Inneignir og gjafabréf frá Icelandair munu gilda í innanlandsfluginu og til Grænlands

Icelandair gaf í fyrra út inneignarnótur fyrir rúma 12 milljarða íslenskra króna. Þeir sem eiga inneign eða gjafabréf munu geta bókað sér flug innanlands eða til Grænlands, eftir samþættinguna við Air Iceland Connect.

Átt þú inneign hjá Icelandair vegna meginlandsferðar sem ekki var hægt að fara í út af heimsfaraldrinum? Þá getur þú tekið flugið innanlands í staðinn.
Átt þú inneign hjá Icelandair vegna meginlandsferðar sem ekki var hægt að fara í út af heimsfaraldrinum? Þá getur þú tekið flugið innanlands í staðinn.
Auglýsing

Þegar vöru­merki Air Iceland Conn­ect verður lagt niður og bók­anir á inn­an­lands­flugi fær­ast inn í bók­un­ar­vél Icelandair verður hægt að nota ferða­inn­eignir og gjafa­bréf hjá Icelandair til þess að bóka inn­an­lands­flug og einnig flug til Græn­lands.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur á upp­lýs­inga­síðu á vef Icelanda­ir, þar sem farið er yfir hvernig breyt­ing­arnar sem fylgja sam­þætt­ingu Air Iceland Conn­ect og Icelandair snerta við­skipta­vini félags­ins.

Icelandair Group til­kynnti í morgun að frá og með 16. mars myndi vöru­merkið Air Iceland Conn­ect heyra sög­unni til og markar það eins konar loka­hnykk á sam­þætt­ing­ar­ferli sem hófst með því að inn­an­lands­flugið rann inn í starf­semi Icelandair í mars í fyrra.

Ljóst er að margir eiga inn­eignir hjá Icelandair vegna flug­ferða sem ekki hafa verið farnar vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. Í upp­gjöri Icelandair Group fyrir árið 2020 segir að alls hafi verið gefnar út ferða­inn­eignir fyrir 94,2 millj­ónir doll­ara í fyrra, jafn­virði rúm­lega 12 millj­arða króna, á gengi dags­ins í dag.

Þá bæt­ast við gjafa­bréf og annað flug sem fólk er búið að greiða fyrir hjá félag­inu, en alls voru seldir ónot­aðir far­miðar og inn­eignir metnar á yfir 157 millj­ónir dala um ára­mót. Það eru rúm­lega 20 millj­arðar króna.

Ekki lengur hægt að bóka til Fær­eyja né áfanga­staða Nor­landair

Á vef Air Iceland Conn­ect hefur verið hægt að bóka flug með fær­eyska flug­fé­lag­inu Atl­antic Airways til Fær­eyja og sömu­leiðis á áfanga­staði Nor­landa­ir. Það verður ekki hægt að bóka þessi flug á vef Icelandair og vísar Icelandair á vefi þess­ara sam­starfs­að­ila sinna.

Nor­landair flýgur til Vopna­fjarð­ar, Þórs­hafn­ar, Gríms­eyj­ar, Bíldu­dals og Gjög­urs. Fram kemur á vef Icelandair að félögin muni áfram vinna þétt saman og engin breyt­ing verði á þjón­ustu við far­þega frá Akur­eyr­ar­flug­velli né Reykja­vík­ur­flug­velli.

Börn munu áfram fá 50 pró­sent afslátt inn­an­lands

Icelandair bendir við­skipta­vinum sínum á að börn muni áfram fá 50 pró­sent afslátt af almennum far­gjöldum inn­an­lands, en í til­kynn­ingu félags­ins frá því í morgun kom fram að vinna stæði yfir við end­ur­mat á vörum og þjón­ustu í inn­an­lands­flugi. Leyfi­leg þyngd á inn­rit­uðum far­angri inn­an­lands fer úr 20 kílóum upp í 23 kíló við sam­þætt­ing­una.

Auglýsing

Hjá Air Iceland Conn­ect hefur verið hægt að kaupa svo­kallað Flug­frelsi, sem eru afslátt­ar­far­gjöld fyrir þá sem ferð­ast oft. Þegar fólk kaupir Flug­frelsi er það að kaupa inn­eign upp í sex flug­leggi inn­an­lands.

Eftir yfir­færsl­una þann 16. mars verður sölu Flug­frelsis hætt og breyt­ingar verða sömu­leiðis á skil­málum og þjón­ustu Flug­kappa og Flug­fé­laga, sem eru svipuð afslátt­ar­far­gjöld fyrir ungt fólk og börn. Icelandair segir að skil­málar útstand­andi ferða­inn­eigna sem keyptar eru fyrir 16. mars verði óbreytt­ir.

Fleiri vild­ar­punktar í inn­an­lands­flugi

Fram kemur á vef Icelandair að félagar í fríð­inda­klúbbnum Saga Club muni nú fá fleiri Vild­ar­punkta út á hvert inn­an­lands­flug en verið hef­ur.

Economy-far­gjöld Icelandair munu leysa far­gjöld Air Iceland Conn­ect, sem heita Létt, Klassíkt og Fríð­indi af hólmi.

Munu þeir sem ferð­ast á Economy Light inn­an­lands nú fá 500 punkta í stað 200 áður, þeir sem velja Economy Stand­ard fá 1.000 punkta í stað 500 áður og þeir sem velja Economy Flex-far­gjöld fá 1.500 punkta í stað 1.000 áður.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent