20 færslur fundust merktar „nato“

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, á leiðtogafundi Norðurlandaráðs í Helsinki.
Ulf Kristersson til fundar við Erdogan um fullgildingu aðildar Svíþjóðar að NATO
Forsætisráðherra Svíþjóðar og Tyrklandsforseti ætla að hittast í Ankara á næstunni til að ræða fullgildingu aðildar Svía að NATO. Katrín Jakobsdóttir segir að samstarf Norðurlandanna á sviði öryggismála muni eflast við inngöngu Svíþjóðar og Finnlands.
1. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Vinstri græn styðja stækkun NATO í fyrsta sinn
Utanríkismálanefnd, undir forystu Vinstri grænna, leggur til að tillaga um aðild Finnlands og Svíþjóðar að NATO verði samþykkt. Þetta er í fyrsta sinn sem Vinstri græn styðja við stækkun NATO.
4. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín styður stækkun NATO – Í fyrsta sinn sem formaður VG gerir það
Forsætisráðherra segir að ekki sé um stefnubreytingu að ræða hjá Vinstri grænum með stuðningi íslenskra stjórnvalda við aðildarumsókn Svía og Finna í NATO. Hún muni sjálf styðja við þær ákvarðanir sem Finnland og Svíþjóð munu taka.
6. maí 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um heimsvaldastefnu NATO og hvítan femínisma
19. ágúst 2021
Margir Afganir hafa gert tilraunir að flýja land eftir að Talíbanar hrifsuðu til sín völdin þar í landi.
Vilja að íslensk stjórnvöld bjóði einstaklingum frá Afganistan alþjóðlega vernd
Þrjátíu og einn Íslendingur sem starfað hefur með NATO og öðrum alþjóðlegum stofnunum í Afganistan krefst þess að íslensk stjórnvöld grípi tafarlaust til aðgerða vegna ástandsins þar í landi.
17. ágúst 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
7. mars 2021
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.
NATO finnur sér hlutverk
Þrátt fyrir að NATO-ríkin standi ekki frammi fyrir beinni stríðsógn eða viðlíka ógnum sem leiddu til stofnunar bandalagsins á sínum tíma, má fullyrða að mikil þörf sé fyrir stofnun eins og NATO. Ný skýrsla útlistar hvers eðlis það hlutverk á að vera.
13. desember 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Hvers vegna tók Ísland af skarið í andstöðu við leiðtoga NATO, um viðurkenningu á sjálfstæði Eystrasaltsþjóða?
19. október 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi biður Guðlaug Þór um nánari útskýringar á heimsókn Pence
Formaður Samfylkingarinnar segir utanríkisráðherra hafa sleppt því að nefna að ástæða heimsóknar Mike Pence til Íslands sé landfræðilegt mikilvægi Íslands á norðurslóðum og aðgerðir NATO til að bregðast við auknum umsvifum Rússlands.
15. ágúst 2019
NATO muni bregðast við virði Rússar ekki sáttmála um kjarnorkuflaugar
Framkvæmdastjóri NATO segir alvarlegt verði sáttmálinn að engu. Spennan jókst í síðustu viku í kjölfar sölu rússneskra yfirvalda á hernaðargögnum til Tyrklands.
18. júlí 2019
Stoltenberg: Ísland hefur mikilvægu hlutverki að gegna innan NATO
Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Ísland hafa mikilvægu hlutverki að gegna innan bandalagsins. Nýjar ógnir kalli á samvinnu allra bandalagsríkja.
12. júní 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
NATO 70 ára: Heimslögregla – Í þjónustu hverra?
14. apríl 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
NATO 70 ára: Heimavarnarlið eða heimslögregla?
13. apríl 2019
Evrópa hefur engan eiginlegan her en hugmyndir um slíkt hafa lengi verið til. Sameiginlegur Evrópuher gæti þjónað margvíslegum tilgangi þegar kemur að lausn vandamála í alþjóðasamfélaginu.
Er sameiginleg varnarstefna Evrópu án forystu Bandaríkjanna tímabær?
Bjarni Bragi Kjartansson fjallar um evrópsk varnarmál og þá valkosti sem Evrópuríki hafa aðra en að reiða sig á NATO.
11. júní 2017
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump segist nú samþykkur 5. grein NATO-sáttmálans
Kemur Trump til varnar eftir allt saman?
10. júní 2017
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra heilsar bandaríska kollega sínum Rex Tillerson á fundi utanríkisráðherra bandalagsins.
Tillerson vill að hin ríkin borgi meira – Guðlaugur Þór sótti NATO-fund
Guðlaugur Þór Þórðarson var viðstaddur fund utanríkisráðherra aðildarríkja NATO. Krafa um aukin framlög til bandalagsins báru hæst. Ísland greiðir minnst allra til NATO.
31. mars 2017
Donald Trump telur framlag annarra bandalagsþjóða í NATO vera of lítið.
Herra forseti, svona virkar NATO ekki
Bandaríkin eyddu mest, Ísland minnst í varnarmál af aðildarríkjum NATO árið 2016. Bandaríkjaforseti vill að hin aðildarríkin greiði sinn skerf en hefur rangar hugmyndir um það hvernig NATO virkar, segir fyrrum fastafulltrúi Bandaríkjanna.
20. mars 2017
Netverjar hafa varpað upp hinum ýmsu myndum af því hvernig landamæraveggur Donalds Trump muni líta út. IKEA-útgáfan verður að teljast vera ólíklegur kostur en kómísk er hún. Og praktísk.
Fjögur atriði af erlendum vettvangi helgarinnar
Donald Trump er aftur kominn í kosningaham, hvað gerðist í Svíþjóð?, vopnahlé í Úkraínu og óvissan með NATO.
19. febrúar 2017
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Federica Mogherini, utanríkismálastjóri ESB, á blaðamannafundi í dag.
Aðild Tyrkja að NATO gæti verið í hættu
Tyrkland getur gleymt aðild að Evrópusambandinu og gæti misst aðild sína að NATO verði dauðarefsing tekin upp þar í landi.
18. júlí 2016