„Við gerðum bara gott úr þessu“

Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.

Arngrímur Brynjólfsson
Arngrímur Brynjólfsson
Auglýsing

„Það er eitt sem ég rak mig á en það var að sú mynd sem dregin var upp í fjöl­miðlum var oft mjög vill­andi eða bein­línis röng. Fólk var alltaf að hafa sam­band og ég þurfti alltaf að vera að útskýra að ég hefði það bara fínt. Þetta var í raun­inni bara eins og ég hefði flutt til Namibíu í smá tíma.“

Þetta segir Arn­grímur Brynj­ólfs­son skip­stjóri en við­tal við hann birt­ist á vef­síðu Sam­herja í dag. Hann fagnar í dag 68 ára afmæli. Hann komst í fjöl­miðla þegar hann var skip­­­stjóri á skip­inu Heina­­­ste, sem Sam­herji gerði út við strendur Namib­­­íu, en hann var dæmdur í byrjun febr­úar til að greiða sekt vegna ólög­­legra veiða. Hann seg­ist hafa lært ýmis­legt eftir dvöl­ina í Namib­íu.

Arn­grímur var hand­­­tek­inn þann 20. nóv­­­em­ber síð­ast­lið­inn, rúm­­­lega viku eftir að afhjúp­andi umfjöllun Kveiks, Wik­i­­­leaks og Al Jazeera, hafði birst, þar sem fjallað var um starf­­­semi Sam­herja í Namib­­­íu, og meintar mút­­u­greiðsl­­­ur, skattaund­an­­­skot og pen­inga­þvætti – en þessi mál eru nú til rann­­­sókn­­­ar, meðal ann­­­ars á Íslandi, í Nor­egi og einnig í Namibíu og Angóla.

Auglýsing

­Skip­stjór­inn ját­aði sök en málið snérist um það að skipið sem hann stýrði hefði verið við veiðar á hrygn­ing­­­ar­­­svæði undan ströndum Namib­­­íu. Arn­grímur hafði verið í far­­­banni frá því málið kom upp, og þurfti að reiða fram um 850 þús­und krónur í trygg­ingu, þar til dómur féll í máli hans í byrjun febr­ú­ar.

Málið sjálft tóm steypa

Arn­grímur seg­ist í við­tal­inu sem birt­ist í dag vera ánægður með að hafa haldið haus allan tím­ann og að hann hafi alltaf verið bjart­sýnn. „Það var í raun ekki fyrr en ég kom heim til Íslands sem ég fór eitt­hvað að velta þessu fyrir mér í alvöru.“ Arn­grímur segir að málið sjálft hafi verið tóm steypa enda hafi Heinaste aldrei veitt innan lok­aðs svæð­is. „Það var bara teiknuð ný lína í lög­sögu Namib­íu.“

Hann seg­ist jafn­framt hafa notað dvöl­ina í Namibíu á upp­byggi­legan hátt en hann not­aði tæki­færið og ferð­að­ist um landið ásamt Jóhönnu Magn­ús­dótt­ur, eig­in­konu sinni, sem flaug út til hans. „Við fórum í langt ferða­lag. Við sett­umst upp í bíl og keyrðum um Namib­íu. Þetta land kom mér á óvart. Ég hélt nú ekki að ég gæti heill­ast af sandi en þetta var alveg ótrú­legt. Ég hafði fyrst ein­hverjar efa­semdir en það eina sem maður þurfti að aðlag­ast var að þarna er vinstri­um­ferð og maður náði nú fljótt tökum á henni. Þetta er eitt örugg­asta landið í Afr­íku fyrir ferða­menn. Maður hefði kannski viljað vera þarna á öðrum for­sendum en maður lét það ekk­ert trufla sig. Við gerðum bara gott úr þessu,“ segir hann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent