Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra

Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.

Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Auglýsing

Alþingi fundar á ný eftir jóla­hlé í dag klukkan þrjú síð­deg­is. Í upp­hafi fundar mun for­sæt­is­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dótt­ir, lesa for­seta­bréf um fram­halds­fundi Alþing­is. Verður fundi síðan frestað til klukkan fjög­ur. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá skrif­stofu Alþingis í dag.

Þegar þing­fundur hefst að nýju verður í upp­hafi minnst lát­ins alþing­is­manns, Guð­rúnar Ögmunds­dótt­ur. Að venju verður gert nokk­urra mín­útna hlé að loknum lestri minn­ing­ar­orða. Þá les for­seti til­kynn­ingar og síðan hefst umræða um stöð­una í stjórn­málum í byrjun árs og verk­efnin framund­an, að því er fram kemur í til­kynn­ing­unni.

Búast má við því að nokkur mál muni verða meira áber­andi en önnur á vor­þingi. Til að mynda verður þings­á­lykt­un­ar­til­laga um áætlun um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða, þriðji áfangi ramma­á­ætl­un­ar, lögð fram á Alþingi í febr­úar næst­kom­andi. Um óbreytta til­lögu er að ræða frá því að hún var fyrst lögð fram þing­vet­ur­inn 2015 til 2016. Einnig verður fjöl­miðla­frum­varp Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, tekið fyrir en tölu­verð and­staða er við það innan þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Jafn­framt má búast við því tek­ist verði á um frum­varp um hálend­is­þjóð­garð sem Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, leggur fram um leið og þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um ramma­á­ætl­un.

Auglýsing

Til þess að ræða stöð­una í stjórn­málum á nýju ári taka for­menn stjórn­mála­flokk­anna eða stað­genglar þeirra til máls á þing­fund­inum í dag og er ræðu­tími tíu mín­út­ur. Andsvör eru leyfð og réttur rýmk­aður þannig að einn frá hverjum stjórn­ar­and­stöðu­flokki getur veitt and­svar við ræður for­manna stjórn­ar­flokk­anna.

„Spill­ing­una burt! Auð­lind­irnar í okkar hend­ur!“

Í til­efni þess að þing kemur saman á nýju ári mun Stjórn­ar­skrár­fé­lagið og Sam­tök kvenna um nýja stjórn­ar­skrá mæta með trommuslætti við Alþing­is­húsið í dag klukkan fimm.

„Við mætum þegar þing kemur aftur saman eftir hlé og látum í okkur heyra! Viljum við að arður af auð­lind­unum okkar fari í vasa fárra ein­stak­linga, sem nýta þá til þess að kúga okkur og arð­ræna – eða viljum við nýta arð­inn af þeim í hag almenn­ings? Viljum við gott heil­brigð­is­kerfi sem hefur burði til þess að hlúa að okkur þegar við veikj­um­st? Viljum við gott mennta­kerfi sem eflir okkur sem sam­fé­lag? Viljum við styðja betur við aðgerðir gegn lofts­lags­breyt­ing­um? Viljum við tryggja að allir geti lifað með reisn? Viljum við Nýja stjórn­ar­skrá sem færir okkur spill­ing­ar­varn­ir, eykur gagn­sæi í stjórn­sýslu, eflir fjöl­miðla, eykur vald almenn­ings og vernd nátt­úr­unnar – og umfram allt færir okkur auð­lind­irnar í okkar hend­ur?“ er spurt á við­burða­síðu Lýð­ræði ekki auð­ræði.

Á mót­mæla­fund­inum verður þess kraf­ist að sjáv­ar­út­vegs­ráð­herrann, Krist­ján Þór Júl­í­us­son, segi taf­ar­laust af sér emb­ætti, að Alþingi lög­festi nýja og end­ur­skoð­aða stjórn­ar­skrá sem lands­menn sömdu sér og sam­þykktu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu árið 2012 – og með því auð­linda­á­kvæði sem kjós­endur sam­þykktu – og að arður af nýt­ingu sam­eig­in­legra auð­linda lands­manna renni í sjóði almenn­ings til upp­bygg­ingar sam­fé­lags­ins og til að tryggja mann­sæm­andi lífs­kjör allra.

Katrín Odds­dótt­ir, for­maður Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins, segir í stöðu­upp­færslu á Face­book að trommu­slátt­ur­inn síðar í dag sé til að minna Alþingi á kröfur þús­unda mót­mæl­enda á Aust­ur­velli fyrir ára­mót. Kröf­unum verði haldið hátt á loft á nýja árinu.

Mánu­dag­ur? já. Gul við­vör­un? já. Ógeðs­lega dimmt í þessu enda­lausa skamm­degi? já. Mót­mæli samt? Já. Í til­efni þess...

Posted by Katrín Odds­dóttir on Monday, Janu­ary 20, 2020


Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur: Mesta hækkun lægstu launa sem samið hefur verið um í kjarasamningum
Borgarstjórinn í Reykjavík opinberaði hvað felst í tilboði borgarinnar til ófaglærðra starfsmanna Eflingar í sjónvarpsviðtali í kvöld. Hann segir tilboðið upp á mestu hækkun lægstu launa í Íslandssögunni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Segja borgina hafa slegið á sáttarhönd láglaunafólks – Verkfallið heldur áfram
Engin lausn er í sjónmáli í deilum Eflingar við Reykjavíkurborg eftir að tilboði sem Efling lagði fram í gær til lausnar á deilunni var ekki tekið.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Krínólín, kjólar og ómældur kvennakraftur!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Konur & krínólin eftir Eddu Björgvinsdóttur.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent