Forstjórar með yfir þrjár milljónir á mánuði mega ekki setja starfsmenn á hlutabótaleiðina

Til að nýta hlutabótaleiðina má ekki ætla að greiða arð, kaupa eigin bréf, greiða óumsamda bónusa eða borga helstu stjórnendum yfir þrjár milljónir á mánuði í þrjú ár. Hægt verður að krefja fyrirtæki um endurgreiðslu auk álags brjóti þau skilyrðin.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Þeim fyr­ir­tækjum sem ætla að nýta sér hluta­bóta­leið­ina verður gert að stað­festa að þeir hafi ekki í hyggju að greiða út arð til hlut­hafa, lækka hlutafé með greiðslu til hlut­hafa, greiða óum­samda kaupauka, kaupa eigin hluta­bréf eða greiða eig­endum sínum eða æðstu stjórn­endum mán­að­ar­laun sem nema hærri fjár­hæð en þremur millj­ónum króna til 31. maí 2023. 

Þetta kemur fram í frum­varpi sem rík­is­stjórnin sam­þykkti á fundi sínum í morgun um fram­hald hluta­bóta­leið­ar­inn­ar. 

Mikil gagn­rýni hefur komið fram á ýmis stöndug fyr­ir­tæki sem ákváðu að setja hluta af starfs­fólki sínu á hluta­bóta­leið­ina þrátt fyrir að hafa ekki orðið fyrir veru­legri tekju­skerð­ingu vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. Með því greiddi rík­is­sjóður allt að 75 pró­sent af launum þess starfs­fólks. Flest stór fyr­ir­tæki sem þetta gerðu hafa ákveðið að annað hvort end­­ur­greiða hluta­bæt­urnar eða í það minnsta hætta að láta starfs­­menn sína þiggja þær. Á meðal fyr­ir­tækja sem tekið hafa þá ákvörðun eru Skelj­ung­­ur, Hag­­ar, Fest­i, Origo, Brim, Öss­­ur, Reg­inn, Kaup­fé­lag Skag­firð­inga og Öss­ur. Einu skráðu félögin sem vitað er að hafi skráð starfs­fólk á hluta­bætur sem hafa ekki end­ur­greitt eða til­kynnt um að þau séu hætt að nýta hluta­bóta­leið­ina eru Icelanda­ir, sem rær nú líf­róður og hefur sagt upp mörg þús­und manns, og fjar­skipta­fyr­ir­tæki Sýn. 

Auglýsing
Samkvæmt sam­an­tekt Kjarn­ans um laun for­stjóra í skráðum félögum á Íslandi voru for­stjórar þeirra beggja með yfir þrjár millj­ónir króna í laun í fyrra. Heiðar Guð­jóns­son, for­stjóri Sýn­ar, var með 4,4 millj­ónir króna en Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, var með 4,6 millj­ónir króna að við­bót­ar­líf­eyr­is­greiðslum með­töld­um. Bogi tók á sig 30 pró­sent launa­lækkun í mars þegar fyrsta hrina upp­sagna átti sér stað hjá Icelandair en ætti sam­kvæmt því enn að vera með yfir þrjár millj­ónir króna í laun og við­bót­ar­líf­eyr­is­rétt­indi á mán­uð­i. 

Skil­yrði um tekju­fall og heim­ild til að krefj­ast end­ur­greiðslu

Hluta­starfa­leiðin verður fram­lengd til 31. ágúst. Auk ofan­greindra skil­yrða verður því bætt við hana að sam­dráttur þarf að nema 25 pró­sentum hið minnsta í starf­semi fyr­ir­tækja frá 1. mars 2020 og til þess dags sem launa­maður sækir um atvinnu­leys­is­bætur eða stað­festir áfram­hald­andi nýt­ingu sína á hluta­bóta­leið­inn­i. 

Í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir enn fremur að Vinnu­mála­stofnun hafi fengið auknar heim­ildir til gagna­öfl­unar og verður þannig heim­ilt að krefja vinnu­veit­endur um end­ur­greiðslu atvinnu­leys­is­bóta auk 15 pró­sent álags komi í ljós að skil­yrði fyrir greiðslu bót­anna hafi ekki verið upp­fyllt. Þá verður Vinnu­mála­stofnun heim­ilt að birta lista yfir vinnu­veit­endur launa­fólks sem fær greiddar bætur sam­hliða minnk­uðu starfs­hlut­fall­i. 

Heim­ilt verður að miða við mán­að­ar­leg með­al­laun árs­ins 2019 og taka mið af þeim við­mið­un­ar­tekjum sem greiðslur Fæð­ing­ar­or­lof­sjóði mið­uð­ust við hafi launa­maður fengið greiðslur úr sjóðnum á því tíma­bili sem horft er til. 

Frum­varp um styrk til upp­sagna lagt fram

Á rík­is­stjórn­ar­fund­inum í morgun var líka sam­þykkt frum­varp um fjár­stuðn­ing til fyr­ir­tækja úr rík­is­sjóð til að greiða hluta launa­kostn­aðar fyr­ir­tækja á upp­sagn­ar­fresti laun­þega. Skil­yrði fyrir stuðn­ingnum eru að veru­leg fjár­hags­leg röskun hafi orðið á atvinnu­rekstri vegna ráð­staf­ana sem gripið hefur verið til eða aðstæðna sem að öðru leyti hafa skap­ast vegna far­ald­urs kór­ónu­veiru. 

Úrræðið sem felst í frum­varp­inu tekur til þeirra sem stunda atvinnu­rekst­ur, hófu starf­semi fyrir 1. des­em­ber 2019 og bera ótak­mark­aða skatt­skyldu hér á Íslandi. „Stuðn­ing­ur­inn nemur að hámarki 85 pró­sent af launa­kostn­aði starfs­manns á upp­sagn­ar­fresti, þó að hámarki 633.000 kr. á mán­uði vegna launa og að hámarki 85.455 kr. á mán­uði vegna líf­eyr­is­sjóðsið­gjalds­hluta atvinnu­rek­anda og að hámarki 1.014.000 kr. vegna orlofs­launa sem launa­maður kann að eiga rétt á, fyrir fullt starf og hlut­falls­lega fyrir hluta­starf. Stuðn­ing­ur­inn er veittur á samn­ings­bundnum upp­sagn­ar­fresti starfs­manns, þó aldrei lengur en í þrjá mán­uð­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgin dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þau safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent