Forstjórar með yfir þrjár milljónir á mánuði mega ekki setja starfsmenn á hlutabótaleiðina

Til að nýta hlutabótaleiðina má ekki ætla að greiða arð, kaupa eigin bréf, greiða óumsamda bónusa eða borga helstu stjórnendum yfir þrjár milljónir á mánuði í þrjú ár. Hægt verður að krefja fyrirtæki um endurgreiðslu auk álags brjóti þau skilyrðin.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Þeim fyr­ir­tækjum sem ætla að nýta sér hluta­bóta­leið­ina verður gert að stað­festa að þeir hafi ekki í hyggju að greiða út arð til hlut­hafa, lækka hlutafé með greiðslu til hlut­hafa, greiða óum­samda kaupauka, kaupa eigin hluta­bréf eða greiða eig­endum sínum eða æðstu stjórn­endum mán­að­ar­laun sem nema hærri fjár­hæð en þremur millj­ónum króna til 31. maí 2023. 

Þetta kemur fram í frum­varpi sem rík­is­stjórnin sam­þykkti á fundi sínum í morgun um fram­hald hluta­bóta­leið­ar­inn­ar. 

Mikil gagn­rýni hefur komið fram á ýmis stöndug fyr­ir­tæki sem ákváðu að setja hluta af starfs­fólki sínu á hluta­bóta­leið­ina þrátt fyrir að hafa ekki orðið fyrir veru­legri tekju­skerð­ingu vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. Með því greiddi rík­is­sjóður allt að 75 pró­sent af launum þess starfs­fólks. Flest stór fyr­ir­tæki sem þetta gerðu hafa ákveðið að annað hvort end­­ur­greiða hluta­bæt­urnar eða í það minnsta hætta að láta starfs­­menn sína þiggja þær. Á meðal fyr­ir­tækja sem tekið hafa þá ákvörðun eru Skelj­ung­­ur, Hag­­ar, Fest­i, Origo, Brim, Öss­­ur, Reg­inn, Kaup­fé­lag Skag­firð­inga og Öss­ur. Einu skráðu félögin sem vitað er að hafi skráð starfs­fólk á hluta­bætur sem hafa ekki end­ur­greitt eða til­kynnt um að þau séu hætt að nýta hluta­bóta­leið­ina eru Icelanda­ir, sem rær nú líf­róður og hefur sagt upp mörg þús­und manns, og fjar­skipta­fyr­ir­tæki Sýn. 

Auglýsing
Samkvæmt sam­an­tekt Kjarn­ans um laun for­stjóra í skráðum félögum á Íslandi voru for­stjórar þeirra beggja með yfir þrjár millj­ónir króna í laun í fyrra. Heiðar Guð­jóns­son, for­stjóri Sýn­ar, var með 4,4 millj­ónir króna en Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, var með 4,6 millj­ónir króna að við­bót­ar­líf­eyr­is­greiðslum með­töld­um. Bogi tók á sig 30 pró­sent launa­lækkun í mars þegar fyrsta hrina upp­sagna átti sér stað hjá Icelandair en ætti sam­kvæmt því enn að vera með yfir þrjár millj­ónir króna í laun og við­bót­ar­líf­eyr­is­rétt­indi á mán­uð­i. 

Skil­yrði um tekju­fall og heim­ild til að krefj­ast end­ur­greiðslu

Hluta­starfa­leiðin verður fram­lengd til 31. ágúst. Auk ofan­greindra skil­yrða verður því bætt við hana að sam­dráttur þarf að nema 25 pró­sentum hið minnsta í starf­semi fyr­ir­tækja frá 1. mars 2020 og til þess dags sem launa­maður sækir um atvinnu­leys­is­bætur eða stað­festir áfram­hald­andi nýt­ingu sína á hluta­bóta­leið­inn­i. 

Í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir enn fremur að Vinnu­mála­stofnun hafi fengið auknar heim­ildir til gagna­öfl­unar og verður þannig heim­ilt að krefja vinnu­veit­endur um end­ur­greiðslu atvinnu­leys­is­bóta auk 15 pró­sent álags komi í ljós að skil­yrði fyrir greiðslu bót­anna hafi ekki verið upp­fyllt. Þá verður Vinnu­mála­stofnun heim­ilt að birta lista yfir vinnu­veit­endur launa­fólks sem fær greiddar bætur sam­hliða minnk­uðu starfs­hlut­fall­i. 

Heim­ilt verður að miða við mán­að­ar­leg með­al­laun árs­ins 2019 og taka mið af þeim við­mið­un­ar­tekjum sem greiðslur Fæð­ing­ar­or­lof­sjóði mið­uð­ust við hafi launa­maður fengið greiðslur úr sjóðnum á því tíma­bili sem horft er til. 

Frum­varp um styrk til upp­sagna lagt fram

Á rík­is­stjórn­ar­fund­inum í morgun var líka sam­þykkt frum­varp um fjár­stuðn­ing til fyr­ir­tækja úr rík­is­sjóð til að greiða hluta launa­kostn­aðar fyr­ir­tækja á upp­sagn­ar­fresti laun­þega. Skil­yrði fyrir stuðn­ingnum eru að veru­leg fjár­hags­leg röskun hafi orðið á atvinnu­rekstri vegna ráð­staf­ana sem gripið hefur verið til eða aðstæðna sem að öðru leyti hafa skap­ast vegna far­ald­urs kór­ónu­veiru. 

Úrræðið sem felst í frum­varp­inu tekur til þeirra sem stunda atvinnu­rekst­ur, hófu starf­semi fyrir 1. des­em­ber 2019 og bera ótak­mark­aða skatt­skyldu hér á Íslandi. „Stuðn­ing­ur­inn nemur að hámarki 85 pró­sent af launa­kostn­aði starfs­manns á upp­sagn­ar­fresti, þó að hámarki 633.000 kr. á mán­uði vegna launa og að hámarki 85.455 kr. á mán­uði vegna líf­eyr­is­sjóðsið­gjalds­hluta atvinnu­rek­anda og að hámarki 1.014.000 kr. vegna orlofs­launa sem launa­maður kann að eiga rétt á, fyrir fullt starf og hlut­falls­lega fyrir hluta­starf. Stuðn­ing­ur­inn er veittur á samn­ings­bundnum upp­sagn­ar­fresti starfs­manns, þó aldrei lengur en í þrjá mán­uð­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent