Unnið að því að leggja niður Neytendastofu

Stjórnvöld sjá fyrir sér að hugsanlega verði hægt að færa öll verkefni frá Neytendastofu á næsta ári og leggja stofnunina niður, með mögulegum sparnaði fyrir ríkissjóð. Stofnunin tók til starfa árið 2005 og fær tæpar 240 milljónir úr ríkissjóði í ár.

Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni.
Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni.
Auglýsing

Stjórn­völd sjá fyrir sér að hugs­an­lega verði hægt að færa öll verk­efni Neyt­enda­stofu til ann­arra stofn­ana á næsta ári og leggja Neyt­enda­stofu niður í kjöl­far­ið, með mögu­legum sparn­aði fyrir rík­is­sjóð, sam­kvæmt því sem fram kemur í drögum að nýju stjórn­ar­frum­varpi sem birt voru í dag á sam­ráðs­gátt stjórn­valda.

Í því stjórn­ar­frum­varpi eru gerðar til­lögur um að breyta lögum þannig að stjórn­sýslu­verk­efni á sviði vöru­ör­ygg­is­mála, opin­berrar mark­aðs­gæslu og mælifræði verði færð til Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar og stjórn­sýslu­verk­efni á sviði raf­rænnar auð­kenn­ingar og traust­þjón­ustu verði færð til Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar. 

Sam­kvæmt frum­varp­inu mun Neyt­enda­stofa starfa enn um sinn í breyttri mynd ef það verður að lögum og muni þá „nær ein­göngu sinna eft­ir­lits­verk­efnum á sviði neyt­enda­rétt­ar.“ Unnið sé að hugs­an­legri til­færslu þeirra verk­efna til ann­arrar stofn­unar árið 2021 og nið­ur­lagn­ingu Neyt­enda­stofu „með mögu­legum sparn­aði fyrir rík­is­sjóð.“

Auglýsing

Hefur starfað frá því árið 2005

Neyt­enda­stofa varð til árið 2005 og tók þá við verk­efnum frá Sam­keppn­is­stofnun og Lög­gild­ing­ar­stofu. Stofn­unin er ein þeirra eft­ir­lits­stofn­ana sem hafa eft­ir­lit með við­skipta­líf­inu og lögum frá Alþingi sem sett eru vegna öryggis og rétt­inda neyt­enda. 

Sem dæmi um verk­efni sem stofn­unin sinnir má nefna eft­ir­lit með því hvort þær and­lits­grímur sem til sölu hafa verið hér­lendis síðan far­aldur COVID-19 fór að geisa séu með CE-­merk­ing­ar. Neyt­enda­stofa heyrir undir atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyti.

Sam­hliða stofnun Neyt­enda­stofu var emb­ætti tals­manns neyt­enda stofn­að, en það sér­staka emb­ætti var lagt niður árið 2013. 

237,4 millj­ónir úr rík­is­sjóði

Sam­kvæmt fjár­lögum árs­ins 2020 fær Neyt­enda­stofa 237,4 millj­ónir króna úr rík­is­sjóði og hefur að auki 51,5 millj­ónir króna í sér­tekj­ur. Sam­kvæmt frum­varps­drög­unum í sam­ráðs­gátt­inni er ráð­gert er að um 130 milljón króna brúttó­fram­lag fylgi þeim verk­efnum sem flytj­ast frá Neyt­enda­stofu til Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar vegna launa­kostn­að­ar, húsa­leigu og ann­ars kostn­að­ar. Þar af er gert er ráð fyrir að 51,5 millj­óna króna sér­tekj­urnar flytj­ist með til Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar.

Jafn­framt er gert ráð fyrir að 21 milljón króna fylgi verk­efnum sem flytj­ast frá Neyt­enda­stofu til Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar, sem verði end­ur­skoðað í lok árs 2021 í sam­ræmi við lög um raf­ræna auð­kenn­ingu og traust­þjón­ustu fyrir raf­ræn við­skipti.

Ýmsar stofn­anir hafa eft­ir­lit með neyt­enda­tengdum málum

Þrátt fyrir að Neyt­enda­stofa sé eina rík­is­stofn­unin sem hafi orðið neyt­andi í nafni sínu eru fjöl­margar rík­is­stofn­anir sem sjá um eft­ir­lit með neyt­enda­tengdum málum með beinum eða óbeinum hætti.

Má þar til dæmis nefna Fjár­mála­eft­ir­lit­ið, Póst- og fjar­skipta­stofnun og Sam­göngu­stofu. Aðrar almennar eft­ir­lits­stofn­an­ir, svo sem Lyfja­stofn­un, Mat­væla­stofnun og Umhverf­is­stofnun sinna eft­ir­liti með neyt­enda­tengdum vör­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent