Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016

Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.

Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Auglýsing

Sjálfstæðisflokkurinn mælist áfram sem áður stærsti flokkur landsins í nýrri könnun MMR. Alls segjast 21,9 prósent landsmanna að þeir myndu kjósa flokkinn ef gengið yrði til kosninga í dag. Það er umtalsvert færri en sögðust ætla að gera það í lok september þegar að fylgi flokksins mældist 25,6 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því tapað 3,7 prósentustigum milli mánaða. Fylgi hans hefur ekki mælst lægra frá því áður en kórónuveirufaraldurinn skall á hérlendis. í lok febrúar. 

Samfylkingin bætir mestu fylgi við sig milli mánaða og mælist nú með 15,2 prósent fylgi. Það er 2,4 prósentustigum meira en flokkurinn mældist með fyrir um mánuði. 

Vinstri græn, flokkur forsætisráðherrans Katrínar Jakobsdóttur, mælast með 8,3 prósent fylgi. Það er lægsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með frá því í mars 2016, eða áður en að Panama-skjölin, sem leiddu til kosninga síðar á því ári, voru opinberuð. Ef kosið yrði í dag væru Vinstri græn sjöundi stærsti flokkur landsins og sá minnsti sem myndi ná inn á þing. Flokkurinn hefur tapað rúmlega helmingnum af fylgi sínu frá síðustu kosningum, þegar 16,9 prósent atkvæða féllu honum í skaut. 

Auglýsing

Næst verður kosið til Alþingi í september 2021.

Um 40 prósent myndu kjósa stjórnarflokka

Þriðji flokkurinn sem situr í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, Framsóknarflokkurinn, hressist milli mánaða og mælist nú með 10,2 prósent fylgi. Allir þrír stjórnarflokkarnir eru þó undir kjörfylgi og samanlagt mælast þeir með 40,4 prósent fylgi. Haustið 2017 fengu þeir 52,8 prósent atkvæða. Í tilfelli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna eru efri vikmörk könnunarinnar einnig undir kjörfylgi. 

Miðflokkurinn, sem varð til þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson klauf Framsóknarflokkinn í aðdraganda síðustu kosninga, bætir lítillega við sig frá síðustu könnun og mælist nú yfir kjörfylgi með 11,6 prósent fylgi. 

Píratar dala eilítið milli mánaða, hafa sætaskipti á ný við Samfylkinguna og yrðu þriðji stærsti flokkur landsins ef kosið yrði í dag með 13,5 prósent atkvæða. Viðreisn myndi fá 9,7 prósent í dag, en það er nánast sama fylgi og flokkurinn mældist með í september. Samanlagt fylgi frjálslyndu flokkanna þriggja í stjórnarandstöðu mælist því nú 38,4 prósent og munurinn á þeim og stjórnarflokkunum þremur innan skekkjumarka. Það er 10,4 prósentustigum meira en þeir fengu haustið 2017.

Mörg atkvæði gætu fallið niður dauð

Sósíalistaflokkur Íslands mælist með 4,6 prósent fylgi, sem tvísýnt er um að gætu skilað flokknum þingmanni, og Flokkur fólksins með 3,8 prósent. Alls 1,3 prósent aðspurðra nefndi aðra flokka í könnuninni. Miðað við þessa stöðu yrði raunverulegur möguleiki á því að tæplega tíu prósent atkvæða myndu falla niður dauð og ekki skila fulltrúa inn á þing. Það myndi þá ýkja stöðu þeirra flokka sem næðu inn umtalsvert. 

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 50,3 prósent, tæpu prósentustigi minna en við síðustu mælingu.

Könnunin var framkvæmd 23. - 28. október 2020 og var heildarfjöldi svarenda 933 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent