Sameina starfsemi Air Iceland Connect og Icelandair

Staða framkvæmdastjóra Air Iceland Connect verður lögð niður og starfsemi margra sviða þess sameinuð Icelandair.

Air iceland connect
Auglýsing

Ákveð­ið hefur verið að sam­þætta rekstur Air Iceland Conn­ect og Icelanda­ir. Air Iceland Conn­ect er dótt­ur­fé­lag Icelandair Group og sinnir inn­an­lands­flugi og ­á­ætl­un­ar­flugi til Græn­lands.

Air Iceland Conn­ect hét áður Flug­fé­lag Ísl­ans.

Í frétta­til­kynn­ingu kemur fram að starf­semi félag­anna verði sam­ein­uð, svo sem flug­rekstr­ar­svið, sölu- og mark­aðs­mál, mannauðs­mál, fjár­mála­svið og ­upp­lýs­inga­tækni.

Auglýsing

Félög­in verða þó áfram með aðskilin flug­rekstr­ar­leyfi og áhafnir Air Iceland Conn­ect­ verða áfram starfs­menn þess félags. Staða fram­kvæmda­stjóra Air Iceland Conn­ect­ verður sam­hliða lögð nið­ur.

Árni Gunn­ars­son, nú­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Air Iceland Conn­ect, mun taka við sem fram­kvæmda­stjóri Iceland Tra­vel á næstu vik­um, en Björn Víglunds­son mun láta af ­störf­um, segir í til­kynn­ing­unni.

„Árni mun vinna náið með stjórn­endum Icelandair að sam­þætt­ingu rekstrar flug­fé­lag­anna og mun Björn áfram stýra Iceland Tra­vel á meðan á þess­ari vinnu stend­ur.“

Árn­i G­unn­ars­son hefur starfað hjá Air Iceland Conn­ect frá árinu 1999, fyrst sem ­sölu- og mark­aðs­stjóri, og sem fram­kvæmda­stjóri félags­ins frá árinu 2005. Hann hefur ára­tug­a­reynslu af stjórn­un­ar­störfum í ferða­þjón­ustu, bæði á Íslandi og í Þýska­landi, og er með M.Sc. gráðu í hag­fræði frá Háskól­anum í Augs­burg í Þýska­landi. Iceland Tra­vel er dótt­ur­fé­lag Icelandair Group og sér­hæfir sig í skipu­lagn­ingu ferða fyrir erlenda ferða­menn á Íslandi.

„Í því á­standi sem nú ríkir erum við að leita allra leiða til hag­ræð­ingar í rekstri Icelandair Group og teljum við mikil tæki­færi í því að sam­þætta flug­rekst­ur okkar enn frekar,“ er haft eftir Boga Nils Boga­syni, for­stjóra Icelandair Group í til­kynn­ingu. „Um leið og ég þakka Árna Gunn­ars­syni fyrir mik­il­vægt fram­lag við upp­bygg­ingu Air Iceland Conn­ect á síð­ustu 15 árum, býð ég hann vel­kom­inn til starfa á nýjum vett­vangi innan félags­ins. Á sama tíma vil ég þakka Birn­i Víglunds­syni fyrir mjög gott starf og mikið fram­lag til Icelandair Group ­sam­stæð­unn­ar.“ 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent