Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands

Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.

Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Auglýsing

Enn sem komið er hefur eng­inn flótta­maður verið fluttir til Íslands af þeim fimmtán auka­lega sem eiga að koma á þessu ári en rík­is­stjórn Íslands sam­þykkti þann 25. sept­em­ber síð­ast­lið­inn að Ísland tæki á móti flótta­fólki frá Les­bos á Grikk­landi, með áherslu á sýr­lenskar fjöl­skyldur í við­kvæmri stöðu. Fram kom í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðs­ins að fjöl­skyld­urnar hefðu áður búið í flótta­manna­búð­unum Moria sem eyðilögð­ust í elds­voða fyrr í mán­uð­in­um.

Þetta kemur fram í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans en í því segir að það komi í hlut grískra stjórn­valda ásamt Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN­HCR) að koma með til­lögur um hvaða ein­stak­lingar séu í mestri þörf á að flytj­ast á milli landa.

Unnið sé í sam­starfi við Al­þjóð­legu fólks­flutn­inga­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (IOM) og Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN­HCR), Evr­ópu­sam­bandið og grísk stjórn­völd varð­andi flutn­ing á fjöl­skyld­um. „Flótta­manna­nefnd var falið að útfæra verk­efnið og er unnið að því núna í sam­starfi við fyrr­nefnda sam­starfs­að­ila,“ segir í svar­inu.

Auglýsing

Búast við því að allt að 15 manns bæt­ist við

Í til­kynn­ingu stjórn­valda frá því í sept­em­ber sagði að flótta­fólkið frá Les­bos, sem yrði allt að 15 manns, myndi bæt­ast í hóp þeirra 85 sem rík­is­stjórnin hygð­ist taka á móti á þessu ári og væri það lang­fjöl­menn­asta mót­taka flótta­fólks á einu ári hingað til lands.

„Flótta­manna­nefnd mun ann­ast und­ir­bún­ing á mót­töku fjöl­skyldn­anna og verður mót­taka þeirra unnin í sam­vinnu við Evr­ópu­sam­bandið og grísk stjórn­völd. Evr­ópu­sam­bandið hafði áður sent frá sér ákall um nauð­syn á flutn­ingi barna og barna­fjöl­skyldna vegna bruna Moria flótta­manna­búð­anna. Þá mun Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna vera íslenskum stjórn­völdum innan handar varð­andi það hvernig best verður staðið að því að koma fjöl­skyld­unum til lands­ins,“ sagði í til­kynn­ing­unni.

Flótta­manna­nefnd heyrir undir félags- og barna­mála­ráð­herra en í nefnd­inni sitja full­trúar frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu, félags­mála­ráðu­neyt­inu og utan­rík­is­ráðu­neyt­inu. Þá hafa Rauði kross­inn á Íslandi, Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga og Útlend­inga­stofnun áheyrn­ar­full­trúa í nefnd­inni.

Vildu bregð­ast við ákalli um að taka á móti fólki á flótta frá Les­bos

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði á sínum tíma að rík­is­stjórnin vildi bregð­ast við ákalli því sem borist hefði um að taka á móti fólki á flótta frá Les­bos. „Hér á landi hefur skap­ast umfangs­mikil og dýr­mæt þekk­ing þegar kemur að mót­töku sýr­lenskra fjöl­skyldna og sú reynsla okkar kemur að góðum not­um. Það er stefna rík­is­stjórn­ar­innar að taka á móti fleira flótta­fólki í sam­starfi við Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna sem lýst hefur ánægju með mót­töku flótta­fólks hér á land­i.“

Á síð­asta ári var tekið á móti 74 flótta­mönnum á Íslandi, en fram kom fréttum í lok síð­asta árs að íslensk stjórn­völd myndu bjóð­ast til að taka á móti 85 manns. Einkum væri um að ræða Sýr­lend­inga og hópa við­kvæmra flótta­manna vegna kyn­ferðis eða fjöl­kyldu­að­stæðna frá Ken­ía. Árið 2021 er áætlað að taka við enn fleirum eða 100 flótta­mönnum í sam­vinnu við Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna en ekki liggur fyrir hvaðan þeir munu koma.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent