Sex stjórnmálaflokkar högnuðust samanlagt um rúmlega 300 milljónir króna í fyrra

Ríkisendurskoðun hefur birt ársreikninga sex flokka sem eiga sæti á Alþingi. Þar kemur fram að meginþorri tekna komi úr opinberum sjóðum. Allir flokkarnir skila myndarlegum hagnaði.

Þingsetning 10. sept 2019
Auglýsing

Sam­­kvæmt lögum áttu allir stjórn­­­mála­­flokkar lands­ins að skila inn árs­­reikn­ingi sín­um, und­ir­­rit­uðum af end­­ur­­skoð­anda, til Rík­­is­end­­ur­­skoð­anda fyrir 1. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Stofn­unin hefur nú birt árs­reikn­inga sex þeirra átta flokka sem eiga full­trúa á Alþingi. Þar kemur fram að sam­an­lagt skil­uðu þessir sex flokk­ar, sem eru allir stjórn­mála­flokkar á þingi utan Pírata og Flokks fólks­ins, hagn­aði upp á 304 millj­ónir króna á árinu 2019.

Ofan á það skiptu þeir með sér 728,2 millj­ónum króna í ár og munu skipta með sér sömu upp­hæð á næsta ári, sem er síð­­asta ár yfir­­stand­andi kjör­­tíma­bils, en næst verður kosið til Alþingis í sept­­em­ber næst­kom­andi.

Sam­tals munu rúm­­lega 2,8 millj­­arðar króna renna til stjórn­­­mála­­flokka átta sem náðu inn á þing í haust­­kosn­­ing­unum 2017 á þessu kjör­­tíma­bili. Fjár­­­mála­á­ætlun gerir ráð fyrir því að fram­lögin hald­ist óbreytt árin 2022 og 2023 og verði 728,2 millj­­ónir króna á hvoru þeirra.

Sjálf­stæð­is­flokkur og Vinstri græn högn­uð­ust sam­an­lagt um meira en 100 millj­ónir

Algjör við­snún­ingur varð í rekstri Sjálf­stæð­is­flokks­ins á síð­asta ári. Flokk­ur­inn tap­aði 35,2 millj­ónum króna árið 2018 en hagn­að­ist um 67 millj­ónir króna í fyrra. Nær allar tekjur hans koma úr opin­berum sjóð­um. Flokk­ur­inn fékk 200 millj­ónir króna fram­lag úr rík­is­sjóði og 17,4 millj­ónir króna fram­lag frá sveit­ar­fé­lög­um. Fjár­fram­lög lög­að­ilar voru 17,4 millj­ónir króna og fram­lög eða félags­gjöld ein­stak­lingar 35,8 millj­ónir króna. „Aðrar tekj­ur“, sem eru ekki sér­stak­lega skil­greind­ar, voru svo 77,4 millj­ónir króna. Alls námu tekjur stærsta stjórn­mála­flokks lands­ins því 344,2 millj­ónum króna á árinu 2019. Þar af komu næstum tvær af hverjum þremur krónum sem fóru til flokks­ins frá opin­berum aðil­um. Rekstr­ar­fjöldin dróg­ust hins vegar veru­lega saman og voru 251,3 millj­ónir króna. Þar ber að hafa í huga að á árinu 2018 fóru fram sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, með til­heyr­andi kostn­aði.

Auglýsing
Sjálfstæðisflokkurinn er í sér­flokki þegar kemur að eignum í íslensku stjórn­mála­lands­lagi. Eignir hans eru metnar á 847,5 millj­ónir króna. Á móti eru skuldir upp á tæp­lega 452 millj­ónir króna en þær juk­ust lít­il­lega á milli ára. 

Vinstri græn, flokkur for­sæt­is­ráð­herr­ans Katrínar Jak­obs­dótt­ur, hagn­að­ist um 38,4 millj­ónir króna á árinu 2019. Það er svipuð upp­hæð og flokk­ur­inn skil­aði í hagnað árið áður þegar slíkur nam 33,6 millj­ónum króna. Af 153,8 milljón króna tekjum komu 138,5 millj­ónir króna frá Alþingi eða rík­is­sjóði og 1,9 millj­ónir króna frá sveit­ar­fé­lög­um. Það þýðir að 91 pró­sent af tekjum Vinstri grænna komu úr opin­berum sjóð­um. Flokk­ur­inn seldi fast­eign fyrir nokkru síðan og greiddi sam­hliða upp skuldir sín­ar. Því eru Vinstri græn nokkuð skuld­léttur flokkur og skulda ein­ungis 9,3 millj­ónir króna.

Rík­is­end­ur­skoðun hefur ekki birt árs­reikn­inga Pírata og Flokks fólks­ins. 

Góð afkoma hjá Fram­sókn og Mið­flokki

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn snéri sömu­leiðis tveggja millj­óna króna tapi í 36,9 millj­óna króna hagnað á síð­asta ári. Fjár­fram­lög úr rík­is­sjóði voru 82,4 millj­ónir króna og þing­flokks­styrkur til flokks­ins nam 11,6 millj­ónum króna. Saman mynd­uðu þessar tvær tekju­stoðir um 90 pró­sent af öllum tekjum flokks­ins á árinu 2019.

Rekstr­ar­gjöld Fram­sókn­ar­flokks­ins dróg­ust veru­lega saman á síð­asta ári líkt og hjá öðrum flokkum og fóru úr 102,5 millj­ónum króna í 65,7 millj­ónir króna. Flokk­ur­inn átti eignir sem metnar voru á 206 millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót en skuld­aði á sama tíma 225,1 milljón króna. Skuld­irnar flokks­ins lækk­uðu um 14 millj­ónir króna í fyrra.

Mið­flokk­ur­inn, sem varð til þegar Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn klofn­aði í aðdrag­anda síð­ustu þing­kosn­inga, hefur náð að koma sér upp mynd­ar­legum sjóði á síð­ustu árum. Hagn­aður flokks­ins árið 2018 var 30,6 millj­ónir króna, þrátt fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar það ár, og í fyrra bætt­ist við 66,8 milljón króna hagn­að­ur. Alls hagn­að­ist flokkur Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar því um næstum 100 millj­ónir króna á tveimur fyrstu heilu árum kjör­tíma­bils­ins, og þeim fyrstu eftir að fjár­fram­lög úr rík­is­sjóði til stjórn­mála­flokka voru stór­auk­in. Mið­flokk­ur­inn fékk alls 83,5 millj­óna króna fram­lag úr rík­is­sjóði á síð­asta ári og 17 millj­ónir króna frá Alþingi. Þá fékk flokk­ur­inn 4,1 milljón króna fram­lag frá sveit­ar­fé­lögum og því námu opin­ber fram­lög alls tæp­lega 105 millj­ónum króna. Það er rúm­lega 90 pró­sent af öllum tekjum flokks­ins. Mið­flokk­ur­inn skuldar nán­ast ekk­ert, eða alls 851 þús­und krón­ur. 

Sam­fylk­ingin hagn­að­ist mest allra og Við­reisn tífald­aði hagnað

Við­reisn var stofnuð í aðdrag­anda kosn­ing­anna 2016. Á árinu 2018, þegar flokk­ur­inn tók í fyrsta sinn þátt í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, hagn­að­ist hann um 2,3 millj­ónir króna. Í fyrra tífald­að­ist hagn­aður flokks­ins og var 23,8 millj­ónir króna. 

Alls voru tekjur flokks­ins 72 millj­ónir króna. Þar af komu 64,6 millj­ónir króna úr rík­is­sjóði eða úr sjóðum Alþingis og 2,7 millj­ónir króna komu frá sveit­ar­fé­lög­um. Því komu rúm­lega 93 pró­sent af öllum tekjum flokks­ins úr sam­eig­in­legum sjóð­um. Við­reisn skuldar um 4,2 millj­ónir króna, en allar þær skuldir eru skamm­tíma­skuld­ir. 

Sam­fylk­ingin er sá flokkur sem skil­aði mestum hagn­aði allra flokka á síð­asta ári. Þá jók flokk­ur­inn hagnað sinn frá árinu 2018, sem var 17 millj­ónir króna, í 71,5 millj­ónir króna eða um næstum 55 millj­ónir króna. Sam­fylk­ing­in, líkt og aðrir eldri flokk­ar, burð­ast með umtals­verðar skuld­ir. Þær stóðu í 76,3 millj­ónum króna um síð­ustu ára­mót og högðu þá lækkað um meira en 30 millj­ónir króna á einu ári. Flokk­ur­inn á eignir á móti þessum skuld­um, meðal ann­ars fast­eign­ir, sem metnar eru á 136,7 millj­ónir króna.

Alls námu fram­lög úr rík­is­sjóði og frá sveit­ar­fé­lögum 115,8 millj­ónum króna á síð­asta ári, sem var um 78 pró­sent af öllum rekstr­ar­tekjum Sam­fylk­ing­ar­innar á því ári. 

Stjórn­mála­menn ákváðu að hækka fram­lögin

Fram­lög úr rík­is­sjóði hækk­­uðu veru­­lega í kjöl­far þess að til­­laga sex flokka sem sæti eiga á Alþingi um að hækka fram­lag rík­­­­­is­ins til stjórn­­­­­­­­­mála­­­­­flokka á árinu 2018 um 127 pró­­­­­sent var sam­­­­­þykkt í fjár­­­­­lögum sem voru afgreidd áður en þingi var slitið í lok des­em­ber 2017. Fram­lög til stjórn­­­­­­­­­mála­­­­­flokka áttu að vera 286 millj­­­­­ónir króna en urðu 648 millj­­­­­ónir króna á því ári.

Sam­an­lagt verða þau, líkt og áður sagði, um 2,8 millj­arðar króna á kjör­tíma­bil­inu öllu. Þá eru ótalin fram­lög úr sjóðum sveit­ar­fé­laga. 

Einu flokk­­­­arnir sem skrif­uðu sig ekki á til­­­­lög­una voru Píratar og Flokkur fólks­ins.

Stjórn­mála­flokk­arnir áttu allir að skila inn árs­reikn­ingum til Rík­is­end­ur­skoð­unar fyrir 1. nóv­em­ber og eru reikn­ing­arnir birtir nú birtir í heild sinni í fyrsta sinn eftir að Rík­is­end­ur­skoðun fer yfir þá. Áður voru ein­ungis birtir útdrættir úr reikn­ing­un­um.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Víst fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 4. desember 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar