Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra

Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.

Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Auglýsing

Alþingi fundar á ný eftir jóla­hlé í dag klukkan þrjú síð­deg­is. Í upp­hafi fundar mun for­sæt­is­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dótt­ir, lesa for­seta­bréf um fram­halds­fundi Alþing­is. Verður fundi síðan frestað til klukkan fjög­ur. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá skrif­stofu Alþingis í dag.

Þegar þing­fundur hefst að nýju verður í upp­hafi minnst lát­ins alþing­is­manns, Guð­rúnar Ögmunds­dótt­ur. Að venju verður gert nokk­urra mín­útna hlé að loknum lestri minn­ing­ar­orða. Þá les for­seti til­kynn­ingar og síðan hefst umræða um stöð­una í stjórn­málum í byrjun árs og verk­efnin framund­an, að því er fram kemur í til­kynn­ing­unni.

Búast má við því að nokkur mál muni verða meira áber­andi en önnur á vor­þingi. Til að mynda verður þings­á­lykt­un­ar­til­laga um áætlun um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða, þriðji áfangi ramma­á­ætl­un­ar, lögð fram á Alþingi í febr­úar næst­kom­andi. Um óbreytta til­lögu er að ræða frá því að hún var fyrst lögð fram þing­vet­ur­inn 2015 til 2016. Einnig verður fjöl­miðla­frum­varp Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, tekið fyrir en tölu­verð and­staða er við það innan þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Jafn­framt má búast við því tek­ist verði á um frum­varp um hálend­is­þjóð­garð sem Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, leggur fram um leið og þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um ramma­á­ætl­un.

Auglýsing

Til þess að ræða stöð­una í stjórn­málum á nýju ári taka for­menn stjórn­mála­flokk­anna eða stað­genglar þeirra til máls á þing­fund­inum í dag og er ræðu­tími tíu mín­út­ur. Andsvör eru leyfð og réttur rýmk­aður þannig að einn frá hverjum stjórn­ar­and­stöðu­flokki getur veitt and­svar við ræður for­manna stjórn­ar­flokk­anna.

„Spill­ing­una burt! Auð­lind­irnar í okkar hend­ur!“

Í til­efni þess að þing kemur saman á nýju ári mun Stjórn­ar­skrár­fé­lagið og Sam­tök kvenna um nýja stjórn­ar­skrá mæta með trommuslætti við Alþing­is­húsið í dag klukkan fimm.

„Við mætum þegar þing kemur aftur saman eftir hlé og látum í okkur heyra! Viljum við að arður af auð­lind­unum okkar fari í vasa fárra ein­stak­linga, sem nýta þá til þess að kúga okkur og arð­ræna – eða viljum við nýta arð­inn af þeim í hag almenn­ings? Viljum við gott heil­brigð­is­kerfi sem hefur burði til þess að hlúa að okkur þegar við veikj­um­st? Viljum við gott mennta­kerfi sem eflir okkur sem sam­fé­lag? Viljum við styðja betur við aðgerðir gegn lofts­lags­breyt­ing­um? Viljum við tryggja að allir geti lifað með reisn? Viljum við Nýja stjórn­ar­skrá sem færir okkur spill­ing­ar­varn­ir, eykur gagn­sæi í stjórn­sýslu, eflir fjöl­miðla, eykur vald almenn­ings og vernd nátt­úr­unnar – og umfram allt færir okkur auð­lind­irnar í okkar hend­ur?“ er spurt á við­burða­síðu Lýð­ræði ekki auð­ræði.

Á mót­mæla­fund­inum verður þess kraf­ist að sjáv­ar­út­vegs­ráð­herrann, Krist­ján Þór Júl­í­us­son, segi taf­ar­laust af sér emb­ætti, að Alþingi lög­festi nýja og end­ur­skoð­aða stjórn­ar­skrá sem lands­menn sömdu sér og sam­þykktu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu árið 2012 – og með því auð­linda­á­kvæði sem kjós­endur sam­þykktu – og að arður af nýt­ingu sam­eig­in­legra auð­linda lands­manna renni í sjóði almenn­ings til upp­bygg­ingar sam­fé­lags­ins og til að tryggja mann­sæm­andi lífs­kjör allra.

Katrín Odds­dótt­ir, for­maður Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins, segir í stöðu­upp­færslu á Face­book að trommu­slátt­ur­inn síðar í dag sé til að minna Alþingi á kröfur þús­unda mót­mæl­enda á Aust­ur­velli fyrir ára­mót. Kröf­unum verði haldið hátt á loft á nýja árinu.

Mánu­dag­ur? já. Gul við­vör­un? já. Ógeðs­lega dimmt í þessu enda­lausa skamm­degi? já. Mót­mæli samt? Já. Í til­efni þess...

Posted by Katrín Odds­dóttir on Monday, Janu­ary 20, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent