„Við gerðum bara gott úr þessu“

Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.

Arngrímur Brynjólfsson
Arngrímur Brynjólfsson
Auglýsing

„Það er eitt sem ég rak mig á en það var að sú mynd sem dregin var upp í fjöl­miðlum var oft mjög vill­andi eða bein­línis röng. Fólk var alltaf að hafa sam­band og ég þurfti alltaf að vera að útskýra að ég hefði það bara fínt. Þetta var í raun­inni bara eins og ég hefði flutt til Namibíu í smá tíma.“

Þetta segir Arn­grímur Brynj­ólfs­son skip­stjóri en við­tal við hann birt­ist á vef­síðu Sam­herja í dag. Hann fagnar í dag 68 ára afmæli. Hann komst í fjöl­miðla þegar hann var skip­­­stjóri á skip­inu Heina­­­ste, sem Sam­herji gerði út við strendur Namib­­­íu, en hann var dæmdur í byrjun febr­úar til að greiða sekt vegna ólög­­legra veiða. Hann seg­ist hafa lært ýmis­legt eftir dvöl­ina í Namib­íu.

Arn­grímur var hand­­­tek­inn þann 20. nóv­­­em­ber síð­ast­lið­inn, rúm­­­lega viku eftir að afhjúp­andi umfjöllun Kveiks, Wik­i­­­leaks og Al Jazeera, hafði birst, þar sem fjallað var um starf­­­semi Sam­herja í Namib­­­íu, og meintar mút­­u­greiðsl­­­ur, skattaund­an­­­skot og pen­inga­þvætti – en þessi mál eru nú til rann­­­sókn­­­ar, meðal ann­­­ars á Íslandi, í Nor­egi og einnig í Namibíu og Angóla.

Auglýsing

­Skip­stjór­inn ját­aði sök en málið snérist um það að skipið sem hann stýrði hefði verið við veiðar á hrygn­ing­­­ar­­­svæði undan ströndum Namib­­­íu. Arn­grímur hafði verið í far­­­banni frá því málið kom upp, og þurfti að reiða fram um 850 þús­und krónur í trygg­ingu, þar til dómur féll í máli hans í byrjun febr­ú­ar.

Málið sjálft tóm steypa

Arn­grímur seg­ist í við­tal­inu sem birt­ist í dag vera ánægður með að hafa haldið haus allan tím­ann og að hann hafi alltaf verið bjart­sýnn. „Það var í raun ekki fyrr en ég kom heim til Íslands sem ég fór eitt­hvað að velta þessu fyrir mér í alvöru.“ Arn­grímur segir að málið sjálft hafi verið tóm steypa enda hafi Heinaste aldrei veitt innan lok­aðs svæð­is. „Það var bara teiknuð ný lína í lög­sögu Namib­íu.“

Hann seg­ist jafn­framt hafa notað dvöl­ina í Namibíu á upp­byggi­legan hátt en hann not­aði tæki­færið og ferð­að­ist um landið ásamt Jóhönnu Magn­ús­dótt­ur, eig­in­konu sinni, sem flaug út til hans. „Við fórum í langt ferða­lag. Við sett­umst upp í bíl og keyrðum um Namib­íu. Þetta land kom mér á óvart. Ég hélt nú ekki að ég gæti heill­ast af sandi en þetta var alveg ótrú­legt. Ég hafði fyrst ein­hverjar efa­semdir en það eina sem maður þurfti að aðlag­ast var að þarna er vinstri­um­ferð og maður náði nú fljótt tökum á henni. Þetta er eitt örugg­asta landið í Afr­íku fyrir ferða­menn. Maður hefði kannski viljað vera þarna á öðrum for­sendum en maður lét það ekk­ert trufla sig. Við gerðum bara gott úr þessu,“ segir hann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent