Óskað eftir því að Vilji Björns Inga verði tekinn til gjaldþrotaskipta

Sýslumaðurinn á Vesturlandi hefur lagð fram beiðni um að Útgáfufélag Viljans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Björn Ingi Hrafnsson segist fyrst hafa heyrt um málið í gærkvöldi. Hann missti stjórn á umsvifamiklu fjölmiðlaveldi árið 2017.

Björn Ingi Hrafnsson skjáskot/Hringbraut
Auglýsing

Þann 12. nóv­em­ber næst­kom­andi er á dag­skrá fyr­ir­taka ­vegna beiðni Sýslu­manns­ins á Vest­fjörðum um að Útgáfu­fé­lag Vilj­ans verði tekið til gjald­þrota­skipta. Félag­inu er stýrt af Birni Inga Hrafns­syni en er skráð í eigu for­eldra hans og faðir Björns Inga, Hrafn Björns­son, er skráður fyr­ir­svars­maður mið­ils­ins hjá Fjöl­miðla­nefnd. Frétta­blaðið greindi fyrst frá.

Björn Ingi, sem er rit­stjóri og eini starfs­maður Vilj­ans, setti stöðu­upp­færslu inn á Face­book í kjöl­farið þar sem hann sagði að engin gjald­þrotakrafa hefði borist og að hann hafi fyrst lesið um málið í gær­kvöldi. „Um er að ræða lítið útgáfu­fé­lag með litlar skuldir og einn starfs­mann (Björn Ingi á Vilj­an­um) og þegar í kvöld hefur verið farið fram á aft­ur­köllun þess­arar beiðni sem gengið verður frá í vik­unni. Það þarf ekki mik­inn sér­fræð­ing til að átta sig á því að hart er í ári hjá fjöl­miðlum og aug­lýs­inga­tekjur litlar í þessu ástand­i.“ 

Björn Ingi greindi svo frá því síð­degis á mið­viku­dag að krafan hefði verið aft­ur­köll­uð.

Til­kynnt var um stofnun Vilj­ans fyrir tveimur árum, í nóv­em­ber 2018. Á heima­síðu mið­ils­ins kom þá fram að upp væru „kjörað­­stæður fyrir nútíma­­legan og borg­­ara­­lega sinn­aðan vef­­miðil sem hefur góða blaða­­mennsku að höf­uð­­mark­miði og veitir almenn­ingi þá mik­il­vægu þjón­­ustu að sía það mark­verð­asta úr upp­­lýs­inga­­flóð­inu og vera allt í senn virk frétta­veita og um leið vett­vangur fyrir þjóð­­fé­lags­um­ræð­una og aðgangur að hag­nýtum og nauð­­syn­­legum upp­­lýs­ing­­um.“

Fjár­magna átti starf­sem­ina með sölu aug­lýs­inga og beinum styrkjum frá les­end­um. Vilj­inn hefur ekki birt árs­reikn­ing fyrir árið 2019 en á stof­nári félags­ins, sem náði ein­ungis yfir rúm­lega mán­að­ar­starf­semi, var velta þess um 1,1 milljón króna.

Missti yfir­ráð yfir fjöl­miðla­veldi 2017

Björn Ingi, sem er fyrr­ver­andi borg­­­ar­­­full­­­trúi Fram­­­sókn­­­ar­­­flokks­ins, var lengst af helsti for­svar­s­­­maður Pressu­­sam­­stæð­unnar og einn stærsti eig­andi. Hann fór mik­inn um ára­bil og sank­aði að sér allskyns fjöl­miðlum oft með skuld­settum yfir­tök­um. Síð­asta yfir­takan var á tíma­rita­út­gáf­unni Birt­ingi í lok árs 2016 og eftir hana voru tæp­lega 30 miðlar í Pressu­sam­stæð­unni. Þeirra þekkt­­astir voru DV, DV.is, Eyj­an, Pressan, sjón­­varps­­stöðin ÍNN og tíma­­ritin Vikan, Gest­gjaf­inn, Nýtt líf og Hús og híbýli.

Auglýsing
Í apríl 2017 var til­kynnt um að hlutafé Pressunnar yrði aukið um 300 millj­ónir króna og að sam­hliða myndi Björn Ingi stíga til hlið­ar. Sá aðili sem ætl­aði að koma með mest fé inn í rekst­ur­inn var Fjár­fest­inga­fé­lagið Dal­ur­inn, félag í eigu Róberts Wess­man, Árna Harð­ar­sonar og þriggja ann­arra manna, sem höfðu áður lánað Birni Inga. Með þeim var hópur ann­arra fjár­festa og svo virt­ist sem Pressu­sam­stæð­unni væri borg­ið.

Um miðjan maí voru þeir hættir við aukna fjár­fest­ingu en áttu þó enn meiri­hluta hluta­fjár í sam­stæð­unni. Á sama tíma var kaupum Pressunnar á Birt­ingi rift og Dal­ur­inn keypti í kjöl­farið allt hlutafé þess fyr­ir­tæk­is. 

Í byrjun sept­em­ber var til­kynnt að Sig­­­urður G. Guð­jóns­­­son hæsta­rétt­­­ar­lög­­maður hef­ði ásamt hópi fjár­­­­­festa keypt flesta lyk­ilmiðla Pressu­sam­stæð­unnar með hluta­fjár­aukn­ingu. Við það missti Björn Ingi yfir­ráð yfir sam­stæð­unni. Um var að ræða DV, DV.is, Press­una, Eyj­una, Bleikt, ÍNN og tengda vefi. Eftir í gamla eign­ar­halds­fé­lag­inu voru skildir hér­aðs­frétta­miðl­ar. For­svars­menn Dals­ins sögðu að þeir hefðu ekki vitað um þennan gjörn­ing fyrr en hann var afstað­inn. Verið væri að selja undan þeim eignir sem þeir ættu með réttu.

Í til­kynn­ingu frá Birni Inga sem send var út vegna þessa sagði að kaup­verðið væri „vel á sjötta hund­rað millj­ónir króna og er greitt með reiðufé og yfir­töku skulda.“ Ekki var gerð grein fyrir því hvernig kaupin voru fjár­mögnuð á þeim tíma. 

Árið 2017 var Björn Ingi í þriðja sæti yfir launa­hæstu fjöl­miðla­menn lands­ins sam­kvæmt tekju­blaði DV með 2,7 millj­ónir króna á mán­uð­i. ­Pressan var tekin til gjald­­þrota­­skipta í des­em­ber sama ár.

Gert að greiða 80 millj­ónir

Eig­endur Dals­ins kærðu Björn Inga í kjöl­farið fyrir fjár­svik og sögðu hann hafa haft í hót­­unum við sig per­­són­u­­lega. Í yfir­lýs­ingu sem Árni Harð­ar­son, einn eig­end­anna, sendi frá sér í febr­úar 2018 sagði að mark­mið þeirra hót­­ana hafi verið að kom­­ast hjá „skoðun opin­berra aðila á bók­haldi og fjár­­reiðum Press­unar og tengdra miðla.“ 

Þá sagði Árni að Björn Ingi hafi reynt að fá að greiða fyrir hlutafé í Press­unni með steikum frá veit­inga­hús­inu Argent­ínu, að Björn Ingi hafi fengið per­­són­u­­lega greiddar 80 milj­­ónir króna þegar hann seldi allar eignir DV og Pressunnar og að í smá­skila­­boðum sem hann hafi sent Árna á kjör­degi í fyrra hafi Björn Ingi sagt: „Er núna að klastra saman rík­­is­­stjórn og langar að koma á friði okkar í mill­u­m“. 

Í febr­úar 2020 gerði Hér­aðs­dómur Vest­ur­lands Birni Inga að greiða þrota­búi Pressunnar millj­ón­irnar 80, sem hann fékk greiddar eftir að Frjáls fjöl­miðlun keypti fjöl­miðla úr veldi hans, vegna þess að ekk­ert hafi bent til þess að Pressan hafi í raun skuldað honum pen­ing­anna. Um „ör­læt­is­gjörn­ing“ hafi verið að ræða. 

Frjáls fjöl­miðun hafði ekki rekstr­ar­grund­völl

Frjáls fjöl­miðlun tap­aði 317,6 millj­­ónum króna í fyrra, sam­­kvæmt nýbirtum árs­­reikn­ingi. Alls tap­aði félagið 601,2 millj­­ónum króna frá því að það keypti fjöl­mið­l­anna haustið 2017 og fram að síð­­­ustu ára­­mót­um, eða 21,5 millj­­ónum króna að með­­al­tali á mán­uð­i. 

Félagið var fjár­­­magnað með vaxta­­lausu láni frá Novator, fjár­­­fest­inga­­fé­lagi sem er að mestu í eigu Björg­­ólfs Thors Björg­­ólfs­­son­­ar. Inn­­­borgað hlutafé á árinu 2019 var 120 millj­­ónir króna en það hafði verið 190 millj­­ónir króna árið áður­. Alls nam hlutafé í félag­inu 340,5 millj­­ónum króna sem þýðir að um 900 millj­­ónir króna hafa runnið inn í rekst­­ur­inn í formi hluta­fjár og vaxta­­lausra lána.

Frjálsri fjöl­miðlun var svo rennt inn í Torg ehf., útgáfu­­fé­lag Frétta­­blaðs­ins og tengdra miðla, 1. apríl síð­­ast­lið­inn. Skömmu síðar var aðkoma Novator að fjár­­­mögnun félags­­ins opin­beruð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent