Samherji sagður hafa greitt laun í Færeyjum til að komast hjá skattgreiðslum í Namibíu

Í nýrri heimildarmynd sem sýnd verður í Færeyjum í kvöld segir færeyskur skattasérfræðingur að launagreiðslufyrirkomulag Samherja í gegnum þarlent félag, til sjómanna sem unnu í Namibíu, sé augljóst brot á færeyskum lögum.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Auglýsing

Íslend­ingur úr áhöfn tog­ara í eigu Sam­herja, sem gerður var út í Namib­íu, fékk laun sín greidd frá fær­eyska félag­inu Tind­holm­ur, sem Sam­herji stofn­aði þar í landi árið 2011. Gögn sýna að hann hafi auk þess verið rang­lega skráður í áhöfn fær­eysks flutn­inga­skips í eigu Sam­herja, en útgerðum býðst 100 pró­sent end­ur­greiðsla á skatt­greiðslum áhafna slíkra skipa. Þannig er talið að málum hafi verið háttað með fleiri sjó­menn sem unnu fyrir Sam­herja í Namib­íu. Fyrir vikið greiddu sjó­menn­irnir ekki skatta í́ Namibíu og Sam­herji þurfti því́ ekki að bæta þeim upp tekju­tap vegna slíkra skatt­greiðslna.

Þetta fyr­ir­komu­lag er, að mati fær­eyska skatta­sér­fræð­ings­ins Eyð­finns Jac­ob­sen, aug­ljóst brot á fær­eyskum lögum jafn­vel þótt það sé namibíska ríkið sem sitji uppi með tap­ið. Björn á Heyg­um, fyrr­ver­andi þing­maður í Fær­eyjum sem var stjórn­ar­for­maður Tind­holms þar til félag­inu var slitið árið 2020 og sem hefur setið í stjórnum fjölda félaga í eigu Sam­herja síð­ustu þrjá ára­tugi, seg­ist hafa verið blekkt­ur. Hann hafi ekki haft neina vit­neskju um þetta fyr­ir­komu­lag við greiðslu launa. Björn seg­ist ganga út frá því að það væri for­stjóra og eig­enda Sam­herja að til­kynna honum um hvað væri í gang­i. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í heim­ild­ar­mynd sem sýnd er í fær­eyska sjón­varp­inu í kvöld og unnin var í sam­starfi við Kveik og Wiki­leaks. Greint var frá efni hennar í fréttum RÚV klukkan 19.  

Auglýsing
Á meðal þeirra sem rætt er við í mynd­inni er Jóhannes Stef­áns­son, fyrr­ver­andi  fram­kvæmda­stjóri Namibíu-út­gerðar Sam­herja. Fyrr í dag greindi Sam­herji frá því á heima­síðu sinni að Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herji, hefði lagt fram kæru á hendur Jóhann­esi hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Kæran er, sam­­kvæmt yfir­­lýs­ingu á vef Sam­herja, fyrir rangar sak­­ar­­giftir og „ýmis ummæli sem Jóhann­es, eða fólk á hans veg­um, hefur látið falla í fjöl­miðlum og víðar að und­an­­förn­u“. Staðið hefur verið að fjár­­­söfnun fyrir Jóhannes síð­­­ustu vik­­ur, en söfn­unin er á vegum erlendra félaga­­sam­­taka sem styðja við upp­­­ljóstr­­ara.

Í við­tal­inu sem Jóhannes veitti fær­eyska Sjón­varp­inu, og birt­ist í áður­nefndri heim­ilda­mynd, segir hann þetta fyr­ir­komu­lag varð­andi skrán­ingu sjó­manna Sam­herja í Namibíu vera ástæðu þess að hálf millj­ón Banda­ríkja­doll­ara hafi greidd frá́ útgerðum Sam­herja í Namibíu og til fær­eyska félags­ins Tind­holms, frá́ lokum árs 2016 til árs­loka 2017.

Í árs­byrjun 2016 gengu í gildi lög í́ Namibíu sem skyld­uðu erlendar áhafnir fiski­skipa til að greiða skatta og skyldur í land­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent