Mynd: Samherji

Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf

Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa. Eftir að Samherja var skipt upp í tvö félög í fyrra var sú hætta úr sögunni.

Ef Sam­herja hefði ekki verið skipt upp í tvö félög í fyrra hefðu tekjur sam­stæð­unnar ein­ungis verið við það að gera hana skylduga til að skila svo­kall­aðri rík­i-­fyr­ir­-­ríki skýrslu til rík­is­skatt­stjóra. 

Í slíkum skýrslu­skilum felst að veita rík­is­skatt­stjóra upp­lýs­ingar um tekjur og skatta í öllum þeim ríkjum þar sem félög innan heild­ar­sam­stæð­unnar eiga heim­il­is­festi. Skýrslu sem ætti einnig inni­halda lýs­ingu á atvinnu­starf­semi heild­ar­sam­stæð­unnar í hverju ríki, auk upp­lýs­inga um hvert sam­stæðu­fé­laga og þá efna­hags­legu starf­semi sem félögin hafa með hönd­um. 

Meðal ann­ars á Kýpur og í Namib­íu. 

Mun meiri upp­lýs­inga­gjöf

Í maí 2016 und­ir­rit­aði Ísland sam­komu­lag á vegum Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­innar (OECD) sem í fólst að skipt­ast á upp­lýs­ingum um starf­semi fjöl­þjóð­legra fyr­ir­tækja­sam­stæðn­a. 

Með und­ir­rit­un­inni skuld­batt Ísland sig til að taka upp hér­lendis lög­gjöf um skil á svoköll­uðu rík­i-­fyr­ir­-­ríki skýrslum í sam­ræmi við marg­hliða samn­ing þar um. Ákvæðið var síðan fært í lög um aðgerðir stjórn­valda gegn skattsvikum í októ­ber sama ár.

Upp­haf­lega áttu ein­ungis þau íslensku fyr­ir­tæki í alþjóð­legri starf­semi sem voru með meira en 100 millj­arða króna heild­ar­tekjur innan sam­stæðu á ári að skila slíkri skýrslu. Þeirri við­mið­un­ar­upp­hæð var breytt í upp­færðum lögum fyrr á árinu 2019, þegar ákveðið var að hafa hana 750 millj­ónir evra, enda gera fyr­ir­tæki í alþjóð­legri starf­semi almennt ekki upp í íslenskum krón­um. 

Þau fyr­ir­tæki sem þurfa að skila rík­i-­fyr­ir­-­ríki skýrslu þurfa meðal ann­ars að gera skatta­yf­ir­völdum grein fyrir fjár­hæð hagn­aðar fyrir tekju­skatt, hversu mik­inn tekju­skatt þau hafa greitt í hverju landi fyrir sig, hvaða skráðu hluta­bréf þau eiga, hvert óráð­stafað eigið fé þeirra er hvar sem er í heim­in­um. Þetta eru mun meiri upp­lýs­ingar en íslensk fyr­ir­tæki þurfa vana­lega að gefa yfir­völdum hér á landi, og í öðrum löndum sem þau starfa. Í raun snýst skýrslu­gerðin um að gefa skatta­yf­ir­völdum í heima­ríki við­kom­andi fyr­ir­tækis yfir­sýn yfir heild­ar­starf­semi sam­stæðu þeirra. 

Sam­herji rétt við við­mið­un­ar­mörkum

Fljótt á litið virð­ast ekki mörg íslensk fyr­ir­tæki vera með svo miklar tekjur að þau þurfi að skila rík­i-­fyr­ir­-­ríki skýrslu. Marel þarf að gera það fyrir árið 2018 en Öss­ur, hitt stóra alþjóð­lega hug­vits­fyr­ir­tækið sem hefur höf­uð­stöðvar á Íslandi, er ekki með nægi­lega miklar tekjur til að fara yfir mörk­in, hvorki þau gömlu né þau nýju. Það er flutn­ings­fyr­ir­tækið Eim­skip ekki held­ur, en þessi tvö eru þó ekki langt frá við­mið­un­ar­mörk­unum þegar kemur að veltu.

Eitt annað fyr­ir­tæki gæti þó hafa verið skil­greint sem nægi­lega stórt, í nán­ustu fram­tíð hið minnsta, til að þurfa að skila slíkri yfir­lits­skýrslu um alla starf­semi sína, og allar skatt­greiðslur sín­ar, út um allan heim. Það fyr­ir­tæki er Sam­herj­i. 

Á árinu 2018 var sam­eig­in­leg velta tveggja fyr­ir­tækja Sam­herj­a-­sam­stæð­unn­ar, Sam­herja hf. og Sam­herja Hold­ing, 751 millj­ónir evra, 100 millj­arðar króna miðað við upp­gjörs­gengi en 102,4 millj­arðar króna miðað við gengi dags­ins í dag. Miðað við gömlu við­mið­un­ar­mörkin hefði Sam­herj­a­sam­stæðan verið rétt við þau í lok síð­asta árs ef hún hefði verið skil­greind sem ein ein­ing. 

Sam­kvæmt athuga­semd frá Sam­herja hefði tekjum vegna sölu eigna milli stoð­anna tveggja verið eytt ef sam­stæð­unni hefði ekki verið skipt upp og telur Sam­herji að það afi átt að leiða til þess að 107 millj­ónir evra ættu að drag­ast frá tekj­um. Þær hefðu þar af leið­andi orðið 644,3 millj­ónir evra.

Í ljósi þess að rekstur Sam­herja hefur vaxið ár frá ári und­an­farin ár var ljóst að ef sam­stæðan héldi áfram að vaxa þá myndi hún fara yfir við­mið­un­ar­mörkin á árinu 2019, ef ofan­greind tala yrði ekki dregin frá. Sem dæmi uxu tekjur Sam­herj­a-­sam­stæð­unnar um rúm­lega 20 pró­sent milli áranna 2017 og 2018. Ef sá vöxtur hefði haldið áfram í ár væru tekj­urnar komnar vel yfir 750 millj­ónir evr­a.  

Sam­stæð­unni skipt upp

Í fyrra gerð­ist það hins vegar að Sam­herja var skipt upp í tvö fyr­ir­tæki. Það var sam­þykkt 11. maí 2018 á hlut­hafa­fundi og skipt­ingin látin miða við 30. sept­em­ber 2017. 

Eftir það er þorri inn­­­­­lendrar starf­­­sem­i Sam­herja og starf­­­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Fær­eyj­um undir hatti Sam­herja hf. en önnur erlend starf­­­sem­i og hluti af fjár­­­fest­ing­­ar­­starf­­semi á Íslandi í félag­inu Sam­herji Hold­ing ehf. Á meðal þeirra eigna sem færðar voru þangað yfir voru eign­­­ar­hlutir Sam­herja í dótt­­­ur­­­fé­lögum í Þýska­landi, Nor­egi, Bret­landi og í fjár­­­­­fest­inga­­­fé­lagi á Ísland­i. Inni í þeim hluta er líka fjár­fest­inga­fé­lagið Sæból, sem hét áður Polar Seafood. Það félag á tvö dótt­ur­fé­lög, Esju Shipp­ing Ltd. og Esju Seafood Ltd. sem bæði eru með heim­il­is­festi á Kýp­ur. Þau félög halda meðal ann­ars utan um veiðar Sam­herja í Namib­íu, þar sem sam­stæðan og stjórn­endur hennar eru nú grun­aðir um að hafa greitt mútur til að kom­ast yfir ódýran kvóta. Auk þess er uppi rök­studdur grun­ur, eftir ítar­lega opin­berum Kveiks og Stund­ar­inn­ar, um að Sam­herji hafi stundað umfangs­mikla skatta­snið­göngu í gegnum Kýpur og aflands­fé­lög og pen­inga­þvætti á fjár­magni sem end­aði inn á reikn­ingum norska bank­ans DNB. 

Með því að skipta upp Sam­herja í tvær ein­ingar þá var hægt að halda því fram að sam­stæðan þyrfti ekki að skila áður­nefndum rík­i-­fyr­ir­-­ríki skýrsl­um, að minnsta kosti fyrir árið 2018. Þarna væru tvö sjálf­stæð fyr­ir­tæki, bæði með veltu sem væru langt undir við­mið­un­ar­mörkum eftir upp­skipt­ing­una, þótt eign­ar­haldið á þeim væri hið sama og meg­in­starf­semi beggja sjáv­ar­út­veg­ur. 

Þar með var hægt að tryggja að Sam­herji þyrfti ekki að skila skila rík­is­skatt­stjóra skýrslu með upp­lýs­ingum um tekjur og skatta í öllum þeim ríkjum þar sem félög innan heild­ar­sam­stæð­unnar eiga heim­il­is­festi. Skýrslu sem ætti einnig inni­halda lýs­ingu á atvinnu­starf­semi heild­ar­sam­stæð­unnar í hverju ríki, auk upp­lýs­inga um hvert sam­stæðu­fé­laga og þá efna­hags­legu starf­semi sem félögin hafa með hönd­um. 

Síld­ar­vinnslan ekki skil­greind sem hluti af sam­stæð­unni

Þá er vert að benda á að velta Síld­ar­vinnsl­unnar er ekki færð sýni­lega inn í sam­stæðu­reikn­ing Sam­herja, heldur virð­ist það ein­ungis eiga við um hlut­deild Sam­herja í hagn­aði henn­ar, sam­kvæmt árs­reikn­ingi. Það er gert í ljósi þess að Síld­ar­vinnslan er skil­greint sem hlut­deild­ar­fé­lag, en ekki hluti af Sam­herj­a­sam­stæð­unni í bók­haldi henn­ar. Vert er þó að taka fram að Ice Fresh Seafood ehf., félag í eigu Sam­herja, selur vörur fyrir Síld­ar­vinnsl­una og er sú vöru­sala hluti af liðnum „seldar vörur og þjón­usta“ í reikn­ingi Sam­herja.

Kjarn­inn greindi frá því í gær að í glæru­kynn­ingum Sam­herja, sem eru hluti af þeim gögnum sem Wiki­leaks hefur birt á net­inu og eru ræki­lega merktar trún­að­ar­mál, má skýrt sjá að erlendis hefur Síld­ar­vinnslan kynnt sem hluti af Sam­herj­a­sam­stæð­unni, eða Sam­herja Group eins og hún er þar köll­uð. 

Ef velta Síld­ar­vinnsl­unnar væri talin með í veltu Sam­herj­a­sam­stæð­unnar myndi hún fara upp um 201 milljón Banda­ríkja­dali á árinu 2018, og fara langt yfir við­mið­un­ar­mörkin sem sett eru fyrir því að skila rík­i-­fyr­ir­-­ríki skýrslu. Þess í stað voru bók­færð rekstr­ar­á­hrif Síld­ar­vinnsl­unnar á rekstur Sam­herja 12,4 millj­ónir evra, eða bein hlut­deild Sam­herja í hagn­aði henn­ar. 

Undir kvóta­þak­inu

Á Íslandi hefur því ætið verið haldið fram að Sam­herji og Síld­ar­vinnslan séu ekki tengdir aðil­ar, þrátt fyrir að Sam­herji og tengdir aðilar eigi alls 49,9 pró­sent í Síld­ar­vinnsl­unni og að Þor­steinn Már Bald­vins­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Sam­herja, hafi verið stjórn­ar­for­maður Síld­ar­vinnsl­unnar þangað til á mánu­dag, þegar hann steig tíma­bundið til hliðar úr þeim stóli. Eign­ar­haldið er með þeim hætti að Sam­herji á beint 44,6 pró­sent í Síld­ar­vinnsl­unni en auk þess á Kald­bak­­ur, félag í eigu Sam­herja, á 15 pró­­sent hlut í öðru félagi sem á 5,3 pró­­sent hlut í Síld­­ar­vinnsl­unn­i. 

Sú skil­grein­ing gerir það meðal ann­ars að verkum að Sam­herji og Síld­ar­vinnslan fara ekki yfir lög­bundið hámarks­þak á kvóta­eign, en saman eiga fyr­ir­tækin og aðrir kvóta­hafar í þeirra eigu, rúm­lega 16,6 pró­sent af kvóta. Lög um stjórn fisk­veiða heim­ila tengdum aðilum ein­ungis að eiga mest 12 pró­sent, til að koma í veg fyrir sam­þjöppun í grein­inn­i. 

Sér­stök verk­efn­is­stjórn vinnur nú að því að koma með til­lögur um taka á þeirri stöðu sem er uppi hvað varðar eft­ir­lit með kvóta­sam­þjöpp­un. Skilum nefnd­ar­innar hefur verið flýtt vegna Sam­herj­a­máls­ins og á hún nú að leggja fram til­lögur fyrir lok þessa árs. 

Álfyr­ir­tækin og Dress­mann þurfa að skila

upp­lýs­inga­skiptin sem fel­ast í rík­i-­fyr­ir­-­ríki skýrsl­unum virka ekki ein­ungis þannig að fyr­ir­tæki með höf­uð­stöðvar á Íslandi þurfi að fylla út slíka skýrslu fyrir inn­lend skatta­yf­ir­völd og önnur þar sem þau eru með starf­semi, heldur þurfa erlend stór­fyr­ir­tæki sem eru með starf­semi á Íslandi en höf­uð­stöðvar ann­ars staðar líka að skila inn slíkum skýrslum til íslenskra stjórn­valda. 

Þar er til dæmis um að ræða álfyr­ir­tækin sem eru með starf­semi hér­lendis og norska herra­fata­keðjan Dress­mann, sem er stærsta versl­un­ar­keðja með herra­föt á Norð­ur­löndum ,og rekur meðal ann­ars versl­anir á Ísland­i. 

Leið­rétt­ing klukkan 18:03:

Frétta­skýr­ingin hefur verið upp­færð eftir að athuga­semdir bár­ust frá Sam­herja um að sam­eig­in­leg velta Sam­herja hf. og Sam­herja Hold­ing hafi í raun verið 751 milljón evra, ekki 737,4 millj­ónir evra á síð­asta ári. Sam­herji telur einnig að ef sam­stæðan hefði ekki verið brotin upp hefði átt að draga sölu eigna milli stoð­ana frá tekjum og þær lækka um 107 millj­ónir evra. Auk þess heldur Sam­herji því fram að velta frá Síld­ar­vinnsl­unni komi fram í gegnum liðin „seldar vörur og þjón­ustu“ í árs­reikn­ingi Sam­herja hf. vegna þess að dótt­ur­fé­lagið Ice Fresh Seafood sjái um sölu fyrir Síld­ar­vinnsl­una. Ógjörn­ingur er hins vegar að sjá hversu stór hluti þess liðar er vegna Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Beðist er vel­virð­ingar á óná­kvæmni.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar