Efling sakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum

„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, hefur til­kynnt Degi B. Egg­erts­syni borg­ar­stjóra Reykja­víkur að Efl­ing muni ekki eiga frek­ari við­ræður við samn­inga­nefnd borg­ar­innar umfram það sem lög krefj­ast. Frá þessu er greint í til­kynn­ingu sem Efl­ing sendi frá sér í morg­un.

Þar segir að samn­inga­nefnd Reykja­vík­ur­borgar hafi dreift „vill­andi upp­lýs­ingum til fjöl­miðla af samn­inga­fundi hjá Rík­is­sátta­semj­ara um samn­ings­til­boð Efl­ingar sem lagt var fram 16. jan­úar síð­ast­lið­inn og braut þannig bæði trúnað og lög.“

Þess í stað krefst samn­inga­nefnd Efl­ingar þess að kjara­við­ræður við borg­ina fari héðan í frá  fram fyrir opnum tjöldum og telur að það séu eðli­leg við­brögð við meintu trún­að­ar­broti emb­ætt­is­manna borg­ar­inn­ar. Auk þess telur Efl­ing að þannig verði farið rétt með þær kröfur sem Efl­ing setur fram í við­ræð­un­um. 

Auglýsing
Efling hefur boðað til opins samn­inga­fundar í Iðnó á mið­viku­dag­inn 22. jan­úar klukkan 13:00 þar sem samn­inga­nefnd Efl­ingar mun kynna til­boð sitt til borg­ar­innar um  kjara­samn­ing sem gildi til loka árs 2022. 

„Borgin er í okkar hönd­um!“

Í opnu bréfi til Dags B. Egg­erts­sonar borg­ar­stjóra, frá Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, segir að samn­inga­nefnd Efl­ingar krefj­ist þess að Dagur axli póli­tíska ábyrgð á fram­göngu samn­inga­nefndar borg­ar­inn­ar, á þeirri stöðu sem upp er komin í við­ræðum vegna þeirra, og á því verk­efni að kjara­mál félags­manna Efl­ingar hjá borg­inni verði leyst með boð­legum hætti.

Í bréf­inu segir enn fremur að í til­boð­inu sem kynnt verði á boð­uðum opnum fundi á mið­viku­dag sé fall­ist á sömu taxta­hækk­anir og samið var um á almennum vinnu­mark­aði í apríl síð­ast­liðn­um, í hinum svoköll­uðu Lífs­kjara­samn­ing­um, auk þess sem kraf­ist verði „nauð­syn­legrar og tíma­bærrar leið­rétt­ingar á lág­launa­stefnu borg­ar­inn­ar“.  

Á þriðju­dag mun birt­ast í dag­blöðum opið bréf samn­inga­nefndar Efl­ingar gagn­vart Reykja­vík­ur­borg til Dags B. Egg­erts­son­ar, en atkvæða­greiðsla um verk­fall 1.800 félags­manna Efl­ingar hjá borg­inni hefst á hádegi sama dag.

Í lok bréfs­ins seg­ir: „Við erum hér. Við erum á leið í verk­fall. Við munum berj­ast þangað til við höfum verið við­ur­kennd og okkur tryggt mann­sæm­andi við­ur­væri. Borgin er í okkar hönd­um!“

Samn­inga­nefnd Starfs­greina­sam­bands Íslands, fyrir hönd 17 aðild­ar­fé­laga sinna, skrif­aði í síð­ustu viku undir nýjan kjara­samn­ing við Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga með fyr­ir­vara um sam­þykki félags­manna í atkvæða­greiðslu. Samn­ing­ur­inn gildir frá 1. jan­úar 2020 til 30. sept­em­ber 2023.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Mótmælendur komu saman á Austurvelli skömmu eftir að fjölmiðlar greindu frá innihaldi Samherjaskjalanna í nóvember síðastliðnum. Nú virðist sjávarútvegsfyrirtækið vera að mæla almenningsálitið.
Spurt hvað fólki finnist um viðbrögð Samherja við Namibíumálinu
Gallup spurði viðhorfahóp sinn í vikunni um álit á aðgerðum Samherja „í kjölfar ásakana um mútur í Namibíu“. Sjávarútvegsfyrirtækið virðist vera að taka stöðuna á almenningsálitinu, áður en það ræðist í að svara ásökunum í auknum mæli opinberlega.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent