Sameina starfsemi Air Iceland Connect og Icelandair

Staða framkvæmdastjóra Air Iceland Connect verður lögð niður og starfsemi margra sviða þess sameinuð Icelandair.

Air iceland connect
Auglýsing

Ákveð­ið hefur verið að sam­þætta rekstur Air Iceland Conn­ect og Icelanda­ir. Air Iceland Conn­ect er dótt­ur­fé­lag Icelandair Group og sinnir inn­an­lands­flugi og ­á­ætl­un­ar­flugi til Græn­lands.

Air Iceland Conn­ect hét áður Flug­fé­lag Ísl­ans.

Í frétta­til­kynn­ingu kemur fram að starf­semi félag­anna verði sam­ein­uð, svo sem flug­rekstr­ar­svið, sölu- og mark­aðs­mál, mannauðs­mál, fjár­mála­svið og ­upp­lýs­inga­tækni.

Auglýsing

Félög­in verða þó áfram með aðskilin flug­rekstr­ar­leyfi og áhafnir Air Iceland Conn­ect­ verða áfram starfs­menn þess félags. Staða fram­kvæmda­stjóra Air Iceland Conn­ect­ verður sam­hliða lögð nið­ur.

Árni Gunn­ars­son, nú­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Air Iceland Conn­ect, mun taka við sem fram­kvæmda­stjóri Iceland Tra­vel á næstu vik­um, en Björn Víglunds­son mun láta af ­störf­um, segir í til­kynn­ing­unni.

„Árni mun vinna náið með stjórn­endum Icelandair að sam­þætt­ingu rekstrar flug­fé­lag­anna og mun Björn áfram stýra Iceland Tra­vel á meðan á þess­ari vinnu stend­ur.“

Árn­i G­unn­ars­son hefur starfað hjá Air Iceland Conn­ect frá árinu 1999, fyrst sem ­sölu- og mark­aðs­stjóri, og sem fram­kvæmda­stjóri félags­ins frá árinu 2005. Hann hefur ára­tug­a­reynslu af stjórn­un­ar­störfum í ferða­þjón­ustu, bæði á Íslandi og í Þýska­landi, og er með M.Sc. gráðu í hag­fræði frá Háskól­anum í Augs­burg í Þýska­landi. Iceland Tra­vel er dótt­ur­fé­lag Icelandair Group og sér­hæfir sig í skipu­lagn­ingu ferða fyrir erlenda ferða­menn á Íslandi.

„Í því á­standi sem nú ríkir erum við að leita allra leiða til hag­ræð­ingar í rekstri Icelandair Group og teljum við mikil tæki­færi í því að sam­þætta flug­rekst­ur okkar enn frekar,“ er haft eftir Boga Nils Boga­syni, for­stjóra Icelandair Group í til­kynn­ingu. „Um leið og ég þakka Árna Gunn­ars­syni fyrir mik­il­vægt fram­lag við upp­bygg­ingu Air Iceland Conn­ect á síð­ustu 15 árum, býð ég hann vel­kom­inn til starfa á nýjum vett­vangi innan félags­ins. Á sama tíma vil ég þakka Birn­i Víglunds­syni fyrir mjög gott starf og mikið fram­lag til Icelandair Group ­sam­stæð­unn­ar.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent