Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér

Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.

Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Auglýsing

Sjó­menn hafa lengi talið að pottur sé brot­inn í verð­lags­málum á upp­sjáv­ar­teg­undum hér á landi, að sögn Val­mundar Val­munds­son­ar, for­manns Sjó­manna­sam­bands Íslands. Nýlegur sam­an­burður frá Verð­lags­stofu skipta­verðs sýnir að með­al­hrá­efn­is­verð norsk-­ís­lenskrar síldar var að með­al­tali 128 pró­sentum hærra í Nor­egi en á Íslandi á árunum 2012-2019.

Þessi mikli verð­munur segir þó ekki mikla sögu einn og sér. Ýmsir fyr­ir­varar eru settir fram af hálfu Verð­lags­stofu um að ólíkir þættir kunni að leiða til mis­mun­andi verð­lagn­ingar hrá­efnis og afurða á milli landa. Val­mundur segir að það sé þó „eig­in­lega slá­andi hvað það er lít­ill munur á afurða­verði út úr Nor­egi og Ísland­i,“ í ljósi þess hve mik­ill munur er á hrá­efn­is­verð­i. 

Val­mundur segir að það vanti frek­ari upp­lýs­ingar um það hvernig ágóð­inn af veið­unum í Nor­egi skipt­ist á milli útgerða og vinnslna. Þar í landi þurfa útgerðir og vinnslur lögum sam­kvæmt að vera aðskildar ein­ing­ar, alla­vega á papp­ír­un­um. Sjó­manna­sam­bandið hefur reynt að kalla eftir upp­lýs­ingum um þetta að utan, en það hefur gengið erf­ið­lega, að sögn for­manns­ins.

Auglýsing

Í verð­sam­an­burði Verð­lags­stofu sést að mun­ur­inn á hrá­efn­is­verði síld­ar­innar hefur lækkað á und­an­förnum árum og fór niður í 51 pró­sent í fyrra, en mesti mun­ur­inn var árið 2015 þegar hrá­efn­is­verðið var að með­al­tali 186 pró­sentum hærra í Nor­egi en á Ísland­i. 

Samanburður á hráefnisverði síldar óháð ráðstöfun frá 2012-2019. Mynd: Verðlagsstofa skiptaverðs

Val­mundur segir að íslenskir sjó­menn sjái margir hverjir ofsjónir yfir þeim mikla mun sem sé til staðar á milli Nor­egs og Íslands í hrá­efn­is­verði á síld, mak­ríl og kolmunna, þegar þeir sjálfir búi við það að semja við útgerð­irnar um verð­in, sem síðan ráða því hversu hár hlutur þeirra er. Oft sé ekki um miklar eig­in­legar samn­inga­við­ræður að ræða.

„Á meðan að kerfið er eins og það er hér þá þurfa kall­arnir að standa í lapp­irnar og það getur verið erfitt fyrir ein­hverja eina áhöfn hér að segja: Við viljum nýjan samn­ing,“ segir Val­mund­ur. Sjó­menn hafa á und­an­förnum árum ítrekað kvartað yfir því til Verð­lags­stofu hve lágt hrá­efna­verðið er á Íslandi.

Slíkar umkvart­anir og umræða sem skap­ast hefur um verð á upp­sjáv­ar­fiski í sam­fé­lag­inu eru ástæð­urnar sem Verð­lags­stofa segir að hafi verið fyrir því að stofn­unin fór að skoða upp­sjáv­ar­verð í Nor­egi sér­stak­lega og setja það í sam­hengi við inn­lent verð.

SFS kvört­uðu til umboðs­manns Alþingis vegna sam­an­burðar

Þann 21. ágúst 2019 birti Verð­lags­stofa slíkan sam­an­burð á mak­ríl­verði á vef sín­um. Þar kom fram að á árunum 2012-2018 var greitt að með­al­tali 227 pró­sent meira fyrir mak­ríl til vinnslu í Nor­egi en á Íslandi. Í sam­an­burð­inum voru engar skýr­ingar gefnar á því hvað gæti mögu­lega skýrt þennan mikla verð­mun á afl­an­um. 

Samanburður á hráefnisverði makríls óháð ráðstöfun á árunum 2012-2018. Mynd: Verðlagsstofa skiptaverðs

Í kjöl­farið upp­hófst tölu­verð umræða í sam­fé­lag­inu um mak­ríl­verð og kall­aði Vil­hjálmur Birg­is­son for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness eftir opin­berri rann­sókn á verð­lagn­ingu upp­sjáv­ar­afla hjá fyr­ir­tækjum sem væru með veiðar og vinnslu á sömu hend­i. J­ens Garðar Helga­son for­maður Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi svar­aði í sam­tali við RÚV og sagði að í raun væri Verð­lags­stofa skipta­verðs að „bera saman epli og app­el­sín­ur,“ Norð­menn væru með allt aðra gæða­vöru í hönd­unum en Íslend­ing­ar.

Aftur hófst umræða um mak­ríl­verðið síðan í des­em­ber í fyrra þegar Kári Stef­áns­son for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ingar vakti máls á sam­an­burði Verð­lags­stofu í grein á Vísi og bar þungar sakir á útgerð­ar­menn. Heiðrún Lind Mart­eins­dóttir fram­kvæmda­stjóri SFS svar­aði Kára í grein í Frétta­blað­inu skömmu síðar og sagði fram­setn­ingu for­stjór­ans ekki stand­ast skoð­un.

Á ein­hverjum tíma­punkti ákváðu SFS að kvarta undan þessum verð­sam­an­burði Verð­lags­stofu á mak­ríl til umboðs­manns Alþing­is, á þeim grunni að með því að bera íslenskt fisk­verð saman við norskt hefði stofn­unin farið út fyrir lög­bundið hlut­verk sitt. Umboðs­maður Alþingis komst að þeirri nið­ur­stöðu að svo hefði ekki ver­ið.

Umboðs­maður kom þó inn á það í bréfi sínu til Verð­lags­stofu, sem stofn­unin vísar til á vef sínum, að mik­il­vægt væri að les­endur verð­sam­an­burðar væru með­vit­aðir um að ólíkar for­sendur kynnu að búa að baki verð­myndun erlend­is. Auk þess væri mik­il­vægt að við birt­ingu upp­lýs­inga að setja þær fram með skýrum hætti með við­eig­andi skýr­ing­um.

Birta sam­an­burð og nefna ótal þætti sem gætu verið að skekkja mynd­ina

Í ljósi þessa seg­ist Verð­lags­stofa telja til­efni til þess að halda áfram að birta verð­upp­lýs­ingar frá öðrum lönd­um, í sam­hengi við inn­lent verð, „þannig að það gagn­ist útvegs­mönn­um, sjó­mönnum og fisk­kaup­endum sem best“ og í hinum nýlega birta síld­ar­sam­an­burði eru raktir margir ólíkir þættir sem gætu leitt til mis­mun­andi verð­lagn­ingar milli landa, ólíkt því sem var í mak­ríl­sam­an­burð­inum í fyrra.

Verð­lags­stofa tekur þó enga afstöðu til þess hvaða ástæður eru fyrir þessum mis­muni á íslenskum hrá­efn­issverðum og norskum, en nefnir að dæmi hafi verið tekin um að upp­bygg­ing fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­is, staða gjald­mið­ils, milli­færslur í formi nið­ur­greiðslu og gjald­töku hins opin­bera, gæði hrá­efnis og mark­aðs­að­gangur geti haft áhrif. 

„Einnig er lík­legt að mis­mun­andi samn­ingar útgerða og sjó­manna, ásamt mis­mun á laga- og reglu­verki sam­an­burð­ar­þjóða hafi þýð­ingu í þessu sam­bandi, til dæmis er varðar sölu­fyr­ir­komu­lag hrá­efnis og sam­þætt­ingu veiða og vinnslu,“ segir í sam­an­burði Verð­lags­stofu, sem vekur síðan sér­stak­lega athygli á að ekki er um að ræða sam­an­burð á launum sjó­manna. 

En eftir standa íslenskir sjó­menn og aðrir sem fylgj­ast með og eru litlu nær, rétt eins og eftir að rætt var um mak­ríl­verðin í fyrra. Þá sagði Unn­steinn Þrá­ins­son for­maður Félags mak­ríl­veiði­manna í sam­tali við Fiski­fréttir að hann vildi það væri farið í saumana á þessum mál­um.

„Þjóðin á heimt­ingu á því að vita hvort pottur sé brot­inn. Það er líka slæmt fyrir sjáv­ar­út­veg­inn að liggja undir ásök­unum sem á end­anum eru ef til vill algjör­lega til­hæfu­laus­ar. Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa útskýrt málið út frá sínum bæj­ar­dyrum séð en það hefur ekki dugað til þess að sann­færa þjóð­ina. Við þurfum bara að sjá tölur á blaði sem sýnir hvernig málið er vax­ið,“ sagði Unn­steinn.

For­maður Sjó­manna­sam­bands­ins er á sama máli nú. „Það er kom­inn tími til að menn grafi ofan í þessi mál og sjái hvað er í gang­i,“ segir Val­mund­ur, í sam­tali við Kjarn­ann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent