Unnið að því að leggja niður Neytendastofu

Stjórnvöld sjá fyrir sér að hugsanlega verði hægt að færa öll verkefni frá Neytendastofu á næsta ári og leggja stofnunina niður, með mögulegum sparnaði fyrir ríkissjóð. Stofnunin tók til starfa árið 2005 og fær tæpar 240 milljónir úr ríkissjóði í ár.

Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni.
Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni.
Auglýsing

Stjórn­völd sjá fyrir sér að hugs­an­lega verði hægt að færa öll verk­efni Neyt­enda­stofu til ann­arra stofn­ana á næsta ári og leggja Neyt­enda­stofu niður í kjöl­far­ið, með mögu­legum sparn­aði fyrir rík­is­sjóð, sam­kvæmt því sem fram kemur í drögum að nýju stjórn­ar­frum­varpi sem birt voru í dag á sam­ráðs­gátt stjórn­valda.

Í því stjórn­ar­frum­varpi eru gerðar til­lögur um að breyta lögum þannig að stjórn­sýslu­verk­efni á sviði vöru­ör­ygg­is­mála, opin­berrar mark­aðs­gæslu og mælifræði verði færð til Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar og stjórn­sýslu­verk­efni á sviði raf­rænnar auð­kenn­ingar og traust­þjón­ustu verði færð til Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar. 

Sam­kvæmt frum­varp­inu mun Neyt­enda­stofa starfa enn um sinn í breyttri mynd ef það verður að lögum og muni þá „nær ein­göngu sinna eft­ir­lits­verk­efnum á sviði neyt­enda­rétt­ar.“ Unnið sé að hugs­an­legri til­færslu þeirra verk­efna til ann­arrar stofn­unar árið 2021 og nið­ur­lagn­ingu Neyt­enda­stofu „með mögu­legum sparn­aði fyrir rík­is­sjóð.“

Auglýsing

Hefur starfað frá því árið 2005

Neyt­enda­stofa varð til árið 2005 og tók þá við verk­efnum frá Sam­keppn­is­stofnun og Lög­gild­ing­ar­stofu. Stofn­unin er ein þeirra eft­ir­lits­stofn­ana sem hafa eft­ir­lit með við­skipta­líf­inu og lögum frá Alþingi sem sett eru vegna öryggis og rétt­inda neyt­enda. 

Sem dæmi um verk­efni sem stofn­unin sinnir má nefna eft­ir­lit með því hvort þær and­lits­grímur sem til sölu hafa verið hér­lendis síðan far­aldur COVID-19 fór að geisa séu með CE-­merk­ing­ar. Neyt­enda­stofa heyrir undir atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyti.

Sam­hliða stofnun Neyt­enda­stofu var emb­ætti tals­manns neyt­enda stofn­að, en það sér­staka emb­ætti var lagt niður árið 2013. 

237,4 millj­ónir úr rík­is­sjóði

Sam­kvæmt fjár­lögum árs­ins 2020 fær Neyt­enda­stofa 237,4 millj­ónir króna úr rík­is­sjóði og hefur að auki 51,5 millj­ónir króna í sér­tekj­ur. Sam­kvæmt frum­varps­drög­unum í sam­ráðs­gátt­inni er ráð­gert er að um 130 milljón króna brúttó­fram­lag fylgi þeim verk­efnum sem flytj­ast frá Neyt­enda­stofu til Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar vegna launa­kostn­að­ar, húsa­leigu og ann­ars kostn­að­ar. Þar af er gert er ráð fyrir að 51,5 millj­óna króna sér­tekj­urnar flytj­ist með til Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar.

Jafn­framt er gert ráð fyrir að 21 milljón króna fylgi verk­efnum sem flytj­ast frá Neyt­enda­stofu til Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar, sem verði end­ur­skoðað í lok árs 2021 í sam­ræmi við lög um raf­ræna auð­kenn­ingu og traust­þjón­ustu fyrir raf­ræn við­skipti.

Ýmsar stofn­anir hafa eft­ir­lit með neyt­enda­tengdum málum

Þrátt fyrir að Neyt­enda­stofa sé eina rík­is­stofn­unin sem hafi orðið neyt­andi í nafni sínu eru fjöl­margar rík­is­stofn­anir sem sjá um eft­ir­lit með neyt­enda­tengdum málum með beinum eða óbeinum hætti.

Má þar til dæmis nefna Fjár­mála­eft­ir­lit­ið, Póst- og fjar­skipta­stofnun og Sam­göngu­stofu. Aðrar almennar eft­ir­lits­stofn­an­ir, svo sem Lyfja­stofn­un, Mat­væla­stofnun og Umhverf­is­stofnun sinna eft­ir­liti með neyt­enda­tengdum vör­um.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent