Inneignir og gjafabréf frá Icelandair munu gilda í innanlandsfluginu og til Grænlands

Icelandair gaf í fyrra út inneignarnótur fyrir rúma 12 milljarða íslenskra króna. Þeir sem eiga inneign eða gjafabréf munu geta bókað sér flug innanlands eða til Grænlands, eftir samþættinguna við Air Iceland Connect.

Átt þú inneign hjá Icelandair vegna meginlandsferðar sem ekki var hægt að fara í út af heimsfaraldrinum? Þá getur þú tekið flugið innanlands í staðinn.
Átt þú inneign hjá Icelandair vegna meginlandsferðar sem ekki var hægt að fara í út af heimsfaraldrinum? Þá getur þú tekið flugið innanlands í staðinn.
Auglýsing

Þegar vöru­merki Air Iceland Conn­ect verður lagt niður og bók­anir á inn­an­lands­flugi fær­ast inn í bók­un­ar­vél Icelandair verður hægt að nota ferða­inn­eignir og gjafa­bréf hjá Icelandair til þess að bóka inn­an­lands­flug og einnig flug til Græn­lands.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur á upp­lýs­inga­síðu á vef Icelanda­ir, þar sem farið er yfir hvernig breyt­ing­arnar sem fylgja sam­þætt­ingu Air Iceland Conn­ect og Icelandair snerta við­skipta­vini félags­ins.

Icelandair Group til­kynnti í morgun að frá og með 16. mars myndi vöru­merkið Air Iceland Conn­ect heyra sög­unni til og markar það eins konar loka­hnykk á sam­þætt­ing­ar­ferli sem hófst með því að inn­an­lands­flugið rann inn í starf­semi Icelandair í mars í fyrra.

Ljóst er að margir eiga inn­eignir hjá Icelandair vegna flug­ferða sem ekki hafa verið farnar vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. Í upp­gjöri Icelandair Group fyrir árið 2020 segir að alls hafi verið gefnar út ferða­inn­eignir fyrir 94,2 millj­ónir doll­ara í fyrra, jafn­virði rúm­lega 12 millj­arða króna, á gengi dags­ins í dag.

Þá bæt­ast við gjafa­bréf og annað flug sem fólk er búið að greiða fyrir hjá félag­inu, en alls voru seldir ónot­aðir far­miðar og inn­eignir metnar á yfir 157 millj­ónir dala um ára­mót. Það eru rúm­lega 20 millj­arðar króna.

Ekki lengur hægt að bóka til Fær­eyja né áfanga­staða Nor­landair

Á vef Air Iceland Conn­ect hefur verið hægt að bóka flug með fær­eyska flug­fé­lag­inu Atl­antic Airways til Fær­eyja og sömu­leiðis á áfanga­staði Nor­landa­ir. Það verður ekki hægt að bóka þessi flug á vef Icelandair og vísar Icelandair á vefi þess­ara sam­starfs­að­ila sinna.

Nor­landair flýgur til Vopna­fjarð­ar, Þórs­hafn­ar, Gríms­eyj­ar, Bíldu­dals og Gjög­urs. Fram kemur á vef Icelandair að félögin muni áfram vinna þétt saman og engin breyt­ing verði á þjón­ustu við far­þega frá Akur­eyr­ar­flug­velli né Reykja­vík­ur­flug­velli.

Börn munu áfram fá 50 pró­sent afslátt inn­an­lands

Icelandair bendir við­skipta­vinum sínum á að börn muni áfram fá 50 pró­sent afslátt af almennum far­gjöldum inn­an­lands, en í til­kynn­ingu félags­ins frá því í morgun kom fram að vinna stæði yfir við end­ur­mat á vörum og þjón­ustu í inn­an­lands­flugi. Leyfi­leg þyngd á inn­rit­uðum far­angri inn­an­lands fer úr 20 kílóum upp í 23 kíló við sam­þætt­ing­una.

Auglýsing

Hjá Air Iceland Conn­ect hefur verið hægt að kaupa svo­kallað Flug­frelsi, sem eru afslátt­ar­far­gjöld fyrir þá sem ferð­ast oft. Þegar fólk kaupir Flug­frelsi er það að kaupa inn­eign upp í sex flug­leggi inn­an­lands.

Eftir yfir­færsl­una þann 16. mars verður sölu Flug­frelsis hætt og breyt­ingar verða sömu­leiðis á skil­málum og þjón­ustu Flug­kappa og Flug­fé­laga, sem eru svipuð afslátt­ar­far­gjöld fyrir ungt fólk og börn. Icelandair segir að skil­málar útstand­andi ferða­inn­eigna sem keyptar eru fyrir 16. mars verði óbreytt­ir.

Fleiri vild­ar­punktar í inn­an­lands­flugi

Fram kemur á vef Icelandair að félagar í fríð­inda­klúbbnum Saga Club muni nú fá fleiri Vild­ar­punkta út á hvert inn­an­lands­flug en verið hef­ur.

Economy-far­gjöld Icelandair munu leysa far­gjöld Air Iceland Conn­ect, sem heita Létt, Klassíkt og Fríð­indi af hólmi.

Munu þeir sem ferð­ast á Economy Light inn­an­lands nú fá 500 punkta í stað 200 áður, þeir sem velja Economy Stand­ard fá 1.000 punkta í stað 500 áður og þeir sem velja Economy Flex-far­gjöld fá 1.500 punkta í stað 1.000 áður.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent