NATO finnur sér hlutverk

Þrátt fyrir að NATO-ríkin standi ekki frammi fyrir beinni stríðsógn eða viðlíka ógnum sem leiddu til stofnunar bandalagsins á sínum tíma, má fullyrða að mikil þörf sé fyrir stofnun eins og NATO. Ný skýrsla útlistar hvers eðlis það hlutverk á að vera.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.
Auglýsing

Eftir lok kalda stríðs­ins voru margir sem efuð­ust um hlut­verk NATO, þar sem ekki væri lengur ógn af Sov­ét­ríkj­unum og því til­gangs­laust að halda uppi jafn umfangs­miklu varn­ar­banda­lagi. Hins vegar er ljóst að miklar og stöðugar breyt­ingar eiga sér stað í skipan heims­mála og munu verða meiri á kom­andi árum. Lýð­ræði á nú aftur undir högg að sækja því stjórn­mála­leið­togar með ein­ræð­istil­burði ná nú víða meiri hylli og þekkt ein­ræð­is­ríki breiða úr sér með auk­inni spennu í ríkja­sam­skipt­um. NATO stendur því frammi fyrir ýmsum áskor­unum sem varða ógn við lýð­ræði, frið og stöð­ug­leika.

Þessar aðstæður hafa aukið álag á sam­starfið og skapað deilur um hver stefna NATO eigi að vera. Þó sann­gjarnt sé að segja að NATO búi yfir gríð­ar­legum hern­að­ar­legum styrk veikir þessi póli­tíski órói og ósam­staða banda­lag­ið. Hern­að­ar­leg geta er því lít­ils virði nema að póli­tísk sam­heldni sé til stað­ar. Og án hennar er stefnu­mótun og ákvarð­ana­taka um hvar, hvort og hvernig eigi að bregð­ast við þeim ógnum sem að steðja, ófram­kvæm­an­leg.

Þörf á meiri póli­tískri sam­heldni – Aftur átök um land­svæði

Nýlega kom út skýrsla sem unnin var að und­ir­lagi Jens Stol­ten­berg fram­kvæmda­stjóra þar sem reynt er að greina hlut­verk NATO næstu tíu ár. Lagði hann áherslu á að skoðað væri hvernig styrkja mætti póli­tíska stöðu banda­lags­ins meðal aðild­ar­ríkj­anna og auka sam­heldni sem stundum hefur þótt skorta und­an­farin ár. Jafn­framt þyrfti að við­halda hern­að­ar­legum styrk en um leið þurfi NATO að vera búið undir breytta tíma. Þar verði að koma til þekk­ing og geta á sviði upp­lýs­inga-, net- og tölvu­tækni þar sem seigla sam­fé­laga sé grund­vall­ar­at­rið­i.  

Skýrslan er ætluð sem upp­legg fyrir nýja stefnu­mót­un­ar­á­ætlun (e. Stra­tegic Concept) en síð­ast var slík gefin út árið 2010. Sú áætlun mælti með grund­vall­ar­stefnu um sam­starf við Rússa sem voru á þeim tíma nán­ast komnir með annan fót­inn inn í NATO. Þar var umfjöllun um hryðju­verk vart sjá­an­leg og ekk­ert var minnst á Kína. 

Þegar ógnir ger­ast fjöl­breytt­ari er við­búið að banda­lags­ríkin hafi mis­mun­andi for­gangs­röðun þegar kemur að við­brögðum við þeim. Meg­in­við­fangs­efni skýrsl­unnar er því að leggja lín­urnar um hvernig efla megi póli­tíska sam­heldni innan banda­lags­ins þegar tek­ist er á við þessar nútímaógnir og áskor­an­ir. Það verk­efni er þó lík­lega mun erf­ið­ara nú en var á tímum kalda stríðs­ins þegar ógnin var aðeins ein eða kom úr einni átt. 

Auglýsing
Skýrslan segir alþjóð­legar ógnir og áhættu áfram verða mikla áskorun fyrir banda­lag­ið; vegna hryðju­verka, heims­far­ald­urs, lofts­lags­breyt­inga og fólks­flutn­inga. Einnig fjöl­þáttaógna, og geta ríkja til að beita nýrri tækni mun halda áfram að móta eðli átaka. Þá er talið að land­fræðipóli­tík muni aftur fara að ein­kenna ríkja­sam­skipti, með auk­inni stig­mögnun á sam­keppni og deilum um land­svæði, auð­lindir og gildi. Þar eru Rúss­land og Kína nefnd sem helstu ógn­vald­ar, Rússar vegna fjand­sam­legrar hegð­unar ver­andi næsti nágranni í austri, og Kína sem rísandi stór­veldi sem verður sífellt öfl­ugra við­skipta- og her­veldi og hefur verið að teygja anga sína víðs­vegar um heim. 

Lagt er til að halda áfram tví­þættri nálgun á sam­skipti við Rússa, með fæl­ingu og við­ræð­um. Að bregð­ast ákveðið og sam­taka við hót­unum og ögrandi aðgerðum þeirra, bæði hvað varðar hefð­bundn­ar- og blend­ingsógn­ir, með kröfu um að farið sé að alþjóða­lög­um. Á sama tíma þurfi að tryggja að vett­vangur sé til staðar fyrir frið­sam­legar og upp­byggi­legar við­ræður af hálfu beggja aðila. 

Sam­kvæmt skýrsl­unni ætti að verja mun meira tíma og póli­tískum úrræðum til að fást við þær örygg­is­á­skor­anir sem frá Kína koma. Hegðun og mál­flutn­ing­ur  kín­verskra stjórn­valda sé í and­stöðu við opin og lýð­ræð­is­leg sam­fé­lög og Kín­verjar hafi nú þegar mikil ítök í heims­við­skiptum og fjar­skipta­tækni og standi fyrir starf­semi sem gæti falið í sér ógn við öryggi. Mælt er með því að koma á fót sér­stakri ráð­gef­andi stofnun sem sér­hæfi sig í örygg­is­hags­munum banda­lags­ríkj­anna gagn­vart Kína. 

„NATO er heila­dautt“ – Hvert á hlut­verk NATO að vera?

Nýlega setti Emanuel Macron fram harða gagn­rýni á stöð­una í NATO og sagði banda­lagið heila­dautt, m.a. vegna skorts á for­ystu Banda­ríkj­anna og Evr­ópu­ríki þurfa að efla sjálf­stæðar varnir sín­ar. Að ein­hverju leyti þarf að skoða þessi ummæli Macrons í ljósi nýlið­inna hryðju­verka­árása í Frakk­landi og versn­andi sam­skipta við Tyrk­land, sem einnig er banda­lags­ríki, og fram­koma Tyrkja í Sýr­landi hefur valdið miklum nún­ingi á vett­vangi banda­lags­ins. 

Macron hefur sagt eftir á að ummælin séu sett fram til að vekja upp umræðu um hver sé hinn raun­veru­legi óvin­ur, það séu ekki Rússar heldur hryðju­verk og NATO ætti að fá stærra hlut­verk í bar­átt­unni gegn þeim. 

Þetta beinir sjónum að marg­þættu hlut­verki NATO sem í grunn­inn er banda­lag þar sem getan til að beita hern­að­ar­legum úrræðum er í for­grunni ann­ars veg­ar. Hins vegar er það hinn póli­tíski þáttur sem ávallt hefur verið hryggjar­stykk­ið, að standa vörð um frelsi og lýð­ræði og að tryggja stöð­ug­leika, allt frá upp­hafi þegar nauð­syn­legt þótti að mynda vörn gagn­vart útþenslu­stefnu Sov­ét­ríkj­anna. Eftir langt tíma­bil friðar þar sem bein hern­að­arógn virð­ist víðs­fjarri Evr­ópu, og ógnir verða marg­þætt­ari en um óljós­ari, er erindi NATO ekki lengur skýrt og erf­ið­ara fyrir Evr­ópu­ríki að rétt­læta fjár­út­lát til her­mála. 

Auglýsing
Bandarísk stjórn­völd hafa lengi þrýst á Evr­ópu­ríki að þau legðu meira til NATO og stæðu þannig við skuld­bind­ingar sín­ar. Þarna þarf stefna og hlut­verk NATO að vera skýr­ara og aðkom­a ­banda­lags­ríkj­anna þar með. Náist að auka sam­heldni og póli­tíska sam­stöðu, þar sem erindi NATO er skil­greint nán­ar, er lík­legra að Evr­ópu­ríki nái að móta nán­ari og meiri sam­eig­in­lega stefnu í örygg­is­- og varn­ar­mál­um. Það þyrfti ekki að þýða frá­hvarf þeirra frá banda­lag­inu heldur þvert á móti gæt­u ­Evr­ópu­ríki þannig nálg­ast sam­bandið við Banda­ríkin af meiri ábyrgð. Það gerði þeim þá auð­veld­ar­a að leggja sitt af mörk­um.

Stofn­anir leit­ast við að við­halda sér

Stofnun eins og NATO er háð því að öryggi sé ógn­að. Því verður ávallt að gjalda var­hug við til­fær­ingum sem ganga út á að við­halda hlut­verki stofn­un­ar­inn­ar, til þess eins að halda henni á lífi. Krafa um til­tekið hlut­fall af lands­fram­leiðslu til varn­ar­mála verður mark­laus ef ekki liggur á borð­inu hvers vegna slík krafa er sett fram, hvaða stefna liggur þar að baki. Ekki nægir að for­ystu­ríkið Banda­rík­in, sem er það ríki sem leggur mest allra ríkja heims til her­mála, sé fyr­ir­mynd sem allir eigi að reyna að fylgja gagn­rýn­is­laust. Þegar jafn við­kvæm póli­tísk mál eins og örygg­is- og varn­ar­mál eru ann­ars vegar leiðir slíkt fyr­ir­komu­lag ein­ungis til ósættis og kemur í veg fyrir að sam­staða náist.  

Skýrslur eins og sú sem hér er aðeins fjallað um og fram­kvæmda­stjóri banda­lags­ins lét gera hafa ákveðið nota­gildi, en rétt að hafa í huga að það er að vissu leyti tak­mark­að. Skýrslan er ekki form­legt stefnu­mörk­un­ar­skjal og var ekki sam­þykkt af ráð­herrum á síð­asta utan­rík­is­ráð­herra­fundi. Hún ber engu að síður með sér að vera ákveðin mála­miðl­un, þ.e. höf­undar virð­ast reyna að leggja til það sem telja má nokkuð víst að banda­lagið og aðild­ar­ríki vilji gera hvort eð er, en hafi vantað afsökun eða hvata til að stíga loka­skrefið til þess að skuld­binda sig til aðgerða. 

Auglýsing
Í því ljósi verður líka að skoða heild­ar­skjal­ið. Í sam­an­tekt skýrsl­unnar eru til­teknar 14 meg­in­nið­ur­stöður sem byggja á 138 ráð­legg­ingum í meg­in­máli henn­ar. Að því leyt­inu til er hún við­eig­andi fyrir jóla­há­tíð­ina sem fer í hönd, því allir fá þá eitt­hvað fal­legt. Hvað af þessum pökkum ratar í eða hefur áhrif á form­lega stefnu­mörkun verður athygl­is­vert að sjá. Það kæmi þeim sem þetta ritar ekki á óvart að fljót­lega eftir for­seta­skipti í Banda­ríkj­unum verði boðað til leið­toga­fundar NATO í Brus­sel, þar sem vinna við nýja stefnu­mörk­un­ar­á­ætlun verður til­kynnt og mark­mið sett að ljúka þeirri vinnu fyrir haustið 2022, en skip­un­ar­tíma núver­andi fram­kvæmda­stjóra banda­lags­ins lýkur einmitt í sept­em­ber það ár. 

Full þörf fyrir NATO

Þrátt fyrir að NATO-­ríkin standi ekki frammi fyrir beinni stríðsógn eða við­líka ógnum sem leiddu til stofn­unar banda­lags­ins á sínum tíma, má full­yrða að mikil þörf sé fyrir stofnun eins og NATO. Reynslan hefur sýnt að ástand heims­mála er síkvikt og því vara­samt að leggja árar í bát þegar allt virð­ist með kyrrum kjör­um. Þegar ógnir steðja að er betra að til séu úrræði og geta til að bregð­ast við, og ekki síður virkur sam­ráðs­vett­vang­ur, ann­ars aukast líkur á röngum við­brögð­um. Er mik­il­vægi slíkra opinna virkra sam­ræðu- og sam­skipta­leiða, bæði inn og út á við, áréttað í skýrsl­unni.

Umræða um að efla NATO gengur því ekki sjálf­krafa út á að efla hern­að­ar­mátt og slíkan við­bún­að. Um leið og skýrslan bendir á mik­il­vægi þess að NATO sé ávalt vel í stakk búið til að beita hern­að­ar­legum úrræðum vísar hún til víð­ari skil­grein­ingar á örygg­is­mál­um; þar er sam­fé­lags­legt öryggi ofar­lega á baugi, öryggi sem snýr að lofts­lags­málum og að NATO þurfi að taka til­lit til „grænn­ar“ þró­unar meðal aðild­ar­ríkj­anna. 

Í nútíma­sam­fé­lagi verður krafan um gagn­sæi í stefnu­mótun hávær­ari og að ákvarð­anir séu ekki teknar í reyk­fylltum bak­her­bergj­um, eins og gjarnan tíðk­að­ist. Þó leynd þurfi vita­skuld að ríkja um ein­stakar aðgerðir NATO er þessu ekki svo farið með stefnu­mót­un. Í sam­starfi um jafn við­kvæm mál er mik­il­vægt að skap­aður sé lýð­ræð­is­legur umræðu­grund­völl­ur, að hefð sé fyrir umræð­um. Eins og lýð­ræð­inu sæm­ir  þurfa ekki allir að vera sam­mála en það eykur líkur á að rétt stefna sé tek­in, í sam­ræmi við grunn­gildi banda­lags­ins. 

Þarna er trú­verð­ug­leiki NATO í húfi, bæði inn og út á við. Um leið og þetta skapar traust og vekur stuðn­ing meðal almenn­ings felst í því styrkur út á við gagn­vart mögu­legum ógnum eða keppi­naut­um. Hin flóknu örygg­is­mál nútím­ans þarfn­ast sam­vinnu og náins fjöl­þjóða­sam­starfs því ekk­ert ríki, hversu vold­ugt sem það er, leysir þau verk­efni eitt og sér. Það að varn­ar­banda­lag eins og NATO reyni að finna og þróa sitt rétta hlut­verk, m.a. með því að leita aftur til for­tíðar með vísun í grunn­gildi, má því túlka sem styrk fremur en að það afhjúpi til­gangs­leysi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar