Ríkisstjórnin hefur ekki notið meiri stuðnings síðan snemma árs 2018

Ljóst er að kórónuveiran er að hafa mikil áhrif á hið pólitíska landslag. Ríkisstjórnarflokkarnir bæta allir við sig fylgi, frjálslyndu stjórnarandstöðuflokkarnir standa í stað en Miðflokkurinn tapar umtalsverðu fylgi.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur rokið upp í stuðningi síðastliðinn mánuð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur rokið upp í stuðningi síðastliðinn mánuð.
Auglýsing

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina hefur ekki mælst hærri í tvö ár, sam­kvæmt nýjum þjóð­ar­púlsi Gallup. Hann eykst um 11,2 pró­sentu­stig frá könnun sem gerð var í lok febr­úar og er nú 59,4 pró­sent. 

Síð­ast mæld­ist hann í þessum hæðum í lok mars 2018, þegar rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur hafði ein­ungis setið að völdum í fjóra mán­uð­i. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er stærsti flokkur lands­ins sam­kvæmt nýja þjóð­ar­púls­inum með 23,5 pró­sent fylgi. Hann eykur fylgi sitt um 1,5 pró­sentu­stig milli mán­aða. Hinir stjórn­ar­flokk­arnir tveir bæta líka við sig fylgi. Vinstri græn fara úr 11,9 í 13,3 pró­sent og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn úr sjö pró­sentum sléttum í 8,1 pró­sent. Sam­an­lagt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna er því fjórum pró­sentu­stigum hærra en það var fyrir mán­uði og sú fylg­is­aukn­ing dref­ist nokkuð jafnt á flokk­anna þrjá.

Auglýsing
Miðflokkurinn er sá flokkur sem tapar mestu fylgi milli mán­aða, fer úr 14,2 pró­sent í 11,2 pró­sent og missir því þrjú pró­sentu­stig. Sós­í­alista­flokkur Íslands, sem er eini flokk­ur­inn sem mælist reglu­lega með nokk­urt fylgi án þess að eiga full­trúa á Alþingi, fer úr fimm pró­sentum í 3,2 pró­sent. 

Sam­fylk­ingin bætir eilítið við sig og mælist nú með 15,1 pró­sent fylgi, Píratar dala aðeins og mæl­ast með 10,2 pró­sent, og Við­reisn bætir við sig tæpu pró­sentu­stigi og mælist með 11,1 pró­sent fylg­i. 

Flokkur fólks­ins stendur nán­ast í stað milli kann­ana og mælist með 4,2 pró­sent stuðn­ing. 

Nið­ur­stöður sem hér birt­ast um fylgi flokk­anna á lands­vísu eru úr net­könnun sem Gallup gerði dag­ana 2. til 29. mars 2020. Heild­ar­úr­taks­stærð var 10.352 og þátt­töku­hlut­fall var 54,8 pró­sent. Vik­mörk á fylgi við flokka eru 0,1-1,3 pró­sent. Ein­stak­lingar í úrtaki voru handa­hófs­valdir úr Við­horfa­hópi Gallup. Vert er að taka fram að þetta er önnur könn­unin sem Gallup gerir í mars­mán­uð­i. 

fylgi mars 2020

Infogram

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent