Starfslok stjórnenda kostuðu SKEL 60 milljónir á fyrstu þremur mánuðum ársins

SKEL fjárfestingarfélag hagnaðist á því að selja fasteignir til fasteignaþróunarfélags sem það á nú 18 prósent hlut. Næst stærsti eigandinn er móðurfélag stærsta eiganda SKEL, sem er stýrt af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni.

Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður SKEL
Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður SKEL
Auglýsing

SKEL fjár­fest­inga­fé­lag hagn­að­ist um 3,3 millj­arða króna eftir skatta á fyrsta árs­fjórð­ungi 2022. Þar skiptir öllu máli að félagið seldi fast­eignir sem hýsa starf­semi dótt­ur­fé­laga þess til fast­eigna­fé­lags­ins Kalda­lóns. Sölu­hagn­aður af fast­eigna­sölu á árs­fjórð­ungnum var 4,1 millj­arður króna. 

SKEL fékk greitt fyrir fast­eign­irnar með reiðufé upp á 3,6 millj­arða króna og með nýjum hlutum sem gefnir voru út í Kalda­lóni. Eftir við­skipt­in, sem voru frá­gengin síð­asta dag mars­mán­að­ar, er SKEL stærsti hlut­hafi fast­eigna­þró­un­ar­fé­lags­ins, sem er skráð á First North mark­að­inn, með 18,05 pró­sent eign­ar­hlut. Næst stærsti eig­and­inn er Strengur Hold­ing, móð­ur­fé­lags Strengs hf. sem er meiri­hluta­eig­andi í SKEL og er stýrt af Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni. Strengur Hold­ing á 12,76 pró­sent hlut í Kalda­lón­i. 

Þetta kemur fram í árs­hluta­reikn­ingi SKEL fyrir fyrstu þrjá mán­uði árs­ins. 

For­stjór­inn sagði af sér í febr­úar

Þar segir líka að rekstr­ar­kostn­aður félags­ins hafi lit­ast af kostn­aði vegna upp­skipt­ingar og starfs­loka­kostn­aði, sem hafi verið 60 millj­ónir króna á tíma­bil­inu. Tveir stjórn­endur hættu störfum hjá SKEL á fyrstu mán­uðum árs­ins. Fyrst sagði þáver­andi for­stjóri, Árni Pétur Jóns­son, af sér í febr­ú­ar. Í til­­­kynn­ing­unni sem hann sendi frá sér sagði Árni Pét­ur, sem var með um sjö millj­ónir króna á mán­uði í heild­ar­laun á árinu 2021, að honum hafi borist tölvu­­­póstur frá fyrrum sam­­­starfs­­­konu hans í öðru fyr­ir­tæki, þar sem hann var yfir­­­­­maður hennar fyrir um 17 árum síð­­­­­an. „Þar greinir hún frá því að í dag upp­­­lifi hún sam­­­skipti okkar á þessum tíma með þeim hætti að ég hafi gengið yfir ákveðin mörk.“ 

Auglýsing
Hann sagði að konan hafi ekki sakað hann um ofbeldi, áreiti eða ein­hvers konar brot gegn lög­­­um, heldur hafi verið um að ræða valda­ó­­­jafn­­­vægi og ald­­­ur­s­mun. „Þrátt fyrir að ég hafi á engan hátt gerst brot­­­legur við lög þá átta ég mig á því að við­mið og við­horf hafi breyst í sam­­­fé­lag­inu og er það vel,“ segir Árni Pétur í til­­­kynn­ingu sinni. „Met ég stöð­una þannig að mál þetta kunni að valda fyr­ir­tæk­inu og sam­­­starfs­­­fólki óþæg­ind­­­um. Ég hef því óskað eftir að láta af störfum sem for­­­stjóri hjá Skelj­ungi hf.“

Ólafur Þór Jóhann­es­­son, sem starf­aði áður sem fram­­kvæmda­­stjóri fjár­­­mála­sviðs og sem aðstoð­­ar­­for­­stjóri Skelj­ungs, tók við starf­inu af Árna Pétri. Hann lét svo af störfum í síð­asta mán­uði þegar til­kynnt var að Ásgeir Helgi Reyk­­fjörð Gylfa­­son, þá aðstoð­­ar­­banka­­stjóri Arion banka, hefði verið ráð­inn for­­stjóri félags­­ins og að Magnús Ingi Ein­­ar­s­­son, þá fram­­kvæmda­­stjóri banka­sviðs Kviku banka, hefði verið ráð­inn fjár­­­mála­­stjóri þess. Ásgeir mun hefja störf hjá SKEL 9. júlí næst­kom­and­i. 

Mikla athygli vakti að bæði Ásgeir Helgi og Magnús Ingi fengu kaup­rétti um hluti í félag­inu í sam­ræmi við kaup­rétta­á­ætlun þess sem sam­­þykkt var á síð­­asta aðal­­fundi.

Sam­­kvæmt þeirri áætl­­un, sem tók gildi þann 10. mars, var SKEL heim­ilt að úthluta kaup­rétti til lyk­il­­stjórn­­enda félags­­ins af fimm pró­­sentum af útgefnu heild­­ar­hlutafé þess. Mark­aðs­verð þess­­ara kaup­rétta var á þessum tíma um 1,6 millj­­arðar króna.

Þessi kaup­rétt­­ar­heim­ild, sem gildir til árs­ins 2027, er full­nýtt í nýjum samn­ingum við Ásgeir Helga og Magnús Inga. Sam­­kvæmt til­­kynn­ingu sem SKEL sendi frá sér nam virði kaup­réttar Ásgeirs 1,02 millj­­örðum króna, á meðan virði kaup­réttar Magn­úsar Inga nam 572 millj­­ónum króna.

SKEL stærsti eig­andi Kalda­lóns

SKEL fjár­fest­inga­fé­lag hét áður Skelj­ungur í 93 ár. Nafni og til­gangi félags­ins var breytt í byrjun þess árs sam­hliða því að til­kynnt var um 6,9 millj­arða króna hagnað á síð­asta ári. Sá hagn­aður var nær allur til­­kom­inn vegna sölu á fær­eyska dótt­­ur­­fé­lag­inu P/F Magn á árinu 2021, en bók­­færð áhrif þeirrar sölu á tekjur Skelj­ungs í fyrra voru 6,7 millj­­arðar króna. 

Í fjár­­­festa­kynn­ingu sem birt var í kom fram að Skelj­ungur yrði frá og með febr­úar síð­ast­liðnum rekið sem fjár­­­fest­inga­­fé­lag og beri nafnið SKEL fjár­­­fest­inga­­fé­lag. Þar með lauk sögu olíu­­­fé­lags­ins Skelj­ungs á Íslandi, en hún hófst árið 1928. 

Streng­­ur, eign­­ar­halds­­­fé­lag sem stjórn­­­ar­­for­­mað­­ur­inn Jón Ásgeir fer fyr­ir, á 50,1 pró­­sent hlut í félag­inu og hefur því tögl og hagldir innan þess. SKEL byrjar til­­veru sínu með 12 millj­­arða króna í hand­­bært fé, um 50 pró­­sent eig­in­fjár­­hlut­­fall og ein­ungis tvo millj­­arða króna í vaxta­ber­andi skuld­­um.

Gengi bréfa í félag­inu hækk­aði um 18,3 pró­sent á fyrsta árs­fjórð­ungi en hand­bært fé þess lækk­aði niður í 8,9 millj­arða króna. Eig­in­fjár­hlut­fallið hefur hins vegar styrkst með söl­unni til Kalda­lóns og er nú 79,4 pró­sent. 

Seldu í Íslands­banka en byggðu upp stöðu í VÍS

SKEL var á meðal þeirra sem tóku þátt í lok­uðu útboði á 22,5 pró­sent hlut í Íslands­banka í mars. Alls keypti SKEL fyrir um 450 millj­ónir króna. Félagið seldi þann hlut með 32 millj­óna króna hagn­aði um mán­uði síðar og bætti sam­hliða við stöðu sína í trygg­inga­fé­lag­inu VÍS. 

Sú staða er ekki öllum skýr þegar horft er á hlut­haf­alista VÍS enda stór hluti eign­ar­inn­ar, alls 4,8 pró­sent hlut­ur, í formi fram­virkra samn­inga við banka og því skráður á þá. Miðað við það að Arion banki, fyrr­ver­andi vinnu­staður verð­andi for­stjóra SKEL, er eini stóri bank­inn sem er skráður fyrir stórum hlutum í VÍS má ætla að fram­virkir samn­ingar SKEL séu að uppi­stöðu hjá þeim banka. 

Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar sem birt var 26. apríl síð­ast­lið­inn kom fram að SKEL væri í reynd fjórði stærsti hlut­haf­inn í VÍS með rúm­lega 7,3 pró­sent eign­ar­hlut. Einn annar stór einka­fjár­festir er í VÍS, félagið Sjáv­ar­sýn í eigu Bjarna Ármanns­sonar sem á 6,97 pró­sent hlut. Aðrir stórir eig­endur eru stofn­ana­fjár­fest­ar, aðal­lega íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent