún verði nýtt til jöfn­unar taps á því ári sem stuðn­ingur fæst og til jöfn­unar yfir­fær­an­legs rekstr­ar­taps fyrri ára, eftir því sem við á. Það sem umfram er verði fært í sér­stakan sjóð meðal eig­in­fjár sem tekju­færður verður á næstu sex rekstr­ar­árum, 10 próos­ent ár hvert fyrstu tvö árin og 20 pró­sent á ári næstu fjögur árin þar á eft­ir.

Gert er ráð fyrir að atvinnu­rek­andi skuld­bindi sig til að gera ekki til­teknar ráð­staf­an­ir, svo sem að greiða út arð, fyrr en stuðn­ing­ur­inn hefur að fullu verið tekju­færð­ur. Lagt er til að atvinnu­rek­andi geti leyst sig undan þeirri skuld­bind­ingu með því að end­ur­greiða, með verð­bótum og vöxt­um, þann hluta fjár­stuðn­ings sem þá er ótekju­færð­ur.

Úrræðið tekur til þeirra sem hófu starf­semi fyrir 1. des­em­ber 2019 og bera ótak­mark­aða skatt­skyldu hér á Íslandi. Það gildir ekki um stofn­an­ir, byggða­sam­lög og fyr­ir­tæki í eigu ríkis eða sveit­ar­fé­laga. Lagt er til að Skatt­ur­inn sjái um fram­kvæmd úrræð­is­ins og að umsókn­ar­ferlið verði raf­rænt.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgin dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þau safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent