Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér

Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.

Mótmæli 23. nóvember 2019
Auglýsing

Stjórn­ar­skrár­fé­lag­ið, Efl­ing stétt­ar­fé­lag, Öryrkja­banda­lag Íslands, Sam­tök kvenna um nýja stjórn­ar­skrá, Gegn­sæi, sam­tök gegn spill­ingu, og hópur almennra borg­ara og félaga­sam­taka hafa tekið sig saman og flautað til mót­mæla­fundar á Aust­ur­velli á morg­un, laug­ar­dag, klukkan 14:00.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­skrár­fé­lag­inu.

Í henni segir að almenn­ingur í Namibíu hafi verið rændur af íslenskri stór­út­gerð. Almenn­ingur á Íslandi sömu­leiðs rændur arð­inum af auð­lindum sín­um. Tugir millj­arða séu færðir árlega í vasa stór­út­gerða sem ættu að renna í sjóði almenn­ings til upp­bygg­ingar sam­fé­lags­ins.

Auglýsing

Grafið undan lýð­ræði í land­inu með þjónkun við sér­hags­muni

„Órétt­lætið þrífst í skjóli úreltrar stjórn­ar­skrár og póli­tískrar spill­ing­ar. Stjórn­mála­flokkar standa auð­sveipir gagn­vart sér­hags­munum örfárra sem náð hafa helj­ar­taki á þjóð­líf­inu í skjóli lög­vernd­aðs arð­ráns og ofsa­gróða. Fjár­hags­leg sam­skipti stór­út­gerða og stjórn­mála­manna og stjórn­mála­flokka þarf að rann­saka og skera upp herör gegn skatta­skjólum og pen­inga­þvætti.

Alþingi bað lands­menn um til­lögur að nýrri stjórn­ar­skrá. Alþingi fékk umbeðnar til­lögur og boð­aði til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um þær. Yfir 2/3 hlutar kjós­enda (67%) sam­þykktu að til­lög­urnar skyldu verða grund­völlur nýrrar stjórn­ar­skrár. Síðan eru liðin sjö ár! Grafið er undan lýð­ræði í land­inu með þjónkun við sér­hags­muni og ógn­andi van­virð­ingu gagn­vart lýð­ræð­is­legum vilja kjós­enda og end­ur­teknum til­ræðum við nýju stjórn­ar­skrána,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Katrín OddsdóttirKatrín Odds­dótt­ir, for­maður Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins, verður fund­ar­stjóri og munu Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, Atli Þór Fann­dal, blaða­mað­ur, og Þórður Már Jóns­son, lög­mað­ur, flytja ræð­ur. Hljóm­sveitin Hat­ari mun sjá um tón­list­ina. Liðs­menn sveit­ar­innar segja Sam­herja birt­ing­ar­mynd síðkap­ít­al­ism­ans. „Græðgi Sam­herja er tær birt­ing­ar­mynd þeirra gilda sem síðkap­ít­al­ism­inn elur í brjósti ungra og efni­legra mógula og svika­hrappa.“

Kröfur mót­mæl­anna eru:

  • Sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra segi taf­ar­laust af sér emb­ætti.
  • Alþingi lög­festi nýja og end­ur­skoð­aða stjórn­ar­skrá sem lands­menn sömdu sér og sam­þykktu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu 2012 – Að sjálf­sögðu með því auð­linda­á­kvæði sem kjós­endur sam­þykktu.
  • Arður af nýt­ingu sam­eig­in­legra auð­linda lands­manna renni í sjóði almenn­ings til upp­bygg­ingar sam­fé­lags­ins og til að tryggja mann­sæm­andi lífs­kjör allra.

Hagn­að­ur­inn af sjáv­ar­auð­lind­inni gerir lít­inn hóp rík­ari 

Katrín segir að á Íslandi við­gang­ist við­var­andi arð­rán á auð­lindum þjóð­ar­inn­ar. „Hagn­að­ur­inn af sjáv­ar­auð­lind­inni gerir lít­inn hóp rík­ari með hverju árinu í stað­inn fyrir að renna í okkar sam­eig­in­legu sjóði. Þannig er farið gegn lögum sem segja að þjóðin eigi auð­lind­irn­ar. Sam­herj­a­málið sviptir hul­unni af þess­ari stað­reynd. Nú verðum við að bregð­ast við áður en leik­tjöldin falla aftur og ná fram alvöru kerf­is­breyt­ing­um. Sam­fé­lagið þarf á auð­lindaarð­inum að halda. Þor­steinn Már þarf ekki á meiri pen­ingum að halda.“

Skipu­leggj­endur hvetja almenn­ing til að mæta og sýna sam­stöðu í verki. Katrín leggur áherslu á að nú séu sjö ár frá því að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla fór fram þar sem 2/3 hlutar kjós­enda sögðu að leggja ætti nýju stjórn­ar­skrána til grund­vallar sem stjórn­ar­skrá Íslands.

„Al­þingi hefur mark­visst hunsað þessa nið­ur­stöðu sem er ekki bara óboð­legt heldur hrein­lega ólíð­andi í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi. Í nýju stjórn­ar­skránni er auð­linda­á­kvæði sem tryggir að þjóðin fái „fullt verð“ fyrir nýt­ingu á auð­lindum sín­um, eða með öðrum orðum mark­aðs­verð. Þetta þýðir að vina­væð­ingin sem hefur ein­kennt sjáv­ar­út­veg­inn á Íslandi und­an­farna ára­tugi mun að öllum lík­indum taka enda. Ef við horf­umst í augu við spill­ing­una og það arð­rán sem á sér stað á Íslandi á hverjum degi munum við finna kraft­inn og sam­taka­mátt­inn sem þarf til þess að breyta þessu!“ segir hún.

Skiptir máli að almenn­ingur standi saman

Sólveig Anna JónsdóttirSól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir skipta öllu máli að almenn­ingur standi sam­an. „Verka­lýðs­fé­lög eiga að standa með almenn­ingi gegn ofur­valdi eigna­stétt­ar­inn­ar. Verka og lág­launa­fólk hefur barist fyrir efna­hags­legu rétt­læti kyn­slóðum sam­an, oft með stór­kost­legum árangri. Nú skiptir öllu máli að við stöndum saman og knýjum á um raun­veru­legar breyt­ingar í íslensku sam­fé­lag­i.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent