Mynd: Skjáskot

Raunveruleg ástæða þess að norskur stórbanki sagði upp viðskiptum við Samherja

Norska efnahagsbrotadeildin rannsakar hvort DNB bankinn hafi tekið þátt í glæpsamlegu athæfi með því að tilkynna ekki millifærslur Samherjafélags til félags í Dúbaí til fjármálaeftirlits sem grunsamlegar millifærslur. DNB sagði upp viðskiptum við Samherja eftir að meintar mútugreiðslur fyrirtækisins voru opinberaðar.

Norski bank­inn DNB, sem er að hluta til í eiga norska rík­is­ins, lauk við­skipta­sam­bandi sínu við Sam­herja í lok síð­asta árs vegna þess að stjórn­endur dótt­ur­fé­laga sjáv­ar­út­vegs­risans, sem áttu reikn­inga í bank­an­um, svör­uðu ekki kröfu bank­ans um frek­ari upp­lýs­ingar um starf­semi þess, milli­færslur sem það fram­kvæmdi og tengda aðila, með full­nægj­andi hætti. Þá er norska efna­hags­brota­deildin Økokrim er með milli­færslur sem greiddar voru út af reikn­ingum Sam­herja hjá DNB og inn á reikn­ing í Dúbaí, í eigu þáver­andi stjórn­ar­for­manns rík­is­út­gerðar Namib­íu, til rann­sókn­ar. Und­ir­liggj­andi í þeirri rann­sókn er hvort að DNB hafi tekið þátt í glæp­sam­legu athæfi með því að til­kynna greiðsl­urnar ekki til norska fjár­mála­eft­ir­lits­ins. 

Þetta kemur fram í máls­gögnum sem rík­is­sak­sókn­ari Namibíu hefur lagt fram vegna kyrr­setn­inga­máls þar í landi.

DNB krafð­ist upp­lýs­ing­anna seint í nóv­em­ber í fyrra, í kjöl­far þess að Kveik­ur, Stund­in, Wiki­leaks og Al Jazeera opin­ber­uðu við­skipta­hætti Sam­herja í Namib­íu. Í þeirri umfjöllun var fjallað um meintar mútu­greiðsl­ur, skatta­snið­göngu og pen­inga­þvætt­i. 

Þegar svör Sam­herj­a­sam­stæð­unnar reynd­ust ekki full­nægj­andi ákvað DNB að slíta við­skipta­sam­bandi við hana. Það var gert með bréfi sem var sent 9. des­em­ber 2019.

Auglýsing

Mál­efni Sam­herja eru nú til rann­sóknar í að minnsta kosti þremur lönd­um: Namib­íu, Íslandi og Nor­egi. Sex manns sitja í gæslu­varð­haldi í Namibíu vegna máls­ins og sex Íslend­ingar eru með rétt­ar­stöðu sak­born­ings í rann­sókn hér­aðs­sak­sókn­ara á mál­inu á Íslandi. Á meðal þeirra er Þor­steinn Már Bald­vins­son, annar for­stjóra Sam­herj­a. 

Máls­gögn aðgengi­leg á net­inu

Á vefnum eJU­ST­ICE Namibia er hægt að nálg­ast grein­ar­gerð rík­is­sak­sókn­ara Namibíu í málum þar sem kraf­ist er kyrr­setn­ingar á eignum Sam­herja sem metnar eru á nokkra millj­arða króna og kyrr­setn­ingar á eignum þeirra sex Namib­íu­manna sem sitja í gæslu­varð­haldi, og tíu félaga á þeirra veg­um. Þetta er meðal ann­ars gert á grund­velli laga um varnir gegn skipu­lagðri glæp­a­starf­semi.

Í grein­­ar­­gerð­inni er sex­­menn­ing­unum og fimm Íslend­ing­um, undir for­ystu Þor­­steins Más, lýst sem skipu­lögðum glæpa­hóp.

Í gögn­unum sem aðgengi­leg eru á eJU­ST­ICE Namibia eru líka þús­undir ann­arra skjala, fylgi­gögn sem styðja við það sem sagt er í grein­ar­gerð­un­um. 

Á meðal þess sem þar er að finna eru tölvu­póst­sam­skipti DNB og félaga í eigu Sam­herja sem áttu sér stað seint á síð­asta ári. 

Óskað eftir gögnum

Í skjöl­unum má finna upp­lýs­ingar um það hvernig banka­við­skiptum DNB við fjölda félaga í eigu Sam­herja var lok­ið. Hægt er að sjá nöfn þeirra félaga hér að neð­an.

Yfirlit yfir félög úr samstæðu Samherja sem voru með bankareikninga í DNB.
Mynd: Skjáskot

Eitt þess­ara félaga heitir Noa Pelagic Limited, er í eigu Sam­herja og með heim­il­is­festi á Kýp­ur. 

29. nóv­em­ber 2019 sendi norski bank­inn DNB tölvu­póst á Ingvar Júl­í­us­son, fjár­mála­stjóra Sam­herja á Kýp­ur, þar sem bank­inn óskaði eftir upp­færðum upp­lýs­ingum um Noa Pelagic Limited, meðal ann­ars á grund­velli laga um pen­inga­þvætti. Í póst­inum var vísað sér­stak­lega í þær upp­lýs­ingar sem komu fram í opin­berun Kveiks, Stund­ar­inn­ar, Wiki­leaks og Al Jazeera á við­skipta­háttum Sam­herja í Namibíu nokkrum dögum fyrr.

Í tölvu­póst­inum óskaði DNB eftir ýmis­konar gögnum og að Ingvar, fyrir hönd Noa Pelagic Limited, myndi leggja mat á þær ásak­anir sem fram höfðu komið og hvort það væri hætta á því að við­skipta­sam­band félags­ins við DNB hefði ver­ið, eða gæti verið not­að, til að með­höndla illa fengið fé. 

Á meðal þeirra ganga sem óskað var eftir voru árs­reikn­ingar fyrir árin 2016,2017 og 2018, skrán­ing­ar­gögn, end­ur­skoð­un­ar­skýrsl­ur, sam­an­tekt á öllum starfs­mönnum félags­ins og öðrum sem kæmu fram fyrir þess hönd og lýs­ingu á starf­semi félags­ins. Þá krafð­ist DNB þess að fá upp­lýs­ingar um alla við­skipta­vini Noa Pelagic og nán­ustu sam­starfs­fé­lög félags­ins. 

Sér­stök áhersla á milli­færslur til Dúbaí

Þá vildi DNB fá upp­lýs­ingar um ýmsar milli­færslur af reikn­ingum Noa Pelagic á und­an­förnum árum. Sú beiðni var í tveimur hlut­um. Fyrri hluti hennar sner­ist um að fá upp­lýs­ingar um á fjórða tug milli­færsla inn á reikn­inga Cape Cod Fs. Ltd. á árunum 2016 til 2018. Sam­an­lagt virði þeirra er um 155 millj­ónir króna á núver­andi gengi. Seinni hlut­inn snýst um fjölda milli­færslna inn á reikn­inga félaga í eigu Sam­herj­a. 

Auglýsing

Ann­ars vegar er um að ræða greiðslur frá félag­inu Karee Invest­ments One Eight Zero, nambísks félags í eigu Sam­herja, inn á reikn­ing­anna og hins vegar út af þeim til Tunda­vala Invest­ment Limited. Umræddar milli­færslur áttu sér stað frá febr­úar 2017 og til loka jan­úar 2019. Sam­an­lagt er um að ræða milli­færslur upp á rúm­lega 3,8 millj­ónir dala, um 490 millj­ónir króna á núver­andi gengi.

Fyrra félag­ið, Karee Invest­ments One Eight Zero, er dótt­ur­fé­lag Esju Invest­ments, félags skráð í skatta­skjól­inu Mauri­tí­us. Eign­ar­hald Esju teygir sig svo í gegnum net aflands­fé­laga, meðal ann­ars á Kýp­ur, sem eru í eigu Sæbóls Fjár­fest­inga­fé­lags á Íslandi. Eini eig­andi Sæbóls er Sam­herji hf., sam­kvæmt myndi sem norska efna­hags­brota­deildin Økokrim teikn­aði upp af erlendri starf­semi Sam­herja.Erlend starfsemi Samherja eins og hún var teiknuð upp af Økokrim fyrr á þessu ári.
Mynd: Skjáskot

Í umfjöllun Kveiks fyrir rúmu ári kom fram að Sam­herji hefði nýtt sér tví­skött­un­ar­samn­ing við eyj­una Mári­­tíus í við­­skiptum sínum í Namibíu og flutt hagnað sem varð til vegna veiða þar í lág­skatt­­ar­­skjólið Kýp­­ur, þar sem Sam­herji hefur stofnað tug félaga á und­an­­förnum árum. Frá Kýpur fóru pen­ing­­arnir svo inn á banka­­reikn­ing Sam­herja í DNB.

DNB til rann­sóknar vegna milli­færslna Sam­herja

Seinna félag­ið, Tunda­vala, var skráð í Dúbaí og er í eigu James Hatuikulipi. Hann er frændi Tam­son Hatuikulipi, tengda­sonar Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra. James er líka fyrr­ver­andi stjórn­­­ar­­for­­maður rík­­is­út­­­gerð­­ar­­fyr­ir­tæk­is­ins Fischor sem tryggði Sam­herja hrossa­makríl­kvóta í Namib­íu. Hann, Tam­son og Bern­hard Esau eru á meðal þeirra sex ein­stak­linga sem setið hafa í gæslu­varð­haldi í Namibíu í rúmt ár fyrir að hafa stundað skipu­lega glæp­a­starf­semi og þegið mútur í tengslum við kvóta­við­skipti Sam­herja þar í landi.

Í tölvu­póst­inum til Ingv­ars er hon­um, og Noa Pelag­ic, gefið til 4. des­em­ber 2019 til að bregð­ast við, eða fimm daga. 

Það var kannski ekki skrýtið að DNB væri að bregð­ast hratt og hart við gagn­vart Sam­herj­a. 

Økokrim var að rann­saka hvort að DNB hefði tekið þátt í glæp­sam­legu athæfi vegna hlut­verks hans í því sem „virð­ist vera mútu­greiðslur sem greiddar voru af banka­reikn­ingum félaga Sam­herja hjá DNB,“ sam­kvæmt því sem fram kemur í bréfi Økokrim sem finna má í skjöl­un­um, og er dag­sett 29. apríl 2020.

Rann­sóknin snýr enn sem komið er að uppi­stöðu að því að kom­ast til botns í því af hverju DNB til­kynnti ekki greiðslur til Tunda­vala til norska fjár­mála­eft­ir­lits­ins sem grun­sam­legrar milli­færsl­ur.

Úr bréfi Økokrim til namibískra yfirvalda dagsett 29. apríl 2020.
Mynd: Skjáskot

Þann 9. des­em­ber sendi DNB nýtt bréf til fyr­ir­svars­manna Noa Pelag­ic. Þar er þeim til­kynnt að skýr­ingar á þeim þáttum sem velt var upp í bréf­inu 29. nóv­em­ber væru ekki full­nægj­andi. Þessu dótt­ur­fé­lagi Sam­herja yrði hent úr við­skiptum við norska stór­bank­ann og þremur gjald­eyr­is­reikn­ingum þess hjá honum lok­að. Það var meðal ann­ars gert með vísun í norsk pen­inga­þvætt­is­lög. 

Þetta þýddi að frá 2. jan­úar 2020 myndi hvorki vera hægt að leggja inn á eða taka út af umræddum reikn­ing­um. Sama átti við um banka­reikn­inga ann­arra félaga innan Sam­herj­a­sam­stæð­unnar hjá DNB.

Telur sig ekki hafa gefið rangar eða vill­andi upp­lýs­ingar

Í við­tali við Stund­ina 13. febr­úar 2020 sagði Björgólfur Jóhanns­son, annar for­stjóra Sam­herja, að DNB hafi ekki gefið neinar skýr­ingar á því af hverju við­skipta­sam­bandi bank­ans var sagt upp. 

Sú skýr­ing stang­ast á við tölvu­póst DNB til fjár­mála­stjóra Sam­herja á Kýpur 9. des­em­ber 2019, sem rak­inn var hér að ofan. Bréf Økokrim til namibískra yfir­valda dag­sett 29. apríl 2020 sýnir líka svart á hvítu að rann­sókn norsku efna­hags­brota­deild­ar­innar snýst um þátt DNB í því að til­kynna ekki greiðslur frá félögum Sam­herja til Tunda­vala. 

Björgólfur segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um þessi ummæli að þau séu í óbeinni ræðu og byggð á SMS-­sam­skiptum við blaða­mann Stund­ar­inn­ar. „Þannig virð­ist hann hafa túlkað orð mín í skila­boðum til hans á þann hátt að DNB hafi engar skýr­ingar gefið fyrir sinni ákvörð­un. Ég bendi þér á að í við­tölum við aðra fjöl­miðla stað­festi ég að DNB hafi átt frum­kvæði að lokun við­skipt­anna og að Sam­herji hafi verið í sam­skiptum við bank­ann um skýr­ingar á þeirri ákvörð­un.“ 

Björgólfur Jóhannsson, annar forstjóri Samherja.
Mynd: Samherji

Því til stuðn­ing vís­aði Björgólfur meðal ann­ars í við­tal við sig á RÚV 12. febr­úar síð­ast­lið­inn þar sem hann sagði meðal ann­ars: „Það var að frum­kvæði norska bank­ans og við höfum verið í sam­vinnu við hann varð­andi spurn­ingar sem þeir höfðu út af okkar við­skiptum og við vorum þá þegar að und­ir­búa flutn­ing á öllum okkar við­skiptum sem þar vor­u.“

Því telur Björgólfur það ekki ekki rétt að hann hafi gefið rangar eða vill­andi skýr­ingar á við­skipta­sam­bandi Sam­herja og tengdra félaga við DNB.

Greiðslur lög­mætar frá sjón­ar­hóli félaga sem tengj­ast Sam­herja

Kjarn­inn óskaði eftir við­brögðum frá Sam­herja vegna þess sem fram kemur í skjöl­unum sem hér eru til umfjöll­un­ar. Sér­stak­lega var spurt um hvaða skýr­ingar Sam­herji hefði á greiðslum af reikn­ingi dótt­ur­fé­lags síns hjá DNB inn á reikn­inga Tunda­vala, allt fram til loka jan­ú­ar­mán­aðar 2019. 

Þá var einnig spurt um hvernig það pass­aði við fyrri full­yrð­ingar ann­ars for­stjóra Sam­herja, Björg­ólfs Jóhanns­sonar um að Jóhannes Stef­áns­son, upp­ljóstr­ar­inn sem kom upp um við­skipta­hætti Sam­herja í Namibíu og starf­aði hjá fyr­ir­tæk­inu fram á mitt ár 2016 hefði verið einn að verki þegar kom að greiðslum sem stæð­ust ekki skoð­un, þegar þær greiðslur sem DNB kall­aði eftir upp­lýs­ingum um, meðal ann­ars til Tunda­vala, voru allar fram­kvæmdar eftir að hann lét af störfum hjá Sam­herja.

Auglýsing

Umræddar full­yrð­ingar voru settar fram í við­tali við norska við­­skipta­­blaðið Dag­ens Nær­ingsliv fyrir um ári síð­an. Þar var haft eftir Björgólfi að hann efað­ist „um að nokkrar mút­u­greiðslur hafi átt sér stað eða að fyr­ir­tækið sé eða hafi verið flækt í nokkuð ólög­­mætt.“ Þar sagði hann enn fremur að hann teldi að Jóhannes hafi verið einn að verki þegar kom að greiðslum sem stæð­ust ekki skoð­un. 

Í svari Björg­ólfs segir að Sam­herji hafi alfarið neitað því að félög tengd Sam­herja hafi greitt mútur eða aðrar óeðli­legar greiðsl­ur. „Hvort sem það er í tengslum við rekst­ur­inn í Namibíu eða ann­ars stað­ar. Við lítum svo á að greiðsl­ur, í tengslum við rekst­ur­inn í Namib­íu, séu lög­mætar frá sjón­ar­hóli félaga sem tengj­ast Sam­herja. Gildir það um allar greiðslur til félags­ins Tunda­vala Invest.“

Hann segir að skortur hafi verið á eft­ir­liti með rekstr­inum í Namibíu og að Sam­herji hafi þegar brugð­ist við því með inn­leið­ingu sér­staks kerfis fyrir reglu­vörslu sem gildi um öll félög innan Sam­herja. Mark­mið þeirra sé að Sam­herji verði leið­andi á sviði stjórn­un­ar- og innra eft­ir­lits í sjáv­ar­út­veg­inum á heims­vís­u. 

Stendur við fyrri full­yrð­ingar sínar

Björgólfur segir að eftir að Jóhann­esi hafi verið sagt upp störfum sum­arið 2016 hafi mikil vinna ann­arra starfs­manna farið í að taka til í rekstr­inum í Namib­íu, afla skýr­inga á ein­stökum við­skiptum og búa svo um hnút­ana að bók­hald félags­ins stæð­ist lög­bundnar kröfur þar sem að undir stjórn Jóhann­esar hafi þessi rekstur í mol­um. „Þannig eru til alls kyns gögn og tölvu­póstar þar sem aðrir starfs­menn eru að afla skýr­inga á ýmsum reikn­ingum og við­skiptum sem gerð voru í tíð Jóhann­esar og stóð­ust ekki skoð­un. Þá komu í ljós reiðu­fjár­út­tektir sem engar skýr­ingar hafa fund­ist á og engin skjöl eru til um. Fjöl­miðlar á Íslandi hafa hins vegar lít­inn áhuga á þess­ari hlið máls­ins því það myndi eðli­lega varpa rýrð á trú­verð­ug­leika heim­ild­ar­manns­ins og þeirra frétta sem sagðar voru í nóv­em­ber 2019.“ 

Björgólfur seg­ist því standa við fyrri full­yrð­ing­ar, sem settar voru fram í við­tal­inu við Dag­ens Nær­ingsliv.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar