Skoðunarmenn lýsa yfir áhyggjum af kostnaðarsömum rekstri Pírata

Í ársreikningi Pírata kemur fram að flokkurinn eyddi um 96 prósent tekna sinna í rekstur í fyrra, en lagði lítið fyrir í kosningabaráttusjóð. Hinir flokkarnir sjö á þingi lögðu allir meira til hliðar og flestir tugi milljóna króna.

Þingflokkur Pírata.
Þingflokkur Pírata.
Auglýsing

Píratar högn­uð­ust um 2,6 millj­ónir króna á síð­asta ári. Tekjur flokks­ins, sem eru nær ein­vörð­ungu úr opin­berum sjóð­um, voru 86 millj­ónir króna. Mest mun­aði um fram­lög úr rík­is­sjóði til flokks­ins sem námu tæpum 83 millj­ónum króna. 

Rekstr­ar­kostn­aður Pírata var 82 millj­ónir króna. Þar af kost­aði rekstur aðal­skrif­stofu 65 millj­ónir króna og rekstur þing­flokks Pírata 15,1 milljón króna. Það þýðir að 95,5 pró­sent af tekjum Pírata fór í rekstr­ar­kostnað á síð­asta ári.

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Pírata sem birtur var á heima­síðu Rík­is­end­ur­skoð­unar fyrir helgi. Reikn­ingnum átti að skila fyrir 1. nóv­em­ber og tæpur mán­uður er síðan að árs­reikn­ingar sex af þeim átta stjórn­mála­flokkur sem sæti eiga á Alþingi voru birtir á vef stofn­un­ar­inn­ar. Reikn­ingur Flokks fólks­ins var svo birtur 7. des­em­ber.

Í áritun skoð­una­manna árs­reikn­ings Pírata segir að án þess að gera fyr­ir­vara við reikn­ing­inn vilji þeir vekja athygli á að það vanti „reikn­inga sam­tals að fjár­hæð 1.300.000 að baki bók­færðum útgjöld­um. Þó flestar fjár­hæð­irnar séu mjög lágar og ljóst sé af öðrum gögnum hvað stendur að baki, þá viljum vil láta í ljós álit okkar að leggja þurfi á herslu á að tryggja það, að reikn­ingar séu að baki öllum bók­færðum útgjöld­um.“

Rekst­ur­inn „heldur kostn­að­ar­sam­ur“

Skoð­ana­menn­irn­ir, sem eru tveir, láta einnig í ljós það álit sitt að þeim þyki „rekstur Pírata hafa verið heldur kostn­að­ar­samur eigi það mark­mið að nást að flokk­ur­inn eigi nægi­legan sjóð til þess að standa straum af kosn­inga­bar­áttu á kom­andi ári.“

Eng­inn hinna stjórn­mála­flokk­anna kemst nálægt því að eyða hlut­falls­lega jafn miklu af tekjum sínum í rekstr­ar­kostnað og Pírat­ar. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, stærsti stjórn­mála­flokkur lands­ins, eyddi til að mynda 73 pró­sent af tekjum sínum í rekstr­ar­gjöld í fyrra og skil­aði 67 milljón króna hagn­aði í fyrra. Þess má þó geta að tekjur hans voru mun meiri en Pírata, og allra ann­arra flokka, en alls námu þær 344,2 millj­ónum króna í fyrra.

Auglýsing
Vinstri græn högn­uð­ust um 38,4 millj­ónir króna í fyrra og rekstr­ar­kostn­aður þess flokks var 75 pró­sent af tekj­um. Fram­sókn hagn­að­ist um 36,9 millj­ónir króna og rekstr­ar­kostn­að­ur­inn var um 65 pró­sent af tekj­um. Hjá Mið­flokknum var rekstr­ar­kostn­að­ur­inn rúm­lega 44 pró­sent af tekjum og hagn­aður árs­ins tæp­lega 67 millj­ónir króna. 

Sam­fylk­ingin eyddi helm­ingi allra tekna í rekstur og skil­aði 71,5 milljón króna hagn­aði á síð­asta ári. Við­reisn eyddi 67 pró­sent sinna tekna í rekstur og lagði til hliðar 23,8 millj­ónir króna hagn­að, sem mun nýt­ast í kom­andi kosn­inga­bar­átt­u. 

Flokkur fólks­ins eyddi þriðj­ungi tekna í rekstur

Sá flokkur sem er að eyða hlut­falls­lega lang minnstu í rekstur er þó Flokkur fólks­ins. Hann hagn­að­ist um tæp­­lega 43 millj­­ónir króna á árinu 2019. Tekjur flokks­ins komu nær ein­vörð­ungu úr opin­berum sjóð­­um. Alls nam fjár­­fram­lag úr rík­­is­­sjóði 62,2 millj­­ónum króna og fjár­­fram­lag frá Reykja­vík­­­ur­­borg var tæp­­lega 1,1 milljón krón­­ur. Einu öðru tekj­­urnar sem Flokkur fólks­ins hafði á árinu 2019 voru félags­­­gjöld upp á 295 þús­und krón­­ur. 

­Kostn­að­­ur­inn við rekstur flokks­ins, sem er með tvo þing­­menn á þingi og einn full­­trúa í borg­­ar­­stjórn Reykja­vík­­­ur, er ein­ungis brot af tekjum hans. Í fyrra kost­aði rekst­­ur­inn alls 22,1 milljón króna og því sat meg­in­þorri þeirrar fjár­­hæðar sem Flokkur fólks­ins fékk úr rík­­is­­sjóði eftir á banka­­reikn­ingi hans í árs­­lok. Alls eyddi Flokkur fólks­ins því um 35 pró­sent af tekjum sínum í rekstur í fyrra, en lagði afgang­inn til hliðar til. Svipað var uppi á ten­ingnum árið 2018 þegar hagn­aður Flokks fólks­ins var 27 millj­­ónir króna.

Því átti flokk­­ur­inn 65,6 millj­­ónir króna í hand­­bært fé í lok síð­asta árs og búast má við að nokkrir tugir millj­­óna króna bæt­ist við þá upp­­hæð í ár og á því næsta sem munu nýt­­ast í kosn­­inga­bar­átt­una sem er framundan vegna þing­­kosn­­inga í sept­­em­ber 2021.  

Til sam­an­burðar þá áttu Píratar 5,3 millj­ónir króna í hand­bært fé um síð­ustu ára­mót. Þeir eign­færðu hins vegar skuld rík­is­sjóðs og Reykja­vík­ur­borgar vegna fram­laga við sig, upp á sam­tals rúm­lega 49 millj­ónir króna. Það er vegna þess að tekju­færsla opin­berra fram­laga er ekki með sama hætti hjá Pírötum og almennt hjá öðrum stjórn­mála­flokk­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum
Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.
Kjarninn 5. mars 2021
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent