„Hagstjórnarmistök“ að styðja ekki betur við sveitarfélög

Reykjavíkurborg varar ríkisstjórnina við að veita sveitarfélögunum ekki meiri stuðning í nýju fjárlagafrumvarpi og segir niðurskurð í fjárfestingum vinna gegn viðbótarfjárfestingu ríkisins.

Ráðhús Reykjavíkur
Ráðhús Reykjavíkur
Auglýsing

Ekki er stutt nægi­lega vel við sveit­ar­fé­lög lands­ins í nýju fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en þau hafa mörg hver verið rekin með við­var­andi halla vegna auk­inna lög­bund­inna skuld­bind­inga. Verði stuðn­ingur þeirra ekki auk­inn gæti þurft að draga úr fjár­fest­ingum eða auka við skuldir þeirra, en hvort tveggja hefði nei­kvæð áhrif á sjálf­bærni sveit­ar­fé­lag­anna og rík­is­sjóð í fram­tíð­inni.

Þetta er á meðal þess sem Fjár­mála- og áhættu­stýr­inga­svið Reykja­vík­ur­borgar skrifar í umsögn sinni um fjár­laga­frum­varp og þings­á­lyktun um fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar, sem birt var í síð­ustu viku. 

Kostn­aður vaxi en tekjur ekki

Í umsögn­inni kemur fram að ríkið hafi í síauknum mæli aukið þjón­ustu­skyldur borg­ar­innar án þess að auka fjár­veit­ingar til henn­ar. Þetta hafi leitt til við­var­andi halla­rekst­urs í lög­bundnum verk­efnum á sviðum vel­ferð­ar- og skóla­mála, sem Reykja­vík­ur­borg segir að hafi haft mikil og nei­kvæð áhrif á getu hennar til fjár­fest­inga og lán­töku­þörf. 

Auglýsing

Sem dæmi um þetta nefnir borgin að kostn­aður við skóla­starf­semi hafi auk­ist á síð­ustu árum, meðal ann­ars vegna krafna um ein­setn­ingu og skóla án aðgrein­ing­ar, auk þess sem fjölda nem­enda af erlendum upp­runa hafi auk­ist. Einnig hafi kostn­aður vegna þjón­ustu við fatl­aða auk­ist vegna nýrra reglna, t.d. með lög­fest­ingu not­enda­stýrðrar per­sónu­legrar aðstoðar (NPA). Í hvor­ugum mála­flokknum hafi tekjur borg­ar­innar þó auk­ist sam­hliða þess­ari kostn­að­ar­aukn­ing­u. 

Sam­kvæmt Reykja­vík­ur­borg er aðal­á­hættan í rekstri sveit­ar­fé­laga sú að ríkið leggi á herðar þeirra meiri skyldur en þau geti fjár­magn­að. Enn fremur bætir hún við að fjár­mögnun sveit­ar­fé­laga miðað við lög­bundið þjón­ustu­hlut­verk þeirra er mjög áhættu­samt hér á landi, ef miðað er við önnur OECD-­ríki.

Erf­ið­ara að bregð­ast við kreppum

Reykja­vík­ur­borg seg­ist líka hafa minna svig­rúm til að bregð­ast við tekju­falli og útgjalda­aukn­ingu vegna efna­hag­skrepp­unnar í kjöl­far kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins heldur en rík­ið, þar sem sveit­ar­fé­lögin geti ekki fjár­magnað sig með jafn­auð­veldum hætti. Einnig sé erfitt að draga úr þjón­ustu­skyldur þeirra, þar sem þær séu ákvarð­aðar með lög­um. 

Í umsögn­inni segir að til­lögð fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar geri ráð fyrir því að ríkið dragi úr fjár­fest­ingu til að mæta þessum breyttu aðstæð­um. Að mati borg­ar­innar er það hins vegar mjög óskyn­söm efna­hags­stefna þar sem hún vinnur gegn yfir­lýstri stefnu rík­is­ins um að auka við fjár­fest­ingar hins opin­bera.

Einnig vísar borgin í skýrslu grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Ana­lyt­ica, sem greindi frá því að lágt fjár­fest­ing­ar­stig sveit­ar­fé­laga myndi draga úr sjálf­bærni þeirra. 

Ef ekki ætti að ráð­ast í harka­legan nið­ur­skurð þyrftu sveit­ar­fé­lögin að auka lán­töku, sem myndi hækka skulda­hlut­fall þeirra. Reykja­vík­ur­borg bætir hér við að hækkun skulda­hlut­falls sveit­ar­fé­laga geti hins vegar haft nei­kvæð áhrif á aðgengi þeirra að láns­fé. Þetta telur borgin einnig geta skaðað félags­lega sjálf­bærni sveit­ar­fé­lag til lengri tíma, auk þess sem rekstur þeirra og þjón­usta gæti verið skert til fram­tíð­ar.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent