Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra

Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.

Guðmundur Kristjánsson
Auglýsing

Útgerð­ar­fyr­ir­tækið Brim, sem skráð er á mark­að, hagn­að­ist um 4,7 millj­arða króna í fyrra, og er gerð til­laga um að greiða 1,9 millj­arða króna í arð til hlut­hafa vegna árs­ins í fyrra. 

Guð­mundur Krist­jáns­son, for­stjóri Brims, segir í til­kynn­ingu til kaup­hallar að það hafi skipst á skin og skúrir í rekstr­inum í fyrra, meðal ann­ars vegna loðnu­brests og brælu á mið­u­m. 

„Af­koman á síð­asta ári var við­un­andi. Eins og oft áður voru skin og skúr­ir. Engin loðna veidd­ist og á haust­mán­uðum voru miklar brælur en sum­arið var gott í bol­fiski og mak­ríl. Þá var gott ár í útgerð frysti­tog­ara. Það má segja að árang­ur­inn sé ágætur þegar horft er um öxl á þetta fyrsta heila rekstr­arár frá því að nýir aðilar komu að rekstri félags­ins," segir Guð­mundur Krist­jáns­son, for­stjóri Brims og aðal­eig­andi félags­ins, en hann tók við stjórn­ar­taumunum árið 2018, eftir að hafa keypt þriðj­ungs­hlut í félag­in­u. 

Auglýsing

Heild­ar­eignir félags­ins námu 700,7 millj­ónum evra árs­lok 2019, eða sem nemur um 97,4 millj­örðum króna.  Eigið fé nam 317,4 millj­ónum evra, eða sem nemur um 44 millj­örðum króna. Eig­in­fjár­hlut­fallið var 45,3 pró­sent, en var 41,9 pró­sent í lok árs 2018. Heild­ar­skuldir félags­ins í árs­lok 2019 voru 383,3 millj­ónir evra, eða sem nemur um 53,2 millj­örðum króna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Dóttir Svandísar alvarlega veik
Heilbrigðisráðherra ætlar með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda að sinna áfram störfum sínum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent