Tekjufallsstyrkir til ferðaþjónustunnar áætlaðir 3,5 milljarðar króna

Leiðsögumenn og aðrir litlir rekstraraðilar eiga rétt á að fá allt að 400 þúsund krónur á mánuði í tekjufallsstyrki fyrir hvert stöðugildi í allt að 18 mánuði. Kostnaður vegna styrka til ferðaþjónustu hefur nú verið áætlaður.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála.
Auglýsing

Tekjufallsstyrkir sem ríkissjóður ætlar að greiða út til ein­yrkja og litla rekstr­ar­að­ila í  ferðaþjónustu sem hafa orðið fyrir veru­legum tekju­missi vegna kórónuveirufaraldursins munu kosta allt að 3,5 milljarða króna samkvæmt mati sem ráðgjafafyrirtækið KPMG vann fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Tekju­falls­styrkjum er meðal ann­ars ætlað að styðja minni rekstr­ar­að­ila sem starfa í menn­ing­ar- og list­grein­um, ferða­leið­sögu­menn og aðra minni aðila í rekstri. Þetta er því ekki tæmandi kostnaður vegna þeirra heldur einungis sá sem mögulega mun falla til vegna greiðslna til aðila í ferðaþjónustu. 

Auglýsing
Frá þessu mati er greint í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 

Styrkirnir hafa þegar verið samþykktir í ríkisstjórn og munu jafngilda rekstrarkostnaði (þ.m.t. reiknuðu endurgjaldi) á tímabilinu frá 1. apríl 2020 til 30. september 2020 en geta þó ekki orðið hærri en 400 þúsund krónur fyrir hvert stöðugildi á mánuði á tímabilinu. Verði frumvarpið að lögum þurfa rekstraraðilar að uppfylla eftirtalin skilyrði: 

  • Að hafa orðið fyrir minnst 50 prósent tekjufalli á tímabilinu frá 1. apríl til 30. september 2020.
  • Að hámarki þrír launamenn starfi hjá rekstraraðila.
  • Umsækjendur þurfa að auki að uppfylla skilyrði um skattskyldu á Íslandi, lágmarksveltu, skilvísi á opinberum gjöldum og gögnum til Skattsins og áframhaldandi rekstur.

Í tilkynningu ráðuneytisins segir að tekjufallstyrkir til ferðaþjónustu geti orðið allt að 3,5 milljarðar króna ef öll fyrirtæki nýta sér þá. Upphæðin miðast við að öll félög uppfylli skilyrðin um minnst 50 prósent tekjufall fyrir nýtingu úrræðisins. Þannig getur hámarksstyrkur til hvers fyrirtækis numið 1,2 milljónum króna á mánuði í þá sex mánuði sem gert er ráð fyrir að úrræðið gildi, eða alls 7,2 milljónum króna.

Tekju­falls­styrkjum er meðal ann­ars ætlað að styðja minni rekstr­ar­að­ila sem starfa í menn­ing­ar- og list­grein­um, ferða­leið­sögu­menn og aðra minni aðila í rekstri.

80 pró­sent lista­manna orðið fyrir tekju­falli

BHM greindi frá fyrr í mánuðinum að um 80 pró­sent svar­enda í könnun sem félagið gerði nýlega meðal lista­manna hefðu orðið fyrir tekju­falli vegna COVID-krepp­unn­ar. Þeir munu líka geta sótt um tekjufallsstyrki líkt og minni aðilar og einyrkjar í ferðaþjónustu, eins og t.d. leiðsögumenn. Ekki liggur fyrir mat á hversu mikið það muni kosta ríkissjóð.

„Helm­ingur þeirra hefur horft upp á tekjur sínar minnka um meira en 50 pró­sent milli ára og tæp­lega fimmt­ungur um á bil­inu 75 til 100 pró­sent, sem jafna má til algers tekju­hruns. Tekjur meiri­hluta svar­enda eru nú undir fram­færslu­við­miði og um helm­ingur þeirra seg­ist eiga erfitt með að standa undir fjár­hags­legum skuld­bind­ingum sín­um. Ýmis­legt bendir þó til þess að núver­andi bóta­úr­ræði séu óað­gengi­leg og nýt­ist illa þessum hópi. Mörg ríki hafa valið að styðja fjár­hags­lega við bakið á lista­mönnum með sér­tækum aðgerðum en Ísland er ekki þar á með­al,“ sagði í til­kynn­ingu frá BHM fyrr í október.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent