Hægt að lágmarka skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum

Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.

Ilia Shumanov
Ilia Shumanov
Auglýsing

„Ég lít svo á að ekki sé til nein hnattræn skyndilausn við peningaþvætti. En við gætum lágmarkað skaðann af peningaþvætti með því að fylgja ákveðnum skrefum.“

Þetta segir Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International, í samtali við Kjarnann. Hann mun halda fyr­ir­lestur um áskor­an­ir ­pen­inga­þvættis og leiðir til að rann­saka það á umræðufundi sem fer fram seinna í dag á Sólon klukkan 16:00.

Í fyrsta lagi beri að auka gegnsæi fyrirtækja og peningastofnana, í öðru lagi verði að þróa gervigreindarnálgun fyrir baráttuna gegn peningaþvætti og í þriðja lagi að fá samfélagið og fjölmiðla til að taka meiri þátt í baráttunni gegn peningaþvætti og koma í kring umbótum á eftirlitskerfum. Ekki sé nóg að fjalla um peningaþvætti í hverju landi fyrir sig, heldur þurfi að gera það heildrænna.

Auglýsing

Umræðu­fundurinn er á vegum Gagn­sæ­is, Kjarn­ans og Blaða­manna­fé­lags Íslands. Að loknum fyr­ir­lestri verða pall­borðsum­ræð­ur­ þar sem meðal ann­ars Sam­herj­a­málið verður til umræðu.

Í fyr­ir­lestri sínum mun Shuma­nov meðal ann­ars fjalla um þær ­teg­undir pen­inga­þvættis sem spruttu upp í kjöl­far hruns Sov­ét­ríkj­anna og frá fyrri lýð­veldum þess og hvernig aðferðir og leiðir hafi verið í stöðugri breyt­ingu og þróun á síð­ustu árum.

Hann mun jafn­framt fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­inga­þvætti. Auk þess mun hann ræða „Blockchain“ og alþjóð­lega bar­áttu gegn pen­inga­þvætt­i.

Sameiginlegir þræðir hjá fyrrum Sóvétríkjunum

Peningaþvættisáskoranirnar hjá fyrrum Sovétríkjunum eru breytilegar eftir löndum, samkvæmt Shuma­nov. Hann segir að margt sé til að mynda mjög ólíkt með Eistlandi, og meðlimnum í ESB og fyrrum Sovétríkjunum, og Kyrgyzstan, sem er meðlimur í Samveldi sjálfstæðra ríkja (CIS).

Þó séu nokkrir sameiginlegir meginþræðir sem renna í gegnum öll fyrrum Sovétlýðveldin:

  • Hlutverk arftaka KGB í baráttunni gegn peningaþvætti (meirihluti bankanna í fyrrum Sovétríkjunum, sérstaklega í Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og í Mið-Asíuríkjunum, hafa eða hafa haft „sérstaka ráðgjafa“ úr röðum löggæslumanna á launaskrá hjá sér).
  • Umburðarlyndið í fyrrum Sovétríkjum fyrir peningaþvættisferlinu. Viðhorfið í samfélaginu er á þann veg að peningaþvætti skaði engan og að einungis sé verið að svindla á ríkisstjórninni en ekki skattborgurum.
  • Lágur gæðastaðall baráttuferlisins gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka í peningastofnunum fyrrum Sovétríkjanna og fjárhagsleynd banka.
  • Geysileg eftirspurn aðila úr fyrrum Sovétríkjunum eftir því að gera starfsemi sína og eignir löglegar í þróunarlöndum.
  • Spilling sem hversdagsleg viðskiptavenja í fyrrum Sovétríkjunum.

Vísitalan sem Transparency International gefur út, sem segir til um það hversu meðvitað fólk er um spillingu, sýni þetta svart á hvítu.

Ísland með meira gegnsæi og hærri siðferðisstaðla en Rússland

Þegar Shuma­nov er spurður út í það hvað honum finnist um það að Íslands sé á gráum lista FATF þá svarar hann að hann telji þetta vera mjög erfiða spurningu. „Annars vegar eru svarti og grái listinn hjá FATF mjög tæknileg viðfangsefni og hins vegar gætu verið einhverjir pólitískir hvatar fyrir því að setja Ísland á gráa listann,“ segir hann.

Varðandi þau tæknilegu vandamál sem fylgja þessum listum þá segir Shuma­nov að ef ríki fari ekki nægilega vel eftir tæknilegum meðmælum FATF þá geti það ríki endað á þessum lista, þrátt fyrir að peningaþvætti sé ekki sérstaklega stórt vandamál þar.

„Ef við berum saman eftirfylgni peningaþvættis í Rússlandi og á Íslandi komumst við að því að Ísland hefur meira gegnsæi og hærri siðferðisstaðla en Rússland. Peningaþvætti er ekkert stórmál í ykkar landi, en rússneska stjórnin fer mun samviskusamlegar eftir meðmælum FATF (sér í lagi tæknilegum meðmælum). Til eru tæknileg meðmæli frá FATF sem Ísland fer ekki eftir, til að mynda væri enn hægt að nota félagssamtök fyrir peningaþvætti og hefur ríkisstjórn Íslands ekkert brugðist við þessum vanda,“ segir hann.

„Meginvandamálið út frá mínum bæjardyrum séð er hins vegar hversu óskilvirkar baráttuaðferðirnar gegn peningaþvætti eru,“ segir hann enn fremur.

Ríkisstjórn Íslands hafi ekki brugðist almennilega við niðurstöðum endurskoðunar FATF síðan stofnunin gerði rannsókn sína í apríl árið 2018. FATF komst að því að skilvirkni sé ábótavant í viðleitni íslenskra stjórnvalda til að vernda efnahagskerfið fyrir ógnum peningaþvættis, sérstaklega í því samhengi að koma í veg fyrir að ágóði af glæpastarfsemi og styrktarfé í þágu hryðjuverka flæði inn í íslenska hagkerfið.

FATF orðið að pólitískri stofnun

Varðandi pólitíska vandamálið með lista FATF þá sýnist Shuma­nov sem svo að á síðasta ári hafi FATF orðið að pólitískari stofnun. „Ef FATF setur til að mynda Kína eða Rússland á gráan lista þá verður fjargviðri á heimsvísu sem mun hafa pólitískar afleiðingar í för með sér. Þess vegna forðast hópurinn að bendla stóra aðila við slíkt þrátt fyrir að þeir séu verri,“ segir hann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiViðtal