Samherji sagður hafa greitt laun í Færeyjum til að komast hjá skattgreiðslum í Namibíu

Í nýrri heimildarmynd sem sýnd verður í Færeyjum í kvöld segir færeyskur skattasérfræðingur að launagreiðslufyrirkomulag Samherja í gegnum þarlent félag, til sjómanna sem unnu í Namibíu, sé augljóst brot á færeyskum lögum.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Auglýsing

Íslend­ingur úr áhöfn tog­ara í eigu Sam­herja, sem gerður var út í Namib­íu, fékk laun sín greidd frá fær­eyska félag­inu Tind­holm­ur, sem Sam­herji stofn­aði þar í landi árið 2011. Gögn sýna að hann hafi auk þess verið rang­lega skráður í áhöfn fær­eysks flutn­inga­skips í eigu Sam­herja, en útgerðum býðst 100 pró­sent end­ur­greiðsla á skatt­greiðslum áhafna slíkra skipa. Þannig er talið að málum hafi verið háttað með fleiri sjó­menn sem unnu fyrir Sam­herja í Namib­íu. Fyrir vikið greiddu sjó­menn­irnir ekki skatta í́ Namibíu og Sam­herji þurfti því́ ekki að bæta þeim upp tekju­tap vegna slíkra skatt­greiðslna.

Þetta fyr­ir­komu­lag er, að mati fær­eyska skatta­sér­fræð­ings­ins Eyð­finns Jac­ob­sen, aug­ljóst brot á fær­eyskum lögum jafn­vel þótt það sé namibíska ríkið sem sitji uppi með tap­ið. Björn á Heyg­um, fyrr­ver­andi þing­maður í Fær­eyjum sem var stjórn­ar­for­maður Tind­holms þar til félag­inu var slitið árið 2020 og sem hefur setið í stjórnum fjölda félaga í eigu Sam­herja síð­ustu þrjá ára­tugi, seg­ist hafa verið blekkt­ur. Hann hafi ekki haft neina vit­neskju um þetta fyr­ir­komu­lag við greiðslu launa. Björn seg­ist ganga út frá því að það væri for­stjóra og eig­enda Sam­herja að til­kynna honum um hvað væri í gang­i. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í heim­ild­ar­mynd sem sýnd er í fær­eyska sjón­varp­inu í kvöld og unnin var í sam­starfi við Kveik og Wiki­leaks. Greint var frá efni hennar í fréttum RÚV klukkan 19.  

Auglýsing
Á meðal þeirra sem rætt er við í mynd­inni er Jóhannes Stef­áns­son, fyrr­ver­andi  fram­kvæmda­stjóri Namibíu-út­gerðar Sam­herja. Fyrr í dag greindi Sam­herji frá því á heima­síðu sinni að Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herji, hefði lagt fram kæru á hendur Jóhann­esi hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Kæran er, sam­­kvæmt yfir­­lýs­ingu á vef Sam­herja, fyrir rangar sak­­ar­­giftir og „ýmis ummæli sem Jóhann­es, eða fólk á hans veg­um, hefur látið falla í fjöl­miðlum og víðar að und­an­­förn­u“. Staðið hefur verið að fjár­­­söfnun fyrir Jóhannes síð­­­ustu vik­­ur, en söfn­unin er á vegum erlendra félaga­­sam­­taka sem styðja við upp­­­ljóstr­­ara.

Í við­tal­inu sem Jóhannes veitti fær­eyska Sjón­varp­inu, og birt­ist í áður­nefndri heim­ilda­mynd, segir hann þetta fyr­ir­komu­lag varð­andi skrán­ingu sjó­manna Sam­herja í Namibíu vera ástæðu þess að hálf millj­ón Banda­ríkja­doll­ara hafi greidd frá́ útgerðum Sam­herja í Namibíu og til fær­eyska félags­ins Tind­holms, frá́ lokum árs 2016 til árs­loka 2017.

Í árs­byrjun 2016 gengu í gildi lög í́ Namibíu sem skyld­uðu erlendar áhafnir fiski­skipa til að greiða skatta og skyldur í land­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent