„Hagstjórnarmistök“ að styðja ekki betur við sveitarfélög

Reykjavíkurborg varar ríkisstjórnina við að veita sveitarfélögunum ekki meiri stuðning í nýju fjárlagafrumvarpi og segir niðurskurð í fjárfestingum vinna gegn viðbótarfjárfestingu ríkisins.

Ráðhús Reykjavíkur
Ráðhús Reykjavíkur
Auglýsing

Ekki er stutt nægi­lega vel við sveit­ar­fé­lög lands­ins í nýju fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en þau hafa mörg hver verið rekin með við­var­andi halla vegna auk­inna lög­bund­inna skuld­bind­inga. Verði stuðn­ingur þeirra ekki auk­inn gæti þurft að draga úr fjár­fest­ingum eða auka við skuldir þeirra, en hvort tveggja hefði nei­kvæð áhrif á sjálf­bærni sveit­ar­fé­lag­anna og rík­is­sjóð í fram­tíð­inni.

Þetta er á meðal þess sem Fjár­mála- og áhættu­stýr­inga­svið Reykja­vík­ur­borgar skrifar í umsögn sinni um fjár­laga­frum­varp og þings­á­lyktun um fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar, sem birt var í síð­ustu viku. 

Kostn­aður vaxi en tekjur ekki

Í umsögn­inni kemur fram að ríkið hafi í síauknum mæli aukið þjón­ustu­skyldur borg­ar­innar án þess að auka fjár­veit­ingar til henn­ar. Þetta hafi leitt til við­var­andi halla­rekst­urs í lög­bundnum verk­efnum á sviðum vel­ferð­ar- og skóla­mála, sem Reykja­vík­ur­borg segir að hafi haft mikil og nei­kvæð áhrif á getu hennar til fjár­fest­inga og lán­töku­þörf. 

Auglýsing

Sem dæmi um þetta nefnir borgin að kostn­aður við skóla­starf­semi hafi auk­ist á síð­ustu árum, meðal ann­ars vegna krafna um ein­setn­ingu og skóla án aðgrein­ing­ar, auk þess sem fjölda nem­enda af erlendum upp­runa hafi auk­ist. Einnig hafi kostn­aður vegna þjón­ustu við fatl­aða auk­ist vegna nýrra reglna, t.d. með lög­fest­ingu not­enda­stýrðrar per­sónu­legrar aðstoðar (NPA). Í hvor­ugum mála­flokknum hafi tekjur borg­ar­innar þó auk­ist sam­hliða þess­ari kostn­að­ar­aukn­ing­u. 

Sam­kvæmt Reykja­vík­ur­borg er aðal­á­hættan í rekstri sveit­ar­fé­laga sú að ríkið leggi á herðar þeirra meiri skyldur en þau geti fjár­magn­að. Enn fremur bætir hún við að fjár­mögnun sveit­ar­fé­laga miðað við lög­bundið þjón­ustu­hlut­verk þeirra er mjög áhættu­samt hér á landi, ef miðað er við önnur OECD-­ríki.

Erf­ið­ara að bregð­ast við kreppum

Reykja­vík­ur­borg seg­ist líka hafa minna svig­rúm til að bregð­ast við tekju­falli og útgjalda­aukn­ingu vegna efna­hag­skrepp­unnar í kjöl­far kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins heldur en rík­ið, þar sem sveit­ar­fé­lögin geti ekki fjár­magnað sig með jafn­auð­veldum hætti. Einnig sé erfitt að draga úr þjón­ustu­skyldur þeirra, þar sem þær séu ákvarð­aðar með lög­um. 

Í umsögn­inni segir að til­lögð fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar geri ráð fyrir því að ríkið dragi úr fjár­fest­ingu til að mæta þessum breyttu aðstæð­um. Að mati borg­ar­innar er það hins vegar mjög óskyn­söm efna­hags­stefna þar sem hún vinnur gegn yfir­lýstri stefnu rík­is­ins um að auka við fjár­fest­ingar hins opin­bera.

Einnig vísar borgin í skýrslu grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Ana­lyt­ica, sem greindi frá því að lágt fjár­fest­ing­ar­stig sveit­ar­fé­laga myndi draga úr sjálf­bærni þeirra. 

Ef ekki ætti að ráð­ast í harka­legan nið­ur­skurð þyrftu sveit­ar­fé­lögin að auka lán­töku, sem myndi hækka skulda­hlut­fall þeirra. Reykja­vík­ur­borg bætir hér við að hækkun skulda­hlut­falls sveit­ar­fé­laga geti hins vegar haft nei­kvæð áhrif á aðgengi þeirra að láns­fé. Þetta telur borgin einnig geta skaðað félags­lega sjálf­bærni sveit­ar­fé­lag til lengri tíma, auk þess sem rekstur þeirra og þjón­usta gæti verið skert til fram­tíð­ar.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alþjóðlegu stórfyrirtækin Google og Meta taka til sín stóran hluta af því fé sem íslenskir auglýsendur nota til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri.
Hlutdeild erlendra miðla á auglýsingamarkaði eykst enn og nálgast helming
Verulegur hluti íslensku auglýsingakökunnar rennur til rekstraraðila Facebook og Google og ætla má að 43,2 af hverjum 100 krónum sem varið var í auglýsingar á Íslandi í fyrra hafi runnið til erlendra fyrirtækja, samkvæmt nýrri úttekt Hagstofunnar.
Kjarninn 7. desember 2022
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
„Hókuspókushagstjórn“ sem bitnar verst á almennu launafólki
Ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn fyrir almenning, segir formaður Sameykis. „Hennar áhugi beinist að því að hlaða meira og hraðar undir ríka og fína fólkið og koma í veg fyrir þann óþverra að almenningur skuli mynda tærnar sínar á Tene.“
Kjarninn 7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent