Katrín, Ásmundur Einar og Dagur undirrita viljayfirlýsingu um þjóðarhöll í Laugardal

Forsætisráðherra, ráðherra íþróttamála og borgarstjóri munu undirrita viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar fyrir inniíþróttir síðdegis í dag, átta dögum fyrir borgarstjórnarkosningar.

ráðherrar og borgarstjóri
Auglýsing

Ásmundur Einar Daða­son, mennta- og barna­mála­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík munu und­ir­rita vilja­yf­ir­lýs­ingu um bygg­ingu nýrrar þjóð­ar­hallar í inn­an­hús­í­þróttum í dag klukkan 15:30. Und­ir­rit­unin fer fram í Laug­ar­dalnum sem bendir til þess að sam­komu­lag hafi náðst um að þjóð­ar­höll fyrir inni­í­þróttir muni rísa á því svæð­i. 

Kjarn­inn greindi frá því á mið­viku­dag að til stæði að nið­ur­staða í mál­inu, sem hefur verið í miklum hnút, yrði kynnt í dag. Það var kynnt í borg­ar­ráði Reykja­víkur í gær og verður á dag­skrá rík­is­stjórn­ar­fundar í dag. Í frétt Kjarn­ans var sagt að stíf sam­töl hafi átt sér stað und­an­farið um hvort ráð­ist yrði í bygg­ingu þjóð­­ar­hallar í Laug­­ar­­dal. Borg­ar­stjór­inn í Reykja­vík hafði gefið rík­­inu frest fram í byrjun maí til að leggja fram fé í verk­efn­ið. Næð­ist það ekki myndi borgin taka tvo millj­­arða króna sem hún hefur sett til hliðar fyrir það og nota þá til að byggja nýtt íþrótta­hús fyrir iðk­endur Þróttar og Ármanns í Laug­­ar­­dal. 

Í sam­tali við Kjarn­ann á mið­viku­dag sagði Dagur að nið­­ur­­staða væri fyr­ir­liggj­andi en aðstoð­ar­maður Ásmundar Ein­ars neit­aði því síðar sama dag í sam­tali við RÚV. 

Gæti kostað hátt í níu millj­­arða

Laug­­ar­dals­höllin hefur verið heim­ili lands­liða Íslands í körfu­­bolta og hand­­bolta í ára­tugi. Hún er barn síns tíma og er rekin á und­an­þágu þar sem hún upp­­­fyllir ekki alþjóð­­lega staðla. 

Auglýsing
Til að upp­­­­­­­fylla alþjóð­­­­legar kröfur þarf að byggja nýtt mann­­­­virki. Ver­kís verk­fræð­i­­­­stofa var fengin til þess að gera kostn­að­­­­ar­­­­mat á bygg­ingu mann­­­­virkis á sínum tíma  ásamt því að leggja mat á rekstr­­­­ar­­­­kostn­að. Heild­­­­ar­­­­kostn­aður við bygg­ingu þjóð­­­­ar­­­­leik­vangs fyrir inn­­­i­í­­­­þróttir var áætl­­­­að­ur á bil­inu 7,9 til 8,7 millj­­­­arðar króna. Mun­­­­ur­inn fólst í því hvort húsið eigi að taka fimm þús­und eða 8.600 áhorf­end­­­­ur. 

Vilji hefur verið fyrir því að byggja þetta mann­­virki, svo­­kall­aða þjóð­­ar­höll, í Laug­­ar­dalnum þar sem aðrir þjóð­­ar­­leik­vangar eru sem stend­­ur. 

Á sama tíma er sú staða uppi að gríð­­ar­­lega fjöl­­mennar iðk­enda­deildir hverf­is­­fé­lag­anna Þróttar og Ármanns eiga ekk­ert íþrótta­hús. Mik­ill þrýst­ingur hefur verið frá félög­unum og íbúum hverf­is­ins um að ráða þar bót á. Hug­­myndin um þjóð­­ar­höll felur í sér að þau félög gætu nýtt hana undir sína starf­­semi og þannig yrðu tvö úrlausn­­ar­efni leyst með einni fram­­kvæmd. Sá hagur á að vera á þeirri leið fyrir Þrótt og Ármann að í þjóð­­ar­höll verði fjórir æfinga­vellir fyrir börn og ung­­menni en í íþrótta­­húsi fyrir félögin yrðu vell­irnir tveir.

Borg­­ar­­stjóri gaf tíma­frest

Ráða­­menn þjóð­­ar­innar hafa ítrekað lofað því að ráð­ist yrði í verk­efn­ið, sem yrði að vera sam­vinn­u­verk­efni ríkis og borg­­ar. Ásmundur Einar Daða­­son, mennta- og barna­­mála­ráð­herra, sagði í des­em­ber síð­­ast­liðnum að hans hugur stæði til þess að á þessu kjör­­tíma­bili yrði hægt að fara á heima­­leiki á nýjum þjóð­­ar­­leik­vang­i. 

Svo gerð­ist lítið sem ekk­ert, þangað til á opnum íbú­a­fundi borg­­ar­­stjóra í Laug­­ar­­nes­­skóla 2. mars síð­­ast­lið­inn. Þar sagði Dagur að Reykja­vík­­­­­ur­­­borg hefði tekið frá fjár­­­muni í upp­­­­­bygg­ingu íþrótta­húss og að hún héldi því enn opnu hvort þeim yrði best varið í þjóð­­­ar­höll eða í sér­­­stakt íþrótta­hús. Skil­yrðið væri að pen­ing­­­arn­ir, um tveir millj­­­arðar króna, myndu nýt­­­ast fyrir börn og ung­­­menni í Laug­­­ar­­­dal. 

Borg­­­ar­­­stjór­inn sagði á fund­inum að því yrði gefin mjög skammur tími að láta á þetta reyna. „Við erum búin að taka frá pen­inga fyrir öðrum hvorum kost­in­­­um. Þannig að það verður að skýr­­­ast á þessu vori, og ég hef rætt það síð­­­­­ast í gær við fleiri en einn ráð­herra í rík­­­is­­­stjórn Íslands, að ríkið ætli sér raun­veru­­­lega að fara í þetta og setji pen­ing á borð­ið. Ef að það ger­ist ekki þá förum við í sér­­­stakt hús fyrir Þrótt og Ármann.“ 

Hann fékk spurn­ingu úr sal um hversu skammur tími yrði gefin og sagði að slaki yrði gef­inn fram að birt­ingu nýrrar fjár­­­­­mála­á­ætl­­­unar rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­innar fyrir árin 2023-2028.  „Ég segi að ef það verða ekki pen­ingar í þetta þar þá meina þau ekk­ert með þessu. Þannig að fyrir 1. maí þarf þetta að liggja fyr­­­ir. Ann­­­ars legg ég til­­­lögu fyrir borg­­­ar­ráð 5. maí.“

Ekki var gert ráð fyrir sér­­­stökum fjár­­munum í upp­­­bygg­ingu þjóð­­ar­­leik­vanga í áætl­­un­inni þegar hún var birt í lok mar­s. 

Bjarni vildi að borgin borg­aði meira

Þann 24. apríl mætti Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, svo í útvarps­­þátt­inn Sprengisand á Bylgj­unni. Þar gagn­rýndi hann Reykja­vík­­­ur­­borg harð­­lega fyrir hennar afstöðu í þjóð­­ar­hall­­ar­­mál­inu. „Mér finnst töl­­urnar sem REykja­vík hefur verið að nefna í þessu sam­­bandi mjög lág­­ar. Tveir millj­­arðar í hús sem gæti kostað sjö til níu millj­­arða sem mér finnst ekki há fjár­­hæð. Garða­­bær var að reisa íþrótta­­mann­­virki um dag­inn sem kost­aði fjóra millj­­arða.“

Bjarni sagði að það væri sinn skiln­ingur að borgin hefði ákveðið að for­­gangs­raða með öðrum hætti. „Ég verð að segja að ég varð eig­in­­lega hálf orð­­laus eftir að stofnað hafði verið hluta­­fé­lag til að ræða þetta, að hafa verið í góðri trú um að við værum að fara að ræða ein­hverja alvöru kostn­að­­ar­­skipt­ingu. Þá var það þannig sem sá fundur end­að­i.“

Nú liggur fyrir nið­­ur­­staða í mál­inu sem verður kynnt verður klukkan 15:30 í dag.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent