Kyrrsetningu á Heinaste aflétt og Arngrímur ekki lengur í farbanni

Íslenski skipstjórinn sem verið hefur í farbanni í Namibíu ætti að óbreyttu að geta farið frá landinu síðar í dag. Samherji mun greiða sekt sem hann var dæmdur til í morgun. Samhliða hefur kyrrsetningu á skipinu Heinaste verið aflétt.

Arngrímur Brynjólfsson og Heinaste.
Arngrímur Brynjólfsson og Heinaste.
Auglýsing

Eins og staðan er nú mun Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri á skipinu Heinaste sem Samherji gerði út við strendur Namibíu, verða frjáls ferða sinna síðar í dag. Arngrímur hefur verið í farbanni frá því í nóvember eftir að hann var handtekinn vegna ólöglegra veiða Heinaste í namibískri lögsögu. 

Lagt var hald á vegabréf Arngríms þegar hann var handtekinn en samkvæmt heimildum Kjarnans mun hann fá það afhent, að óbreyttu, síðar í dag. Arngrímur, sem er 67 ára, játaði sök í málinu fyrir helgi, en málið snerist um að skipið sem hann stýrði hefði verið við veiðar á hrygn­ing­­ar­­svæði undan ströndum Namib­­íu. Í dag var hann svo dæmdur til að greiða tæpar átta milljónir króna í sekt eða sæta tólf ára fangelsisvist, að því er kom fram í namibískum fjölmiðlum. Heimildir Kjarnans herma að búið sé að fallast á sektargreiðslu og að sektin verði greidd síðar í dag.

Samhliða var kröfu ákæruvaldsins í Namibíu um að fá að leggja hald á Heinaste, sem er risavaxinn verksmiðjutogari sem notaður hefur verið til að veiða hrossamakríl í landhelgi Namibíu, vísað frá dómi. 

Auglýsing
Samkvæmt heimildum Kjarnans hefur kyrrsetningu skipsins einnig verið aflétt og það getur því, að óbreyttu, farið frá Namibíu.

Skip Samherja að fara og skipverjar skildir eftir í óvissu

Namibískir fjölmiðlar hafa greint frá því undanfarna daga að spillingarlögreglan í Namibíu hafi ráðlagt þarlendum stjórnvöldum að leyfa skipum Samherja ekki að fara frá landinu nema að hún verði látin vita. Þrátt fyrir það hafa tvö af þremur skipum Samherja í landinu, Geysir og Saga, farið þaðan á undanförnum dögum. 

Á mánudag var greint frá því að Geys­i hefði verið siglt frá Namib­íu. Skipið yfirgaf landið á sunnudagskvöld og skildi yfir 100 sjó­menn eftir í óvissu. Namibian Sun sagði á mánudag að sjó­menn­irnir hefðu ekki fengið að vita neitt í aðdrag­anda þess að skipið sigldi á brott utan þess að þær upp­lýs­ingar feng­ust að það myndi snúa til baka þegar það fengi úthlutað nýjum fisk­veiði­kvóta. 

Þetta var  í annað sinn á örfáum dögum sem fregnir bárust frá Namibíu þess efnis að skip í eigu Samherja væru að hverfa frá landinu. Á föstudag var greint frá því í miðlinum New Era að skipið Saga, sem siglir undir merkjum dótturfélags Samherja á Kýpur og hefur um árabil veitt hrossamakríl í lögsögu Namibíu, hefði fyrirvaralaust siglt frá landinu. Þá fengu sjómennirnir á Sögu, sem eru um 120 talsins, sms-skilaboð um að þeir þyrfti að sækja eigur sínar um borð án tafar vegna þess að skipið væri á leið til Kanaríeyja í viðgerð. Einn sjómannanna sagði við New Era að vaninn væri sá að um 15 skipverjar færu alltaf með Sögu þegar það færi í viðgerð. Annar sagðist hafa fengið þau svör hjá útgerðinni að skipið myndi ekki snúa aftur næstu sex mánuði. 

Ásakanir um sölu Heinaste á hrakvirði

Þriðja skip Samherja í Namibíu er svo Heinaste, sem verið hefur kyrrsettur í landinu. Það er í eigu namibísk félags sem íslenska sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækið Sam­herji á stóran hlut í í gegnum dótt­­ur­­fé­lag sitt Esju Holding. Aðrir eig­endur eign­­ar­halds­­­fé­lags Heinaste eru namibísk félög, meðal ann­­ars Arctic Nam Investments. Saman eiga namibísku félögin 42 pró­­sent í félag­inu en eina eign þess er áður­­­nefndur tog­­ari, Heinaste. 

Auglýsing
New Era greindi frá 20. jan­úar að minn­i­hluta­eig­endur í Esju Holding hefðu ásakað Sam­herja um sið­­lausa hegðun með því að reyna að selja Heinaste á hrakvirði til ann­­ars félags. Í mið­l­inum er haft eftir Vigrilio De Sousa, stjórn­­­ar­­for­­manni Arctic Nam Investments, að Sam­herji sé að reyna að selja sjálfum sér Heinaste á 19 millj­­ónir Bandaríkjandala  með við­­skiptafléttu sem inn­i­heldur einnig rús­s­­neskt fyr­ir­tæki. Skipið var keypt á 28 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala fyrir tveimur árum síðan og því er verð­mið­inn nú um þriðj­ungi lægri en hann var þá. 

De Sousa sagði enn fremur að Sam­herji hafi fjar­lægt alla namibíska stjórn­­endur út úr stjórn félags­­ins sem á Heinaste. Hann grunar að þetta sé gert til þess að auð­velda enn frekar sölu tog­­ar­ans risa­­vaxna á hrakvirð­i. 

Sam­herji ætlar að draga úr starf­semi sinni í Namibíu

Sam­herji greindi frá því í yfir­lýs­ingu sem birt­ist á heima­síðu fyr­ir­tæk­is­ins um miðjan jan­úar að það væri að draga úr starf­­­semi sinni í Namibíu um þessar mundir með það að mark­miði að hætta alfarið rekstri í land­inu. Það væri hins vegar ljóst að það myndi taka ein­hvern tíma. 

Síðan þá hafa hlut­irnir gerst hratt. Nokkrum dögum eftir að sú til­kynn­ing var send út var greint frá því að namibíska rík­­is­út­­­gerðin Fishcor, sem stýrt var af mönnum sem sitja í fang­elsi fyrir að hafa þegið mútur frá Sam­herja, hefði ekki átt fyrir launum fyrir des­em­ber og jan­ú­ar­mán­uð. Til að bregð­­ast við þeirri stöðu var 25 þús­und tonna kvóti af hrossa­­makríl færður til útgerð­­ar­innar til að úthluta gegn greiðslu. Alls vinna meira en þús­und manns hjá Fischor, sem gerir útgerð­ina að næsta stærsta atvinn­u­rek­anda í hafn­­ar­bænum Lüderitz í Namib­­íu. 

Fyrr­ver­andi sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ráð­herra Namib­­íu, Bern­hard Esau, úthlut­aði alls um 360 þús­und tonnum af hrossa­­makríl­kvóta til Fishcor frá árinu 2014 og fram á síð­­asta ár. Hluti þess kvóta var seldur til Sam­herja og grunur leikur á að íslenski sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ris­inn hafi greitt mútur til að fá þann kvóta á lægra verði en eðli­­legt hefði ver­ið. Þær mút­u­greiðslur fóru meðal ann­­ars til fyrr­ver­andi stjórn­­­ar­­for­­manns Fishcor, James Hatuikulipi, áður­­­nefnds Esau og aðila þeim tengd­­um. 

The Namibian greindi frá því 20. jan­úar að inn­­an­hús­­menn í sjá­v­­­ar­út­­­vegi telji að Fishcor ætli sér að nota tog­ar­ann Heinaste, sem var kyrr­­settur af namibískum yfir­­völdum í fyrra, til að veiða hinn nýút­­hlut­aða kvóta. Heinaste er að mestu í eigu Sam­herja. Bennet Kangumu, stjórn­­­ar­­for­­maður Fishcor, vildi þó ekki stað­­festa þetta í sam­tali við blað­ið. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent