Forstjórar með yfir þrjár milljónir á mánuði mega ekki setja starfsmenn á hlutabótaleiðina

Til að nýta hlutabótaleiðina má ekki ætla að greiða arð, kaupa eigin bréf, greiða óumsamda bónusa eða borga helstu stjórnendum yfir þrjár milljónir á mánuði í þrjú ár. Hægt verður að krefja fyrirtæki um endurgreiðslu auk álags brjóti þau skilyrðin.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Þeim fyr­ir­tækjum sem ætla að nýta sér hluta­bóta­leið­ina verður gert að stað­festa að þeir hafi ekki í hyggju að greiða út arð til hlut­hafa, lækka hlutafé með greiðslu til hlut­hafa, greiða óum­samda kaupauka, kaupa eigin hluta­bréf eða greiða eig­endum sínum eða æðstu stjórn­endum mán­að­ar­laun sem nema hærri fjár­hæð en þremur millj­ónum króna til 31. maí 2023. 

Þetta kemur fram í frum­varpi sem rík­is­stjórnin sam­þykkti á fundi sínum í morgun um fram­hald hluta­bóta­leið­ar­inn­ar. 

Mikil gagn­rýni hefur komið fram á ýmis stöndug fyr­ir­tæki sem ákváðu að setja hluta af starfs­fólki sínu á hluta­bóta­leið­ina þrátt fyrir að hafa ekki orðið fyrir veru­legri tekju­skerð­ingu vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. Með því greiddi rík­is­sjóður allt að 75 pró­sent af launum þess starfs­fólks. Flest stór fyr­ir­tæki sem þetta gerðu hafa ákveðið að annað hvort end­­ur­greiða hluta­bæt­urnar eða í það minnsta hætta að láta starfs­­menn sína þiggja þær. Á meðal fyr­ir­tækja sem tekið hafa þá ákvörðun eru Skelj­ung­­ur, Hag­­ar, Fest­i, Origo, Brim, Öss­­ur, Reg­inn, Kaup­fé­lag Skag­firð­inga og Öss­ur. Einu skráðu félögin sem vitað er að hafi skráð starfs­fólk á hluta­bætur sem hafa ekki end­ur­greitt eða til­kynnt um að þau séu hætt að nýta hluta­bóta­leið­ina eru Icelanda­ir, sem rær nú líf­róður og hefur sagt upp mörg þús­und manns, og fjar­skipta­fyr­ir­tæki Sýn. 

Auglýsing
Samkvæmt sam­an­tekt Kjarn­ans um laun for­stjóra í skráðum félögum á Íslandi voru for­stjórar þeirra beggja með yfir þrjár millj­ónir króna í laun í fyrra. Heiðar Guð­jóns­son, for­stjóri Sýn­ar, var með 4,4 millj­ónir króna en Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, var með 4,6 millj­ónir króna að við­bót­ar­líf­eyr­is­greiðslum með­töld­um. Bogi tók á sig 30 pró­sent launa­lækkun í mars þegar fyrsta hrina upp­sagna átti sér stað hjá Icelandair en ætti sam­kvæmt því enn að vera með yfir þrjár millj­ónir króna í laun og við­bót­ar­líf­eyr­is­rétt­indi á mán­uð­i. 

Skil­yrði um tekju­fall og heim­ild til að krefj­ast end­ur­greiðslu

Hluta­starfa­leiðin verður fram­lengd til 31. ágúst. Auk ofan­greindra skil­yrða verður því bætt við hana að sam­dráttur þarf að nema 25 pró­sentum hið minnsta í starf­semi fyr­ir­tækja frá 1. mars 2020 og til þess dags sem launa­maður sækir um atvinnu­leys­is­bætur eða stað­festir áfram­hald­andi nýt­ingu sína á hluta­bóta­leið­inn­i. 

Í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir enn fremur að Vinnu­mála­stofnun hafi fengið auknar heim­ildir til gagna­öfl­unar og verður þannig heim­ilt að krefja vinnu­veit­endur um end­ur­greiðslu atvinnu­leys­is­bóta auk 15 pró­sent álags komi í ljós að skil­yrði fyrir greiðslu bót­anna hafi ekki verið upp­fyllt. Þá verður Vinnu­mála­stofnun heim­ilt að birta lista yfir vinnu­veit­endur launa­fólks sem fær greiddar bætur sam­hliða minnk­uðu starfs­hlut­fall­i. 

Heim­ilt verður að miða við mán­að­ar­leg með­al­laun árs­ins 2019 og taka mið af þeim við­mið­un­ar­tekjum sem greiðslur Fæð­ing­ar­or­lof­sjóði mið­uð­ust við hafi launa­maður fengið greiðslur úr sjóðnum á því tíma­bili sem horft er til. 

Frum­varp um styrk til upp­sagna lagt fram

Á rík­is­stjórn­ar­fund­inum í morgun var líka sam­þykkt frum­varp um fjár­stuðn­ing til fyr­ir­tækja úr rík­is­sjóð til að greiða hluta launa­kostn­aðar fyr­ir­tækja á upp­sagn­ar­fresti laun­þega. Skil­yrði fyrir stuðn­ingnum eru að veru­leg fjár­hags­leg röskun hafi orðið á atvinnu­rekstri vegna ráð­staf­ana sem gripið hefur verið til eða aðstæðna sem að öðru leyti hafa skap­ast vegna far­ald­urs kór­ónu­veiru. 

Úrræðið sem felst í frum­varp­inu tekur til þeirra sem stunda atvinnu­rekst­ur, hófu starf­semi fyrir 1. des­em­ber 2019 og bera ótak­mark­aða skatt­skyldu hér á Íslandi. „Stuðn­ing­ur­inn nemur að hámarki 85 pró­sent af launa­kostn­aði starfs­manns á upp­sagn­ar­fresti, þó að hámarki 633.000 kr. á mán­uði vegna launa og að hámarki 85.455 kr. á mán­uði vegna líf­eyr­is­sjóðsið­gjalds­hluta atvinnu­rek­anda og að hámarki 1.014.000 kr. vegna orlofs­launa sem launa­maður kann að eiga rétt á, fyrir fullt starf og hlut­falls­lega fyrir hluta­starf. Stuðn­ing­ur­inn er veittur á samn­ings­bundnum upp­sagn­ar­fresti starfs­manns, þó aldrei lengur en í þrjá mán­uð­i.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Fréttaþættirnir Heimskviður verða ekki á dagskrá RÚV á nýju ári.
Heimskviður hverfa af dagskrá Rásar 1
Gera þarf breytingar á dagskrá Rásar 1 vegna hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu. Ein þeirra er sú að Heimskviður, fréttaskýringarþáttur um erlend málefni, verður ekki lengur á dagskrá á nýju ári. Einnig mun þurfa að endurflytja meira efni.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Hallgrímur Hróðmarsson
Hver er hann þessi sem gengur alltaf með veggjum?
Kjarninn 28. nóvember 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi ver ummæli Tinnu um landamæraskimanir
Prófessor í hagfræði útskýrir hagfræðilegu rökin fyrir því að skylda komufarþega að fara í skimun á landamærunum og láta þá borga hátt gjald fyrir það í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Margir héldu að málið væri í höfn – en svo er ekki
Heilbrigðisráðherra segir að liggja verði ljóst fyrir hversu miklum peningum verði ráðstafað í samning við sjálfstætt starfandi sálfræðinga áður en hann verður gerður til þess að fjármunum verði varið með sem bestum hætti.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Smitum fjölgar um eitt á milli daga.
Tuttugu og eitt smit og átta utan sóttkvíar
Tuttugu og einn einstaklingur greindist með COVID-19 hérlendis í gær. Minnihluti þeirra, eða átta manns, voru utan sóttkvíar við greiningu.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Ástandið kallar á að við setjum okkur í spor annarra – og er prófsteinn á siðferði okkar
Sjaldan hefur verið mikilvægara að staldra við og íhuga aðgerðir stjórnvalda vegna þerrar heilsuvár sem vofir yfir. Við það vaknar fjöldi siðferðislegra spurninga og ræddi Kjarninn við Vilhjálm Árnason til þess að komast nær svörum í flóknum aðstæðum.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Eiríkur Ragnarsson
Að hanga heima hefur aldrei verið betra
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent