Þorsteinn Már kærir Jóhannes uppljóstrara til lögreglu fyrir rangar sakargiftir

Forstjóri Samherja hefur kært Jóhannes Stefánsson til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir rangar sakargiftir. Haft var eftir Jóhannesi í nýlegu blaðaviðtali í Namibíu að hann teldi fyrrverandi vinnuveitendur sína hafa vitneskju um tilræði gegn sér.

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Auglýsing

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hefur lagt fram kæru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á hendur Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra á vegum Samherja á Namibíu, sem lét Wikileaks í té gögn sem varða meintar mútugreiðslur og annað í rekstrinum í Namibíu.

Kæran er, samkvæmt yfirlýsingu á vef Samherja, fyrir rangar sakargiftir og „ýmis ummæli sem Jóhannes, eða fólk á hans vegum, hefur látið falla í fjölmiðlum og víðar að undanförnu“. Staðið hefur verið að fjársöfnun fyrir Jóhannes síðustu vikur, en söfnunin er á vegum erlendra félagasamtaka sem styðja við uppljóstrara.

Á GoFundMe-fjáröflunarsíðu hafa safnast rúmlega 3.600 evrur Jóhannesi til stuðnings, en takmarkið er að safna 75 þúsund evrum.

Fullyrt er á GoFundMe-síðunni að Jóhannes hafi verið fórnarlamb manndrápstilraunar er hann var staddur í Höfðaborg í Suður-Afríku árið 2017. Í frétt namibíska dagblaðsins The Namibian sem birtist 2. mars er haft eftir Jóhannesi að hann telji fyrrverandi vinnuveitendur sína hafa haft fulla vitneskju um tilræðið við sig.

Jóhannes Stefánsson

Á vef Samherja segir að í kærunni komi fram að Jóhannes kunni að hafa með ummælum sínum í þessu viðtali og öðru viðtali reyndar líka „gefið í skyn að forstjóri Samherja hafi á einhvern hátt tengst meintri eitrun og meintum tilraunum til að nema hann á brott.“

Þess krafist að lögreglan rannsaki málið

„Þannig virðist Jóhannes vera að reyna að koma því til leiðar að forstjóri Samherja verði sakaður um þessi brot, þ.e. tilraun til manndráps og tilraun til frelsissviptingar eða einhvers konar hlutdeild eða tengsl við slík brot. Með þessu kunni Jóhannes að hafa gerst sekur um rangar sakargiftir í garð Þorsteins Más Baldvinssonar. Er þess krafist að lögreglurannsókn verði hafin, tekin verði skýrsla af Jóhannesi og gagna aflað frá Suður-Afrískum lögregluyfirvöldum. Þá er lögreglunni bent á það gæti talist eðlilegt að rannsaka í leiðinni hvort fjársvik hafi verið framin í tengslum við fjársöfnunina sem áður er getið,“ segir enn fremur á vef Samherja.

Auglýsing

„Hingað til hef ég ekki brugðist sérstaklega við fullyrðingum og margvíslegum ásökunum Jóhannesar,“ er haft eftir Þorsteini Má á vef Samherja. Hann segir að hann geti hins vegar ekki lengur orða bundist því nú vilji Jóhannes að samstarfsmenn hans meina að hann eða samstarfsmenn han hafi gert tilraun til að ráða honum bana.

„Lengra verður ekki ekki gengið en að bera mönnum á brýn að ætla að ráða menn af dögum. Mér er gróflega misboðið og því er óhjákvæmilegt að spyrna við fótum. Þessu til viðbótar freistar Jóhannes þess nú að blekkja fólk til að leggja fé í söfnun undir þeim formerkjum að honum hafi verið sýnt banatilræði. Þetta er allt saman ósköp dapurlegt,“ er haft eftir forstjóra Samherja á vef fyrirtækisins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki veirð meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Hafa áhyggjur af þróun á fasteignamarkaði
Þróunin á húsnæðismarkaði var meðal þess sem var rætt á síðasta fundi fjármálastöðugleikanefndar en meirihluti nefndarmanna taldi hana benda til vaxandi ójafnvægis.
Kjarninn 28. júlí 2021
Vel yfir 100 smit annan daginn í röð
Í þessum mánuði hafa 810 manns greinst með kórónuveiruna innanlands. Yfir 77 prósent þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar. Síðustu tvo daga hefur smitfjöldinn farið vel yfir 100.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent