Óskað eftir því að Vilji Björns Inga verði tekinn til gjaldþrotaskipta

Sýslumaðurinn á Vesturlandi hefur lagð fram beiðni um að Útgáfufélag Viljans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Björn Ingi Hrafnsson segist fyrst hafa heyrt um málið í gærkvöldi. Hann missti stjórn á umsvifamiklu fjölmiðlaveldi árið 2017.

Björn Ingi Hrafnsson skjáskot/Hringbraut
Auglýsing

Þann 12. nóv­em­ber næst­kom­andi er á dag­skrá fyr­ir­taka ­vegna beiðni Sýslu­manns­ins á Vest­fjörðum um að Útgáfu­fé­lag Vilj­ans verði tekið til gjald­þrota­skipta. Félag­inu er stýrt af Birni Inga Hrafns­syni en er skráð í eigu for­eldra hans og faðir Björns Inga, Hrafn Björns­son, er skráður fyr­ir­svars­maður mið­ils­ins hjá Fjöl­miðla­nefnd. Frétta­blaðið greindi fyrst frá.

Björn Ingi, sem er rit­stjóri og eini starfs­maður Vilj­ans, setti stöðu­upp­færslu inn á Face­book í kjöl­farið þar sem hann sagði að engin gjald­þrotakrafa hefði borist og að hann hafi fyrst lesið um málið í gær­kvöldi. „Um er að ræða lítið útgáfu­fé­lag með litlar skuldir og einn starfs­mann (Björn Ingi á Vilj­an­um) og þegar í kvöld hefur verið farið fram á aft­ur­köllun þess­arar beiðni sem gengið verður frá í vik­unni. Það þarf ekki mik­inn sér­fræð­ing til að átta sig á því að hart er í ári hjá fjöl­miðlum og aug­lýs­inga­tekjur litlar í þessu ástand­i.“ 

Björn Ingi greindi svo frá því síð­degis á mið­viku­dag að krafan hefði verið aft­ur­köll­uð.

Til­kynnt var um stofnun Vilj­ans fyrir tveimur árum, í nóv­em­ber 2018. Á heima­síðu mið­ils­ins kom þá fram að upp væru „kjörað­­stæður fyrir nútíma­­legan og borg­­ara­­lega sinn­aðan vef­­miðil sem hefur góða blaða­­mennsku að höf­uð­­mark­miði og veitir almenn­ingi þá mik­il­vægu þjón­­ustu að sía það mark­verð­asta úr upp­­lýs­inga­­flóð­inu og vera allt í senn virk frétta­veita og um leið vett­vangur fyrir þjóð­­fé­lags­um­ræð­una og aðgangur að hag­nýtum og nauð­­syn­­legum upp­­lýs­ing­­um.“

Fjár­magna átti starf­sem­ina með sölu aug­lýs­inga og beinum styrkjum frá les­end­um. Vilj­inn hefur ekki birt árs­reikn­ing fyrir árið 2019 en á stof­nári félags­ins, sem náði ein­ungis yfir rúm­lega mán­að­ar­starf­semi, var velta þess um 1,1 milljón króna.

Missti yfir­ráð yfir fjöl­miðla­veldi 2017

Björn Ingi, sem er fyrr­ver­andi borg­­­ar­­­full­­­trúi Fram­­­sókn­­­ar­­­flokks­ins, var lengst af helsti for­svar­s­­­maður Pressu­­sam­­stæð­unnar og einn stærsti eig­andi. Hann fór mik­inn um ára­bil og sank­aði að sér allskyns fjöl­miðlum oft með skuld­settum yfir­tök­um. Síð­asta yfir­takan var á tíma­rita­út­gáf­unni Birt­ingi í lok árs 2016 og eftir hana voru tæp­lega 30 miðlar í Pressu­sam­stæð­unni. Þeirra þekkt­­astir voru DV, DV.is, Eyj­an, Pressan, sjón­­varps­­stöðin ÍNN og tíma­­ritin Vikan, Gest­gjaf­inn, Nýtt líf og Hús og híbýli.

Auglýsing
Í apríl 2017 var til­kynnt um að hlutafé Pressunnar yrði aukið um 300 millj­ónir króna og að sam­hliða myndi Björn Ingi stíga til hlið­ar. Sá aðili sem ætl­aði að koma með mest fé inn í rekst­ur­inn var Fjár­fest­inga­fé­lagið Dal­ur­inn, félag í eigu Róberts Wess­man, Árna Harð­ar­sonar og þriggja ann­arra manna, sem höfðu áður lánað Birni Inga. Með þeim var hópur ann­arra fjár­festa og svo virt­ist sem Pressu­sam­stæð­unni væri borg­ið.

Um miðjan maí voru þeir hættir við aukna fjár­fest­ingu en áttu þó enn meiri­hluta hluta­fjár í sam­stæð­unni. Á sama tíma var kaupum Pressunnar á Birt­ingi rift og Dal­ur­inn keypti í kjöl­farið allt hlutafé þess fyr­ir­tæk­is. 

Í byrjun sept­em­ber var til­kynnt að Sig­­­urður G. Guð­jóns­­­son hæsta­rétt­­­ar­lög­­maður hef­ði ásamt hópi fjár­­­­­festa keypt flesta lyk­ilmiðla Pressu­sam­stæð­unnar með hluta­fjár­aukn­ingu. Við það missti Björn Ingi yfir­ráð yfir sam­stæð­unni. Um var að ræða DV, DV.is, Press­una, Eyj­una, Bleikt, ÍNN og tengda vefi. Eftir í gamla eign­ar­halds­fé­lag­inu voru skildir hér­aðs­frétta­miðl­ar. For­svars­menn Dals­ins sögðu að þeir hefðu ekki vitað um þennan gjörn­ing fyrr en hann var afstað­inn. Verið væri að selja undan þeim eignir sem þeir ættu með réttu.

Í til­kynn­ingu frá Birni Inga sem send var út vegna þessa sagði að kaup­verðið væri „vel á sjötta hund­rað millj­ónir króna og er greitt með reiðufé og yfir­töku skulda.“ Ekki var gerð grein fyrir því hvernig kaupin voru fjár­mögnuð á þeim tíma. 

Árið 2017 var Björn Ingi í þriðja sæti yfir launa­hæstu fjöl­miðla­menn lands­ins sam­kvæmt tekju­blaði DV með 2,7 millj­ónir króna á mán­uð­i. ­Pressan var tekin til gjald­­þrota­­skipta í des­em­ber sama ár.

Gert að greiða 80 millj­ónir

Eig­endur Dals­ins kærðu Björn Inga í kjöl­farið fyrir fjár­svik og sögðu hann hafa haft í hót­­unum við sig per­­són­u­­lega. Í yfir­lýs­ingu sem Árni Harð­ar­son, einn eig­end­anna, sendi frá sér í febr­úar 2018 sagði að mark­mið þeirra hót­­ana hafi verið að kom­­ast hjá „skoðun opin­berra aðila á bók­haldi og fjár­­reiðum Press­unar og tengdra miðla.“ 

Þá sagði Árni að Björn Ingi hafi reynt að fá að greiða fyrir hlutafé í Press­unni með steikum frá veit­inga­hús­inu Argent­ínu, að Björn Ingi hafi fengið per­­són­u­­lega greiddar 80 milj­­ónir króna þegar hann seldi allar eignir DV og Pressunnar og að í smá­skila­­boðum sem hann hafi sent Árna á kjör­degi í fyrra hafi Björn Ingi sagt: „Er núna að klastra saman rík­­is­­stjórn og langar að koma á friði okkar í mill­u­m“. 

Í febr­úar 2020 gerði Hér­aðs­dómur Vest­ur­lands Birni Inga að greiða þrota­búi Pressunnar millj­ón­irnar 80, sem hann fékk greiddar eftir að Frjáls fjöl­miðlun keypti fjöl­miðla úr veldi hans, vegna þess að ekk­ert hafi bent til þess að Pressan hafi í raun skuldað honum pen­ing­anna. Um „ör­læt­is­gjörn­ing“ hafi verið að ræða. 

Frjáls fjöl­miðun hafði ekki rekstr­ar­grund­völl

Frjáls fjöl­miðlun tap­aði 317,6 millj­­ónum króna í fyrra, sam­­kvæmt nýbirtum árs­­reikn­ingi. Alls tap­aði félagið 601,2 millj­­ónum króna frá því að það keypti fjöl­mið­l­anna haustið 2017 og fram að síð­­­ustu ára­­mót­um, eða 21,5 millj­­ónum króna að með­­al­tali á mán­uð­i. 

Félagið var fjár­­­magnað með vaxta­­lausu láni frá Novator, fjár­­­fest­inga­­fé­lagi sem er að mestu í eigu Björg­­ólfs Thors Björg­­ólfs­­son­­ar. Inn­­­borgað hlutafé á árinu 2019 var 120 millj­­ónir króna en það hafði verið 190 millj­­ónir króna árið áður­. Alls nam hlutafé í félag­inu 340,5 millj­­ónum króna sem þýðir að um 900 millj­­ónir króna hafa runnið inn í rekst­­ur­inn í formi hluta­fjár og vaxta­­lausra lána.

Frjálsri fjöl­miðlun var svo rennt inn í Torg ehf., útgáfu­­fé­lag Frétta­­blaðs­ins og tengdra miðla, 1. apríl síð­­ast­lið­inn. Skömmu síðar var aðkoma Novator að fjár­­­mögnun félags­­ins opin­beruð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent