Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands

Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.

Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Auglýsing

Enn sem komið er hefur eng­inn flótta­maður verið fluttir til Íslands af þeim fimmtán auka­lega sem eiga að koma á þessu ári en rík­is­stjórn Íslands sam­þykkti þann 25. sept­em­ber síð­ast­lið­inn að Ísland tæki á móti flótta­fólki frá Les­bos á Grikk­landi, með áherslu á sýr­lenskar fjöl­skyldur í við­kvæmri stöðu. Fram kom í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðs­ins að fjöl­skyld­urnar hefðu áður búið í flótta­manna­búð­unum Moria sem eyðilögð­ust í elds­voða fyrr í mán­uð­in­um.

Þetta kemur fram í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans en í því segir að það komi í hlut grískra stjórn­valda ásamt Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN­HCR) að koma með til­lögur um hvaða ein­stak­lingar séu í mestri þörf á að flytj­ast á milli landa.

Unnið sé í sam­starfi við Al­þjóð­legu fólks­flutn­inga­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (IOM) og Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN­HCR), Evr­ópu­sam­bandið og grísk stjórn­völd varð­andi flutn­ing á fjöl­skyld­um. „Flótta­manna­nefnd var falið að útfæra verk­efnið og er unnið að því núna í sam­starfi við fyrr­nefnda sam­starfs­að­ila,“ segir í svar­inu.

Auglýsing

Búast við því að allt að 15 manns bæt­ist við

Í til­kynn­ingu stjórn­valda frá því í sept­em­ber sagði að flótta­fólkið frá Les­bos, sem yrði allt að 15 manns, myndi bæt­ast í hóp þeirra 85 sem rík­is­stjórnin hygð­ist taka á móti á þessu ári og væri það lang­fjöl­menn­asta mót­taka flótta­fólks á einu ári hingað til lands.

„Flótta­manna­nefnd mun ann­ast und­ir­bún­ing á mót­töku fjöl­skyldn­anna og verður mót­taka þeirra unnin í sam­vinnu við Evr­ópu­sam­bandið og grísk stjórn­völd. Evr­ópu­sam­bandið hafði áður sent frá sér ákall um nauð­syn á flutn­ingi barna og barna­fjöl­skyldna vegna bruna Moria flótta­manna­búð­anna. Þá mun Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna vera íslenskum stjórn­völdum innan handar varð­andi það hvernig best verður staðið að því að koma fjöl­skyld­unum til lands­ins,“ sagði í til­kynn­ing­unni.

Flótta­manna­nefnd heyrir undir félags- og barna­mála­ráð­herra en í nefnd­inni sitja full­trúar frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu, félags­mála­ráðu­neyt­inu og utan­rík­is­ráðu­neyt­inu. Þá hafa Rauði kross­inn á Íslandi, Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga og Útlend­inga­stofnun áheyrn­ar­full­trúa í nefnd­inni.

Vildu bregð­ast við ákalli um að taka á móti fólki á flótta frá Les­bos

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði á sínum tíma að rík­is­stjórnin vildi bregð­ast við ákalli því sem borist hefði um að taka á móti fólki á flótta frá Les­bos. „Hér á landi hefur skap­ast umfangs­mikil og dýr­mæt þekk­ing þegar kemur að mót­töku sýr­lenskra fjöl­skyldna og sú reynsla okkar kemur að góðum not­um. Það er stefna rík­is­stjórn­ar­innar að taka á móti fleira flótta­fólki í sam­starfi við Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna sem lýst hefur ánægju með mót­töku flótta­fólks hér á land­i.“

Á síð­asta ári var tekið á móti 74 flótta­mönnum á Íslandi, en fram kom fréttum í lok síð­asta árs að íslensk stjórn­völd myndu bjóð­ast til að taka á móti 85 manns. Einkum væri um að ræða Sýr­lend­inga og hópa við­kvæmra flótta­manna vegna kyn­ferðis eða fjöl­kyldu­að­stæðna frá Ken­ía. Árið 2021 er áætlað að taka við enn fleirum eða 100 flótta­mönnum í sam­vinnu við Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna en ekki liggur fyrir hvaðan þeir munu koma.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Í bréfinu voru skipulagsbreytingar Þjóðskrár sagðar vanhugsaðar og gerðar í litlu samráði við starfsmenn.
Kraumandi óánægja hjá Þjóðskrá – starfsmenn kvörtuðu til ráðherra
Hluti starfsmanna Þjóðskrár sendi á dögunum bréf á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem miklar aðfinnslur voru gerðar við skipulagsbreytingar og stjórnunarhætti hjá stofnuninni. Mikilvæg verkefni voru sögð í uppnámi.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent