Tímasetning kosninganna ekki einkamál ríkisstjórnarinnar

Þingmaður Pírata telur að nú sé kominn tími til að ríkisstjórnin greini frá því hvenær kosningar verða á næsta ári, það sé mikilvægt lýðræðismál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sjálfsagt að meirihlutinn starfi saman til loka október 2021.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, spurði undir dag­skrár­liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag hvenær kosn­ingar yrðu en ekki er ljóst hvort vor- eða haust­kosn­ingar verða á næsta ári. Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefur í sam­tali við Kjarn­ann ekki úti­­lokað að alþing­is­­kosn­­ingar fari fram að vori 2021 en Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hefur lýst þeirri afstöðu sinni að hann vilji haust­kosn­ing­ar. 

Þing­mað­ur­inn benti á að algjör óvissa væri um þetta atriði og „það eigum við ekki að fá að vita fyrr en ein­hvern tím­ann í haust og þá kannski ekki einu sinni með fullri vissu“. Hins vegar hefðu for­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna tjáð sig nokkuð frjáls­lega um tíma­setn­ingu kosn­inga. 

„Við vitum þó að hefð er fyrir kosn­ingum að vori í íslensku stjórn­mála­lífi og ærnar ástæður fyrir því. Kosn­ingar að vori gefa ráð­herrum tíma til að setja sig inn í ráðu­neyti sín, kosn­ingar að vori gefa ráð­herrum líka rúman tíma til þess að semja fjár­lög fyrir haust­ið. Haust­kosn­ingar fela aftur á móti í sér mjög skamman tíma fyrir þá vinnu. Kom­ist ný rík­is­stjórn til valda situr hún að vissu marki uppi með stefnu­mótun hinnar fyrri í heilt ár í við­bót í ljósi tíma­skorts við vinnu á fjár­laga­frum­varpi,“ sagði hún. 

Auglýsing

Mjög mik­il­vægt lýð­ræð­is­mál

Þá velti Þór­hildur Sunna því fyrir sér hvers vegna vit­neskja um tíma­setn­ingu kosn­inga skipti máli. „Eigum við ekki bara að halda áfram og pæla ekk­ert í því fyrr en sex vikum fyrir kosn­ing­ar, eins og hefur raunar komið fyr­ir? Jú, rík­is­stjórnir springa stundum með litlum fyr­ir­vara og þá er lítið að gera í því að skammur tími gef­ist til kosn­inga og að skammur fyr­ir­vari sé á tíma­setn­ingu kosn­inga. En rík­is­stjórn sem hefur í huga að sitja út kjör­tíma­bilið ætti auð­vitað að sjá sóma sinn í því að láta þing og þjóð vita hvenær hún hygg­ist boða til kosn­inga.“ 

Hún sagði að þetta skipti máli vegna þess að til stæði að breyta kosn­inga­lögum og að mik­il­vægt væri að það yrði gert eins fljótt og unnt er „þannig að sem mestur tími liggi á milli mik­il­vægra breyt­inga á kosn­inga­lögum og svo kosn­ing­anna sjálfra. Þetta er lýð­ræð­is­mál, þetta er mjög mik­il­vægt lýð­ræð­is­mál. Þetta hefur áhrif á vinnu þings­ins og þetta hefur áhrif á upp­lýsta kjós­endur sem vilja vita hvenær þeir fái að velja sér full­trúa að nýju.“

Að lokum sagði hún að tíma­setn­ing kosn­ing­anna væri ekki einka­mál rík­is­stjórn­ar­innar sem hefði ein­hvers konar hnapp til að velja hvenær hún vildi ganga til kosn­inga. Nú væri kom­inn tími til að hún upp­lýsti okkur öll.Sjálf­sagt að núver­andi stjórn­ar­meiri­hluti starfi saman til loka kjör­tíma­bils­insBirgir Ármannsson Mynd: Birgir ÞórBirgir Ármanns­son, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði í sinni ræðu undir sama lið að nú væri kom­inn síð­asti hluti kjör­tíma­bils­ins. „Nú er staðan auð­vitað sú að kjör­tíma­bilið er fjögur ár – á kjör­degi fjögur ár. Síð­ast var kosið í lok októ­ber 2017 þannig að kjör­tíma­bilið er til loka októ­ber 2021 nema ein­hver ákvörðun verði tekin um ann­að. Slík ákvörðun hefur ekki verið tekin og ég verð að segja mína per­sónu­legu skoðun og tala þar ekki fyrir hönd ann­arra en sjálfs míns. Mér finnst sjálf­sagt að núver­andi stjórn­ar­meiri­hluti starfi saman til loka kjör­tíma­bils vegna þess að þetta sam­starf hefur gengið vel og skilað góðum árangri.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Reykjavíkurstjórn líklegasti valkosturinn við sitjandi ríkisstjórn
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 5. júlí 2020
Stytta af Leopold II í Brussel. Myndin var tekin þann 10. júní 2020.
Þræla- og framkvæmdakóngurinn
Í Tervuren skammt frá Brussel stendur glæsilegt hús. Innandyra má hinsvegar sjá átakanlega sögu um undirokun, þrældóm og grimmdarverk þjóðarleiðtoga sem einskis sveifst til að láta stórveldisdrauma sína rætast.
Kjarninn 5. júlí 2020
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent