Danmörk opnuð fyrir Íslendingum 15. júní og von á góðum fréttum frá Noregi

Danmörk opnar landamæri sín fyrir Íslendingum, Norðmönnum og Þjóðverjum 15. júní. Fyrst um sinn verður ferðamönnum þó bannað að gista í Kaupmannahöfn og þeir beðnir um að sýna fram á að þeir hafi sex nátta dvöl bókaða í landinu.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að von sé á góðum tíðindum frá Noregi líka.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að von sé á góðum tíðindum frá Noregi líka.
Auglýsing

Dan­mörk hefur ákveðið að opna landa­mæri sín fyrir Íslend­ing­um, Þjóð­verjum og Norð­mönnum frá og með 15. júní. Frá þessu greindi Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra lands­ins á blaða­manna­fundi í dag. ­Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra segir við Kjarn­ann að von sé á góðum tíð­indum frá Nor­egi lík­a. 

Allir sem ferð­ast til Dan­merkur eftir 15. júní verða að sýna fram á að þeir hafi bókað sér að minnsta kosti sex nátta dvöl í land­inu, en þó ekki í Kaup­manna­höfn. Danska stjórnin ekki, þar sem í höf­uð­borg­inni eru flest virk smit kór­ónu­veirunn­ar.

Sam­kvæmt frétt DR sagði heil­brigð­is­mála­ráð­herr­ann Magnus Heun­icke á blaða­manna­fundi að ferða­menn mættu þó fara til Kaup­manna­hafnar í dags­ferðir og skoða sig um og fara á veit­inga­staði. En þeir verða að gista ann­ars stað­ar. 

Auglýsing

Von á góðum tíð­indum frá Nor­egi líka

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra segir í sam­tali við Kjarn­ann að hann hafi fengið að heyra af því í gær að von væri á góðum fréttum frá Dan­mörku í dag og nú hafa þær verið kynnt­ar, en Guð­laugur Þór ræddi opnun landamæra á Norð­ur­lönd­unum á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un­. Hann segir að við megum eiga von á jákvæðum fréttum frá Nor­egi líka.

Guð­laugur Þór seg­ist einnig hafa fengið það stað­fest í morgun að Fær­eyjar opni fyrir Íslend­ingum þann 15. júní líka. Þá verður Íslend­ingum heim­ilt að fara til Eist­lands frá og með 1. júní.

Einnig verður Ísland í hópi þeirra ríkja sem Þjóð­verjar munu opna fyr­ir, sam­kvæmt frum­varpi sem þar liggur fyrir þing­in­u. 

Utan­rík­is­ráð­herra segir að það megi meðal ann­ars þakka öfl­ugri hags­muna­gæslu sem haldið hafi verið upp fyrir Íslands hönd varð­andi opnun landamæra.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Álfheiður Eymarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Er ekki bara best að kjósa Samherja?
Kjarninn 24. september 2021
Formenn flokkanna sögðu nú sem betur fer að uppistöðu aðallega satt í viðtölunum sem Staðreyndavakt Kjarnans tók fyrir.
Fjögur fóru með fleipur, jafnmörg sögðu hálfsannleik og tvær á réttri leið
Staðreyndavakt Kjarnans rýndi í tíu viðtöl við leiðtoga stjórnmálaflokka sem fram fóru á sama vettvangi. Hér má sjá niðurstöðurnar.
Kjarninn 24. september 2021
Steinar Frímannsson
Stutt og laggott – Umhverfisstefna Samfylkingar
Kjarninn 24. september 2021
Hjördís Björg Kristinsdóttir
Vanda til verka þegar aðstoð er veitt
Kjarninn 24. september 2021
Árni Finnsson
Á að banna olíuleit á hafsvæðum Íslands?
Kjarninn 24. september 2021
Eiríkur Björn Björgvinsson
Samskipti ríkis og sveitarfélaga
Kjarninn 24. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent