Verkfalli blaðamanna aflýst

Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.

Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Auglýsing

Verk­­falli fé­laga Blaða­manna­­fé­lags Íslands (BÍ) sem starfa á Vísir og vef­miðlum Frétta­blaðs­ins og Morg­un­blaðs­ins, auk töku­­manna og ljós­­mynd­­ara hjá Árvakri, Rík­­is­út­­varp­inu, Sýn og Torg­i, ­sem hefj­ast átti í dag klukkan tíu og standa til klukkan tíu í kvöld, hef­ur ver­ið af­lýst. 

Haft er eftir Hjálm­ari Jóns­syn­i, ­for­manni BÍ, í frétt mbl.is að samn­inga­­nefnd félags­ins telur sig hafa full­­reynt að laga lífs­kjara­­samn­ing­ Sam­­taka at­vinn­u­lífs­ins að þörf­um fé­lags­ins og því hafi það eina í stöð­unni verið að bera hann und­ir fé­lags­­menn.

„Við stóðum bara frammi fyr­ir tveim­ur mjög slæm­um kost­um og við völd­um þann kost sem við töld­um vera skárri. Það var annað hvort að fara með deil­una í mjög erf­iðan hnút eða ganga til við­ræðna á grund­velli til­­­boðs sem við feng­um frá SA, sem er í grunn­inn bara lífs­kjara­­samn­ing­­ur­inn,“ segir Hjálmar og bætir við að samn­inga­nefndin telji að nú sé sá tíma­punktur kom­inn að hleypa félags­mönn­unum að borð­in­u. 

Auglýsing

„Samn­inga­­nefnd­in hef­ur reynt eins og hún hef­ur getað en nið­ur­staðan er þessi, þó hún sé vond og ekki að skapi samn­inga­­nefnd­­ar­inn­­ar,“ seg­ir Hjálm­ar en nánar verður farið yfir ákvörðun samn­inga­nefnd­ar­innar með félags­mönnum BÍ í höf­uð­stöðvum félags­ins í há­deg­inu í dag. 

Verk­fall ­dags­ins í dag hefði verið þriðja verk­fall félags­ins en sam­kvæmt BÍ þá standa áður boð­aðar verk­falls­að­gerðir sem hefj­ast eiga þann 28. nóv­em­ber 2019 kl. 10 óbreytt­ar.

Blaða­manna­fé­lag Íslands, að höfðu sam­ráði við Sam­tök atvinnu­lífs­ins, hefur aflýst boð­uðum verk­falls­að­gerðum sem hefj­ast...

Posted by Blaða­manna­fé­lag Íslands on Fri­day, Novem­ber 22, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent