Stjórnmálaflokkarnir átta fá 728 milljónir króna framlag úr ríkissjóði á næsta ári

Sex stjórnmálaflokkar samþykktu tillögu um að hækka framlög til þeirra flokka sem komast inn á þing um 127 prósent skömmu eftir síðustu kosningar. Frá þeim tíma, og fram að næstu kosningum, munu þeir flokkar sem sitja á þingi fá rúmlega 2,8 milljarða.

Það styttist í að forsvarsmenn stjórnmálaflokkanna takist aftur á í sjónvarpssal í aðdraganda kosninga. Hér sjáum við fulltrúa þeirra átta sem náðu inn á þing í kappræðum hjá RÚV haustið 2017.
Það styttist í að forsvarsmenn stjórnmálaflokkanna takist aftur á í sjónvarpssal í aðdraganda kosninga. Hér sjáum við fulltrúa þeirra átta sem náðu inn á þing í kappræðum hjá RÚV haustið 2017.
AuglýsingVersn­andi staða rík­is­sjóðs, sem áætlað er að verði rek­inn með 533 millj­arða króna halla árin 2020 og 2021, hefur engin áhrif á áætluð fram­lög úr rík­is­sjóði til stjórn­mála­flokka á næsta ári. 

Sam­kvæmt fram­lögðu fjár­laga­frum­varpi munu þeir skipta með sér 728,2 millj­ónum króna á árinu 2021, sem er síð­asta ár yfir­stand­andi kjör­tíma­bils, en næst verður kosið til Alþingis í sept­em­ber næst­kom­andi. Það er sama upp­hæð og áætlað er að stjórn­mála­flokk­arnir fái úr rík­is­sjóði í ár. Árið 2018, sem var fyrsta heila ár kjör­tíma­bils­ins, fengu þeir 648 millj­ónir króna og árið 2019 hæsta fram­lag sitt frá upp­hafi, 744 millj­ónir króna. 

Sam­tals munu því rúm­lega 2,8 millj­arðar króna renna til stjórn­mála­flokka átta sem náðu inn á þing í haust­kosn­ing­unum 2017 á þessu kjör­tíma­bili. Fjár­mála­á­ætlun gerir ráð fyrir því að fram­lögin hald­ist óbreytt árin 2022 og 2023 og verði 728,2 millj­ónir króna á hvoru þeirra.

Hækk­uðu um 127 pró­sent

Fram­lögin hækk­uðu veru­lega í kjöl­far þess að til­laga sex flokka sem sæti eiga á Alþingi um að hækka fram­lag rík­­­­is­ins til stjórn­­­­­­­mála­­­­flokka á árinu 2018 um 127 pró­­­­sent var sam­­­­þykkt í fjár­­­­lögum sem voru afgreidd áður en þingi var slitið í lok des­em­ber 2017. Fram­lög til stjórn­­­­­­­mála­­­­flokka áttu að vera 286 millj­­­­ónir króna en urðu 648 millj­­­­ónir króna á því ári. 

Einu flokk­­­arnir sem skrif­uðu sig ekki á til­­­lög­una voru Píratar og Flokkur fólks­ins.

Auglýsing
Full­­trúar allra flokka á Alþingi, þar á meðal sex for­­­menn stjórn­­­­­mála­­­flokka, lögðu svo sam­eig­in­­­lega fram frum­varp til að breyta lögum um fjár­­­­­mál stjórn­­­­­mála­­­flokka og fram­­­bjóð­enda í lok árs 2018. Það var afgreitt sem lög fyrir þing­­­lok þess árs.

Á meðal breyt­inga sem það stuð­l­aði að var að leyfa stjórn­­­­­mála­­­flokkum að taka á móti hærri fram­lögum frá fyr­ir­tækjum og ein­stak­l­ing­­­um. Hámarks­­­fram­lag var 400 þús­und krónur en var breytt í 550 þús­und krón­­­ur.

Auk þess var sú fjár­­­hæð sem ein­stak­l­ingur þarf að gefa til að vera nafn­­­greindur í árs­­­reikn­ingum við­kom­andi flokka eða fram­­­bjóð­enda sé hækkuð úr 200 þús­und krónum í 300 þús­und krón­­­ur.

Því hafa tæki­­­færi stjórn­­­­­mála­­­flokka til að taka við upp­­­hæðum frá ein­stak­l­ingum og fyr­ir­tækjum verið aukin sam­hliða því að upp­­­hæðin sem þeir fá úr rík­­­is­­­sjóði var rúm­­­lega tvö­­­­­föld­uð.

Eiga að skila árit­uðum árs­reikn­ingum

Í nýjum lögum um fjár­mála stjórn­mála­flokka var hug­takið „tengdir aðil­ar“ líka sam­ræmt, en Rík­is­end­ur­skoðun hafði gert athuga­semdir á árinu 2018 við umfram­fram­lög aðila sem voru gefin í gegnum nokkur mis­­mun­andi félög í eigu sömu aðila. Þar var um að ræða félög tengd Ísfé­lags­­fjöl­­skyld­unni í Vest­­manna­eyj­um, stærstu eig­enda Morg­un­­blaðs­ins, og styrki þeirra til Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins. Alls gáfu þrjú félög tengd henni flokknum 900 þús­und krónur árið 2017, eða 500 þús­und krónum meira en hver ein­stakur aðila mátti gefa. 

­Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn end­­ur­greiddi umfram­­styrk­ina. 

Þá var ákveðið að láta stjórn­­­mála­­flokk­anna skila árs­­reikn­ingum sínum til rík­­is­end­­ur­­skoð­anda fyrir 1. nóv­­em­ber ár hvert í stað 1. októ­ber líkt og nú er. Sú grund­vall­­ar­breyt­ing fylgdi með að Rík­­is­end­­ur­­skoðun mun hætta að birta tak­­mark­aðar upp­­lýs­ingar úr reikn­ingum flokk­anna, svo­­kall­aðan útdrátt, og birtir þess í stað árs­­reikn­ing­anna í heild sinni árit­aða af end­­ur­­skoð­end­­um.

Þessi breyt­ing var þó ekki látin taka gildi fyrr en í ár, 2020. 1. nóv­em­ber er á sunnu­dag. Árs­reikn­ingar stjórn­mála­flokka hafa enn ekki verið birt­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent