Óskað eftir því að Vilji Björns Inga verði tekinn til gjaldþrotaskipta

Sýslumaðurinn á Vesturlandi hefur lagð fram beiðni um að Útgáfufélag Viljans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Björn Ingi Hrafnsson segist fyrst hafa heyrt um málið í gærkvöldi. Hann missti stjórn á umsvifamiklu fjölmiðlaveldi árið 2017.

Björn Ingi Hrafnsson skjáskot/Hringbraut
Auglýsing

Þann 12. nóvember næstkomandi er á dagskrá fyrirtaka vegna beiðni Sýslumannsins á Vestfjörðum um að Útgáfufélag Viljans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Félaginu er stýrt af Birni Inga Hrafnssyni en er skráð í eigu foreldra hans og faðir Björns Inga, Hrafn Björnsson, er skráður fyrirsvarsmaður miðilsins hjá Fjölmiðlanefnd. Fréttablaðið greindi fyrst frá.

Björn Ingi, sem er ritstjóri og eini starfsmaður Viljans, setti stöðuuppfærslu inn á Facebook í kjölfarið þar sem hann sagði að engin gjaldþrotakrafa hefði borist og að hann hafi fyrst lesið um málið í gærkvöldi. „Um er að ræða lítið útgáfufélag með litlar skuldir og einn starfsmann (Björn Ingi á Viljanum) og þegar í kvöld hefur verið farið fram á afturköllun þessarar beiðni sem gengið verður frá í vikunni. Það þarf ekki mikinn sérfræðing til að átta sig á því að hart er í ári hjá fjölmiðlum og auglýsingatekjur litlar í þessu ástandi.“ 

Björn Ingi greindi svo frá því síðdegis á miðvikudag að krafan hefði verið afturkölluð.

Tilkynnt var um stofnun Viljans fyrir tveimur árum, í nóvember 2018. Á heimasíðu miðilsins kom þá fram að upp væru „kjörað­stæður fyrir nútíma­legan og borg­ara­lega sinn­aðan vef­miðil sem hefur góða blaða­mennsku að höf­uð­mark­miði og veitir almenn­ingi þá mik­il­vægu þjón­ustu að sía það mark­verð­asta úr upp­lýs­inga­flóð­inu og vera allt í senn virk frétta­veita og um leið vett­vangur fyrir þjóð­fé­lags­um­ræð­una og aðgangur að hag­nýtum og nauð­syn­legum upp­lýs­ing­um.“

Fjármagna átti starfsemina með sölu auglýsinga og beinum styrkjum frá lesendum. Viljinn hefur ekki birt ársreikning fyrir árið 2019 en á stofnári félagsins, sem náði einungis yfir rúmlega mánaðarstarfsemi, var velta þess um 1,1 milljón króna.

Missti yfirráð yfir fjölmiðlaveldi 2017

Björn Ingi, sem er fyrr­ver­andi borg­­ar­­full­­trúi Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, var lengst af helsti for­svar­s­­maður Pressu­sam­stæð­unnar og einn stærsti eig­andi. Hann fór mikinn um árabil og sankaði að sér allskyns fjölmiðlum oft með skuldsettum yfirtökum. Síðasta yfirtakan var á tímaritaútgáfunni Birtingi í lok árs 2016 og eftir hana voru tæplega 30 miðlar í Pressusamstæðunni. Þeirra þekkt­astir voru DV, DV.is, Eyj­an, Pressan, sjón­varps­stöðin ÍNN og tíma­ritin Vikan, Gest­gjaf­inn, Nýtt líf og Hús og híbýli.

Auglýsing
Í apríl 2017 var tilkynnt um að hlutafé Pressunnar yrði aukið um 300 milljónir króna og að samhliða myndi Björn Ingi stíga til hliðar. Sá aðili sem ætlaði að koma með mest fé inn í reksturinn var Fjárfestingafélagið Dalurinn, félag í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarsonar og þriggja annarra manna, sem höfðu áður lánað Birni Inga. Með þeim var hópur annarra fjárfesta og svo virtist sem Pressusamstæðunni væri borgið.

Um miðjan maí voru þeir hættir við aukna fjárfestingu en áttu þó enn meirihluta hlutafjár í samstæðunni. Á sama tíma var kaupum Pressunnar á Birtingi rift og Dalurinn keypti í kjölfarið allt hlutafé þess fyrirtækis. 

Í byrjun september var tilkynnt að Sig­­urður G. Guð­jóns­­son hæsta­rétt­­ar­lög­maður hef­ði ásamt hópi fjár­­­festa keypt flesta lykilmiðla Pressusamstæðunnar með hlutafjáraukningu. Við það missti Björn Ingi yfirráð yfir samstæðunni. Um var að ræða DV, DV.is, Pressuna, Eyjuna, Bleikt, ÍNN og tengda vefi. Eftir í gamla eignarhaldsfélaginu voru skildir héraðsfréttamiðlar. Forsvarsmenn Dalsins sögðu að þeir hefðu ekki vitað um þennan gjörning fyrr en hann var afstaðinn. Verið væri að selja undan þeim eignir sem þeir ættu með réttu.

Í tilkynningu frá Birni Inga sem send var út vegna þessa sagði að kaupverðið væri „vel á sjötta hundrað milljónir króna og er greitt með reiðufé og yfirtöku skulda.“ Ekki var gerð grein fyrir því hvernig kaupin voru fjármögnuð á þeim tíma. 

Árið 2017 var Björn Ingi í þriðja sæti yfir launahæstu fjölmiðlamenn landsins samkvæmt tekjublaði DV með 2,7 milljónir króna á mánuði. Pressan var tekin til gjald­þrota­skipta í des­em­ber sama ár.

Gert að greiða 80 milljónir

Eigendur Dalsins kærðu Björn Inga í kjölfarið fyrir fjársvik og sögðu hann hafa haft í hót­unum við sig per­sónu­lega. Í yfirlýsingu sem Árni Harðarson, einn eigendanna, sendi frá sér í febrúar 2018 sagði að markmið þeirra hót­ana hafi verið að kom­ast hjá „skoðun opin­berra aðila á bók­haldi og fjár­reiðum Press­unar og tengdra miðla.“ 

Þá sagði Árni að Björn Ingi hafi reynt að fá að greiða fyrir hlutafé í Press­unni með steikum frá veit­inga­hús­inu Argent­ínu, að Björn Ingi hafi fengið per­sónu­lega greiddar 80 milj­ónir króna þegar hann seldi allar eignir DV og Pressunnar og að í smá­skila­boðum sem hann hafi sent Árna á kjör­degi í fyrra hafi Björn Ingi sagt: „Er núna að klastra saman rík­is­stjórn og langar að koma á friði okkar í mill­u­m“. 

Í febrúar 2020 gerði Héraðsdómur Vesturlands Birni Inga að greiða þrotabúi Pressunnar milljónirnar 80, sem hann fékk greiddar eftir að Frjáls fjölmiðlun keypti fjölmiðla úr veldi hans, vegna þess að ekkert hafi bent til þess að Pressan hafi í raun skuldað honum peninganna. Um „örlætisgjörning“ hafi verið að ræða. 

Frjáls fjölmiðun hafði ekki rekstrargrundvöll

Frjáls fjöl­miðlun tap­aði 317,6 millj­ónum króna í fyrra, sam­kvæmt nýbirtum árs­reikn­ingi. Alls tap­aði félagið 601,2 millj­ónum króna frá því að það keypti fjöl­miðl­anna haustið 2017 og fram að síð­ustu ára­mót­um, eða 21,5 millj­ónum króna að með­al­tali á mán­uð­i. 

Félagið var fjár­magnað með vaxta­lausu láni frá Novator, fjár­fest­inga­fé­lagi sem er að mestu í eigu Björg­ólfs Thors Björg­ólfs­son­ar. Inn­borgað hlutafé á árinu 2019 var 120 millj­ónir króna en það hafði verið 190 millj­ónir króna árið áður­. Alls nam hlutafé í félag­inu 340,5 millj­ónum króna sem þýðir að um 900 millj­ónir króna hafa runnið inn í rekst­ur­inn í formi hluta­fjár og vaxta­lausra lána.

Frjálsri fjöl­miðlun var svo rennt inn í Torg ehf., útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins og tengdra miðla, 1. apríl síð­ast­lið­inn. Skömmu síðar var aðkoma Novator að fjár­mögnun félags­ins opin­beruð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent