Áslaug Friðriksdóttir bæjarstjóraefni Sjálfstæðismanna á Ísafirði

Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Reykjavík verður bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ ef flokkurinn nær að mynda meirihluta þar eftir rúma viku.

Áslaug Friðriksdóttir.
Áslaug Friðriksdóttir.
Auglýsing

Áslaug María Frið­riks­dótt­ir, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, er bæj­ar­stjóra­efni Sjálf­stæð­is­flokks í Ísa­fjarð­arbæ kosn­ing­unum sem fara fram eftir rúma viku. Frá þessu er greint á vef Bæj­ar­ins besta

Þar er haft eftir Áslaugu að hún hafi ekki þurft að hugsa sig lengi um þegar leitað var til henn­ar. „Eftir stuttan umhugs­un­ar­frest fann ég að bæði hugur og hjarta sögðu já, enda eru taug­arnar vestur afar sterkar og hlýj­ar. Mér finnst líka að fram­bjóð­enda­hóp­ur­inn sé að slá á nýja strengi, er ferskur og fram­sæk­inn en skilur einnig að gott sam­starf er for­senda fram­fara enda leggja þau áherslu á bætt sam­skipti og sam­ráð við íbúa á svæð­inu. Ég er þess full­viss að ég geti lagt margt gott til mál­anna.“ 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er sem stendur í meiri­hluta­sam­starfi við Fram­sókn­ar­flokk­inn í Ísa­fjarð­ar­bæ. Flokk­ur­inn er með þrjá af níu bæj­ar­full­trú­um. Sá meiri­hluti réð Guð­mund Gunn­ars­son, nú við­skipta­rit­stjóra Frétta­blaðs­ins, sem bæj­ar­stjóra eftir síð­ustu kosn­ingar en sagði honum upp störfum 2020. Núver­andi bæj­ar­stjóri er Birgir Gunn­ars­son. Hann réð sig sem fram­kvæmda­stjóra rekstr­ar­stofu Þjóð­kirkj­unnar fyrr á þessu ári og hefur þar störf eftir kom­andi kosn­ing­ar.

Auglýsing
Áslaug var á meðal þeirra sem sótt­ist eftir því að verða odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík fyrir kosn­ing­arnar 2018, en laut í lægra haldi fyrir Eyþóri Arn­alds. Hún sótt­­ist í kjöl­farið eftir sæti neðar á fram­­boðs­list­­anum en var ekki boðið neitt sæti.

Í við­tali við Mann­líf vorið 2018 sagð­ist Áslaug hafa orðið fyrir von­brigð­um, en hún hafði talað fyrir þétt­ingu byggð­­ar, lýst vilja til að ræða borg­­ar­línu og viljað starfa með meiri­hlut­­anum í Reykja­vík að þeim málum sem hún hefur getað séð sam­eig­in­­legan flöt á.  „Með þessu tekur flokk­­ur­inn þá áhættu að höfða til þrengri hóps en hann hefði ann­­ars gert nema að ein­hverjir á fram­­boðs­list­­anum tali til þess hóps. Ég er ekki sú eina sem er á þess­­ari mál­efna­línu og veit að meðal nýrra fram­­bjóð­enda er fólk sem er sam­­mála mér um margt. Ég vona að þeir fram­­bjóð­endur fylgi sann­­fær­ingu sinni og láti ekki þagga niður í sér.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent