Viðskiptaráð hvetur þá sem búa yfir upplýsingum um bótasvik að tilkynna þau

Borist hafa ábendingar til stéttarfélaganna um að starfsfólk sem fyrirtæki hefur sett á hlutabætur sé enn látið vinna fullt starf. Viðskiptaráð fordæmir slík hlutabótasvik.

1. maí 2019 - Kröfuganga
Auglýsing

Við­skipta­ráð Íslands for­dæmir mis­notkun á hluta­bóta­úr­ræðum stjórn­valda sem vinnur gegn mark­miðum þeirra og brýtur gegn öllum við­teknum venjum góðra stjórn­ar­hátta. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Við­skipta­ráði í dag.

Fram hefur komið hjá stétt­ar­fé­lögum að atvinn­u­rek­endur hafi lækkað starfs­hlut­­fall starfs­­manna en kraf­ist vinn­u­fram­lags umfram hið nýja hlut­­fall. Þá kom fram hjá Efl­ingu í gær að borist hefðu ábend­ingar um að starfs­fólk sem fyr­ir­tæki hefur sett á hluta­bætur væri enn látið vinna fullt starf. Fyr­ir­tæki hefðu þannig fært launa­kostnað yfir á ríkið en þegið vinnu starfs­fólks­ins. Um væri að ræða grófa mis­notkun á almannafé sem gengi þvert á mark­mið hluta­bóta­leið­ar­inn­ar.

Í til­kynn­ingu Við­skipta­ráðs segir að stjórn­völd, atvinnu­lífið og lands­menn allir hafi tekið höndum saman til að standa vörð um störf við óvið­jafn­an­legar aðstæð­ur. Í þeirri við­leitni hafi stjórn­völd lagt fram mik­il­vægar og tíma­bundnar ráð­staf­anir í formi hluta­at­vinnu­leys­is­bóta.

Auglýsing

„Við­skipta­ráð Íslands for­dæmir mis­notkun á slíkum úrræðum sem vinnur gegn mark­miðum þeirra og brýtur gegn öllum við­teknum venjum góðra stjórn­ar­hátta. Stuðli atvinnu­rek­andi að slíkum bóta­svikum getur það varðað við hegn­ing­ar­lög. Atvinnu­rek­end­ur, stétt­ar­fé­lög, launa­fólk og aðrir sem búa yfir upp­lýs­ingum um bóta­svik eru hvattir til að til­kynna það til Vinnu­mála­stofn­un­ar,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Sumir ætli að not­færa sér þennan harm­leik

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir á vef­síðu stétt­ar­fé­lags­ins að sumir atvinnu­rek­endur ætli greini­lega að not­færa sér þann harm­leik sem þessi far­aldur er til að rík­i­s­væða kostn­að­inn en halda tekj­un­um. „Þetta er geysi­lega ósvífið gagn­vart atvinnu­leys­is­trygg­ing­ar­sjóði, og kald­rana­leg eig­in­girni á hættu­tím­um.“

Sólveig Anna Jónsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Hún bendir enn fremur á að oft hafi spjótum verið beint að fátæku fólki sem sakað sé um að svindla á bóta­kerf­um. „Nú sjáum við dæmi um að vell­auðug fyr­ir­tæki, sem hafa greitt sér millj­ónir og millj­arða í arð, eru að nýta sér neyð­ar­úr­ræði rík­is­ins. Stjórn­völd þurfa að koma í veg fyrir svik þegar í stað,“ segir hún.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent