Guðmundur genginn í Viðreisn og sækist eftir oddvitasæti á heimaslóðum

Fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði ætlar í stjórnmál og sækist eftir því að leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Hann segist hafa skoðað fleiri kosti, en innst inni hafi hann vitað að Viðreisn yrði fyrir valinu.

Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði.
Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði.
Auglýsing

Guð­mundur Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri á Ísa­firði, sæk­ist eftir því að leiða lista Við­reisnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um, sem eiga að fara fram næsta haust. Frá þessu var fyrst greint á Vísi í dag en Guð­mundur stað­festir þetta í sam­tali við Kjarn­ann.„Ég er alla­vega geng­inn í flokk­inn,“ segir Guð­mund­ur, sem segir það stórt skref fyrir mann sem hafi ekki verið hluti af stjórn­mála­afli áður. Hann seg­ist bjóða fram krafta sína og að hann hafi lýst yfir vilja til þess að fara í fram­boð í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, en svo muni upp­still­ing­ar­nefnd Við­reisnar leggj­ast yfir það „hverjir gefa sig í bar­dag­ann“ og hvernig list­inn eigi að vera.Hann seg­ist treysta upp­still­ing­ar­nefnd­inni algjör­lega til þess að meta hvernig árangri verði best náð. „Ég er með metnað og ef það væri í mínum höndum að ráða þessu þá myndi ég fara sem efst,“ segir Guð­mund­ur.

Auglýsing


Guð­mundur hefur látið nokkuð til sín taka í opin­berri umræðu frá því að hann lét af störfum sem bæj­ar­stjóri Ísa­fjarð­ar­bæjar og orðrómar verið á kreiki um að hann ætl­aði sér að bjóða sig fram til stjórn­mála­starfs.Kaus Við­reisn í síð­ustu kosn­ingumSpurður hvort aðrir stjórn­mála­flokkar en Við­reisn hafi komið til greina eftir að hann ákvað að stíga það skref segir Guð­mundur að hann hafi talið heið­ar­legt gagn­vart sjálfum sér og öðrum að skoða þau mál gaum­gæfi­lega. Hann hafi þannig bæði skoðað stefnur flokka og rætt við fólk.Innst inni hafi hann þó alltaf vitað að Við­reisn yrði fyrir val­inu. „Þetta er nú flokk­ur­inn sem ég kaus í síð­ustu kosn­ing­um,“ segir Guð­mundur við blaða­mann.Hrakt­ist frá Ísa­firði eftir starfs­lok í kjöl­far snjó­flóðaStarfs­lok Guð­mundar sem bæj­ar­stjóra á Ísa­firði fyrr á árinu vöktu mikla athygli, ekki síst þar sem hann hafði verið áber­andi í fjöl­miðlum í aðdrag­anda þeirra vegna snjó­flóð­anna sem féllu á Flat­eyri og Súg­anda­firði í febr­ú­ar.Í við­tölum við fjöl­miðla lýsti hann því yfir að sjálf­stæð­is­menn í meiri­hluta bæj­ar­stjórnar Ísa­fjarðar hefðu ekki stutt hann í starfi, en hann var ráð­inn þangað sem ópóli­tískur bæj­ar­stjóri. Í sam­tali við Mann­líf sagði Guð­­mundur að það hefði skap­­ast sér­­stakur ágrein­ingur um hlut­verk sitt sem bæj­ar­stjóra og sýn­i­­leika í kjöl­far snjó­­­flóð­anna á Flat­eyri og í Súg­anda­­firði um miðjan jan­ú­­ar. Sá ágrein­ingur varð til þess að upp úr sauð.Guð­mundur sagði að meiri­hlut­inn hefði lýst yfir óánægju með það hvernig hann hefði komið upp­­lýs­ingum til þeirra og að hann hefði ekki sinnt kjörnu full­­trú­unum næg­i­­lega mikið á þessum tíma. Til átaka kom á bæj­­­ar­­stjórn­­­ar­fundi 17. jan­úar þar sem Guð­­mundur rauk á end­­anum á dyr. Hann sagði að hlut­irnir hefðu farið að „snú­­ast um kjána­­lega hluti eins og hver ætti að taka á móti for­­sæt­is­ráð­herra og hver ætti að fara í þyrl­una og eitt­hvað svona bull.“Í kjöl­farið á starfs­lok­unum flutti Guð­mundur frá Ísa­firði með fjöl­skyldu sinni og búa þau nú í Kópa­vogi, þrátt fyrir að eiga sínar rætur fyrir vest­an, en Guð­mundur er upp­al­inn í Bol­ung­ar­vík.Í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­­book sagði hann meðal ann­­ars: „Hér líður okkur ekki lengur vel. Atburðir síð­­­ustu vikna hafa gert það að verk­­um. Ekki síst þær furð­u­­skýr­ingar sem grass­erað hafa í kjöl­far starfs­lokanna. En þetta er eins og það er. Við sjáum sæng okkar upp reidda og viljum ekki vera hluti af sam­­fé­lagi þar sem fyr­ir­­ferða­­miklar stjórn­­­mála­hreyf­­ingar umbera fanta­brögð freka kalls­ins og dreifa svo róg­­burði til að rétt­læta þau.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum
Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.
Kjarninn 5. mars 2021
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent