Ríkisútgerðin í Namibíu á ekki fyrir launum rúmlega þúsund starfsmanna

Fischor, ríkisútgerðin í Namibíu, þurfti að fá viðbótarkvóta frá ríkinu til að geta átt fyrir launum. Fiskinn á mögulega að veiða á Heinaste, verksmiðjutogara sem Samherji er ásakaður um að vera að reyna að selja sjálfum sér á hrakvirði.

Togarinn Heinaste.
Togarinn Heinaste.
Auglýsing

Namibíska ríkisútgerðin Fishcor, sem stýrt var af mönnum sem sitja í fangelsi fyrir að hafa þegið mútur frá Samherja, átti ekki fyrir launum um síðustu mánaðarmót. Fishcor á heldur ekki fjármagn til að greiða laun fyrir janúarmánuð. 

Til að bregðast við þeirri stöðu var 25 þúsund tonna kvóti af hrossamakríl færður til útgerðarinnar til að úthluta gegn greiðslu. Alls vinna meira en þúsund manns hjá Fischor, sem gerir útgerðina að næsta stærsta atvinnurekanda í hafnarbænum Lüderitz í Namibíu. 

Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, Bernhard Esau, úthlutaði alls um 360 þúsund tonnum af hrossamakrílkvóta til Fishcor frá árinu 2014 og fram á síðasta ár. Hluti þess kvóta var seldur til Samherja og grunur leikur á að íslenski sjávarútvegsrisinn hafi greitt mútur til að fá þann kvóta á lægra verði en eðlilegt hefði verið. Þær mútugreiðslur fóru meðal annars til fyrrverandi stjórnarformanns Fishcor, James Hatuikulipi, áðurnefnds Esau og aðila þeim tengdum. 

The Namibian greinir frá því að innanhúsmenn í sjávarútvegi telji að Fishcor ætli sér að nota togarann Heinaste, sem var kyrrsettur af namibískum yfirvöldum í fyrra, til að veiða hinn nýúthlutaða kvóta. Heinaste er að mestu í eigu Samherja. Bennet Kangumu, stjórnarformaður Fishcor, vildi þó ekki staðfesta þetta í samtali við blaðið. 

Telja að Samherji sé að reyna að selja Heinaste á hrakvirði

Verksmiðjutogarinn Heinaste er í eigu namibísk félags sem íslenska sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Sam­herji á stóran hlut í í gegnum dótturfélag sitt Esju Holding, en hann var kyrr­settur af dóm­ara að kröfu yfir­valda í Namibíu í nóvember í fyrra. Ástæðan fyrir kyrrsetningunni var sögð ætluð brot vegna veiða togarans á svæði sem átti að vera lokað. 

Aðrir eigendur eignarhaldsfélags Heinaste eru namibísk félög, meðal annars Arctic Nam Investments. Saman eiga namibísku félögin 42 prósent í félaginu en eina eign þess er áðurnefndur togari, Heinaste. 

Auglýsing
Vefmiðillinn New Era greindi frá því í morgun að minnihlutaeigendur í Esju Holding hefðu ásakað Samherja um siðlausa hegðun með því að reyna að selja Heinaste á hrakvirði til annars félags. Í miðlinum er haft eftir Vigrilio De Sousa, stjórnarformanni Arctic Nam Investments, að Samherji sé að reyna að selja sjálfum sér Heinaste á 19 milljónir Bandaríkjandala  með viðskiptafléttu sem inniheldur einnig rússneskt fyrirtæki. Skipið var keypt á 28 milljónir Bandaríkjadala fyrir tveimur árum síðan og því er verðmiðinn nú um þriðjungi lægri en hann var þá. De Sousa segir enn fremur að Samherji hafi fjarlægt alla namibíska stjórnendur út úr stjórn félagsins sem á Heinaste. Hann grunar að þetta sé gert til þess að auðvelda enn frekar sölu togarans risavaxna á hrakvirði. 

Þróa kerfi til að taka á spillingu

Sam­herji tilkynnti á föstudag að fyrirtækið ætli að þróa og inn­leiða heild­rænt stjórn­un­ar- og reglu­vörslu­kerfi sem bygg­ist á áhættu­skipu­lagi fyr­ir­tæk­is­ins, meðal ann­ars með áherslu á spill­ingu, efna­hags­legar refsi­að­gerðir og pen­inga­þvætti.

Í tilkynningu vegna þessa kom fram að stefnt sé að því að ljúka inn­leið­ingu kerf­is­ins síðar á þessu ári og að ákvörðun um inn­leið­ingu kerf­is­ins hafi verið tekin á „grund­velli reynslu af starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu.“

Sam­herji sagðist enn fremur vera að draga úr starf­semi sinni í Namibíu um þessar mundir með það að mark­miði að hætta alfarið rekstri í land­inu. Það væri hins vegar ljóst að það muni taka ein­hvern tíma. „Allar ákvarð­anir vegna starf­sem­innar í Namibíu verða teknar í nánu sam­ráði við þar til bær stjórn­völd og í sam­ræmi við gild­andi lög og regl­ur,“ sagði í frétta­til­kynn­ing­unni.

Auglýsing
De Sousa segir við New Era í dag að að það sé gott að Samherji ætli að hætta starfsemi í Namibíu eins og fyrirtækið hefur boðað en að það verði að vera gert á forsendum Namibíumanna. 

Ljóst er að tilraunir Samherja til að selja Heinaste eru ekki gerðar í nánu samráði, eða í þökk, stjórnvalda í Namibíu. 

Þegar búið að handtaka og ákæra

Sam­herji hefur verið í miklu brim­róti und­an­farna mán­uði eftir umfjöllun Kveiks, Stund­­ar­inn­­ar, Al Jazeera og Wikileaks um mút­u­greiðsl­­ur, meint pen­inga­þvætti og skattsnið­­göngu Sam­herja, sem byggði að mestu á tug­­þús­undum gagna og upp­­­ljóstrun Jóhann­esar Stef­áns­­son­­ar, fyrr­ver­andi starfs­­manns Sam­herja í Namib­­íu.James Hatuikulipi.MYND: Fischor 

Þegar er búið að hand­­taka og ákæra áðurnefnda Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­­­­ar­út­­­­­­­­­vegs­ráð­herra Namib­­­­­íu, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður Fishcor, Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­­­­­mála­ráð­herra Namib­­­­­íu, þrjá aðra menn fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­­­­ónir namibískra doll­­­­­ara, jafn­­­­­virði 860 millj­­­­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­­­sóttan kvóta í land­in­u.  

Auk Shanghala, Esau og James Hatuikulipi er um að ræða Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengda­­­­­son­ur Esau og frændi James, Ricardo Gustavo, sam­­­­­starfs­­­­­maður hans og Pius Mwatelulo, sem einnig teng­ist Hatuikulipi ­fjöl­­­­­skyld­u­­­­­bönd­um, ákærð­­­­ir.

Mál Sam­herja er til rann­­sóknar í Namib­­íu, á Íslandi og í Nor­egi. Þá hafa eignir verið frystar í Angóla vegna máls­ins og þar á sér einnig stað saka­­mála­rann­­sókn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent