Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér

Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.

Mótmæli 23. nóvember 2019
Auglýsing

Stjórnarskrárfélagið, Efling stéttarfélag, Öryrkjabandalag Íslands, Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá, Gegnsæi, samtök gegn spillingu, og hópur almennra borgara og félagasamtaka hafa tekið sig saman og flautað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, laugardag, klukkan 14:00.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarskrárfélaginu.

Í henni segir að almenningur í Namibíu hafi verið rændur af íslenskri stórútgerð. Almenningur á Íslandi sömuleiðs rændur arðinum af auðlindum sínum. Tugir milljarða séu færðir árlega í vasa stórútgerða sem ættu að renna í sjóði almennings til uppbyggingar samfélagsins.

Auglýsing

Grafið undan lýðræði í landinu með þjónkun við sérhagsmuni

„Óréttlætið þrífst í skjóli úreltrar stjórnarskrár og pólitískrar spillingar. Stjórnmálaflokkar standa auðsveipir gagnvart sérhagsmunum örfárra sem náð hafa heljartaki á þjóðlífinu í skjóli lögverndaðs arðráns og ofsagróða. Fjárhagsleg samskipti stórútgerða og stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka þarf að rannsaka og skera upp herör gegn skattaskjólum og peningaþvætti.

Alþingi bað landsmenn um tillögur að nýrri stjórnarskrá. Alþingi fékk umbeðnar tillögur og boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um þær. Yfir 2/3 hlutar kjósenda (67%) samþykktu að tillögurnar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Síðan eru liðin sjö ár! Grafið er undan lýðræði í landinu með þjónkun við sérhagsmuni og ógnandi vanvirðingu gagnvart lýðræðislegum vilja kjósenda og endurteknum tilræðum við nýju stjórnarskrána,“ segir í tilkynningunni. 

Katrín OddsdóttirKatrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, verður fundarstjóri og munu Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Atli Þór Fanndal, blaðamaður, og Þórður Már Jónsson, lögmaður, flytja ræður. Hljómsveitin Hatari mun sjá um tónlistina. Liðsmenn sveitarinnar segja Samherja birtingarmynd síðkapítalismans. „Græðgi Samherja er tær birtingarmynd þeirra gilda sem síðkapítalisminn elur í brjósti ungra og efnilegra mógula og svikahrappa.“

Kröfur mótmælanna eru:

  • Sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér embætti.
  • Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá sem landsmenn sömdu sér og samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 – Að sjálfsögðu með því auðlindaákvæði sem kjósendur samþykktu.
  • Arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings til uppbyggingar samfélagsins og til að tryggja mannsæmandi lífskjör allra.

Hagnaðurinn af sjávarauðlindinni gerir lítinn hóp ríkari 

Katrín segir að á Íslandi viðgangist viðvarandi arðrán á auðlindum þjóðarinnar. „Hagnaðurinn af sjávarauðlindinni gerir lítinn hóp ríkari með hverju árinu í staðinn fyrir að renna í okkar sameiginlegu sjóði. Þannig er farið gegn lögum sem segja að þjóðin eigi auðlindirnar. Samherjamálið sviptir hulunni af þessari staðreynd. Nú verðum við að bregðast við áður en leiktjöldin falla aftur og ná fram alvöru kerfisbreytingum. Samfélagið þarf á auðlindaarðinum að halda. Þorsteinn Már þarf ekki á meiri peningum að halda.“

Skipuleggjendur hvetja almenning til að mæta og sýna samstöðu í verki. Katrín leggur áherslu á að nú séu sjö ár frá því að þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram þar sem 2/3 hlutar kjósenda sögðu að leggja ætti nýju stjórnarskrána til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands.

„Alþingi hefur markvisst hunsað þessa niðurstöðu sem er ekki bara óboðlegt heldur hreinlega ólíðandi í lýðræðisþjóðfélagi. Í nýju stjórnarskránni er auðlindaákvæði sem tryggir að þjóðin fái „fullt verð“ fyrir nýtingu á auðlindum sínum, eða með öðrum orðum markaðsverð. Þetta þýðir að vinavæðingin sem hefur einkennt sjávarútveginn á Íslandi undanfarna áratugi mun að öllum líkindum taka enda. Ef við horfumst í augu við spillinguna og það arðrán sem á sér stað á Íslandi á hverjum degi munum við finna kraftinn og samtakamáttinn sem þarf til þess að breyta þessu!“ segir hún.

Skiptir máli að almenningur standi saman

Sólveig Anna JónsdóttirSólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir skipta öllu máli að almenningur standi saman. „Verkalýðsfélög eiga að standa með almenningi gegn ofurvaldi eignastéttarinnar. Verka og láglaunafólk hefur barist fyrir efnahagslegu réttlæti kynslóðum saman, oft með stórkostlegum árangri. Nú skiptir öllu máli að við stöndum saman og knýjum á um raunverulegar breytingar í íslensku samfélagi.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent