Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands

Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.

Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Auglýsing

Enn sem komið er hefur eng­inn flótta­maður verið fluttir til Íslands af þeim fimmtán auka­lega sem eiga að koma á þessu ári en rík­is­stjórn Íslands sam­þykkti þann 25. sept­em­ber síð­ast­lið­inn að Ísland tæki á móti flótta­fólki frá Les­bos á Grikk­landi, með áherslu á sýr­lenskar fjöl­skyldur í við­kvæmri stöðu. Fram kom í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðs­ins að fjöl­skyld­urnar hefðu áður búið í flótta­manna­búð­unum Moria sem eyðilögð­ust í elds­voða fyrr í mán­uð­in­um.

Þetta kemur fram í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans en í því segir að það komi í hlut grískra stjórn­valda ásamt Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN­HCR) að koma með til­lögur um hvaða ein­stak­lingar séu í mestri þörf á að flytj­ast á milli landa.

Unnið sé í sam­starfi við Al­þjóð­legu fólks­flutn­inga­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (IOM) og Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN­HCR), Evr­ópu­sam­bandið og grísk stjórn­völd varð­andi flutn­ing á fjöl­skyld­um. „Flótta­manna­nefnd var falið að útfæra verk­efnið og er unnið að því núna í sam­starfi við fyrr­nefnda sam­starfs­að­ila,“ segir í svar­inu.

Auglýsing

Búast við því að allt að 15 manns bæt­ist við

Í til­kynn­ingu stjórn­valda frá því í sept­em­ber sagði að flótta­fólkið frá Les­bos, sem yrði allt að 15 manns, myndi bæt­ast í hóp þeirra 85 sem rík­is­stjórnin hyggð­ist taka á móti á þessu ári og væri það lang­fjöl­menn­asta mót­taka flótta­fólks á einu ári hingað til lands.

„Flótta­manna­nefnd mun ann­ast und­ir­bún­ing á mót­töku fjöl­skyldn­anna og verður mót­taka þeirra unnin í sam­vinnu við Evr­ópu­sam­bandið og grísk stjórn­völd. Evr­ópu­sam­bandið hafði áður sent frá sér ákall um nauð­syn á flutn­ingi barna og barna­fjöl­skyldna vegna bruna Moria flótta­manna­búð­anna. Þá mun Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna vera íslenskum stjórn­völdum innan handar varð­andi það hvernig best verður staðið að því að koma fjöl­skyld­unum til lands­ins,“ sagði í til­kynn­ing­unni.

Flótta­manna­nefnd heyrir undir félags- og barna­mála­ráð­herra en í nefnd­inni sitja full­trúar frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu, félags­mála­ráðu­neyt­inu og utan­rík­is­ráðu­neyt­inu. Þá hafa Rauði kross­inn á Íslandi, Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga og Útlend­inga­stofnun áheyrn­ar­full­trúa í nefnd­inni.

Vildu bregð­ast við ákalli um að taka á móti fólki á flótta frá Les­bos

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði á sínum tíma að rík­is­stjórnin vildi bregð­ast við ákalli því sem borist hefði um að taka á móti fólki á flótta frá Les­bos. „Hér á landi hefur skap­ast umfangs­mikil og dýr­mæt þekk­ing þegar kemur að mót­töku sýr­lenskra fjöl­skyldna og sú reynsla okkar kemur að góðum not­um. Það er stefna rík­is­stjórn­ar­innar að taka á móti fleira flótta­fólki í sam­starfi við Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna sem lýst hefur ánægju með mót­töku flótta­fólks hér á land­i.“

Á síð­asta ári ári var tekið á móti 74 flótta­mönnum á Íslandi, en fram kom fréttum í lok síð­asta árs að íslensk stjórn­völd myndu bjóð­ast til að taka á móti 85 manns. Einkum væri um að ræða Sýr­lend­inga og hópa við­kvæmra flótta­manna vegna kyn­ferðis eða fjöl­kyldu­að­stæðna frá Ken­ía. Árið 2021 er áætlað að taka við enn fleirum eða 100 flótta­mönnum í sam­vinnu við Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna en ekki liggur fyrir hvaðan þeir munu koma.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent