Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra

Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.

Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Auglýsing

Alþingi fundar á ný eftir jólahlé í dag klukkan þrjú síðdegis. Í upphafi fundar mun forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, lesa forsetabréf um framhaldsfundi Alþingis. Verður fundi síðan frestað til klukkan fjögur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis í dag.

Þegar þingfundur hefst að nýju verður í upphafi minnst látins alþingismanns, Guðrúnar Ögmundsdóttur. Að venju verður gert nokkurra mínútna hlé að loknum lestri minningarorða. Þá les forseti tilkynningar og síðan hefst umræða um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs og verkefnin framundan, að því er fram kemur í tilkynningunni.

Búast má við því að nokkur mál muni verða meira áberandi en önnur á vorþingi. Til að mynda verður þingsályktunartillaga um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, þriðji áfangi rammaáætlunar, lögð fram á Alþingi í febrúar næstkomandi. Um óbreytta tillögu er að ræða frá því að hún var fyrst lögð fram þingveturinn 2015 til 2016. Einnig verður fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, tekið fyrir en töluverð andstaða er við það innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Jafnframt má búast við því tekist verði á um frumvarp um hálendisþjóðgarð sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, leggur fram um leið og þingsályktunartillögu um rammaáætlun.

Auglýsing

Til þess að ræða stöðuna í stjórnmálum á nýju ári taka formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra til máls á þingfundinum í dag og er ræðutími tíu mínútur. Andsvör eru leyfð og réttur rýmkaður þannig að einn frá hverjum stjórnarandstöðuflokki getur veitt andsvar við ræður formanna stjórnarflokkanna.

„Spillinguna burt! Auðlindirnar í okkar hendur!“

Í tilefni þess að þing kemur saman á nýju ári mun Stjórnarskrárfélagið og Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá mæta með trommuslætti við Alþingishúsið í dag klukkan fimm.

„Við mætum þegar þing kemur aftur saman eftir hlé og látum í okkur heyra! Viljum við að arður af auðlindunum okkar fari í vasa fárra einstaklinga, sem nýta þá til þess að kúga okkur og arðræna – eða viljum við nýta arðinn af þeim í hag almennings? Viljum við gott heilbrigðiskerfi sem hefur burði til þess að hlúa að okkur þegar við veikjumst? Viljum við gott menntakerfi sem eflir okkur sem samfélag? Viljum við styðja betur við aðgerðir gegn loftslagsbreytingum? Viljum við tryggja að allir geti lifað með reisn? Viljum við Nýja stjórnarskrá sem færir okkur spillingarvarnir, eykur gagnsæi í stjórnsýslu, eflir fjölmiðla, eykur vald almennings og vernd náttúrunnar – og umfram allt færir okkur auðlindirnar í okkar hendur?“ er spurt á viðburðasíðu Lýðræði ekki auðræði.

Á mótmælafundinum verður þess krafist að sjávarútvegsráðherrann, Kristján Þór Júlíusson, segi tafarlaust af sér embætti, að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá sem landsmenn sömdu sér og samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 – og með því auðlindaákvæði sem kjósendur samþykktu – og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings til uppbyggingar samfélagsins og til að tryggja mannsæmandi lífskjör allra.

Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir í stöðuuppfærslu á Facebook að trommuslátturinn síðar í dag sé til að minna Alþingi á kröfur þúsunda mótmælenda á Austurvelli fyrir áramót. Kröfunum verði haldið hátt á loft á nýja árinu.

Mánudagur? já. Gul viðvörun? já. Ógeðslega dimmt í þessu endalausa skammdegi? já. Mótmæli samt? Já. Í tilefni þess...

Posted by Katrín Oddsdóttir on Monday, January 20, 2020

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent