Verkfalli blaðamanna aflýst

Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.

Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Auglýsing

Verk­­falli fé­laga Blaða­manna­­fé­lags Íslands (BÍ) sem starfa á Vísir og vef­miðlum Frétta­blaðs­ins og Morg­un­blaðs­ins, auk töku­­manna og ljós­­mynd­­ara hjá Árvakri, Rík­­is­út­­varp­inu, Sýn og Torg­i, ­sem hefj­ast átti í dag klukkan tíu og standa til klukkan tíu í kvöld, hef­ur ver­ið af­lýst. 

Haft er eftir Hjálm­ari Jóns­syn­i, ­for­manni BÍ, í frétt mbl.is að samn­inga­­nefnd félags­ins telur sig hafa full­­reynt að laga lífs­kjara­­samn­ing­ Sam­­taka at­vinn­u­lífs­ins að þörf­um fé­lags­ins og því hafi það eina í stöð­unni verið að bera hann und­ir fé­lags­­menn.

„Við stóðum bara frammi fyr­ir tveim­ur mjög slæm­um kost­um og við völd­um þann kost sem við töld­um vera skárri. Það var annað hvort að fara með deil­una í mjög erf­iðan hnút eða ganga til við­ræðna á grund­velli til­­­boðs sem við feng­um frá SA, sem er í grunn­inn bara lífs­kjara­­samn­ing­­ur­inn,“ segir Hjálmar og bætir við að samn­inga­nefndin telji að nú sé sá tíma­punktur kom­inn að hleypa félags­mönn­unum að borð­in­u. 

Auglýsing

„Samn­inga­­nefnd­in hef­ur reynt eins og hún hef­ur getað en nið­ur­staðan er þessi, þó hún sé vond og ekki að skapi samn­inga­­nefnd­­ar­inn­­ar,“ seg­ir Hjálm­ar en nánar verður farið yfir ákvörðun samn­inga­nefnd­ar­innar með félags­mönnum BÍ í höf­uð­stöðvum félags­ins í há­deg­inu í dag. 

Verk­fall ­dags­ins í dag hefði verið þriðja verk­fall félags­ins en sam­kvæmt BÍ þá standa áður boð­aðar verk­falls­að­gerðir sem hefj­ast eiga þann 28. nóv­em­ber 2019 kl. 10 óbreytt­ar.

Blaða­manna­fé­lag Íslands, að höfðu sam­ráði við Sam­tök atvinnu­lífs­ins, hefur aflýst boð­uðum verk­falls­að­gerðum sem hefj­ast...

Posted by Blaða­manna­fé­lag Íslands on Fri­day, Novem­ber 22, 2019


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent