Þorsteinn Már kærir Jóhannes uppljóstrara til lögreglu fyrir rangar sakargiftir

Forstjóri Samherja hefur kært Jóhannes Stefánsson til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir rangar sakargiftir. Haft var eftir Jóhannesi í nýlegu blaðaviðtali í Namibíu að hann teldi fyrrverandi vinnuveitendur sína hafa vitneskju um tilræði gegn sér.

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Auglýsing

Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri Sam­herja hefur lagt fram kæru hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á hendur Jóhann­esi Stef­áns­syni, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra á vegum Sam­herja á Namib­íu, sem lét Wiki­leaks í té gögn sem varða meintar mútu­greiðslur og annað í rekstr­inum í Namib­íu.

Kæran er, sam­kvæmt yfir­lýs­ingu á vef Sam­herja, fyrir rangar sak­ar­giftir og „ýmis ummæli sem Jóhann­es, eða fólk á hans veg­um, hefur látið falla í fjöl­miðlum og víðar að und­an­förn­u“. Staðið hefur verið að fjár­söfnun fyrir Jóhannes síð­ustu vik­ur, en söfn­unin er á vegum erlendra félaga­sam­taka sem styðja við upp­ljóstr­ara.

Á GoFundMe-fjár­öfl­un­ar­síðu hafa safn­ast rúm­lega 3.600 evrur Jóhann­esi til stuðn­ings, en tak­markið er að safna 75 þús­und evr­um.

Full­yrt er á GoFund­Me-­síð­unni að Jóhannes hafi verið fórn­ar­lamb mann­dráp­stil­raunar er hann var staddur í Höfða­borg í Suð­ur­-Afr­íku árið 2017. Í frétt namibíska dag­blaðs­ins The Namibian sem birt­ist 2. mars er haft eftir Jóhann­esi að hann telji fyrr­ver­andi vinnu­veit­endur sína hafa haft fulla vit­neskju um til­ræðið við sig.

Jóhannes Stefánsson

Á vef Sam­herja segir að í kærunni komi fram að Jóhannes kunni að hafa með ummælum sínum í þessu við­tali og öðru við­tali reyndar líka „gefið í skyn að for­stjóri Sam­herja hafi á ein­hvern hátt tengst meintri eitrun og meintum til­raunum til að nema hann á brott.“

Þess kraf­ist að lög­reglan rann­saki málið

„Þannig virð­ist Jóhannes vera að reyna að koma því til leiðar að for­stjóri Sam­herja verði sak­aður um þessi brot, þ.e. til­raun til mann­dráps og til­raun til frels­is­svipt­ingar eða ein­hvers konar hlut­deild eða tengsl við slík brot. Með þessu kunni Jóhannes að hafa gerst sekur um rangar sak­ar­giftir í garð Þor­steins Más Bald­vins­son­ar. Er þess kraf­ist að lög­reglu­rann­sókn verði haf­in, tekin verði skýrsla af Jóhann­esi og gagna aflað frá Suð­ur­-A­frískum lög­reglu­yf­ir­völd­um. Þá er lög­regl­unni bent á það gæti talist eðli­legt að rann­saka í leið­inni hvort fjár­svik hafi verið framin í tengslum við fjár­söfn­un­ina sem áður er get­ið,“ segir enn fremur á vef Sam­herja.

Auglýsing

„Hingað til hef ég ekki brugð­ist sér­stak­lega við full­yrð­ingum og marg­vís­legum ásök­unum Jóhann­es­ar,“ er haft eftir Þor­steini Má á vef Sam­herja. Hann segir að hann geti hins vegar ekki lengur orða bund­ist því nú vilji Jóhannes að sam­starfs­menn hans meina að hann eða sam­starfs­menn han hafi gert til­raun til að ráða honum bana.

„Lengra verður ekki ekki gengið en að bera mönnum á brýn að ætla að ráða menn af dög­um. Mér er gróf­lega mis­boðið og því er óhjá­kvæmi­legt að spyrna við fót­um. Þessu til við­bótar freistar Jóhannes þess nú að blekkja fólk til að leggja fé í söfnun undir þeim for­merkjum að honum hafi verið sýnt bana­til­ræði. Þetta er allt saman ósköp dap­ur­leg­t,“ er haft eftir for­stjóra Sam­herja á vef fyr­ir­tæk­is­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent