Tekjufallsstyrkir til ferðaþjónustunnar áætlaðir 3,5 milljarðar króna

Leiðsögumenn og aðrir litlir rekstraraðilar eiga rétt á að fá allt að 400 þúsund krónur á mánuði í tekjufallsstyrki fyrir hvert stöðugildi í allt að 18 mánuði. Kostnaður vegna styrka til ferðaþjónustu hefur nú verið áætlaður.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála.
Auglýsing

Tekju­falls­styrkir sem rík­is­sjóður ætlar að greiða út til ein­yrkja og litla rekstr­­ar­að­ila í  ferða­þjón­ustu sem hafa orðið fyrir veru­­legum tekju­missi vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins munu kosta allt að 3,5 millj­arða króna sam­kvæmt mati sem ráð­gjafa­fyr­ir­tækið KPMG vann fyrir atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­ið.

Tekju­­falls­­styrkjum er meðal ann­­ars ætlað að styðja minni rekstr­­ar­að­ila sem starfa í menn­ing­­ar- og list­­grein­um, ferða­­leið­­sög­u­­menn og aðra minni aðila í rekstri. Þetta er því ekki tæm­andi kostn­aður vegna þeirra heldur ein­ungis sá sem mögu­lega mun falla til vegna greiðslna til aðila í ferða­þjón­ust­u. 

Auglýsing
Frá þessu mati er greint í til­kynn­ingu frá atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­in­u. 

Styrkirnir hafa þegar verið sam­þykktir í rík­is­stjórn og munu jafn­gilda rekstr­ar­kostn­aði (þ.m.t. reikn­uðu end­ur­gjaldi) á tíma­bil­inu frá 1. apríl 2020 til 30. sept­em­ber 2020 en geta þó ekki orðið hærri en 400 þús­und krónur fyrir hvert stöðu­gildi á mán­uði á tíma­bil­inu. Verði frum­varpið að lögum þurfa rekstr­ar­að­ilar að upp­fylla eft­ir­talin skil­yrð­i: 

  • Að hafa orðið fyrir minnst 50 pró­sent tekju­falli á tíma­bil­inu frá 1. apríl til 30. sept­em­ber 2020.
  • Að hámarki þrír launa­menn starfi hjá rekstr­ar­að­ila.
  • Umsækj­endur þurfa að auki að upp­fylla skil­yrði um skatt­skyldu á Íslandi, lág­marks­veltu, skil­vísi á opin­berum gjöldum og gögnum til Skatts­ins og áfram­hald­andi rekst­ur.

Í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins segir að tekju­fall­styrkir til ferða­þjón­ustu geti orðið allt að 3,5 millj­arðar króna ef öll fyr­ir­tæki nýta sér þá. Upp­hæðin mið­ast við að öll félög upp­fylli skil­yrðin um minnst 50 pró­sent tekju­fall fyrir nýt­ingu úrræð­is­ins. Þannig getur hámarks­styrkur til hvers fyr­ir­tækis numið 1,2 millj­ónum króna á mán­uði í þá sex mán­uði sem gert er ráð fyrir að úrræðið gildi, eða alls 7,2 millj­ónum króna.

Tekju­­falls­­styrkjum er meðal ann­­ars ætlað að styðja minni rekstr­­ar­að­ila sem starfa í menn­ing­­ar- og list­­grein­um, ferða­­leið­­sög­u­­menn og aðra minni aðila í rekstri.

80 pró­­sent lista­­manna orðið fyrir tekju­­falli

BHM greindi frá fyrr í mán­uð­inum að um 80 pró­­sent svar­enda í könnun sem félagið gerði nýlega meðal lista­­manna hefðu orðið fyrir tekju­­falli vegna COVID-krepp­unn­­ar. Þeir munu líka geta sótt um tekju­falls­styrki líkt og minni aðilar og ein­yrkjar í ferða­þjón­ustu, eins og t.d. leið­sögu­menn. Ekki liggur fyrir mat á hversu mikið það muni kosta rík­is­sjóð.

„Helm­ingur þeirra hefur horft upp á tekjur sínar minnka um meira en 50 pró­­sent milli ára og tæp­­lega fimmt­ungur um á bil­inu 75 til 100 pró­­sent, sem jafna má til algers tekju­hruns. Tekjur meiri­hluta svar­enda eru nú undir fram­­færslu­við­miði og um helm­ingur þeirra seg­ist eiga erfitt með að standa undir fjár­­hags­­legum skuld­bind­ingum sín­­um. Ýmis­­­legt bendir þó til þess að núver­andi bóta­úr­ræði séu óað­­geng­i­­leg og nýt­ist illa þessum hópi. Mörg ríki hafa valið að styðja fjár­­hags­­lega við bakið á lista­­mönnum með sér­­tækum aðgerðum en Ísland er ekki þar á með­­al,“ sagði í til­­kynn­ingu frá BHM fyrr í októ­ber.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent