Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk

Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.

Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Auglýsing

Búið að er birta lög­mönnum tveggja manna sem hafa verið í haldi frá því um miðjan sept­em­ber í tengslum við rann­sókn á hryðju­verka­mál­inu svo­kall­aða ákæru í mál­inu. Þeir hafa kynnt umbjóð­endum sínum efni ákærunnar og búist er við að málið verði þing­fest í næstu viku.

Þetta stað­festir Sveinn Andri Sveins­son, lög­maður ann­ars mann­anna, í sam­tali við Kjarn­ann. Hann segir að menn­irnir tveir séu ákærðir fyrir brot gegn 100. gr. a. hegn­ing­ar­laga sem fjallar meðal ann­ars um hryðju­verk. 

Þar segir að sá sem hóti því að fremja hryðju­verk skuli sæta refs­ingu með allt að ævi­löngu fang­elsi sé brotið framið í þeim til­gangi „að valda almenn­ingi veru­legum ótta eða þvinga með ólög­mætum hætti íslensk eða erlend stjórn­völd eða alþjóða­stofnun til að gera eitt­hvað eða láta eitt­hvað ógert eða í því skyni að veikja eða skaða stjórn­skipun eða stjórn­mála­leg­ar, efna­hags­legar eða þjóð­fé­lags­legar und­ir­stöður ríkis eða alþjóða­stofn­un­ar.“

Gæslu­varð­hald yfir mönn­unum átti að renna út í dag og hér­aðs­sak­sókn­ari þurfti að birta þeim ákæru til að fá það fram­lengt. Síðar í dag verður farið fram á að menn­irnir tveir sitji áfram í gæslu­varð­haldi í fjórar vikur til við­bót­ar.

Annar mann­anna losn­­aði úr gæslu­varð­haldi degi áður en hann var hand­­tek­inn. Ástæða þess var grunur um vopna­laga­brot fyrr á þessu ári. 

Stjórn­mála­menn og verka­lýðs­leið­togi á meðal þeirra sem þeir ræddu

Þann 21. sept­­em­ber 2022 hand­tók sér­­­sveit rík­­is­lög­­reglu­­stjóra fjóra menn í umfangs­­miklum aðgerð­um, ann­­ars vegar í Holta­­smára í Kópa­vogi og hins vegar í iðn­­að­­ar­hús­næði í Mos­­fells­bæ. Um tíma tóku um 50 lög­­­reglu­­menn þátt í þeim. Menn­irnir fjórir voru grun­aðir um að hafa staðið að und­ir­­bún­­ingi hryðju­verka. Tveir þeirra, menn á þrí­tugs­aldri, voru síðar úrskurð­aðir í gæslu­hald og hafa setið í slíku alla tíð síð­an. Hinum tveimur var sleppt skömmu eftir hand­­töku. Rann­­sókn lög­­­reglu hefur meðal ann­­ars snú­ist um að kanna hvort menn­irnir teng­ist nor­rænum öfga­­sam­tök­­um. 

Auglýsing
Fjór­menn­ing­arnir höfðu verið til rann­­sóknar vikum sam­­an. Þeir eru grun­aðir um að hafa fram­­leitt skot­vopn með þrí­­vídd­­ar­­prentum og safnað að sér umtals­verðu magni af hefð­bundn­­ari skot­vopn­­um. Á meðal þeirra vopna sem fund­ust á þeim stöðum sem leitað var voru skamm­­byssur og hríð­­skota­­bys­s­­ur, en skot­vopnin skiptu tugum og skot­­færin sem menn­irnir höfðu undir höndum þús­und­­um. Sum vopnin voru hálf­­­sjálf­­virk.

Á upp­­lýs­inga­fundi lög­­regl­unnar í sept­em­ber kom fram að árás­­irnar hefðu meðal ann­ars átt að bein­­ast að Alþingi og lög­­­reglu. Morg­un­­blaðið hafði í kjöl­farið eftir heim­ild­­ar­­mönnum sínum að menn­irnir hefðu sýnt árs­há­­tíð lög­­­reglu­­manna, sem halda átti skömmu eftir að menn­irnir voru hand­tekn­ir, sér­­stakan áhuga. Í blað­inu kom einnig fram að á meðal þess sem hafi fund­ist við hús­­leit lög­­­reglu hafi verið þjóð­ern­is­of­­stæk­is­á­róð­­ur. Á meðal ætl­­aðra fyr­ir­­mynda mann­anna hafi verið And­ers Behring Breivik, sem myrti 77 ein­stak­l­inga í Osló og Útey árið 2011.

Á RÚV var greint frá því að menn­irnir tveir hefðu rætt sín á milli um að fremja fjöldamorð og nefnt lög­­­reglu­­menn, Alþingi og fleira í því sam­hengi. Þetta hafi komið fram í síma- og tölvu­­gögnum sem fund­ist hafi. Á meðal þeirra sem nefndir voru í sam­tölum mann­anna voru Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, Gunnar Smári Egils­son, for­maður fram­kvæmda­stjórnar Sós­í­alista­flokks Íslands, Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra, Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírat­ar, og Helgi Hrafn Gunn­ars­son og Smári McCart­hy, fyrr­ver­andi þing­maður Pírata. Allt þetta fólk var boðað til skýrslu­töku vegna máls­ins. 

Sam­­kvæmt almennum hegn­ing­­ar­lögum á að refsa fyrir hryðju­verk með allt að ævi­löngu fang­elsi.

Faðir rík­is­lög­reglu­stjóra sagður hafa selt þeim vopn

Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir rík­is­lög­reglu­stjóri þurfti að segja sig frá rann­sókn máls­ins eftir að það kom í ljós að faðir henn­ar, Guð­jón Valdi­mars­son vopna­sali,  hefði verið nefndur í yfir­heyrsl­um. Það gerði hún að kvöldi dags 28. sept­em­ber. Þann sama dag hafði faðir hennar verið yfir­heyrður á heim­ili sínu og fengið stöðu sak­born­ings við rann­sókn máls­ins, en hann er grun­aður um vopna­laga­brot. 

Menn­irnir tveir sem nú hafa verið ákærðir fyrir hryðju­verk báru við yf­ir­heyrsl­ur að hálf­­­sjálf­­virkt skot­vopn í þeirra fór­um væri feng­ið frá Guð­jóni. Hann neit­aði því þegar lög­regla spurði hann um það.

Hægt er að lesa umfjöllun Stund­ar­innar um yfir­heyrsl­una yfir Guð­jóni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent