Ertu farin að ryðga í reglum um samkomubann? Hér er upprifjun

Meginlínan í samkomubanni er þessi: Það mega ekki fleiri en tuttugu koma saman og alltaf – sama hversu margir eru saman – skal halda tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. Það gildir jafnt á vinnustað, úti í búð og í heimahúsum.

Tveggja metra fjarlægð skal ávallt vera milli fólks, hvar sem það kemur saman.
Tveggja metra fjarlægð skal ávallt vera milli fólks, hvar sem það kemur saman.
Auglýsing

Má ég fara til læknis í sam­komu­banni? En til tann­lækn­is? Hvað með sjúkra­þjálfun? Mega ­börnin mín hitta frændsystk­ini úr öðrum skól­um? Og má ég knúsa barnið mitt og maka?

Þær eru margar spurn­ing­arnar sem vakna í „for­dæma­lausum“ aðstæðum líkt og þeim sem nú eru á  Íslandi. Gott er að rifja upp af hverju sam­komu­bann var sett á og hvað má og hvað má ekki gera á meðan það er í gildi.

Sam­komu­bann­i var upp­haf­lega komið á 15. mars í þeim til­gangi að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dóm­in­um.  Mark­mið yfir­valda er að fækka smitum og hægja á far­aldr­inum enn frekar til að auð­velda heil­brigð­is­kerf­inu að hlúa að þeim sem veikj­ast af COVID-19 ásamt því að sinna annarri bráða­þjón­ustu. Í þessu skyni var á­kveðið að herða enn frekar aðgerðir þann 24. mars.  

Auglýsing

En hvað mun ­sam­komu­bannið vara lengi?

Sam­komu­bann­ið ­gildir til mánu­dags­ins 13. apríl en sótt­varn­ar­læknir hefur lagt það til við heil­brigð­is­ráð­herra að það verði fram­lengt til apr­íll­oka.

Hvaða áhrif hefur sam­komu­bann á minni vinnu­staði?

Á þeim vinnu­stöðum þar sem færri en 20 manns vinna er mælst til þess að haga vinnu­rým­i þannig að hægt sé að hafa 2 metra á milli fólks. Gott er að leit­ast við að ­tak­marka sam­neyti á vinnu­stöðum og nýta fjar­vinnu eins og kostur er.

Þarf að loka stórum vinnu­stöðum í sam­komu­bann­inu?

All­ir vinnu­staðir þurfa að tryggja að ekki séu fleiri en 20 í sama rými á hverj­u­m ­tíma og að hægt sé að hafa 2 metra á milli þess fólks sem eru í vinnu.

Hvernig er ­skóla­haldi háttað í sam­komu­bann­inu?

Tölu­verð­ar­ ­tak­mark­anir eru á skóla­haldi á meðan á sam­komu­bann­inu stend­ur. Í mörg­um til­fellum geta nem­endur ekki mætt í skóla­bygg­ingar heldur stunda nám í fjar­kennslu. Í öðrum til­fellum eru strangar kröfur settar um fjölda og nálægð ­nem­enda.

Tak­mark­an­irn­ar ­gilda um leik­skóla, grunn­skóla, fram­halds­skóla og háskóla en einnig aðr­ar ­mennta­stofn­an­ir, frí­stunda­heim­ili, félags­mið­stöðvar og íþrótta­starf.

  • Fram­halds­skóla­bygg­ingar og há­skóla­bygg­ingar eru lok­aðar og kennsla fer fram í fjar­kennslu eins og hægt er.
  • Grunn­skólar mega hafa kennslu í skóla­bygg­ingum ef þeir tryggja að ekki séu fleiri en 20 nem­endur í söm­u ­kennslu­stofu og að nem­endur bland­ist ekki milli hópa, til dæmis í mötu­neyti eða frí­mín­út­um. Eins þarf að þrífa eða sótt­hreinsa skóla­bygg­ing­arnar eftir hvern dag.
  • Leik­skólar mega hafa opið og halda upp­i­ ­leik­skóla­starfi ef þeir tryggja að börn séu í fámennum hópum og aðskilin eins og kostur er. Eins þarf að þrífa eða sótt­hreinsa leik­skóla­bygg­ing­arnar eft­ir hvern dag.
  • Hlé er gert á íþrótta- og æsku­lýðs­starf­i ­barna og ung­menna, sem felur í sér blöndun hópa, nálægð við aðra og snert­ingu.
  • Skóla­fé­lagar sem ekki eru í sama hópi í skóla­starf­inu ættu ekki að vera í návígi utan skóla.

Á þessu upplýsingaspjaldi eru skýrar myndrænar leiðbeingar um hvað má og má ekki gera meðan COVID-19 faraldurinn gengur yfir. Mynd: Almannavarnir

Hvað mun­u ­tak­mark­anir á skóla­starfi vara lengi?

Þess­ar ­tak­mark­anir verða í stöð­ugu end­ur­mati þannig að hægt sé að draga úr þeim eða þá ­lengja tíma­bilið sem þær gilda ef þörf þyk­ir.

Af hverju er fram­halds- og háskólum lokað en ekki grunn- og leik­skól­um?

Lítið er um að börn og ung­menni fái alvar­leg ein­kenni vegna COVID-19 og þau verða sjaldn­ar al­var­lega veik en full­orðn­ir. Eldri nem­endur eru einnig í betri aðstöðu til­ þess að sinna fjar­námi en yngri nem­end­ur. Skól­arnir eru sam­fé­lags­lega ­mik­il­vægir og brýnt að nem­endur hafi tæki­færi til þess að sinna sínu námi, þó ­náms­fyr­ir­komu­lagið kunni að breyt­ast tíma­bund­ið.

Hvernig á að haga leikjum barna við vini og félaga utan skóla­tíma?

Það er mik­il­vægt að for­ráða­menn barna dragi úr fjölda ein­stak­linga í tengsla­neti barna ­sinna utan skóla­tíma. Hér eru ítar­legri leið­bein­ing­ar:

  • Skóla­fé­lag­ar ­sem ekki eru í sama hópi í skóla­starf­inu ættu ekki að vera í návígi utan skóla.
  • Hafi ­börnin þroska til að fara eftir leið­bein­ingum sem snúa að minni snert­ingu við vini er ekki úti­lokað að þau geti hist í leikj­um. Leik­irnir mega ekki fela í sér beina snert­ingu, notkun á sam­eig­in­legum leik­föngum eða bún­aði sem snert­ur er með berum hönd­um.
  • Börn og ung­menni ættu ávallt að þvo sér vel um hendur bæði áður en þau hitta félaga sína og eftir að þau koma heim.
  • Fjöl­skyldur ættu að hafa í huga að ef börnin umgang­ast mikið vini eða frændsystk­ini úr öðrum skólum eða skóla­hópum þá verður til teng­ing milli hópa ­sem ann­ars væru aðskild­ir. Slíkt ætti að forð­ast eins og kostur er.
  • Fjöl­skyldur eru hvattar til að nýta sér tækn­ina til að halda góðum tengslum við ást­vini sem eru í áhættu­hópum vegna COVID-19 sýk­inga, eldra fólk og fólk með­ und­ir­liggj­andi sjúk­dóma.
  • Einnig væri hægt að nota tæki­færið að kenna börn­unum að skrifa sendi­bréf og æfa í leið­inn­i ­skrift, staf­setn­ingu, virkja ímynd­un­ar­aflið og hugsa í lausnum þegar kemur að sam­skipt­u­m við ást­vini okk­ar.
  • Og varð­and­i heim­ili þar sem sumir eru í sótt­kví en aðrir ekki:

Varð­and­i heim­ili þar sem sumir eru í sótt­kví en aðrir ekki:

  • Börn sem hafa þroska og getu til að sinna eigin hrein­læti og halda við­eig­andi fjar­lægð við ­for­eldra sem eru í sótt­kví sem og við skóla­fé­laga geta áfram sinnt námi í skóla­stofu. Mik­il­vægt er að gæta að hrein­læti t.d. nota sér sal­ern­is­að­stöðu.
  • For­eldr­ar ­stálp­aðra barna sem eru í sótt­kví og geta haldið við­eig­andi fjar­lægð frá börn­un­um ­meðan á sótt­kví stendur geta áfram sinnt vinnu á vinnu­stað ef fjar­vinna er ekki í boði.
  • Heim­il­ið verður allt að fara í sótt­kví ef börn hafa ekki þroska eða getu til að virða þær ráð­staf­anir sem gilda í sótt­kví. Önnur leið til að leysa slíkt væri ef þeir ­sem ekki eru í sótt­kví færu eitt­hvað annað á meðan á henni stend­ur.

Hvað með fólk á sama heim­ili?

Tveggja ­metra reglan gildir líka í sam­skiptum við fjöl­skyldu og vini, hvort sem fólk hitt­ist úti eða inni. „Við höfum aðeins séð þetta að vina­hópar eru að hittast og spila og gleyma sér og hafa gam­an, eins og við viljum gera, en þá er hóp­ur­inn kom­inn saman og svo fer ein­hver heim til sín og þar er til dæm­is­ ein­hver mamman orðin full­orðin eða er með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma eða eitt­hvað slíkt, og þá er maður hugs­an­lega búinn að taka smit­hættu með sér inn á heim­il­ið, þannig að við þurfum alltaf að vera að hugsa um þetta,“ sagði Víðir Reyn­is­son, ­yf­ir­lög­reglu­þjónn hjá almanna­vörnum í sam­tali við RÚV. Það marg­fald­i smit­hætt­una ef fólk virðir ekki þessi tveggja metra mörk í sam­skipt­um.



Þetta eig­i líka við þegar fólk fer saman í göngutúr eða aðra úti­vist, alltaf þurfi að gæta að tveggja metra regl­unni til að fyr­ir­byggja smit.

Víðir seg­ist til dæmis bara knúsa þá úr fjöl­skyld­unni sem búa á sama heim­ili og hann. „Ég knúsa kon­una mína og dóttur mína, við búum á sama heim­il­inu og við erum þétt ­saman alla daga, en ég knúsa ekki son minn og tengda­dóttur því að þau eru á öðru heim­ili. Þannig að við heilsumst bara úr tveggja metra fjar­lægð og það verður gott í sumar að knúsa þau.“

Hvað með­ sund­laug­ar, lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar, sól­baðs­stofur o.fl. í sam­komu­banni?

All­ar sund­laugar eru lok­að­ar.

All­ar lík­ams­rækt­ar­stöðvar eiga að vera lok­að­ar, hvort sem þær eru með tæki (eins og í tækja­söl­u­m), sam­eig­in­leg lóð eins og í cross­fit-sal, eða annan sam­eig­in­legan ­bún­að.

Sól­baðs­stof­ur eiga að vera lok­aðar og gildir þá einu þótt hægt sé að hafa tveggja metra bil á milli fólks. Ástæðan er mikil smit­hætta af sam­eig­in­legum bún­aði.

All­ar tattú­stofur skulu vera lok­aðar og allar nudd­stof­ur.

Er allt ­skemmt­ana­hald bannað  í sam­komu­banni?

Skemmt­an­ir ­með fleiri en 20 manns eru bann­að­ar. Því er ljóst að svig­rúm til skemmt­ana­halds­ er lítið sem ekk­ert. Sé engu að síður um minni sam­kvæmi að ræða er mik­il­vægt að virða regl­una um að hafa a.m.k. tveggja metra fjar­lægð á milli fólks.

Nær ­sam­komu­bannið til úti­sam­koma?

Já. Um slíkar sam­komur gilda sömu reglur og fyrir sam­komur sem haldnar eru inn­an­dyra, bæði hvað varðar fjölda og hversu mikið pláss þarf að vera hægt að hafa milli­ ­fólks.

Geta ­trú­ar­legar athafnir farið fram í sam­komu­banni?

Tak­mörkun á sam­komum tekur einnig til trú­arat­hafna, séu þar sam­an­komnir fleiri en 20 manns, þar með taldir þeir sem stýra athöfn­inni. Um getur verið að ræða útfar­ir, ­gift­ing­ar, ferm­ing­ar, skírnir og sam­bæri­legar athafn­ir, hvort sem er í kirkju eða á öðrum stöð­um. Í reynd þýðir þetta að lítið sem ekk­ert svig­rúm er til hefð­bund­inna ­at­hafna af þessu tagi.

Geta veisl­ur farið fram í sam­komu­banni?

Veisl­ur, mat­ar­boð og öll önnur til­efni þar sem fólk kemur saman í heima­húsi, í veislu­söl­um, utandyra eða á öðrum stöðum eru bann­aðar séu fleiri en 20 manns við­stadd­ir. Við minni sam­kvæmi þarf að tryggja að fjar­lægð á milli ein­stak­linga sé a.m.k. 2 metr­ar.

Geta ­í­þrótta­við­burðir farið fram í sam­komu­banni?

Allt íþrótta­starf ­barna og full­orð­inna þar sem nálægð er minni en tveir metrar eða ein­hver ­sam­eig­in­leg notkun á bún­aði er fyrir hendi er bann­að. Þetta á líka við um ­stærri bún­að, s.s. skíða­lyft­ur.

Hvað með versl­anir í sam­komu­banni?

Ekki stend­ur til að loka versl­unum en versl­anir þurfa að gæta að því að ekki séu fleiri en 20 ein­stak­lingar inni í versl­un­ar­rým­inu á sama tíma.

Und­an­tekn­ing­in er mat­vöru­versl­anir og lyfja­búðir sem mega hafa allt að 100 manns inni í ein­u að því gefnu að gætt sé að því að tveir metrar séu á milli ein­stak­linga. Þá er mat­vöru­versl­unum sem eru yfir 1.000 fer­metrar að stærð heim­ilt að hleypa til­ við­bótar einum við­skipta­vini inn fyrir hverja 10 fer­metra umfram 1.000 ­fer­metra, þó að hámarki 200 við­skipta­vinum í allt.

Gott er að hafa í huga að bara einn frá hverju heim­ili fari í versl­un­ina, að vera skipu­lögð í inn­kaup­unum með inn­kaupa­lista, gæta að því að standa ekki of þétt saman í röð­u­m og virða 2 metra regl­una milli ein­stak­linga.

Get ég far­ið í klipp­ingu og á snyrti­stof­ur?

Nei, hár­greiðslu­stof­um og snyrti­stofum hefur verið lok­að.

‍ Get ég farið í nudd og sjúkra­þjálfun?

Nudd­stof­um og annarri slíkri starf­semi þar sem nálægð er mikil hefur verið lok­að. Þurf­ir þú á mik­il­vægri sjúkra­þjálfun að halda vegna end­ur­hæf­ingar er heim­ilt að veita hana með skil­yrðum um öfl­ugar sótt­varna­ráð­staf­an­ir.

Get ég far­ið til læknis eða tann­læknis þrátt fyrir sam­komu­bann?

Já, en að­eins ef brýna nauð­syn ber til. Sam­kvæmt hertum reglum í sam­komu­banni frá og ­með 24. mars er starf­semi og þjón­usta sem krefst snert­ingu milli fólks eða ­mik­illar nálægðar óheim­il. Þetta á þó ekki við um nauð­syn­lega heil­brigð­is­þjón­ust­u, ­sem ekki getur beð­ið. Fólk er því hvatt til að fresta öllum val­kvæð­u­m lækn­is­heim­sóknum eða aðgerðum sem mega bíða.

Ef grun­ur vaknar um mögu­legt COVID-19 smit á alls ekki að fara beint til læknis eða á heilsu­gæsl­una heldur hringja í síma­núm­erið 1700 sem er opið allan ­sól­ar­hring­inn, í síma­númer heilsu­gæsl­unnar sem er opin á dag­vinnu­tíma eða nota ­net­spjallið á vef­svæð­inu heilsu­ver­a.­is.

Hvað fell­ur ekki undir sam­komu­bann?

Sam­komu­bann­ið nær ekki til alþjóða­flug­valla eða alþjóða­hafna, flug­véla eða skipa. Hvatt er til öfl­ugra sótt­varna­ráð­staf­ana og að rekstr­ar­að­ilar grípi til ýtrust­u ráð­staf­ana til að minnka mögu­leika á smiti.

Hvað ger­ist ef maður brýtur gegn skyldum um sótt­kví?

Ef brotið er ­gegn gild­andi reglum um sótt­kví er hægt að sekta fólk um 50-150 þús­und krón­ur. Enn hærri sektir liggja við því að brjóta gegn reglum um ein­angr­un, en ger­ist fólk ­sekt um slíkt gætu sektir orðið á bil­inu 150-500 þús­und krón­ur. Rík­is­sak­sókn­ari ­segir að í sumum til­vikum gæti slík hátt­semi verið það alvar­leg að fyrir bæri að refsa sam­kvæmt ákvæðum hegn­ing­ar­laga.

Sjá nánar hér.

En ef mað­ur­ brýtur gegn reglum um sam­komu­bann?

Sé brot­ið ­gegn gild­andi reglum um fjölda­sam­komur, segir rík­is­sak­sókn­ari, er heim­ilt að ­sekta hvern og einn ein­stak­ling sem sækir sam­kom­una um 50 þús­und krón­ur. Þá er heim­ilt að sekta þann sem er í for­svari fyrir eða skipu­leggur sam­kom­una um 250-500 þús­und krón­ur.

Þá get­ur ­sekt fyrir að brjóta gegn reglum um lokun sam­komu­staða eða starf­semi vegna ­sér­stakrar smit­hættu numið á bil­inu 100-500 þús­und krón­um, sam­kvæmt fyr­ir­mæl­u­m ­rík­is­lög­reglu­stjóra.

Upp­lýs­ing­arn­ar  sem greinin byggir á eru aðal­lega fengnar af vefnum Covid.is

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent