„Við gerðum bara gott úr þessu“

Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.

Arngrímur Brynjólfsson
Arngrímur Brynjólfsson
Auglýsing

„Það er eitt sem ég rak mig á en það var að sú mynd sem dregin var upp í fjölmiðlum var oft mjög villandi eða beinlínis röng. Fólk var alltaf að hafa samband og ég þurfti alltaf að vera að útskýra að ég hefði það bara fínt. Þetta var í rauninni bara eins og ég hefði flutt til Namibíu í smá tíma.“

Þetta segir Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri en viðtal við hann birtist á vefsíðu Samherja í dag. Hann fagnar í dag 68 ára afmæli. Hann komst í fjölmiðla þegar hann var skip­­stjóri á skip­inu Heina­­ste, sem Sam­herji gerði út við strendur Namib­­íu, en hann var dæmdur í byrjun febrúar til að greiða sekt vegna ólög­legra veiða. Hann segist hafa lært ýmislegt eftir dvölina í Namibíu.

Arn­grímur var hand­­tek­inn þann 20. nóv­­em­ber síðastliðinn, rúm­­lega viku eftir að afhjúp­andi umfjöllun Kveiks, Wik­i­­leaks og Al Jazeera, hafði birst, þar sem fjallað var um starf­­semi Sam­herja í Namib­­íu, og meintar mút­u­greiðsl­­ur, skattaund­an­­skot og pen­inga­þvætti – en þessi mál eru nú til rann­­sókn­­ar, meðal ann­­ars á Íslandi, í Nor­egi og einnig í Namibíu og Angóla.

Auglýsing

Skipstjórinn ját­aði sök en málið snérist um það að skipið sem hann stýrði hefði verið við veiðar á hrygn­ing­­ar­­svæði undan ströndum Namib­­íu. Arn­grímur hafði verið í far­­banni frá því málið kom upp, og þurfti að reiða fram um 850 þús­und krónur í trygg­ingu, þar til dómur féll í máli hans í byrjun febrúar.

Málið sjálft tóm steypa

Arngrímur segist í viðtalinu sem birtist í dag vera ánægður með að hafa haldið haus allan tímann og að hann hafi alltaf verið bjartsýnn. „Það var í raun ekki fyrr en ég kom heim til Íslands sem ég fór eitthvað að velta þessu fyrir mér í alvöru.“ Arngrímur segir að málið sjálft hafi verið tóm steypa enda hafi Heinaste aldrei veitt innan lokaðs svæðis. „Það var bara teiknuð ný lína í lögsögu Namibíu.“

Hann segist jafnframt hafa notað dvölina í Namibíu á uppbyggilegan hátt en hann notaði tækifærið og ferðaðist um landið ásamt Jóhönnu Magnúsdóttur, eiginkonu sinni, sem flaug út til hans. „Við fórum í langt ferðalag. Við settumst upp í bíl og keyrðum um Namibíu. Þetta land kom mér á óvart. Ég hélt nú ekki að ég gæti heillast af sandi en þetta var alveg ótrúlegt. Ég hafði fyrst einhverjar efasemdir en það eina sem maður þurfti að aðlagast var að þarna er vinstriumferð og maður náði nú fljótt tökum á henni. Þetta er eitt öruggasta landið í Afríku fyrir ferðamenn. Maður hefði kannski viljað vera þarna á öðrum forsendum en maður lét það ekkert trufla sig. Við gerðum bara gott úr þessu,“ segir hann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent