Þorsteinn Már kærir Jóhannes uppljóstrara til lögreglu fyrir rangar sakargiftir

Forstjóri Samherja hefur kært Jóhannes Stefánsson til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir rangar sakargiftir. Haft var eftir Jóhannesi í nýlegu blaðaviðtali í Namibíu að hann teldi fyrrverandi vinnuveitendur sína hafa vitneskju um tilræði gegn sér.

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Auglýsing

Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri Sam­herja hefur lagt fram kæru hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á hendur Jóhann­esi Stef­áns­syni, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra á vegum Sam­herja á Namib­íu, sem lét Wiki­leaks í té gögn sem varða meintar mútu­greiðslur og annað í rekstr­inum í Namib­íu.

Kæran er, sam­kvæmt yfir­lýs­ingu á vef Sam­herja, fyrir rangar sak­ar­giftir og „ýmis ummæli sem Jóhann­es, eða fólk á hans veg­um, hefur látið falla í fjöl­miðlum og víðar að und­an­förn­u“. Staðið hefur verið að fjár­söfnun fyrir Jóhannes síð­ustu vik­ur, en söfn­unin er á vegum erlendra félaga­sam­taka sem styðja við upp­ljóstr­ara.

Á GoFundMe-fjár­öfl­un­ar­síðu hafa safn­ast rúm­lega 3.600 evrur Jóhann­esi til stuðn­ings, en tak­markið er að safna 75 þús­und evr­um.

Full­yrt er á GoFund­Me-­síð­unni að Jóhannes hafi verið fórn­ar­lamb mann­dráp­stil­raunar er hann var staddur í Höfða­borg í Suð­ur­-Afr­íku árið 2017. Í frétt namibíska dag­blaðs­ins The Namibian sem birt­ist 2. mars er haft eftir Jóhann­esi að hann telji fyrr­ver­andi vinnu­veit­endur sína hafa haft fulla vit­neskju um til­ræðið við sig.

Jóhannes Stefánsson

Á vef Sam­herja segir að í kærunni komi fram að Jóhannes kunni að hafa með ummælum sínum í þessu við­tali og öðru við­tali reyndar líka „gefið í skyn að for­stjóri Sam­herja hafi á ein­hvern hátt tengst meintri eitrun og meintum til­raunum til að nema hann á brott.“

Þess kraf­ist að lög­reglan rann­saki málið

„Þannig virð­ist Jóhannes vera að reyna að koma því til leiðar að for­stjóri Sam­herja verði sak­aður um þessi brot, þ.e. til­raun til mann­dráps og til­raun til frels­is­svipt­ingar eða ein­hvers konar hlut­deild eða tengsl við slík brot. Með þessu kunni Jóhannes að hafa gerst sekur um rangar sak­ar­giftir í garð Þor­steins Más Bald­vins­son­ar. Er þess kraf­ist að lög­reglu­rann­sókn verði haf­in, tekin verði skýrsla af Jóhann­esi og gagna aflað frá Suð­ur­-A­frískum lög­reglu­yf­ir­völd­um. Þá er lög­regl­unni bent á það gæti talist eðli­legt að rann­saka í leið­inni hvort fjár­svik hafi verið framin í tengslum við fjár­söfn­un­ina sem áður er get­ið,“ segir enn fremur á vef Sam­herja.

Auglýsing

„Hingað til hef ég ekki brugð­ist sér­stak­lega við full­yrð­ingum og marg­vís­legum ásök­unum Jóhann­es­ar,“ er haft eftir Þor­steini Má á vef Sam­herja. Hann segir að hann geti hins vegar ekki lengur orða bund­ist því nú vilji Jóhannes að sam­starfs­menn hans meina að hann eða sam­starfs­menn han hafi gert til­raun til að ráða honum bana.

„Lengra verður ekki ekki gengið en að bera mönnum á brýn að ætla að ráða menn af dög­um. Mér er gróf­lega mis­boðið og því er óhjá­kvæmi­legt að spyrna við fót­um. Þessu til við­bótar freistar Jóhannes þess nú að blekkja fólk til að leggja fé í söfnun undir þeim for­merkjum að honum hafi verið sýnt bana­til­ræði. Þetta er allt saman ósköp dap­ur­leg­t,“ er haft eftir for­stjóra Sam­herja á vef fyr­ir­tæk­is­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent