„Svo kem ég bara heim og tek af þér djobbið“

Fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði segir að hann hafi aldrei notið stuðnings Sjálfstæðisflokksins. Eftir snjóflóðin í síðasta mánuði hafi verið rifist á bæjarstjórnarfundi um „kjánalega hluti eins og hver ætti að taka á móti forsætisráðherra.“

Guðmundur Gunnarsson
Auglýsing

Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir í viðtali við Mannlíf í dag að hann hafi orðið þess mjög fljótt áskynja eftir að hafa verið ráðinn í starfið að hann nyti ekki stuðnings Sjálfstæðisflokksins, sem var stærri flokkurinn í meirihlutanum í sveitarfélaginu.

Ágreiningurinn, sem leiddi til skyndilegra starfsloka Guðmundar í síðasta mánuði, hafi ekki snúist um ákveðin mál heldur nálgun og aðferðir. Meirihlutinn hafi litið á hann sem starfsmann sem ætti fyrst og síðast að taka við skipunum en hann sjálfur hefði litið á vinnuna sem teymisvinnu. Það sem sitji mest í honum frá bæjarstjóraferlinum sé símtal sem hann fékk frá Noregi í desember 2019 frá  Daníel Jakobssyni, formanni bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í starfsleyfi og fyrrverandi bæjarstjóra, sem þá var á leiðinni aftur heim til Ísafjarðar. „Hann endaði símtalið á því að segja svona í framhjáhlaupi: „Svo kem ég bara heim og tek af þér djobbið.“ Ég man að mér fannst þetta furðulegt og taktlaust og skrýtið. Hver segir svona í gríni eða alvöru?“

Rifist um hver ætti að taka á móti forsætisráðherra

Í viðtalinu við Mannlíf segir Guðmundur að það hafi líka skapast sérstakur ágreiningur um hlutverk bæjarstjórans og sýnileika í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri og í Súgandafirði um miðjan janúar. Sá ágreiningur varð til þess að upp úr sauð.

Auglýsing
Guðmundur segir að meirihlutinn hafi lýst yfir óánægju með það hvernig hann hefði  komið upplýsingum til þeirra og að hann hefði ekki sinnt kjörnu fulltrúunum nægilega mikið á þessum tíma. Til átaka kom á bæjarstjórnarfundi 17. janúar þar sem Guðmundur rauk á endanum á dyr. Hann segir við Mannlíf að honum hafi þótt fundurinn ótímabær, þar sem enn var allt í hers höndum vegna snjóflóðanna, vegna þess að hann hefði snúist um að fara í saumana á því hvað hefði verið hægt að gera betur. „Að fá þetta yfir sig … að við gerðum ekki nóg. Ég var búinn að leggja allt sem ég átti í að vera til staðar. En það var ekki nóg. Plantan í Litlu hryllingsbúðinni var enn þá svöng. Svo fór þetta að snúast um kjánalega hluti eins og hver ætti að taka á móti forsætisráðherra og hver ætti að fara í þyrluna og eitthvað svona bull.“

Nokkrum dögum síðar var haldinn sáttafundur þar sem talsmenn meirihlutans lýstu yfir óánægju sinni með Guðmund og störf hans. Í kjölfarið var samið um starfslok hans og nýverið tilkynnti Guðmundur að hann myndi flytja frá Ísafirði með fjölskyldu sinni. Í stöðuuppfærslu á Facebook sagði hann meðal annars: „Hér líður okkur ekki lengur vel. Atburðir síðustu vikna hafa gert það að verkum. Ekki síst þær furðuskýringar sem grasserað hafa í kjölfar starfslokanna. En þetta er eins og það er. Við sjáum sæng okkar upp reidda og viljum ekki vera hluti af samfélagi þar sem fyrirferðamiklar stjórnmálahreyfingar umbera fantabrögð freka kallsins og dreifa svo rógburði til að réttlæta þau.“ 

Við höfum ákveðið að flytja frá Ísafirði. Það var ekkert endilega augljósasti kosturinn í stöðunni eftir starfslokin í...

Posted by Gudmundur Gunnarsson on Thursday, February 20, 2020

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent