Hægt að lágmarka skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum

Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.

Ilia Shumanov
Ilia Shumanov
Auglýsing

„Ég lít svo á að ekki sé til nein hnatt­ræn skyndi­lausn við pen­inga­þvætti. En við gætum lág­markað skað­ann af pen­inga­þvætti með því að fylgja ákveðnum skref­um.“

Þetta segir Ilia Shuma­nov, aðstoð­­ar­fram­­kvæmda­­stjóri Rús­s­lands­­deildar Tran­­sparency International, í sam­tali við Kjarn­ann. Hann mun halda fyr­ir­­lestur um áskor­an­ir ­pen­inga­þvættis og leiðir til að rann­saka það á umræðu­fundi sem fer fram seinna í dag á Sólon klukkan 16:00.

Í fyrsta lagi beri að auka gegn­sæi fyr­ir­tækja og pen­inga­stofn­ana, í öðru lagi verði að þróa gervi­greind­ar­nálgun fyrir bar­átt­una gegn pen­inga­þvætti og í þriðja lagi að fá sam­fé­lagið og fjöl­miðla til að taka meiri þátt í bar­átt­unni gegn pen­inga­þvætti og koma í kring umbótum á eft­ir­lits­kerf­um. Ekki sé nóg að fjalla um pen­inga­þvætti í hverju landi fyrir sig, heldur þurfi að gera það heild­rænna.

Auglýsing

Um­ræð­u­fund­ur­inn er á vegum Gagn­­sæ­is, Kjarn­ans og Blaða­­manna­­fé­lags Íslands. Að loknum fyr­ir­­lestri verða pall­­borðsum­­ræð­­ur­ þar sem meðal ann­­ars Sam­herj­­a­­málið verður til umræðu.

Í fyr­ir­­lestri sínum mun S­huma­nov ­meðal ann­­ars fjalla um þær ­teg­undir pen­inga­þvættis sem spruttu upp í kjöl­far hruns Sov­ét­­ríkj­anna og frá fyrri lýð­veldum þess og hvernig aðferðir og leiðir hafi verið í stöðugri breyt­ingu og þróun á síð­­­ustu árum.

Hann mun jafn­­framt fjalla um hvernig alþjóð­­legir hringir séu oft­­ast einu skrefi á undan yfir­­völdum og hvert hlut­verk milli­­liða sé í pen­inga­þvætti. Auk þess mun hann ræða „Blockchain“ og alþjóð­­lega bar­áttu gegn pen­inga­þvætt­i.

Sam­eig­in­legir þræðir hjá fyrrum Sóvét­ríkj­unum

Pen­inga­þvætt­is­á­skor­an­irnar hjá fyrrum Sov­ét­ríkj­unum eru breyti­legar eftir lönd­um, sam­kvæmt Shuma­nov. Hann segir að margt sé til að mynda mjög ólíkt með Eist­landi, og með­limnum í ESB og fyrrum Sov­ét­ríkj­un­um, og Kyrgyzstan, sem er með­limur í Sam­veldi sjálf­stæðra ríkja (CIS).

Þó séu nokkrir sam­eig­in­legir meg­in­þræðir sem renna í gegnum öll fyrrum Sov­étlýð­veld­in:

  • Hlut­verk arf­taka KGB í bar­átt­unni gegn pen­inga­þvætti (meiri­hluti bank­anna í fyrrum Sov­ét­ríkj­un­um, sér­stak­lega í Rúss­landi, Hvíta-Rúss­landi og í Mið-Asíu­ríkj­un­um, hafa eða hafa haft „sér­staka ráð­gjafa“ úr röðum lög­gæslu­manna á launa­skrá hjá sér).
  • Umburð­ar­lyndið í fyrrum Sov­ét­ríkjum fyrir pen­inga­þvætt­is­ferl­inu. Við­horfið í sam­fé­lag­inu er á þann veg að pen­inga­þvætti skaði engan og að ein­ungis sé verið að svindla á rík­is­stjórn­inni en ekki skatt­borg­ur­um.
  • Lágur gæða­stað­all bar­áttu­ferl­is­ins gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka í pen­inga­stofn­unum fyrrum Sov­ét­ríkj­anna og fjár­hags­leynd banka.
  • Geysi­leg eft­ir­spurn aðila úr fyrrum Sov­ét­ríkj­unum eftir því að gera starf­semi sína og eignir lög­legar í þró­un­ar­lönd­um.
  • Spill­ing sem hvers­dags­leg við­skipta­venja í fyrrum Sov­ét­ríkj­un­um.

Vísi­talan sem Tran­sparency International gefur út, sem segir til um það hversu með­vitað fólk er um spill­ingu, sýni þetta svart á hvítu.

Ísland með meira gegn­sæi og hærri sið­ferð­is­staðla en Rúss­land

Þegar Shuma­nov er spurður út í það hvað honum finn­ist um það að Íslands sé á gráum lista FATF þá svarar hann að hann telji þetta vera mjög erf­iða spurn­ingu. „Ann­ars vegar eru svarti og grái list­inn hjá FATF mjög tækni­leg við­fangs­efni og hins vegar gætu verið ein­hverjir póli­tískir hvatar fyrir því að setja Ísland á gráa list­ann,“ segir hann.

Varð­andi þau tækni­legu vanda­mál sem fylgja þessum listum þá segir Shuma­nov að ef ríki fari ekki nægi­lega vel eftir tækni­legum með­mælum FATF þá geti það ríki endað á þessum lista, þrátt fyrir að pen­inga­þvætti sé ekki sér­stak­lega stórt vanda­mál þar.

„Ef við berum saman eft­ir­fylgni pen­inga­þvættis í Rúss­landi og á Íslandi komumst við að því að Ísland hefur meira gegn­sæi og hærri sið­ferð­is­staðla en Rúss­land. Pen­inga­þvætti er ekk­ert stór­mál í ykkar landi, en rúss­neska stjórnin fer mun sam­visku­sam­legar eftir með­mælum FATF (sér í lagi tækni­legum með­mæl­u­m). Til eru tækni­leg með­mæli frá FATF sem Ísland fer ekki eft­ir, til að mynda væri enn hægt að nota félags­sam­tök fyrir pen­inga­þvætti og hefur rík­is­stjórn Íslands ekk­ert brugð­ist við þessum vanda,“ segir hann.

„Meg­in­vanda­málið út frá mínum bæj­ar­dyrum séð er hins vegar hversu óskil­virkar bar­áttu­að­ferð­irnar gegn pen­inga­þvætti eru,“ segir hann enn frem­ur.

Rík­is­stjórn Íslands hafi ekki brugð­ist almenni­lega við nið­ur­stöðum end­ur­skoð­unar FATF síðan stofn­unin gerði rann­sókn sína í apríl árið 2018. FATF komst að því að skil­virkni sé ábóta­vant í við­leitni íslenskra stjórn­valda til að vernda efna­hags­kerfið fyrir ógnum pen­inga­þvætt­is, sér­stak­lega í því sam­hengi að koma í veg fyrir að ágóði af glæp­a­starf­semi og styrkt­arfé í þágu hryðju­verka flæði inn í íslenska hag­kerf­ið.

FATF orðið að póli­tískri stofnun

Varð­andi póli­tíska vanda­málið með lista FATF þá sýn­ist Shuma­nov sem svo að á síð­asta ári hafi FATF orðið að póli­tísk­ari stofn­un. „Ef FATF setur til að mynda Kína eða Rúss­land á gráan lista þá verður fjarg­viðri á heims­vísu sem mun hafa póli­tískar afleið­ingar í för með sér. Þess vegna forð­ast hóp­ur­inn að bendla stóra aðila við slíkt þrátt fyrir að þeir séu verri,“ segir hann.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiViðtal