Tímasetning kosninganna ekki einkamál ríkisstjórnarinnar

Þingmaður Pírata telur að nú sé kominn tími til að ríkisstjórnin greini frá því hvenær kosningar verða á næsta ári, það sé mikilvægt lýðræðismál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sjálfsagt að meirihlutinn starfi saman til loka október 2021.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, spurði undir dag­skrár­liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag hvenær kosn­ingar yrðu en ekki er ljóst hvort vor- eða haust­kosn­ingar verða á næsta ári. Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefur í sam­tali við Kjarn­ann ekki úti­­lokað að alþing­is­­kosn­­ingar fari fram að vori 2021 en Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hefur lýst þeirri afstöðu sinni að hann vilji haust­kosn­ing­ar. 

Þing­mað­ur­inn benti á að algjör óvissa væri um þetta atriði og „það eigum við ekki að fá að vita fyrr en ein­hvern tím­ann í haust og þá kannski ekki einu sinni með fullri vissu“. Hins vegar hefðu for­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna tjáð sig nokkuð frjáls­lega um tíma­setn­ingu kosn­inga. 

„Við vitum þó að hefð er fyrir kosn­ingum að vori í íslensku stjórn­mála­lífi og ærnar ástæður fyrir því. Kosn­ingar að vori gefa ráð­herrum tíma til að setja sig inn í ráðu­neyti sín, kosn­ingar að vori gefa ráð­herrum líka rúman tíma til þess að semja fjár­lög fyrir haust­ið. Haust­kosn­ingar fela aftur á móti í sér mjög skamman tíma fyrir þá vinnu. Kom­ist ný rík­is­stjórn til valda situr hún að vissu marki uppi með stefnu­mótun hinnar fyrri í heilt ár í við­bót í ljósi tíma­skorts við vinnu á fjár­laga­frum­varpi,“ sagði hún. 

Auglýsing

Mjög mik­il­vægt lýð­ræð­is­mál

Þá velti Þór­hildur Sunna því fyrir sér hvers vegna vit­neskja um tíma­setn­ingu kosn­inga skipti máli. „Eigum við ekki bara að halda áfram og pæla ekk­ert í því fyrr en sex vikum fyrir kosn­ing­ar, eins og hefur raunar komið fyr­ir? Jú, rík­is­stjórnir springa stundum með litlum fyr­ir­vara og þá er lítið að gera í því að skammur tími gef­ist til kosn­inga og að skammur fyr­ir­vari sé á tíma­setn­ingu kosn­inga. En rík­is­stjórn sem hefur í huga að sitja út kjör­tíma­bilið ætti auð­vitað að sjá sóma sinn í því að láta þing og þjóð vita hvenær hún hygg­ist boða til kosn­inga.“ 

Hún sagði að þetta skipti máli vegna þess að til stæði að breyta kosn­inga­lögum og að mik­il­vægt væri að það yrði gert eins fljótt og unnt er „þannig að sem mestur tími liggi á milli mik­il­vægra breyt­inga á kosn­inga­lögum og svo kosn­ing­anna sjálfra. Þetta er lýð­ræð­is­mál, þetta er mjög mik­il­vægt lýð­ræð­is­mál. Þetta hefur áhrif á vinnu þings­ins og þetta hefur áhrif á upp­lýsta kjós­endur sem vilja vita hvenær þeir fái að velja sér full­trúa að nýju.“

Að lokum sagði hún að tíma­setn­ing kosn­ing­anna væri ekki einka­mál rík­is­stjórn­ar­innar sem hefði ein­hvers konar hnapp til að velja hvenær hún vildi ganga til kosn­inga. Nú væri kom­inn tími til að hún upp­lýsti okkur öll.Sjálf­sagt að núver­andi stjórn­ar­meiri­hluti starfi saman til loka kjör­tíma­bils­insBirgir Ármannsson Mynd: Birgir ÞórBirgir Ármanns­son, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði í sinni ræðu undir sama lið að nú væri kom­inn síð­asti hluti kjör­tíma­bils­ins. „Nú er staðan auð­vitað sú að kjör­tíma­bilið er fjögur ár – á kjör­degi fjögur ár. Síð­ast var kosið í lok októ­ber 2017 þannig að kjör­tíma­bilið er til loka októ­ber 2021 nema ein­hver ákvörðun verði tekin um ann­að. Slík ákvörðun hefur ekki verið tekin og ég verð að segja mína per­sónu­legu skoðun og tala þar ekki fyrir hönd ann­arra en sjálfs míns. Mér finnst sjálf­sagt að núver­andi stjórn­ar­meiri­hluti starfi saman til loka kjör­tíma­bils vegna þess að þetta sam­starf hefur gengið vel og skilað góðum árangri.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent