Tekjufallsstyrkir til ferðaþjónustunnar áætlaðir 3,5 milljarðar króna

Leiðsögumenn og aðrir litlir rekstraraðilar eiga rétt á að fá allt að 400 þúsund krónur á mánuði í tekjufallsstyrki fyrir hvert stöðugildi í allt að 18 mánuði. Kostnaður vegna styrka til ferðaþjónustu hefur nú verið áætlaður.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála.
Auglýsing

Tekju­falls­styrkir sem rík­is­sjóður ætlar að greiða út til ein­yrkja og litla rekstr­­ar­að­ila í  ferða­þjón­ustu sem hafa orðið fyrir veru­­legum tekju­missi vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins munu kosta allt að 3,5 millj­arða króna sam­kvæmt mati sem ráð­gjafa­fyr­ir­tækið KPMG vann fyrir atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­ið.

Tekju­­falls­­styrkjum er meðal ann­­ars ætlað að styðja minni rekstr­­ar­að­ila sem starfa í menn­ing­­ar- og list­­grein­um, ferða­­leið­­sög­u­­menn og aðra minni aðila í rekstri. Þetta er því ekki tæm­andi kostn­aður vegna þeirra heldur ein­ungis sá sem mögu­lega mun falla til vegna greiðslna til aðila í ferða­þjón­ust­u. 

Auglýsing
Frá þessu mati er greint í til­kynn­ingu frá atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­in­u. 

Styrkirnir hafa þegar verið sam­þykktir í rík­is­stjórn og munu jafn­gilda rekstr­ar­kostn­aði (þ.m.t. reikn­uðu end­ur­gjaldi) á tíma­bil­inu frá 1. apríl 2020 til 30. sept­em­ber 2020 en geta þó ekki orðið hærri en 400 þús­und krónur fyrir hvert stöðu­gildi á mán­uði á tíma­bil­inu. Verði frum­varpið að lögum þurfa rekstr­ar­að­ilar að upp­fylla eft­ir­talin skil­yrð­i: 

  • Að hafa orðið fyrir minnst 50 pró­sent tekju­falli á tíma­bil­inu frá 1. apríl til 30. sept­em­ber 2020.
  • Að hámarki þrír launa­menn starfi hjá rekstr­ar­að­ila.
  • Umsækj­endur þurfa að auki að upp­fylla skil­yrði um skatt­skyldu á Íslandi, lág­marks­veltu, skil­vísi á opin­berum gjöldum og gögnum til Skatts­ins og áfram­hald­andi rekst­ur.

Í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins segir að tekju­fall­styrkir til ferða­þjón­ustu geti orðið allt að 3,5 millj­arðar króna ef öll fyr­ir­tæki nýta sér þá. Upp­hæðin mið­ast við að öll félög upp­fylli skil­yrðin um minnst 50 pró­sent tekju­fall fyrir nýt­ingu úrræð­is­ins. Þannig getur hámarks­styrkur til hvers fyr­ir­tækis numið 1,2 millj­ónum króna á mán­uði í þá sex mán­uði sem gert er ráð fyrir að úrræðið gildi, eða alls 7,2 millj­ónum króna.

Tekju­­falls­­styrkjum er meðal ann­­ars ætlað að styðja minni rekstr­­ar­að­ila sem starfa í menn­ing­­ar- og list­­grein­um, ferða­­leið­­sög­u­­menn og aðra minni aðila í rekstri.

80 pró­­sent lista­­manna orðið fyrir tekju­­falli

BHM greindi frá fyrr í mán­uð­inum að um 80 pró­­sent svar­enda í könnun sem félagið gerði nýlega meðal lista­­manna hefðu orðið fyrir tekju­­falli vegna COVID-krepp­unn­­ar. Þeir munu líka geta sótt um tekju­falls­styrki líkt og minni aðilar og ein­yrkjar í ferða­þjón­ustu, eins og t.d. leið­sögu­menn. Ekki liggur fyrir mat á hversu mikið það muni kosta rík­is­sjóð.

„Helm­ingur þeirra hefur horft upp á tekjur sínar minnka um meira en 50 pró­­sent milli ára og tæp­­lega fimmt­ungur um á bil­inu 75 til 100 pró­­sent, sem jafna má til algers tekju­hruns. Tekjur meiri­hluta svar­enda eru nú undir fram­­færslu­við­miði og um helm­ingur þeirra seg­ist eiga erfitt með að standa undir fjár­­hags­­legum skuld­bind­ingum sín­­um. Ýmis­­­legt bendir þó til þess að núver­andi bóta­úr­ræði séu óað­­geng­i­­leg og nýt­ist illa þessum hópi. Mörg ríki hafa valið að styðja fjár­­hags­­lega við bakið á lista­­mönnum með sér­­tækum aðgerðum en Ísland er ekki þar á með­­al,“ sagði í til­­kynn­ingu frá BHM fyrr í októ­ber.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent