Viðskiptaráð hvetur þá sem búa yfir upplýsingum um bótasvik að tilkynna þau

Borist hafa ábendingar til stéttarfélaganna um að starfsfólk sem fyrirtæki hefur sett á hlutabætur sé enn látið vinna fullt starf. Viðskiptaráð fordæmir slík hlutabótasvik.

1. maí 2019 - Kröfuganga
Auglýsing

Við­skipta­ráð Íslands for­dæmir mis­notkun á hluta­bóta­úr­ræðum stjórn­valda sem vinnur gegn mark­miðum þeirra og brýtur gegn öllum við­teknum venjum góðra stjórn­ar­hátta. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Við­skipta­ráði í dag.

Fram hefur komið hjá stétt­ar­fé­lögum að atvinn­u­rek­endur hafi lækkað starfs­hlut­­fall starfs­­manna en kraf­ist vinn­u­fram­lags umfram hið nýja hlut­­fall. Þá kom fram hjá Efl­ingu í gær að borist hefðu ábend­ingar um að starfs­fólk sem fyr­ir­tæki hefur sett á hluta­bætur væri enn látið vinna fullt starf. Fyr­ir­tæki hefðu þannig fært launa­kostnað yfir á ríkið en þegið vinnu starfs­fólks­ins. Um væri að ræða grófa mis­notkun á almannafé sem gengi þvert á mark­mið hluta­bóta­leið­ar­inn­ar.

Í til­kynn­ingu Við­skipta­ráðs segir að stjórn­völd, atvinnu­lífið og lands­menn allir hafi tekið höndum saman til að standa vörð um störf við óvið­jafn­an­legar aðstæð­ur. Í þeirri við­leitni hafi stjórn­völd lagt fram mik­il­vægar og tíma­bundnar ráð­staf­anir í formi hluta­at­vinnu­leys­is­bóta.

Auglýsing

„Við­skipta­ráð Íslands for­dæmir mis­notkun á slíkum úrræðum sem vinnur gegn mark­miðum þeirra og brýtur gegn öllum við­teknum venjum góðra stjórn­ar­hátta. Stuðli atvinnu­rek­andi að slíkum bóta­svikum getur það varðað við hegn­ing­ar­lög. Atvinnu­rek­end­ur, stétt­ar­fé­lög, launa­fólk og aðrir sem búa yfir upp­lýs­ingum um bóta­svik eru hvattir til að til­kynna það til Vinnu­mála­stofn­un­ar,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Sumir ætli að not­færa sér þennan harm­leik

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir á vef­síðu stétt­ar­fé­lags­ins að sumir atvinnu­rek­endur ætli greini­lega að not­færa sér þann harm­leik sem þessi far­aldur er til að rík­i­s­væða kostn­að­inn en halda tekj­un­um. „Þetta er geysi­lega ósvífið gagn­vart atvinnu­leys­is­trygg­ing­ar­sjóði, og kald­rana­leg eig­in­girni á hættu­tím­um.“

Sólveig Anna Jónsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Hún bendir enn fremur á að oft hafi spjótum verið beint að fátæku fólki sem sakað sé um að svindla á bóta­kerf­um. „Nú sjáum við dæmi um að vell­auðug fyr­ir­tæki, sem hafa greitt sér millj­ónir og millj­arða í arð, eru að nýta sér neyð­ar­úr­ræði rík­is­ins. Stjórn­völd þurfa að koma í veg fyrir svik þegar í stað,“ segir hún.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent