Annað skip Samherja yfirgefur Namibíu – 100 sjómenn í óvissu

Spillingarlögreglan í Namibíu hefur ráðlagt stjórnvöldum þar að leyfa skipum Samherja ekki að fara frá landinu nema að lögreglan verði látin vita. Þrátt fyrir það hafa tvö af þremur skipum Samherja í Namibíu farið á síðustu dögum. Það þriðja er kyrrsett.

Sjómenn á Geysi leita upplýsinga um stöðu sína eftir að skipinu var siglt frá Namibíu í gærkvöldi.
Sjómenn á Geysi leita upplýsinga um stöðu sína eftir að skipinu var siglt frá Namibíu í gærkvöldi.
Auglýsing

Geys­ir, skip í eigu Sam­herja sem verið hefur verið veiðar í Namib­íu, hefur verið siglt frá Namib­íu, sam­kvæmt frétta­miðl­inum Namibian Sun. Hann segir í Twitt­er-­færslu að skipið hafi yfir­gefið landið í gær­kvöldi og skilið yfir 100 sjó­menn eftir í óvissu. Namibian Sun segir að sjó­menn­irnir hafi ekki fengið að vita neitt í aðdrag­anda þess að skipið sigldi á brott utan þess að þær upp­lýs­ingar feng­ust að það myndi snúa til baka þegar það fengi úthlutað nýjum fisk­veiði­kvóta. 

Þetta er í annað sinn á örfáum dögum sem fregnir ber­ast frá Namibíu þess efnis að skip í eigu Sam­herja séu að hverfa frá land­inu. Á föstu­dag var greint frá því í miðl­inum New Era að skipið Saga, sem siglir undir merkjum dótt­ur­fé­lags Sam­herja á Kýpur og hefur um ára­bil veitt hrossa­makríl í lög­sögu Namib­íu, hefði fyr­ir­vara­laust siglt frá land­inu. Þá fengu sjó­menn­irnir á Sögu, sem eru um 120 tals­ins, sms-skila­boð um að þeir þyrfti að sækja eigur sínar um borð án tafar vegna þess að skipið væri á leið til Kanarí­eyja í við­gerð. Einn sjó­mann­anna sagði við New Era að van­inn væri sá að um 15 skip­verjar færu alltaf með Sögu þegar það færi í við­gerð. Annar sagð­ist hafa fengið þau svör hjá útgerð­inni að skipið myndi ekki snúa aftur næstu sex mán­uð­i. 

Því eru tvö af þremur skipum Sam­herja í Namibíu farin það­an. Það þriðja, verk­smiðju­tog­ar­inn Heina­ste, er kyrr­settur í land­inu, en Sam­herji hefur verið að reyna að selja það til þriðja aðila á verði sem namibísk yfir­völd telja langt undir mark­aðsvirð­i. 

Auglýsing
Í frétt sem New Era birti á vef sínum í morgun kemur fram að namibíska spill­ing­ar­lög­reglan ACC hafi ráð­lagt stjórn­völdum í land­inu að heim­ila ekki fleiri skipum sem tengj­ast Sam­herja úr landi nema að lög­reglu­yf­ir­völd verði látin vita fyrst. 

Sam­herji ætlar að draga úr starf­semi sinni í Namibíu

Sam­herji greindi frá því í yfir­lýs­ingu sem birt­ist á heima­síðu fyr­ir­tæk­is­ins um miðjan jan­úar að það væri að draga úr starf­­­semi sinni í Namibíu um þessar mundir með það að mark­miði að hætta alfarið rekstri í land­inu. Það væri hins vegar ljóst að það myndi taka ein­hvern tíma. 

Síðan þá hafa hlut­irnir gerst hratt. Nokkrum dögum eftir að sú til­kynn­ing var send út var greint frá því að namibíska rík­­is­út­­­gerðin Fis­hcor, sem stýrt var af mönnum sem sitja í fang­elsi fyrir að hafa þegið mútur frá Sam­herja, hefði ekki átt fyrir launum fyrir des­em­ber og jan­ú­ar­mán­uð. Til að bregð­­ast við þeirri stöðu var 25 þús­und tonna kvóti af hrossa­­makríl færður til útgerð­­ar­innar til að úthluta gegn greiðslu. Alls vinna meira en þús­und manns hjá Fischor, sem gerir útgerð­ina að næsta stærsta atvinn­u­rek­anda í hafn­­ar­bænum Lüderitz í Namib­­íu. 

Fyrr­ver­andi sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ráð­herra Namib­­íu, Bern­hard Esau, úthlut­aði alls um 360 þús­und tonnum af hrossa­­makríl­kvóta til Fis­hcor frá árinu 2014 og fram á síð­­asta ár. Hluti þess kvóta var seldur til Sam­herja og grunur leikur á að íslenski sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ris­inn hafi greitt mútur til að fá þann kvóta á lægra verði en eðli­­legt hefði ver­ið. Þær mút­u­greiðslur fóru meðal ann­­ars til fyrr­ver­andi stjórn­­­ar­­for­­manns Fis­hcor, James Hatuikulipi, áður­­­nefnds Esau og aðila þeim tengd­­um. 

The Namibian greindi frá því 20. jan­úar að inn­­an­hús­­menn í sjá­v­­­ar­út­­­vegi telji að Fis­hcor ætli sér að nota tog­ar­ann Heina­ste, sem var kyrr­­settur af namibískum yfir­­völdum í fyrra, til að veiða hinn nýút­­hlut­aða kvóta. Heinaste er að mestu í eigu Sam­herja. Bennet Kangumu, stjórn­­­ar­­for­­maður Fis­hcor, vildi þó ekki stað­­festa þetta í sam­tali við blað­ið. 

Telja að Sam­herji sé að reyna að selja Heinaste á hrakvirði

Verk­smiðju­­tog­­ar­inn Heinaste er í eigu namibísk félags sem íslenska sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækið Sam­herji á stóran hlut í í gegnum dótt­­ur­­fé­lag sitt Esju Hold­ing, en hann var kyrr­­­settur af dóm­­­ara að kröfu yfir­­­­­valda í Namibíu í nóv­­em­ber í fyrra. Ástæðan fyrir kyrr­­setn­ing­unni var sögð ætluð brot vegna veiða tog­­ar­ans á svæði sem átti að vera lok­að. ­Arn­grímur Brynj­­ólfs­­son skip­­stjóri á skip­inu Heina­­ste, hefur ját­aði fyrir helgi sök vegna ásak­ana um ólög­­legar veið­­ar. Dómur verður kveð­inn upp í máli hans, á mið­viku­dag. 

Aðrir eig­endur eign­­ar­halds­­­fé­lags Heinaste eru namibísk félög, meðal ann­­ars Arctic Nam Invest­ments. Saman eiga namibísku félögin 42 pró­­sent í félag­inu en eina eign þess er áður­­­nefndur tog­­ari, Heinaste. 

New Era greindi frá 20. jan­úar að minn­i­hluta­eig­endur í Esju Hold­ing hefðu ásakað Sam­herja um sið­­lausa hegðun með því að reyna að selja Heinaste á hrakvirði til ann­­ars félags. Í mið­l­inum er haft eftir Vigrilio De Sousa, stjórn­­­ar­­for­­manni Arctic Nam Invest­ments, að Sam­herji sé að reyna að selja sjálfum sér Heinaste á 19 millj­­ónir Banda­ríkj­andala  með við­­skiptafléttu sem inn­i­heldur einnig rús­s­­neskt fyr­ir­tæki. Skipið var keypt á 28 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala fyrir tveimur árum síðan og því er verð­mið­inn nú um þriðj­ungi lægri en hann var þá. 

De Sousa sagði enn fremur að Sam­herji hafi fjar­lægt alla namibíska stjórn­­endur út úr stjórn félags­­ins sem á Heinaste. Hann grunar að þetta sé gert til þess að auð­velda enn frekar sölu tog­­ar­ans risa­­vaxna á hrakvirð­i. 

Þróa kerfi til að taka á spill­ingu

Sam­herji til­­kynnti um miðjan jan­úar að fyr­ir­tækið ætli að þróa og inn­­­­­leiða heild­rænt stjórn­­­un­­­ar- og reglu­vörslu­­­kerfi sem bygg­ist á áhætt­u­­­skipu­lagi fyr­ir­tæk­is­ins, meðal ann­­­ars með áherslu á spill­ingu, efna­hags­­­legar refsi­að­­­gerðir og pen­inga­þvætti.

Í til­­kynn­ingu vegna þessa kom fram að stefnt sé að því að ljúka inn­­­­­leið­ingu kerf­is­ins síðar á þessu ári og að ákvörðun um inn­­­­­leið­ingu kerf­is­ins hafi verið tekin á „grund­velli reynslu af starf­­­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­­­íu.“

Sam­herji sagð­ist enn fremur vera að draga úr starf­­­semi sinni í Namibíu um þessar mundir með það að mark­miði að hætta alfarið rekstri í land­inu. Það væri hins vegar ljóst að það muni taka ein­hvern tíma. „Allar ákvarð­­­anir vegna starf­­­sem­innar í Namibíu verða teknar í nánu sam­ráði við þar til bær stjórn­­­völd og í sam­ræmi við gild­andi lög og regl­­­ur,“ sagði í frétta­til­kynn­ing­unni.

Auglýsing
De Sousa segir við New Era í dag að að það sé gott að Sam­herji ætli að hætta starf­­semi í Namibíu eins og fyr­ir­tækið hefur boðað en að það verði að vera gert á for­­sendum Namib­­íu­­manna. 

Ljóst er að til­­raunir Sam­herja til að selja Heinaste eru ekki gerðar í nánu sam­ráði, eða í þökk, stjórn­­­valda í Namib­­íu. Sama virð­ist vera uppi á ten­ingnum varð­andi hin tvö skipin sem Sam­herji hefur not­ast við í Namib­íu. 

Þegar búið að hand­­taka og ákæra

Sam­herji hefur verið í miklu brim­­­róti und­an­farna mán­uði eftir umfjöllun Kveiks, Stund­­­­ar­inn­­­­ar, Al Jazeera og Wiki­leaks um mút­­­u­greiðsl­­­­ur, meint pen­inga­þvætti og skattsnið­­­­göngu Sam­herja, sem byggði að mestu á tug­­­­þús­undum gagna og upp­­­­­­­ljóstrun Jóhann­esar Stef­áns­­­­son­­­­ar, fyrr­ver­andi starfs­­­­manns Sam­herja í Namib­­­­íu.

Þegar er búið að hand­­­­taka og ákæra áður­­­nefnda Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­­­­­­ar­út­­­­­­­­­­­­­vegs­ráð­herra Namib­­­­­­­íu, James Hatuikulipi, fyrr­ver­andi stjórn­­­ar­­for­­maður Fis­hcor, Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­­­­­­­mála­ráð­herra Namib­­­­­­­íu, þrjá aðra menn fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­­­­­­ónir namibískra doll­­­­­­­ara, jafn­­­­­­­virði 860 millj­­­­­­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­­­­­sóttan kvóta í land­in­u.  

Auk Shang­hala, Esau og James Hatuikulipi er um að ræða Tam­son 'Fitty' Hatuikulipi, tengda­­­­­­­son­ur Esau og frændi James, Ricardo Gusta­vo, sam­­­­­­­starfs­­­­­­­maður hans og Pius Mwa­telu­lo, sem einnig teng­ist Hatuikulipi ­fjöl­­­­­­­skyld­u­­­­­­­bönd­um, ákærð­­­­­­ir.

Mál Sam­herja er til rann­­­­sóknar í Namib­­­­íu, á Íslandi og í Nor­egi. Þá hafa eignir verið frystar í Angóla vegna máls­ins og þar á sér einnig stað saka­­­­mála­rann­­­­sókn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent