Samherji sagður hafa greitt laun í Færeyjum til að komast hjá skattgreiðslum í Namibíu

Í nýrri heimildarmynd sem sýnd verður í Færeyjum í kvöld segir færeyskur skattasérfræðingur að launagreiðslufyrirkomulag Samherja í gegnum þarlent félag, til sjómanna sem unnu í Namibíu, sé augljóst brot á færeyskum lögum.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Auglýsing

Íslendingur úr áhöfn togara í eigu Samherja, sem gerður var út í Namibíu, fékk laun sín greidd frá færeyska félaginu Tindholmur, sem Samherji stofnaði þar í landi árið 2011. Gögn sýna að hann hafi auk þess verið ranglega skráður í áhöfn færeysks flutningaskips í eigu Samherja, en útgerðum býðst 100 prósent endurgreiðsla á skattgreiðslum áhafna slíkra skipa. Þannig er talið að málum hafi verið háttað með fleiri sjómenn sem unnu fyrir Samherja í Namibíu. Fyrir vikið greiddu sjómennirnir ekki skatta í́ Namibíu og Samherji þurfti því́ ekki að bæta þeim upp tekjutap vegna slíkra skattgreiðslna.

Þetta fyrirkomulag er, að mati færeyska skattasérfræðingsins Eyðfinns Jacobsen, augljóst brot á færeyskum lögum jafnvel þótt það sé namibíska ríkið sem sitji uppi með tapið. Björn á Heygum, fyrrverandi þingmaður í Færeyjum sem var stjórnarformaður Tindholms þar til félaginu var slitið árið 2020 og sem hefur setið í stjórnum fjölda félaga í eigu Samherja síðustu þrjá áratugi, segist hafa verið blekktur. Hann hafi ekki haft neina vitneskju um þetta fyrirkomulag við greiðslu launa. Björn segist ganga út frá því að það væri forstjóra og eigenda Samherja að tilkynna honum um hvað væri í gangi. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í heimildarmynd sem sýnd er í færeyska sjónvarpinu í kvöld og unnin var í samstarfi við Kveik og Wikileaks. Greint var frá efni hennar í fréttum RÚV klukkan 19.  

Auglýsing
Á meðal þeirra sem rætt er við í myndinni er Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi  framkvæmdastjóri Namibíu-útgerðar Samherja. Fyrr í dag greindi Samherji frá því á heimasíðu sinni að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherji, hefði lagt fram kæru á hendur Jóhannesi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Kæran er, sam­kvæmt yfir­lýs­ingu á vef Sam­herja, fyrir rangar sak­ar­giftir og „ýmis ummæli sem Jóhann­es, eða fólk á hans veg­um, hefur látið falla í fjöl­miðlum og víðar að und­an­förn­u“. Staðið hefur verið að fjár­söfnun fyrir Jóhannes síð­ustu vik­ur, en söfn­unin er á vegum erlendra félaga­sam­taka sem styðja við upp­ljóstr­ara.

Í viðtalinu sem Jóhannes veitti færeyska Sjónvarpinu, og birtist í áðurnefndri heimildamynd, segir hann þetta fyrirkomulag varðandi skráningu sjómanna Samherja í Namibíu vera ástæðu þess að hálf milljón Bandaríkjadollara hafi greidd frá́ útgerðum Samherja í Namibíu og til færeyska félagsins Tindholms, frá́ lokum árs 2016 til ársloka 2017.

Í ársbyrjun 2016 gengu í gildi lög í́ Namibíu sem skylduðu erlendar áhafnir fiskiskipa til að greiða skatta og skyldur í landinu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent