Hægt að lágmarka skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum

Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.

Ilia Shumanov
Ilia Shumanov
Auglýsing

„Ég lít svo á að ekki sé til nein hnatt­ræn skyndi­lausn við pen­inga­þvætti. En við gætum lág­markað skað­ann af pen­inga­þvætti með því að fylgja ákveðnum skref­um.“

Þetta segir Ilia Shuma­nov, aðstoð­­ar­fram­­kvæmda­­stjóri Rús­s­lands­­deildar Tran­­sparency International, í sam­tali við Kjarn­ann. Hann mun halda fyr­ir­­lestur um áskor­an­ir ­pen­inga­þvættis og leiðir til að rann­saka það á umræðu­fundi sem fer fram seinna í dag á Sólon klukkan 16:00.

Í fyrsta lagi beri að auka gegn­sæi fyr­ir­tækja og pen­inga­stofn­ana, í öðru lagi verði að þróa gervi­greind­ar­nálgun fyrir bar­átt­una gegn pen­inga­þvætti og í þriðja lagi að fá sam­fé­lagið og fjöl­miðla til að taka meiri þátt í bar­átt­unni gegn pen­inga­þvætti og koma í kring umbótum á eft­ir­lits­kerf­um. Ekki sé nóg að fjalla um pen­inga­þvætti í hverju landi fyrir sig, heldur þurfi að gera það heild­rænna.

Auglýsing

Um­ræð­u­fund­ur­inn er á vegum Gagn­­sæ­is, Kjarn­ans og Blaða­­manna­­fé­lags Íslands. Að loknum fyr­ir­­lestri verða pall­­borðsum­­ræð­­ur­ þar sem meðal ann­­ars Sam­herj­­a­­málið verður til umræðu.

Í fyr­ir­­lestri sínum mun S­huma­nov ­meðal ann­­ars fjalla um þær ­teg­undir pen­inga­þvættis sem spruttu upp í kjöl­far hruns Sov­ét­­ríkj­anna og frá fyrri lýð­veldum þess og hvernig aðferðir og leiðir hafi verið í stöðugri breyt­ingu og þróun á síð­­­ustu árum.

Hann mun jafn­­framt fjalla um hvernig alþjóð­­legir hringir séu oft­­ast einu skrefi á undan yfir­­völdum og hvert hlut­verk milli­­liða sé í pen­inga­þvætti. Auk þess mun hann ræða „Blockchain“ og alþjóð­­lega bar­áttu gegn pen­inga­þvætt­i.

Sam­eig­in­legir þræðir hjá fyrrum Sóvét­ríkj­unum

Pen­inga­þvætt­is­á­skor­an­irnar hjá fyrrum Sov­ét­ríkj­unum eru breyti­legar eftir lönd­um, sam­kvæmt Shuma­nov. Hann segir að margt sé til að mynda mjög ólíkt með Eist­landi, og með­limnum í ESB og fyrrum Sov­ét­ríkj­un­um, og Kyrgyzstan, sem er með­limur í Sam­veldi sjálf­stæðra ríkja (CIS).

Þó séu nokkrir sam­eig­in­legir meg­in­þræðir sem renna í gegnum öll fyrrum Sov­étlýð­veld­in:

  • Hlut­verk arf­taka KGB í bar­átt­unni gegn pen­inga­þvætti (meiri­hluti bank­anna í fyrrum Sov­ét­ríkj­un­um, sér­stak­lega í Rúss­landi, Hvíta-Rúss­landi og í Mið-Asíu­ríkj­un­um, hafa eða hafa haft „sér­staka ráð­gjafa“ úr röðum lög­gæslu­manna á launa­skrá hjá sér).
  • Umburð­ar­lyndið í fyrrum Sov­ét­ríkjum fyrir pen­inga­þvætt­is­ferl­inu. Við­horfið í sam­fé­lag­inu er á þann veg að pen­inga­þvætti skaði engan og að ein­ungis sé verið að svindla á rík­is­stjórn­inni en ekki skatt­borg­ur­um.
  • Lágur gæða­stað­all bar­áttu­ferl­is­ins gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka í pen­inga­stofn­unum fyrrum Sov­ét­ríkj­anna og fjár­hags­leynd banka.
  • Geysi­leg eft­ir­spurn aðila úr fyrrum Sov­ét­ríkj­unum eftir því að gera starf­semi sína og eignir lög­legar í þró­un­ar­lönd­um.
  • Spill­ing sem hvers­dags­leg við­skipta­venja í fyrrum Sov­ét­ríkj­un­um.

Vísi­talan sem Tran­sparency International gefur út, sem segir til um það hversu með­vitað fólk er um spill­ingu, sýni þetta svart á hvítu.

Ísland með meira gegn­sæi og hærri sið­ferð­is­staðla en Rúss­land

Þegar Shuma­nov er spurður út í það hvað honum finn­ist um það að Íslands sé á gráum lista FATF þá svarar hann að hann telji þetta vera mjög erf­iða spurn­ingu. „Ann­ars vegar eru svarti og grái list­inn hjá FATF mjög tækni­leg við­fangs­efni og hins vegar gætu verið ein­hverjir póli­tískir hvatar fyrir því að setja Ísland á gráa list­ann,“ segir hann.

Varð­andi þau tækni­legu vanda­mál sem fylgja þessum listum þá segir Shuma­nov að ef ríki fari ekki nægi­lega vel eftir tækni­legum með­mælum FATF þá geti það ríki endað á þessum lista, þrátt fyrir að pen­inga­þvætti sé ekki sér­stak­lega stórt vanda­mál þar.

„Ef við berum saman eft­ir­fylgni pen­inga­þvættis í Rúss­landi og á Íslandi komumst við að því að Ísland hefur meira gegn­sæi og hærri sið­ferð­is­staðla en Rúss­land. Pen­inga­þvætti er ekk­ert stór­mál í ykkar landi, en rúss­neska stjórnin fer mun sam­visku­sam­legar eftir með­mælum FATF (sér í lagi tækni­legum með­mæl­u­m). Til eru tækni­leg með­mæli frá FATF sem Ísland fer ekki eft­ir, til að mynda væri enn hægt að nota félags­sam­tök fyrir pen­inga­þvætti og hefur rík­is­stjórn Íslands ekk­ert brugð­ist við þessum vanda,“ segir hann.

„Meg­in­vanda­málið út frá mínum bæj­ar­dyrum séð er hins vegar hversu óskil­virkar bar­áttu­að­ferð­irnar gegn pen­inga­þvætti eru,“ segir hann enn frem­ur.

Rík­is­stjórn Íslands hafi ekki brugð­ist almenni­lega við nið­ur­stöðum end­ur­skoð­unar FATF síðan stofn­unin gerði rann­sókn sína í apríl árið 2018. FATF komst að því að skil­virkni sé ábóta­vant í við­leitni íslenskra stjórn­valda til að vernda efna­hags­kerfið fyrir ógnum pen­inga­þvætt­is, sér­stak­lega í því sam­hengi að koma í veg fyrir að ágóði af glæp­a­starf­semi og styrkt­arfé í þágu hryðju­verka flæði inn í íslenska hag­kerf­ið.

FATF orðið að póli­tískri stofnun

Varð­andi póli­tíska vanda­málið með lista FATF þá sýn­ist Shuma­nov sem svo að á síð­asta ári hafi FATF orðið að póli­tísk­ari stofn­un. „Ef FATF setur til að mynda Kína eða Rúss­land á gráan lista þá verður fjarg­viðri á heims­vísu sem mun hafa póli­tískar afleið­ingar í för með sér. Þess vegna forð­ast hóp­ur­inn að bendla stóra aðila við slíkt þrátt fyrir að þeir séu verri,“ segir hann.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkföll
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Ekki unnt að svara fyrirspurn um bætur
Úttekt vegna fyrirspurnar er of umfangsmikil að ekki er hægt að taka upplýsingar saman um hve háar bætur að meðaltali hafa verið dæmdar brotaþolum vegna ólögmætrar uppsagnar, líkamsárásar og nauðgunar síðastliðin 5 ár, samkvæmt svari dómsmálaráðherra.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hækkuðu um 155 milljarða á síðasta ári
Árið 2019 var metár í 63 ára sögu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Fossinn Rjúkandi
„Stórtækar“ breytingar á framkvæmd Hvalárvirkjunar kalla á nýtt umhverfismat
Það er mat Vesturverks að bráðnun Drangajökuls muni engin áhrif hafa á vinnslugetu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í skipulagslýsingu er lagt til að svæði ofan áformaðs virkjanasvæðis fái hverfisvernd vegna nálægðar við jökulinn.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Rúmlega 600 milljónir króna í eftirlaun til ráðherra og þingmanna í fyrra
Árið 2003 voru umdeild eftirlaunalög sett sem tryggðu þingmönnum og ráðherrum mun betri lífeyrisgreiðslur en öðrum landsmönnum. Þau voru afnumin 2009 en 203 fyrrverandi þingmenn og ráðherra njóta sérkjara þeirra þó ennþá.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur kominn með prókúru hjá Samherja
Tímabundinn forstjóri Samherja hefur loks formlega verið skráður í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og með prókúru fyrir það, þremur mánuðum eftir að hann tók við starfinu. Hann er hins vegar enn ekki skráður með prókúru hjá Samherja Holding.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiViðtal