Unnið að því að leggja niður Neytendastofu

Stjórnvöld sjá fyrir sér að hugsanlega verði hægt að færa öll verkefni frá Neytendastofu á næsta ári og leggja stofnunina niður, með mögulegum sparnaði fyrir ríkissjóð. Stofnunin tók til starfa árið 2005 og fær tæpar 240 milljónir úr ríkissjóði í ár.

Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni.
Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni.
Auglýsing

Stjórnvöld sjá fyrir sér að hugsanlega verði hægt að færa öll verkefni Neytendastofu til annarra stofnana á næsta ári og leggja Neytendastofu niður í kjölfarið, með mögulegum sparnaði fyrir ríkissjóð, samkvæmt því sem fram kemur í drögum að nýju stjórnarfrumvarpi sem birt voru í dag á samráðsgátt stjórnvalda.

Í því stjórnarfrumvarpi eru gerðar tillögur um að breyta lögum þannig að stjórnsýsluverkefni á sviði vöruöryggismála, opinberrar markaðsgæslu og mælifræði verði færð til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og stjórnsýsluverkefni á sviði rafrænnar auðkenningar og traustþjónustu verði færð til Póst- og fjarskiptastofnunar. 

Samkvæmt frumvarpinu mun Neytendastofa starfa enn um sinn í breyttri mynd ef það verður að lögum og muni þá „nær eingöngu sinna eftirlitsverkefnum á sviði neytendaréttar.“ Unnið sé að hugsanlegri tilfærslu þeirra verkefna til annarrar stofnunar árið 2021 og niðurlagningu Neytendastofu „með mögulegum sparnaði fyrir ríkissjóð.“

Auglýsing

Hefur starfað frá því árið 2005

Neytendastofa varð til árið 2005 og tók þá við verkefnum frá Samkeppnisstofnun og Löggildingarstofu. Stofnunin er ein þeirra eftirlitsstofnana sem hafa eftirlit með viðskiptalífinu og lögum frá Alþingi sem sett eru vegna öryggis og réttinda neytenda. 

Sem dæmi um verkefni sem stofnunin sinnir má nefna eftirlit með því hvort þær andlitsgrímur sem til sölu hafa verið hérlendis síðan faraldur COVID-19 fór að geisa séu með CE-merkingar. Neytendastofa heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Samhliða stofnun Neytendastofu var embætti talsmanns neytenda stofnað, en það sérstaka embætti var lagt niður árið 2013. 

237,4 milljónir úr ríkissjóði

Samkvæmt fjárlögum ársins 2020 fær Neytendastofa 237,4 milljónir króna úr ríkissjóði og hefur að auki 51,5 milljónir króna í sértekjur. Samkvæmt frumvarpsdrögunum í samráðsgáttinni er ráðgert er að um 130 milljón króna brúttóframlag fylgi þeim verkefnum sem flytjast frá Neytendastofu til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vegna launakostnaðar, húsaleigu og annars kostnaðar. Þar af er gert er ráð fyrir að 51,5 milljóna króna sértekjurnar flytjist með til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Jafnframt er gert ráð fyrir að 21 milljón króna fylgi verkefnum sem flytjast frá Neytendastofu til Póst- og fjarskiptastofnunar, sem verði endurskoðað í lok árs 2021 í samræmi við lög um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti.

Ýmsar stofnanir hafa eftirlit með neytendatengdum málum

Þrátt fyrir að Neytendastofa sé eina ríkisstofnunin sem hafi orðið neytandi í nafni sínu eru fjölmargar ríkisstofnanir sem sjá um eftirlit með neytendatengdum málum með beinum eða óbeinum hætti.

Má þar til dæmis nefna Fjármálaeftirlitið, Póst- og fjarskiptastofnun og Samgöngustofu. Aðrar almennar eftirlitsstofnanir, svo sem Lyfjastofnun, Matvælastofnun og Umhverfisstofnun sinna eftirliti með neytendatengdum vörum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er nýsköpun ekki lengur töff?
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent