Air Iceland Connect heyrir brátt sögunni til

Unnendur íslenskrar tungu hváðu þegar heiti Flugfélags Íslands var breytt í Air Iceland Connect vorið 2017. Síðar í mánuðinum verður innanlandsflug félagsins samþætt við vörumerki Icelandair og vörumerkið Air Iceland Connect lagt niður.

Air iceland connect
Auglýsing

Frá og með þriðju­deg­inum 16. mars næst­kom­andi munu leiða­kerfi Air Iceland Conn­ect og Icelandair verða að einu leiða­kerfi og sölu- og mark­aðs­starf sam­ein­ast undir vöru­merki Icelanda­ir. Vörur og þjón­usta Icelanda­ir, inn­an­lands sem utan, verða þannig sam­ræmdar og aðgengi­legar á einum stað á vef Icelanda­ir. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Icelanda­ir.

Þar segir að mark­miðið með sam­þætt­ingu félag­anna sé að tryggja sjálf­bæra fram­tíð inn­an­lands­flugs Icelandair Group sem og flugs á vest­nor­rænum mark­aðs­svæð­um, og á sama tíma styrkja og ein­falda rekstur félags­ins í heild.

„Eitt öfl­ugt vöru­merki, ein­faldað bók­un­ar­ferli og sam­þættar dreifi­leiðir gera Icelandair kleift að bjóða heild­stætt vöru- og þjón­ustu­úr­val til allra áfanga­staða félags­ins, inn­an­lands sem utan, á einum stað og bæta þannig upp­lifun við­skipta­vina. Flug­rekstr­ar­leyfi félag­anna verða áfram aðskilin en eftir sam­þætt­ing­una verða inn­an­lands- og svæð­is­bundin flug á FI flug­núm­erum Icelanda­ir. Þá stuðlar sam­þætt­ingin að veru­legum sam­legð­ar­á­hrifum í rekstri félags­ins, svo sem með sam­ein­ingu yfir­stjórn­ar, stoð­deilda og kerfa,“ segir í til­kynn­ingu frá Icelandair sem barst til fjöl­miðla í morg­un­.

Sam­ein­uðu félögin í fyrra

Vöru­merkið Air Iceland Conn­ect var kynnt til leiks sem nýtt nafn hins rót­gróna Flug­fé­lags Íslands árið 2017, en á þeim tíma var inn­an­lands­flugið í dótt­ur­fé­lagi innan sam­stæðu Icelandair Group. Fyrir tæpu ári, þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn var byrj­aður að herja á heim­inn, til­kynnti Icelandair Group að starf­semi inn­an­lands­flugs­ins og alþjóða­flugs­ins yrði sam­ein­uð. Þá var staða fram­kvæmda­stjóra Air Iceland Conn­ect lögð nið­ur, en nú er þess­ari sam­þætt­ingu sem boðuð var að ljúka að fullu og síðar í mán­uð­inum mun vöru­merki Air Iceland Conn­ect heyra sög­unni til.

Fram kemur í til­kynn­ingu Icelandair að áfanga­staðir um allt land verði sýni­legri á heima­síðu Icelandair í gegnum eina leit, einn far­miða og teng­ingu við leiða­kerfið í Evr­ópu og Norður Amer­íku. Einnig segir í til­kynn­ingu félags­ins að teng­ing við vöru­merki Icelandair muni „lyfta inn­lendum áfanga­stöðum upp alþjóð­lega“ þar sem vöru­merki Icelandair sé vel þekkt á lyk­il­mörk­uðum félags­ins.

Flug­frelsi hættir í sölu 16. mars

Icelandair segir að nú standi yfir vinna við end­ur­mat á vörum og þjón­ustu í inn­an­lands­flug­inu. „Eftir yfir­færsl­una þann 16. mars næst­kom­andi verður sölu Flug­frelsis hætt og breyt­ingar verða á skil­málum og þjón­ustu Flug­kappa og Flug­fé­laga. Skil­málar útstand­andi ferða­inn­eigna sem keyptar eru fyrir yfir­færsl­una eru óbreyttir en sú breyt­ing verður á að þjón­usta við við­skipta­vini fer fram í gegnum þjón­ustu­ver Icelanda­ir. Auk þess er unnið að þróun nýrra lausna sem kynntar verða á vor­mán­uð­u­m,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Icelandair mun áfram fljúga til Akur­eyr­ar, Egils­staða, Ísa­fjarðar og Vest­manna­eyja. „Þá hafa Air Iceland Conn­ect og Nor­landair átt í sam­starfi um flug til nokk­urra áfanga­staða á Íslandi til við­bót­ar, svo sem til Bíldu­dals og Gjög­urs frá Reykja­vík, ásamt flugi til Gríms­eyj­ar, Vopna­fjarðar og Þórs­hafnar frá Akur­eyri. Hægt hefur verið að kaupa flug­miða á þessa áfanga­staði í einum miða í gegnum bók­un­ar­síðu Air Iceland Conn­ect. Eftir sam­þætt­ingu Air Iceland Conn­ect og Icelandair breyt­ist sam­starf Nor­landair við félagið þannig að flug á áfanga­staði Nor­landair verða ein­ungis fáan­leg á heima­síðu þeirra en ekki í gegnum bók­un­ar­síðu Icelanda­ir. Félögin munu þó áfram vinna þétt saman og engin breyt­ing verður á þjón­ustu við far­þega frá Akur­eyr­ar­flug­velli né Reykja­vík­ur­flug­velli,“ segir í til­kynn­ingu Icelanda­ir.

Bogi Nils segir vonir standa til að túristum í inn­an­lands­flugi fjölgi

„Ég er sann­færður um að sam­þætt­ing félag­anna verði far­sælt skref og muni stuðla að sterkara flug­fé­lagi og betri flug­sam­göng­um,“ er haft eftir Boga Nils Boga­syni for­stjóra Icelandair Group í frétta­til­kynn­ingu félags­ins.

„Ís­lend­ingar reiða sig á öfl­ugt inn­an­lands­flug og með þessu skrefi styrkjum við það enn frekar og ætlum okkur að bjóða sam­keppn­is­hæf verð og leggja áfram áherslu á per­sónu­lega þjón­ustu. Að því sögðu er um stórt og flókið verk­efni að ræða sem við munum taka í nokkrum skref­um. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á góð sam­skipti við við­skipta­vini og sam­tal við helstu hag­að­ila um land allt um hvernig við þróum inn­an­lands­flugið áfram með þarfir og upp­lifun við­skipta­vina okkar í huga,“ segir Bogi.

Haft er eftir honum að til lengri tíma litið standi vonir félags­ins til þess að það tak­ist að fjölga ferða­mönnum í inn­an­lands­flugi, sökum þess að fram­boð inn­an­lands­flugs verði nú áber­andi í bók­un­ar­vélum Icelanda­ir.

„Það myndi styrkja lyk­ilá­fanga­staði okkar um allt land og skila sér til við­skipta­vina okkar í auk­inni tíðni og betri þjón­ust­u,“ segir Bogi Nils.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent