„Hagstjórnarmistök“ að styðja ekki betur við sveitarfélög

Reykjavíkurborg varar ríkisstjórnina við að veita sveitarfélögunum ekki meiri stuðning í nýju fjárlagafrumvarpi og segir niðurskurð í fjárfestingum vinna gegn viðbótarfjárfestingu ríkisins.

Ráðhús Reykjavíkur
Ráðhús Reykjavíkur
Auglýsing

Ekki er stutt nægilega vel við sveitarfélög landsins í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, en þau hafa mörg hver verið rekin með viðvarandi halla vegna aukinna lögbundinna skuldbindinga. Verði stuðningur þeirra ekki aukinn gæti þurft að draga úr fjárfestingum eða auka við skuldir þeirra, en hvort tveggja hefði neikvæð áhrif á sjálfbærni sveitarfélaganna og ríkissjóð í framtíðinni.

Þetta er á meðal þess sem Fjármála- og áhættustýringasvið Reykjavíkurborgar skrifar í umsögn sinni um fjárlagafrumvarp og þingsályktun um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem birt var í síðustu viku. 

Kostnaður vaxi en tekjur ekki

Í umsögninni kemur fram að ríkið hafi í síauknum mæli aukið þjónustuskyldur borgarinnar án þess að auka fjárveitingar til hennar. Þetta hafi leitt til viðvarandi hallareksturs í lögbundnum verkefnum á sviðum velferðar- og skólamála, sem Reykjavíkurborg segir að hafi haft mikil og neikvæð áhrif á getu hennar til fjárfestinga og lántökuþörf. 

Auglýsing

Sem dæmi um þetta nefnir borgin að kostnaður við skólastarfsemi hafi aukist á síðustu árum, meðal annars vegna krafna um einsetningu og skóla án aðgreiningar, auk þess sem fjölda nemenda af erlendum uppruna hafi aukist. Einnig hafi kostnaður vegna þjónustu við fatlaða aukist vegna nýrra reglna, t.d. með lögfestingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA). Í hvorugum málaflokknum hafi tekjur borgarinnar þó aukist samhliða þessari kostnaðaraukningu. 

Samkvæmt Reykjavíkurborg er aðaláhættan í rekstri sveitarfélaga sú að ríkið leggi á herðar þeirra meiri skyldur en þau geti fjármagnað. Enn fremur bætir hún við að fjármögnun sveitarfélaga miðað við lögbundið þjónustuhlutverk þeirra er mjög áhættusamt hér á landi, ef miðað er við önnur OECD-ríki.

Erfiðara að bregðast við kreppum

Reykjavíkurborg segist líka hafa minna svigrúm til að bregðast við tekjufalli og útgjaldaaukningu vegna efnahagskreppunnar í kjölfar kórónuveirufaraldursins heldur en ríkið, þar sem sveitarfélögin geti ekki fjármagnað sig með jafnauðveldum hætti. Einnig sé erfitt að draga úr þjónustuskyldur þeirra, þar sem þær séu ákvarðaðar með lögum. 

Í umsögninni segir að tillögð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar geri ráð fyrir því að ríkið dragi úr fjárfestingu til að mæta þessum breyttu aðstæðum. Að mati borgarinnar er það hins vegar mjög óskynsöm efnahagsstefna þar sem hún vinnur gegn yfirlýstri stefnu ríkisins um að auka við fjárfestingar hins opinbera.

Einnig vísar borgin í skýrslu greiningarfyrirtækisins Analytica, sem greindi frá því að lágt fjárfestingarstig sveitarfélaga myndi draga úr sjálfbærni þeirra. 

Ef ekki ætti að ráðast í harkalegan niðurskurð þyrftu sveitarfélögin að auka lántöku, sem myndi hækka skuldahlutfall þeirra. Reykjavíkurborg bætir hér við að hækkun skuldahlutfalls sveitarfélaga geti hins vegar haft neikvæð áhrif á aðgengi þeirra að lánsfé. Þetta telur borgin einnig geta skaðað félagslega sjálfbærni sveitarfélag til lengri tíma, auk þess sem rekstur þeirra og þjónusta gæti verið skert til framtíðar.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent