Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér

Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.

Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Auglýsing

Sjó­menn hafa lengi talið að pottur sé brot­inn í verð­lags­málum á upp­sjáv­ar­teg­undum hér á landi, að sögn Val­mundar Val­munds­son­ar, for­manns Sjó­manna­sam­bands Íslands. Nýlegur sam­an­burður frá Verð­lags­stofu skipta­verðs sýnir að með­al­hrá­efn­is­verð norsk-­ís­lenskrar síldar var að með­al­tali 128 pró­sentum hærra í Nor­egi en á Íslandi á árunum 2012-2019.

Þessi mikli verð­munur segir þó ekki mikla sögu einn og sér. Ýmsir fyr­ir­varar eru settir fram af hálfu Verð­lags­stofu um að ólíkir þættir kunni að leiða til mis­mun­andi verð­lagn­ingar hrá­efnis og afurða á milli landa. Val­mundur segir að það sé þó „eig­in­lega slá­andi hvað það er lít­ill munur á afurða­verði út úr Nor­egi og Ísland­i,“ í ljósi þess hve mik­ill munur er á hrá­efn­is­verð­i. 

Val­mundur segir að það vanti frek­ari upp­lýs­ingar um það hvernig ágóð­inn af veið­unum í Nor­egi skipt­ist á milli útgerða og vinnslna. Þar í landi þurfa útgerðir og vinnslur lögum sam­kvæmt að vera aðskildar ein­ing­ar, alla­vega á papp­ír­un­um. Sjó­manna­sam­bandið hefur reynt að kalla eftir upp­lýs­ingum um þetta að utan, en það hefur gengið erf­ið­lega, að sögn for­manns­ins.

Auglýsing

Í verð­sam­an­burði Verð­lags­stofu sést að mun­ur­inn á hrá­efn­is­verði síld­ar­innar hefur lækkað á und­an­förnum árum og fór niður í 51 pró­sent í fyrra, en mesti mun­ur­inn var árið 2015 þegar hrá­efn­is­verðið var að með­al­tali 186 pró­sentum hærra í Nor­egi en á Ísland­i. 

Samanburður á hráefnisverði síldar óháð ráðstöfun frá 2012-2019. Mynd: Verðlagsstofa skiptaverðs

Val­mundur segir að íslenskir sjó­menn sjái margir hverjir ofsjónir yfir þeim mikla mun sem sé til staðar á milli Nor­egs og Íslands í hrá­efn­is­verði á síld, mak­ríl og kolmunna, þegar þeir sjálfir búi við það að semja við útgerð­irnar um verð­in, sem síðan ráða því hversu hár hlutur þeirra er. Oft sé ekki um miklar eig­in­legar samn­inga­við­ræður að ræða.

„Á meðan að kerfið er eins og það er hér þá þurfa kall­arnir að standa í lapp­irnar og það getur verið erfitt fyrir ein­hverja eina áhöfn hér að segja: Við viljum nýjan samn­ing,“ segir Val­mund­ur. Sjó­menn hafa á und­an­förnum árum ítrekað kvartað yfir því til Verð­lags­stofu hve lágt hrá­efna­verðið er á Íslandi.

Slíkar umkvart­anir og umræða sem skap­ast hefur um verð á upp­sjáv­ar­fiski í sam­fé­lag­inu eru ástæð­urnar sem Verð­lags­stofa segir að hafi verið fyrir því að stofn­unin fór að skoða upp­sjáv­ar­verð í Nor­egi sér­stak­lega og setja það í sam­hengi við inn­lent verð.

SFS kvört­uðu til umboðs­manns Alþingis vegna sam­an­burðar

Þann 21. ágúst 2019 birti Verð­lags­stofa slíkan sam­an­burð á mak­ríl­verði á vef sín­um. Þar kom fram að á árunum 2012-2018 var greitt að með­al­tali 227 pró­sent meira fyrir mak­ríl til vinnslu í Nor­egi en á Íslandi. Í sam­an­burð­inum voru engar skýr­ingar gefnar á því hvað gæti mögu­lega skýrt þennan mikla verð­mun á afl­an­um. 

Samanburður á hráefnisverði makríls óháð ráðstöfun á árunum 2012-2018. Mynd: Verðlagsstofa skiptaverðs

Í kjöl­farið upp­hófst tölu­verð umræða í sam­fé­lag­inu um mak­ríl­verð og kall­aði Vil­hjálmur Birg­is­son for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness eftir opin­berri rann­sókn á verð­lagn­ingu upp­sjáv­ar­afla hjá fyr­ir­tækjum sem væru með veiðar og vinnslu á sömu hend­i. J­ens Garðar Helga­son for­maður Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi svar­aði í sam­tali við RÚV og sagði að í raun væri Verð­lags­stofa skipta­verðs að „bera saman epli og app­el­sín­ur,“ Norð­menn væru með allt aðra gæða­vöru í hönd­unum en Íslend­ing­ar.

Aftur hófst umræða um mak­ríl­verðið síðan í des­em­ber í fyrra þegar Kári Stef­áns­son for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ingar vakti máls á sam­an­burði Verð­lags­stofu í grein á Vísi og bar þungar sakir á útgerð­ar­menn. Heiðrún Lind Mart­eins­dóttir fram­kvæmda­stjóri SFS svar­aði Kára í grein í Frétta­blað­inu skömmu síðar og sagði fram­setn­ingu for­stjór­ans ekki stand­ast skoð­un.

Á ein­hverjum tíma­punkti ákváðu SFS að kvarta undan þessum verð­sam­an­burði Verð­lags­stofu á mak­ríl til umboðs­manns Alþing­is, á þeim grunni að með því að bera íslenskt fisk­verð saman við norskt hefði stofn­unin farið út fyrir lög­bundið hlut­verk sitt. Umboðs­maður Alþingis komst að þeirri nið­ur­stöðu að svo hefði ekki ver­ið.

Umboðs­maður kom þó inn á það í bréfi sínu til Verð­lags­stofu, sem stofn­unin vísar til á vef sínum, að mik­il­vægt væri að les­endur verð­sam­an­burðar væru með­vit­aðir um að ólíkar for­sendur kynnu að búa að baki verð­myndun erlend­is. Auk þess væri mik­il­vægt að við birt­ingu upp­lýs­inga að setja þær fram með skýrum hætti með við­eig­andi skýr­ing­um.

Birta sam­an­burð og nefna ótal þætti sem gætu verið að skekkja mynd­ina

Í ljósi þessa seg­ist Verð­lags­stofa telja til­efni til þess að halda áfram að birta verð­upp­lýs­ingar frá öðrum lönd­um, í sam­hengi við inn­lent verð, „þannig að það gagn­ist útvegs­mönn­um, sjó­mönnum og fisk­kaup­endum sem best“ og í hinum nýlega birta síld­ar­sam­an­burði eru raktir margir ólíkir þættir sem gætu leitt til mis­mun­andi verð­lagn­ingar milli landa, ólíkt því sem var í mak­ríl­sam­an­burð­inum í fyrra.

Verð­lags­stofa tekur þó enga afstöðu til þess hvaða ástæður eru fyrir þessum mis­muni á íslenskum hrá­efn­issverðum og norskum, en nefnir að dæmi hafi verið tekin um að upp­bygg­ing fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­is, staða gjald­mið­ils, milli­færslur í formi nið­ur­greiðslu og gjald­töku hins opin­bera, gæði hrá­efnis og mark­aðs­að­gangur geti haft áhrif. 

„Einnig er lík­legt að mis­mun­andi samn­ingar útgerða og sjó­manna, ásamt mis­mun á laga- og reglu­verki sam­an­burð­ar­þjóða hafi þýð­ingu í þessu sam­bandi, til dæmis er varðar sölu­fyr­ir­komu­lag hrá­efnis og sam­þætt­ingu veiða og vinnslu,“ segir í sam­an­burði Verð­lags­stofu, sem vekur síðan sér­stak­lega athygli á að ekki er um að ræða sam­an­burð á launum sjó­manna. 

En eftir standa íslenskir sjó­menn og aðrir sem fylgj­ast með og eru litlu nær, rétt eins og eftir að rætt var um mak­ríl­verðin í fyrra. Þá sagði Unn­steinn Þrá­ins­son for­maður Félags mak­ríl­veiði­manna í sam­tali við Fiski­fréttir að hann vildi það væri farið í saumana á þessum mál­um.

„Þjóðin á heimt­ingu á því að vita hvort pottur sé brot­inn. Það er líka slæmt fyrir sjáv­ar­út­veg­inn að liggja undir ásök­unum sem á end­anum eru ef til vill algjör­lega til­hæfu­laus­ar. Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa útskýrt málið út frá sínum bæj­ar­dyrum séð en það hefur ekki dugað til þess að sann­færa þjóð­ina. Við þurfum bara að sjá tölur á blaði sem sýnir hvernig málið er vax­ið,“ sagði Unn­steinn.

For­maður Sjó­manna­sam­bands­ins er á sama máli nú. „Það er kom­inn tími til að menn grafi ofan í þessi mál og sjái hvað er í gang­i,“ segir Val­mund­ur, í sam­tali við Kjarn­ann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent