Katrín styður stækkun NATO – Í fyrsta sinn sem formaður VG gerir það

Forsætisráðherra segir að ekki sé um stefnubreytingu að ræða hjá Vinstri grænum með stuðningi íslenskra stjórnvalda við aðildarumsókn Svía og Finna í NATO. Hún muni sjálf styðja við þær ákvarðanir sem Finnland og Svíþjóð munu taka.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Íslensk stjórn­völd styðja þær ákvarð­anir sem þjóð­þing Finn­lands og Sví­þjóðar munu taka varð­andi aðild að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu (NATO). Engin breyt­ing hefur orðið á sam­þykktri stefnu Vinstri grænna (VG).

Þetta kemur fram í svari Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra og for­manns VG við fyr­ir­spurn Kjarn­ans þar sem hún er spurð hvort áherslu­breyt­ing hafi orðið hjá flokknum varð­andi afstöðu til NATO.

Þegar Katrín er spurð hvort hún muni styðja við stækkun NATO segir hún að hún muni styðja þá ákvörðun sem Finn­land og Sví­þjóð munu taka. Það væri í fyrsta sinn sem for­maður VG myndi styðja við stækkun NATO en fyrrum for­maður flokks­ins, Stein­grímur J. Sig­fús­son, og þing­menn flokks­ins hafa ítrekar greint frá þeirri afstöðu sinni að Ísland eigi ekki að vera í NATO og þau styddu ekki stækkun banda­lags­ins.

Auglýsing

Íslend­ingar myndu gera hvað þeir gætu til þess að umsóknin yrði afgreidd með hraði

Finnar og Svíar stefna að því að sækja um aðild að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu sam­tímis en inn­rás Rússa í Úkra­ínu hefur haft í för með sér gríð­ar­lega við­horfs­breyt­ingu gagn­vart banda­lag­inu þar sem áhug­inn á aðild hefur auk­ist til muna.

Katrín fund­aði í vik­unni með leið­togum ann­arra nor­rænna ríkja ásamt for­sæt­is­ráð­herra Ind­lands. Á fund­inum var meðal ann­ars rætt um aðild Finna og Svía að NATO.

Í frétt RÚV um málið kemur fram að eftir fund­inn hefðu leið­tog­arnir greint frétta­mönnum frá því að aðild Finna og Svía að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu hefði verið rædd og afstaða hinna Norð­ur­land­anna skýrð.

Katrín ítrek­aði afstöðu Íslands og sagði að ef kæmi að aðild­ar­við­ræðum myndu Íslend­ingar gera hvað þeir gætu til þess að umsóknin yrði afgreidd með hraði.

„Ekki heilla­­spor að fram­­lengja líf­daga þessa hern­að­ar­banda­lags“

Afstaða VG hefur hingað til verið skýr hvað NATO varðar en í stefnu þeirra segir að flokk­ur­inn leggi áherslu á að Ísland segi sig úr banda­lag­inu.

Steingrímur J. Sigfússon Mynd: Birgir Þór

Fyrir stækkun NATO í des­em­ber 2003 sagði Stein­grím­ur J. Sig­­fús­­son, þáver­andi for­maður VG, að það væri nið­ur­staða þing­­manna flokks­ins að styðja ekki stækk­­un banda­lags­ins. „Við erum ein­­dregið þeirr­ar skoð­unar að það sé ekki heilla­­spor að fram­­lengja líf­daga þessa hern­að­ar­banda­lags,“ sagði hann.

Stein­grím­ur taldi að þvert á móti bæri að vinna að því að leggja hern­að­ar­banda­lög niður og gæta frið­ar, stöðug­­leika og ör­ygg­is í heim­in­um með lýð­ræð­is­­lega upp­­­byggðum svæð­is- og al­heims­­stofn­un­um, eins og stofn­un­inni um ör­yggi og sam­vinnu í Evr­­ópu (ÖSE) og end­­ur­­skipu­lögðu ör­ygg­is­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Sterk öfl hafi ríkra hags­muna að gæta að NATO stækki

Nýjasta dæmið þar sem þing­menn VG greina frá afstöðu sinni til stækk­unar NATO var árið 2019 þegar Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir og Ari Trausti Guð­munds­son, þáver­andi þing­menn VG, skrif­uðu nefnd­ar­á­lit um til­lögu til þings­á­lykt­unar um stað­fest­ingu við­bót­ar­samn­ings við Norð­ur­-Atl­ants­hafs­samn­ing­inn um aðild Lýð­veld­is­ins Norð­ur­-Ma­kedón­íu.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Í nefnd­ar­á­lit­inu kom fram að aðild Íslands að NATO hefði alltaf verið umdeild. Þjóðin hefði aldrei fengið tæki­færi til að láta í ljós skýra afstöðu sína um aðild að banda­lag­inu með þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.

„Ljóst er að banda­lagið er hætt að skil­greina sig ein­göngu sem varn­ar­banda­lag og hefur tekið að sér verk­efni sem fara út fyrir upp­runa­legan til­gang sinn. Minni­hlut­inn telur ekki rétt­læt­an­legt að stækka banda­lagið frekar að svo stöddu, jafn­vel þótt tekið sé til­lit til breyttrar stöðu Norð­ur­-Ma­kedóníu frá lokum kalda stríðs­ins. Þrátt fyrir að tek­ist hafi lang­þráð sam­komu­lag milli Grikkja og Norð­ur­-Ma­kedón­íu­manna í apríl síð­ast­liðnum um nafn lands­ins eftir ára­tuga deilur er það álit minni­hlut­ans að það ágæta sam­komu­lag leiði ekki sjálf­krafa til aðildar að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu þrátt fyrir náið sam­starf beggja aðila frá 1995.

Við þessa stað­fest­ingu fjölgar aðild­ar­ríkjum banda­lags­ins í 30 og bendir minni­hlut­inn á að sterk öfl hafi ríkra hags­muna að gæta að Atl­ants­hafs­banda­lagið stækki. Er þar sér­stak­lega um að ræða vopna­fram­leið­end­ur, enda eru mörg af mestu vopna­fram­leiðslu­löndum heims aðild­ar­ríki banda­lags­ins sem leggja ríkar skyldur á herðar aðild­ar­ríkja sinna varð­andi fram­lög til víg­bún­aðar og her­mála,“ segir í nefnd­ar­á­liti Rósu Bjarkar og Ara Trausta frá árinu 2019.

Stækkun NATO „ekki grund­völlur frið­ar, stöð­ug­leika og öryggis í heim­in­um“

Ari Trausti Guðmundsson Mynd: Bára Huld Beck

Enn fremur var bent á í nefnd­ar­á­lit­inu að skömmu fyrir alda­mót hefði NATO breytt stefnu sinni á þann hátt að það beitti sér í auknum mæli utan landamæra sinna. „Má þar nefna beina og óbeina þátt­töku í styrj­öldum og skærum í Afr­íku og Asíu. Afleið­ingar þess­ara hern­að­ar­í­hlut­ana hafa reynst skelfi­legar fyrir íbúa við­kom­andi landa og eiga þær þátt í mik­illi fjölgun fólks á flótta undan stríðs­á­tökum og afleið­ingum þeirra und­an­farin ár.

Full­trúar minni­hlut­ans árétta þá stefnu Vinstri hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs að Ísland eigi að standa utan hern­að­ar­banda­laga og hafna víg­væð­ingu. Það er stefna hreyf­ing­ar­innar að hags­munum Íslands sé best borgið með úrsögn úr banda­lag­inu. Stríð og hern­aður leysa engin vanda­mál, þótt hern­að­ar­sinnar haldi því fram að barist sé fyrir friði og mann­rétt­ind­um. Stækkun Atl­ants­hafs­banda­lags­ins er ekki grund­völlur frið­ar, stöð­ug­leika og öryggis í heim­in­um. Það væri heldur gert með styrk­ingu alþjóða­stofn­ana á borð við Örygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu (ÖSE), Evr­ópu­ráðið og örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna.“

Þing­menn VG sátu hjá – „NATO er hern­að­ar­banda­lag en ekki krútt­legur frið­ar­klúbb­ur“

Þing­menn VG tjáðu sig frekar um málið á þingi við atkvæða­greiðslu til­lög­unnar á sínum tíma en allir þing­menn flokks­ins sátu hjá við atkvæða­greiðsl­una. Rósa Björk sagði að frá stofnun Vinstri­hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs hefði Atl­ants­hafs­banda­lagið stækkað og fjölgað aðild­ar­ríkjum sínum í þrí­gang og nú í fjórða skipti.

„Í hvert sinn sem þær stækk­anir hafa verið teknar fyrir á Alþingi og farið í atkvæða­greiðslu um þær í þing­sal hefur afstaða þing­manna VG ávallt verið sú sama. Þeir hafa skilað minni­hluta­á­liti í hátt­virtri utan­rík­is­mála­nefnd og setið hjá við atkvæða­greiðsl­una, enda er and­staða við veru Íslands í hern­að­ar­banda­lagi ein af grunn­stoðum í stefnu hreyf­ing­ar­inn­ar. Sú afstaða í gegnum tíð­ina er óbreytt hér í dag, enda gengur stækkun banda­lags­ins í ber­högg við áherslur VG. NATO er hern­að­ar­banda­lag en ekki krútt­legur frið­ar­klúbb­ur. Stækkun Atl­ants­hafs­banda­lags­ins er ekki grund­völlur frið­ar, stöð­ug­leika og öryggis í heim­in­um. Það væri heldur gert með styrk­ingu alþjóða­stofn­ana, alþjóða­sam­vinnu, sam­tala og lýð­ræð­is­legra lausna.

Stækkun NATO ekki jákvætt skref í örygg­is­málum Evr­ópu

Steinunn Þóra Árnadóttir Mynd: Bára Huld Beck

Stein­unn Þóra Árna­dóttir þing­maður VG sagði við atkvæða­greiðsl­una að hún tæki undir með Rósu Björk. „Stækkun Atl­ants­hafs­banda­lags­ins, NATO, er hvorki jákvætt skref í örygg­is­málum Evr­ópu né heims­ins alls. Það væri mun væn­legra að efla frið, stöð­ug­leika og öryggi í heim­inum eftir öðrum leið­um. Ég tek undir það sem hefur verið sagt um styrk­ingu alþjóða­stofn­ana, sam­töl og sam­vinnu, það er það sem við þurfum einmitt á að halda, ekki bara í frið­ar­mál­unum heldur gildir það sama þegar kemur að lofts­lags­vánni. Hérna þurfum við að tala sam­an, ekki að mynda banda­lög.

Við í Vinstri­hreyf­ing­unni – grænu fram­boði mun­um, eins og komið hefur fram, ekki greiða atkvæði í þessu máli og það er í takti við það hvernig við höfum áður greitt atkvæði í sam­bæri­legum mál­u­m,“ sagði Stein­unn Þóra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinsambands Íslands.
Vörn Vilhjálms: „Dapur að sjá fólk sem ég taldi vini stinga mig í bakið“
„Ef fólk heldur að það sé auðvelt að semja við Halldór Benjamín og hans fólk þá veður fólk villu vegar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem svarar fullum hálsi gagnrýni formanns Eflingar á nýjan samning við SA.
Kjarninn 4. desember 2022
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent