Bófarnir á bókasafninu

Á nokkrum árum hafa bíræfnir þjófar komist yfir milljónir danskra króna af fjölmörgum bankareikningum. Þeir sem orðið hafa fyrir barðinu á þjófunum eiga það sameiginlegt að hafa notað almenningsbókasöfn víða í Danmörku.

NemID_card_Pic00082 (1).jpg
Auglýsing

Á Þor­láks­messu fyrir fjórum árum lagði maður sem við skulum kalla Bjarna, og er búsettur í Árósum, leið sína í bank­ann. Hann spurði gjald­ker­ann um stöð­una á banka­reikn­ingi sínum og sperrti eyrun þegar gjald­ker­inn upp­lýsti hann um inni­stæð­una. „Þetta getur varla pass­að,“ sagði Bjarni og bað gjald­ker­ann að renna yfir sein­ustu færsl­ur. „Þú ert varla búinn að gleyma að þú varst að kaupa bíl fyrir 200 þús­und (4,2 millj­ónir íslenskar) fyrir skömmu,“ sagði gjald­ker­inn. „Svo­leiðis sést nú á banka­reikn­ingn­um“. „Ég er ekki far­inn að tapa minni, en var ekki að kaupa bíl,“ svar­aði Bjarni. „Greiðsla fyrir BMW stendur sem skýr­ing,“ svar­aði gjald­ker­inn. Og þarna stóð það svart á hvítu, á tölvu­skján­um. 200 þús­und, greiðsla fyrir BMW. 

Bjarni fór heim en „bíla­kaup­in“ urðu til þess að hann var algjör­lega „úti að aka“ næstu daga. Pur­u­steikin og brún­uðu kart­öfl­urn­ar, dans­inn í kringum jóla­tréð, pakk­arnir og messan, allt var þetta á sínum stað en Bjarni var sífellt að hugsa um „bíla­kaup­in“. Milli jóla og nýárs fór Bjarni í annan banka, þar sem hann er líka með banka­reikn­ing. Þar átti hann, sam­kvæmt mán­að­ar­gömlu yfir­liti frá bank­an­um, 640 þús­und (13.3. millj­ónir íslenskar) á bók­inni. En viti menn, inni­stæðan á bók­inni var nú 0 krón­ur. Hver ein­asta króna sem sé á bak og burt. 

Sagan af Bjarna er ekki eins­dæmi. Í sjón­varps­frétta­tíma danska útvarps­ins, DR, síð­ast­lið­inn sunnu­dag, 6. des­em­ber, var fjallað ítar­lega um sér­kenni­legt fjársvika­mál, sem teygir sig yfir nokk­urra ára tíma­bil. „Bíla­kaup“ Bjarna fyrir fjórum árum er ein­ungis einn angi þess máls. 

11 hand­tekn­ir 

Danska lög­reglan var snemma á fótum 18. júní sl. Uppúr klukkan fimm um morg­un­inn hand­tók lög­reglan 11 menn á aldr­inum 16 til 30 ára. Menn­irnir voru að sögn lög­reglu frá Árósum, Óðins­véum, Norð­ur- Sjá­landi og af Kaup­manna­hafn­ar­svæð­inu. Hinir hand­teknu reynd­ust ekki vera neinn engla­kór, eins og lög­reglan orð­aði það, margir þeirra höfðu áður kom­ist í kast við lög­in. Ástæða hand­tak­anna var umfangs­mikið fjársvika­mál sem staðið hafði yfir árum sam­an. Annar tveggja bræðra, sem lög­reglan kallar höf­uð­paurana í því máli, var meðal hinna hand­teknu. Hinn hafði ekki átt heim­an­gengt af þeirri ein­földu ástæðu að hann sat í fang­elsi. Árið 2019 hlutu bræð­urnir dóma fyrir fjársvik, annar í þriggja og hálfs árs fang­elsi, hinn fékk fimm ára dóm. Bræð­urnir höfðu setið lengi í gæslu­varð­haldi áður en dómar féllu og það var ástæða þess að sá sem fékk styttri dóm­inn var laus úr prís­und­inn­i. 

Auglýsing
Handtökur ell­efu­menn­ing­anna í júní tengjast, að sögn lög­reglu, all­ar fjársvik­um, sem bræð­urnir stjórn­uðu og skipu­lögðu. Með notkun NemId aðgangskorta í eigu ann­arra.

NemId kortið

Áður en lengra er haldið er rétt að útskýra í stuttu máli danska auð­kennis- og aðgangskort­ið, NemId (Nem id). 

Skil­yrði þess að geta fengið NemId er að umsækj­andi hafi danska kenni­tölu, svo­kallað CPR núm­er. Til þess að kom­ast inn í „kerf­ið“, við flutn­ing til lands­ins, er nauð­syn­legt að fá kenni­tölu, sem er ein­ungis úthlutað einu sinni. Þegar kennitalan er fengin (fæð­ing­ar­dag­ur, mán­uður og ár plús fjórir tölu­stafir) er hægt að sækja um Nem­Id.  

NemId kortið fær umsækj­andi sent heim í pósti, eins og hvert annað bréf. Til að virkja kortið þarf not­and­inn að skrá sig inn, lang oft­ast kenni­tölu og leyni­orði. Á kort­inu eru 176 núm­erarað­ir, hver þeirra ein­ungis notuð einu sinni. Í hvert skipti sem eig­andi korts­ins notar það sér hann jafn­framt hve margar núm­eraraðir eru eftir á kort­inu. Þegar örfáar núm­eraraðir eru ónot­aðar fær eig­and­inn sent nýtt kort í pósti. Hægt er að loka kort­inu, ef sér­stök ástæða er til og þá kemur nýtt kort í póst­in­um.

Bankar og sam­skipti við hið opin­bera 

Stofn­anir á vegum rík­is­ins „hið opin­bera“ nota allar raf­ræn sam­skipti, engin hefð­bundin bréf. Ef bank­inn eða „hið opin­bera“ vill til­kynna eitt­hvað fær við­kom­andi til­kynn­ingu í tölvu­pósti. Þá þarf við­tak­andi tölvu­pósts­ins að fara á heima­síðu send­and­ans og skráð sig þar inn með Nem­Id. Ein­stak­lingur sem ætlar að greiða reikn­inga, eða milli­færa i heima­banka, skráir sig inn með NemId kort­inu, og fær þá aðgang að eigin banka­reikn­ingi. Sama gildir ef hann fær til­kynn­ingu í póst­hólfið frá skatt­in­um, þá þarf hann að fara á heima­síðu skatts­ins til að skoða til­kynn­ing­una og til þess notar hann Nem­Id. Í stuttu máli sagt NemId er lyk­ill­inn að ótal mörgu sem varðar per­sónu­leg mál. Þess vegna er mik­il­vægt að passa vel uppá kortið og nota ein­ungis „ör­ugg­ar“ tölv­ur, þegar verið er að gera eitt­hvað sem krefst inn­skrán­ingar með kort­in­u. 

Tölv­urnar á bóka­söfn­unum

Dönsk almenn­ings­bóka­söfn eru bæði mörg og stór. Þeim er skylt að hafa tölvur til afnota fyrir við­skipta­vini. Ástæða þess er sú ákvörðun „hins opin­bera“ að not­ast ein­vörð­ungu við raf­ræn sam­skipti, en ekki er hægt að skylda fólk til að eiga tölv­ur. Á söfn­unum eru þess vegna tölv­ur, oft­ast marg­ar. Þetta not­færa margir sér, þeir sem ekki hafa inter­net heima hjá sér, eða eiga jafn­vel ekki tölvu fara á bóka­safn­ið. Þótt tölv­urnar þar séu einkum not­aðar til að leita upp­lýs­inga og „kíkja á net­ið“ eru margir sem nota þær líka til að fara í heima­bank­ann. 

Aðferðin er fremur ein­föld

Í áður­nefndum sjón­varps­frétta­tíma DR var farið ítar­lega yfir „bóka­safns­þjófn­að­ina“ og aðferðir bræðr­anna og aðstoð­ar­manna þeirra. Eins og nefnt var hér að framan nota margir tölv­urnar á bóka­söfn­unum til að sinna banka­við­skipt­um. Þetta not­færðu þjófarnir sér. Aðferð­in, trix nr. 1, var að stinga svoköll­uðum „keylog­ger“ í sam­band aftan á tölv­unni. „Keylog­ger“ er eins konar minnis­lyk­ill sem skráir allt sem slegið er á lykla­borð við­kom­andi tölvu. Með þessu móti gátu þjófarnir séð aðgangs­orð og lyk­il­orð þess sem not­aði tölv­una og líka beðið um að NemId kort­inu yrði lok­að. Þá fær eig­andi korts­ins til­kynn­ingu um að kort­inu hafi verið lokað en nýtt kort sé á leið­inni. Og þá kemur trix númer 2. Þjófarnir voru búnir að kynna sér hvar eig­andi korts­ins átti heima, og fylgd­ust svo með póst­in­um. Þegar póst­ur­inn var búinn að stinga umslag­inu með nýja NemId kort­inu í póst­kass­ann þurfti sá sem fylgd­ist með að ná umslag­inu úr kass­anum (oft­ast mjög auð­velt) og þar með var eft­ir­leik­ur­inn auð­veld­ur. 

Lengi verið vitað um aðferð­ina

Vitað er að þjófarnir hafa stundað þessa iðju á að minnsta kosti 46 bóka­söfnum í Dan­mörku og upp­hæð­irnar sem þeir hafa náð að svíkja út nema, var­lega áætl­að, 20 millj­ónum danskra króna. Dönskum bóka­söfnum er skylt að hafa tölvur til afnota fyrir við­skipta­vini. Sér­fræð­ingar sem frétta­maður danska sjón­varps­ins ræddi við sögð­ust undr­andi á frá­gangi tölvanna á bóka­söfn­um, hægð­ar­leikur einn að búa svo um að ekki sé hægt að kom­ast að „bak­hlið“ tölv­unn­ar. Lengi hefði verið vitað að með minnis­lykl­inum „keylog­ger“ væri auð­velt að nálg­ast upp­lýs­ingar sem ekki ættu að vera aðgengi­legar öðrum en við­kom­andi not­anda. 

Yfir­menn bóka­safna sem frétta­maður DR hafði sam­band við vegna vinnslu frétta­skýr­ing­ar­innar sögðu allir að nú stæði yfir vinna við að gera tölv­urnar á söfn­unum örugg­ari.

Í lokin er rétt að nefna að gefnar hafa verið út ákærur á hendur mönn­unum 11 sem lög­reglan hand­tók í júní. Ekki er vitað hvenær rétt­ar­höldin hefj­ast.

Hvort fólk sem orðið hefur fyrir barð­inu á þjóf­unum fær tjón sitt bætt liggur ekki fyr­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þríeykið var á sínum stað á 196. upplýsingafundi almannavarna í dag. Á morgun verða tvö ár síðan óvissustigi vegna faraldursins var fyrst lýst yfir.
Afléttingar leiði til frjálsræðis
Sóttvarnalæknir vonar að afléttingaáætlun stjórnvalda leiði til meira frjálsræðis. „Þetta er stefnubreyting,“ sagði Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Kjarninn 26. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar